Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 43
eci 5 ^Oaaai ». «unAaaAOTJAJ ftVlHMfálV oiq hom ....................S| — MÖRGÚNBLÁÐIÐ IÞROl ílR LAÚGÁRDÁGUR Í6. FÉBRÚÁR 1991 " IÞROTTAMAÐUR REYKJAVIKUR Bjarni Friðriksson tekur við hinni glæsilegu styttu, sem Davíð Oddsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti honum. Morgunblaðið/KGA Reykjavík styrkir Bjama til undirbúnings fyrir OL1992 Bjarni Friðriksson, júdókappi úr Ármanni og íþróttamaður ársins 1990, var í gær útnefndur íþróttamaður Reykjavíkur 1990 í hófi að Höfða. Jafnframt var til- kynnt að íþróttabandalag Reykjavíkur mun styrkja Bjama til æfinga fyrir Ólympíuleikana í Barcelona 1992. Bjarni mun fá 25 þús. kr. í styrk á mánuði í átján mánuði, eða 450 þús. krónur, svo að hann geti undirbúið sig sem best fyrir Ólympíuleikana, en þess má geta að Bjarni fékk bronsverðlaunum á ÓL í Los Angeles 1984. Bjarni fékk einnig 40 þús. kr. styrk frá Austurbakka hf. og félag Bjarna, Ármann, fékk kr. 40 þús. frá ÍBR. Þetta var í þriðja sinn sem Bjarni er útnefndur Iþróttamaður Reykjavíkur. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Sætur sigur Eyjamanna - lögðu Víkinga, sem hvödu þrjá af lykilmönnum sínum EYJAMENN unnu sætan sigur á Víkingum í Laugardalshöll- inni og eru þeir gott sem búnir að tryggja sér sæti í úrslita- keppninni um íslandsmeistara- titilinn. Eyjamenn eru með fjög- urra stiga forskot á KR-inga, sem eiga leik til góða, en Eyja- menn eiga eftir heimaleik gegn Selfyssingum, sem þeir eiga að vinna að öllu eðlilegu. Víkingar, sem töpuðu, 23:29, sínum fyrsta heimaleik, léku án þriggja lykilmanna - þeirra Alexej Trúfan, Guðmundar Guð- mundssonar og Birgirs Sigurðsson- ar, Það hefur eflaust ekki glatt KR-inga og KA-menn, sem eru að berjast um sæti í úrslita- keppninni ásamt Eyjamönnum. Og margar spurningar vakna þegar svo Hörður Magnússon skriíar þýðingarmikill leikur er leikinn. Eyjamenn höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og voru yfir, 13:16, í leikhléi. Víkingar náðu að minnka muninn í eitt mark, 17:18, en þá gerðu Eyjamenn fjögur mörk í röð og gerðu út um leikinn. Hrafn Margeirsson, landsliðs- markvörður úr Víkingi, fékk skot í andlitið í byrjun leiksins og varð að fara af leikvelli. Reynir Reynirs- son tók stöðu hans og varði eins og berserkur, eða sextán skot. Hann bjargaði Víkingum frá stærra tapi. Enginn leikmaður Víkings náði að sýna sitt rétta andlit. Sig- urður Friðriksson, hornamaður Eyjamanna, var bestur ásamt Guð- finni Kristmannssyni, en annars lék Eyjaliðið vel gegn Víkingum, sem veittu litla mótspyrnu. Sigmar. Þröstur Óskarsson var traustur í markinu. ÚRSLIT FOLK ■ PÉTUR Pétursson, landsliðs- maður úr KR, er kominn í gifs og verður frá æfíngum þar til í lok mars, en þá má hann byija að hlaupa. Pétur var skorinn upp fyr- ir meiðslum í ökkla - liðband var slitið. Aðgerðin heppnaðist vel. I HÖRÐUR Magnússon, marka- kóngur úr FH, heldur til Englands á morgun, þar sem hann mun æfa með Sheffield United. Hörður fer til London og þaðan til Manchest- er, þar sem forráðamenn Sheff. Utd. taka á móti honum. Hörður hefur fengið leyfi frá KSÍ um að leika með félaginu á tímabilinu 17. til 28. febrúar. I SIEGFRIED _ Held, fyrrum landsliðsþjálfari íslands í knatt- spymu, varð sigurvegari í miklu „old boys“ móti í tennis í Þýska- landi. Held er nú ekki starfandi biálfari. Handknattleikur Víkingur- ÍBV 23:29 Laugardalshöllin, íslandsmótið i 1. deild (VÍS-keppnin), föstudagur 15. feb. 1991. Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 2:5, 4:9, 6:11, 9:11, 13:14, 13:16. 15:17, 17.18, 17:22, 18:25, 21:28, 23:29. Mörk Víkings: Ámi Friðleifsson 7/5, Bjarki Sigurðsson 3, Hilmar Sigurgíslason 3, Dag- ur Jónasson 3, Ingimundur Helgason 3, Einar Jóhannesson 2, Bjögvin Rúnarsson 2. Varin skot: Reynir Reynisson 16, Hrafn Margeirsson 2. Utan vallar: 8 mín. Mörk ÍBV: Sigurður Friðriksson 8/1, Guð- finnur Kristmannsson 7, Gylfi Birgisson 6/3, Sigbjörn Óskarsson 3, Sigurður Gunn- arsson 2, Jóhann Pétursson 1, Helgi Braga- son 1, Erlingur Richardsson 1. Varin skot: Sigmar Þ. Óskarsson 13/1. Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Grétar Viimundsson og Ævar Sigurðsson. Áhorfendur: 130. ÍBV-Fram 11:21 Vestmannaeyjar, 1. deild kvenna: Mörk ÍBV: Stefanía Guðjónssdóttir 4, Jud- ith Estergal 3/2, Sara Ólafsdóttir 2, íris Sæmundsdóttir 1, Ragna J. Friðriksdóttir 1. Mörk Fram: Guðriður Guðjónsdóttir 7/2, Inga Huld Pálsdóttir 4, Margrét Blöndal 3, Sigrún Blomsterberg 3, hafdís Guðjóns- dóttir 3, Guðrún Gunnarsdóttir 1. BÍEyjastúlkur þurftu nauðsynlega á sigri á að halda til að eiga möguleika á að halda sér í deildinni, en þeim tókst það ekki og eru því komnar með annann fótinn i 2. deild. Framstúlkur stóku leikinn strax æí sínar hendur og var haldrei spuming hvort þær færu með sigur af hólmi, heldur hvað sigur þeirra yrði stór. 2. DEILD KARLA: Þór-ÍS 30:12 Körfuknattleikur NBA-DEILDIN Leikir í NBA á fimmtudag: Miami Heat - Denver 141:112 Chicago Bulls - New York Seattle - Orlando 102: 92 102: 90 129:117 Detroit - Milwaukee 102: 94 106: 97 Boston - Golden State 128:112 Sacramento - Philadelphia 98: 81 SKIÐI / HM I NORRÆNUM GREINUM Norðmenn mala gull Sigruðu í 4x10 km boðgöngu í Vai di Fiemme Norðmenn halda áfram sigurgöngu sinni á heimsmerstaramótinu í norrænum greinum. Þeir sigruðu í 4x10 km boðgöngu í gær með nokkrum yfirburðum. Deyvind Skaanes, eini Norðmaðurinn í hóphum sem ekki hafði unnið gullverðlaun gekk fvsta hlutann og náði frábærum tíma. Eftir það var ekkert sem gat ógnað sigri Norðmanna. Tími Skaanes var betri en sá sem dugði til gullverðlauna í 10 km göngu einstaklinga en Skaanes var ekki með þá. „Það kom mér á óvart að það var aldrei neinn á eftir mér,“ sagði Skaanes. „Ég hef aldrei séð svona góðan sprett," sagði Gunde Svan, helsti garp- ur Svíanna sem höfnuðu í 2. sæti. Finnar komu næstir og því þrefaldur sigur Norðurlandanna. Bronsverðlaun Finna voru þau fyrstu sem þeir hafa unnið til í karlaflokki á HM. Viðtalstimi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík BorgarfulltrúarSjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum íveturfrá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 16. febrúar verða til viðtals Árni Sigfússon, í borgarráði, stjórn sjúkrastofnana, húsnæðisnefnd og atvinnumálanefnd, Margrét Theodórsdóttir, í fræðslu- og skólamálaráði og ferðamálanefnd, og Haraldur Blöndal, formaður umferðarnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.