Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 18
R|8 ‘ ^ÓR^Uí4áíiik&4AmÁ«&ÁGUR-l€r^ÉBÍWAR- 19M- Reuter Fyrrverandi kommúnistaríki vilja aukna samvinnu Jozsef Antall, forsætisráðherra Ungveijalands (t.v.), Lech Walesa, forseti Póllands, og Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, í þinghús- inu í Búdapest í gær áður en þeir undirrituðu samning um aukna samvinnu þessara fyrrverandi kommúnistaríkja. Stóru bandarísku flugfélög- in í harðvítugri samkeppni Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AFLEIÐINGAR stríðsins við Persaflóa valda stóru bandarísku flugfé- lögunum miklum búsifjum. Ljóst er að samdrátturinn er mikill en eins og er verður ekki séð hversu alvarlegt áfallið verður. Æðisgeng- in samkeppni er hafin milli félaga sem berjast í bökkum. Dragist Persaflóastríðið á langinn - svo ekki sé talað um ef það breiðist út - kann það að tákna endalok margra af stærstu flugfélögum Banda- ríkjanna. Erfiðleikarnir, sem rekja má til stríðsins, eru einkum fólgnir í því, að fólk hættir við flugferðalög af ótta við hermdarverk í flugvélum eða á flugvöllum. Þetta bætist ofan á minnkandi flugferðalög vegna samdráttar í bandarískum efna- hagsmálum. Þess samdráttar hefur gætt meira í ferðalögum en öðru. Bandaríkjastjórn hefur sett 65 lönd á „hættusvæði“ og hvatt til þess að fólk ferðist ekki á þá staði. Þetta eitt veldur flugfélögum miklum erf- iðleikum — og þegar minnkandi farþegafjöldi innanlands bætist við er stutt í hrunið. Margir þora held- ur ekki að ferðast innanlands. USAir — helsta tengiflugfélag Flugleiða í Bandaríkjunum — mátti þola milljónatuga tjón í dollurum talið á sl. ári. Það tilkynnti sl. mánu- dag að vegna fjárhagserfiðleika yrði 3.585 starfsmönnum sagt upp á þessu ári. Félagið ætlar að loka 4 af 12 flugafgreiðslum sínum í Flórída, þ.á m. afgreiðslunni í Miami. Lokun stöðva í Miami hefur áhrif um allt Flórídaríki því starfs- fólk með háan starfsaldur getur flutt sig til og „ýtt út“ yngra starfs- fólki félagsins annars staðar í ríkinu. Niðurskurðurinn snertir 660 flugmenn, 540 flugfreyjur og þjóna, 505 flugvirkja og um 2.000 manns í sölu- og þjónustustörfum. Sam- drátturinn þýðir að 13,3% af 54.000 starfsmönnum á sl. ári verður sagt upp en sumt af því fólki er í hluta- vinnu. Eastem, sem eitt sinn var stærsta flugfélag Bandaríkjanna, er gjaldþrota. Stóru félögin beijast um eignir þess og hafa ýmsir áhyggjur af þróun þeirra mála, því það merkir að samkeppnin muni minnka í framtíðinni. Barist er t.d. um eignir Eastem (5 rana og tvö færibönd fyrir farangur) á Orlando- flugvelli. Þar vilja engin fiugfélög gefa neitt eftir — nema Flugleiðir sem hætta flugi til Orlando í júní, júlí og ágúst í ár eins og í fyrra. Erfiðleikarnir í innanlandsflug- inu er auðskilið vandamál banda- rískra flugfélaga. En torskildara er að samtímis uppsögnum starfsfólks hafa þau lagt út í afar dýrt auglýs- inga- og fargialdastríð á millilanda- leiðum, sem þau hafa alls ekki ráð á — en þora ekki að hunza. Fargjaldastríð, ofan á minnkandi farþegafjölda af völdum stríðsótta, gat ekki komið á verri tíma. Áður en það hófst glímdu flugfélögin við mesta tap sem þau hafa orðið fyrir síðan frelsi var gefið í bandarískum flugmálum 1978. Þau vom öll að tapa. British Airways hóf verðstríðið sunnudaginn 10. febrúar; auglýsti 33% lækkun á hinum vinsælu ferð- um milli London og New York: (kaupa þarf farseðil með 30 daga fyrirvara) USAir; Delta, Pan Am fylgdu eftir með sama boð — enda með nóg farþegarými í kjölfar styij- aldar í Austurlöndum nær. Óvænt- ast var að TWA bauð enn betur — eða 50% afslátt. Tiiboðið felur í sér að farmiði aðra leið milli London og New York lækkar úr 538 í 269 Bandaríkjdali. Fargjald á fyrsta farrými lækkar að sama skapi. Búist er við að önnur flugfélög fylgi eftir og bjóði sömu fargjöld. Flugfélög vilja vera samkeppnisfær — og samkeppnin er óútreiknanleg og hún ræður mestu um þróun málsins. Forseti Slóveníu: Reuter Forsetar Króatíu og Slóveníu, dr. Fraiyo Tudjman (t.v.) og Milan Kudan, á fundi í Belgrad um framtíð Júgóslaviu. Forsætisráð Júgóslavíu og forsæt- isráðherra landsins komu saman til fundar í höfuðborginni, Belgrad, á miðvikudag til að freista þess að koma í veg fyrir að væringamar, sem sett hafa svip sinn á samskipti Króata og Slóvena annars vegar og Serba hins, vegar leiði til upplausnar júgóslavneska ríkjasambandsins. Hinir fyrmefndu hafa viljað að ríkin öðlist sjálfstæði hvert um sig og hafi lauslegt samband sín á milli, en hinir síðarnefndu vilja áframhald- andi miðstýrt ríkjasamband. Fundinum lauk án samkomulags og fréttir hafa smám saman verið að berast um gang hans. Júgóslavn- eska fréttastofan Tanjug sagði í gær að Milan Kucan, forseti Slóveníu, hefði lagt fram tillögu um að Júgó- slavíu yrði skipt í tvö eða fleiri sjálf- stæð ríki, samkvæmt samkomulagi milli lýðveldanna. í öðru þeirra yrðu lýðveldin, sem aðhyllast miðstýrt ríkjasamband, en hinu eða hinum þau sem vilja lauslegt samband. Talið er að tillagan sé byggð á áætl- un, sem Kucan og Franjo Tudman, forseti Króatíu, hafa komið sér sam- an um en hún hefur ekki enn verið birt opinberlega. Kucan sagði einnig að viðræður um framtíð Júgóslavíu ættu að fara fram án þátttöku leiðtoga sam- bandsríkisins. Júgóslavnesku lýð- Júgóslavíu verði skipt í tvö ríki hið minnsta Belgrad. Reuter. LEIÐTOGAR júgóslavneska lýd- veldisins Slóveníu hafa lagt fram tillögu um að Júgóslavíu verði skipt í að minnsta kosti tvö sjálf- stæð ríki en Borisav Jovic, forseti landsins, leggst gegn slíkum hug- myndum. veldin sex ættu sjálf að ákveða framtíð sína. Borislav Jovic, forseti Júgóslavíu, sem er Serbi, sagði að leiðtogar lýð- veldanna hefðu engan rétt til að ákveða framtíð Júgóslavíu upp á eigin spýtur án þjóðaratkvæða- greiðslu. Herferð gegn barnaánauð Nýju Ðelhí. Reuter. HREYFING sem berst gegn ánauð barna i Indlandi hvatti í gær þjóðir heims til að hætta að kaupa teppi frá indverskum verk- smiðjum, sem hneppt hafa börn í þrældóm. Hreyfingin nefnist Frelsisfylking gegn vinnuánauð og formaður henn- ar sagði að ekkert væri hæft í stað- hæfingum um að nauðsynlegt væri að börn ynnu teppin vegna þess að til þess þyrfti smáa og liðuga frngur. Hreyfingin hóf herferð gegn ánauðinni eftir að hópi stúlkna í teppaverksmiðju hafði verið nauðgað hvað eftir annað vegna þess að þær höfðu reynt að stijúka. Drengir voru hengdir upp á tré og brenndir með vindlingum fyrir flóttatilraun. Finnland: Almennt áhugaleysi ein- kennir kosningabaráttuna Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunbiaðsins. FINNAR ganga til þingkosninga 17. mars en flest virðist benda til þess að kjörsókn verði óvenju lítil. Fjölmiðlar hafa hingað til aðallega beint sjónum sínum að strjðinu við Persaflóa og tilraun- um Moskvustjórnarinnar til að kveða niður frelsisbaráttu Eystra- saltsþjóðanna. Hefur það óneitanlega komið niður á kosningabar- áttunni. Áhugaleýsi fmnskra kjósneda verður þó ekki einungis skýrt með tilvísun til ástandsins á vettvangi alþjóðamála. Aldrei fyrr hafá jafn margir flokkar boðið fram og í þessum kosningum, en þeir eru samtals 17. Engu að síður virðist hinn almenni kjósandi ekki telja sig hafa raunverulega valkosti. Það eru þrír helstu flokkamir, hægri menn, jafnaðarmenn og Miðflokkurinn, sem ráða ferðinni þegar ríkisstjóm verður mynuð að kosningum loknum. Hver þeirra er með rúmlega 20 pró- senta fylgi og þykir ótvírætt að tveir þeirra myndi ríkisstjórn sam- an. Hvaða flokkar komast í stjóm auk aðalflokkanna er í raun og veru aukaatriði. Síðustu fjögur ár hafa hægri menn og jafnaðar- menn verið saman í stjóm þrátt fyrir að þessir flokkar hafi verið taldir aðalandstæðingarnir í finnskum stjómmálum um ára- tugi. Flokkarnir eiga það þó sam- eiginlegt að kjösendur þeirra telj- ast til launþega og sérstaklega það að fylgi þeirra er mest i þétt- býli. Miðflokkurinn hefur verið og er bændaflokkur þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir til að ná vinsældum meðal borgarbúa. Rætt um þriggja flokka stjórn Það vakti almenna hneýkslan fyrir skömmu þegar fréttir tóku að berast um að flokksleiðtogarn- ir hefðu þegar hafið undirbúning að stjórnarmyndun. Meðal annars hefur Kalevi Sorsa (jafn.) fyrrum utanríkisráðherra og núverandi þingforseti lýst yfir áhuga sínum að gerast forsætisráðherra. Þótti það ekki við hæfi að flokkamir væru teknir að skipta ráðherra- stólum á milli sín áður en þjóðin hefði fengið að kveða upp dóm sinn við kjörborðið. Af hálfu miðflokksmanna hefur verið varpað fram þeirri hugmynd að þrír stærstu fiokkarnir fari' saman í stjóm. Miðflokksmenn byggja þessa hugmynd sína á þeirri forsendu að þjóðin sé núna í vanda stödd og er ástandið bor- ið saman við stöðu mála á stríðsárunum. Þessu hefur verið svarað með því að það gæti tæp- ast talist eðlilegt í þingræðisþjóð- félagi að engin raunvemleg stjórnarandstaða væri á þingi. Kosningabaráttan virðist frek- ar snúast um váldatafl flokkanna þriggja en málefni. Kosningayfir- lýsingar hægri manna, jafnaðar- manna og miðflokksmanna þykja furðu óskýrar. Fréttaskýrendur telja að það sé vegna þess að enginn flokkur hafí hugrekki til að gerast óhæfur til saínstarfs í augum hinna. Að margra mati er t.a.m. nauðsynlegt að taka af- stöðu til mála eins og stöðu Finna í viðræðum Fríverslunarbanda- lags Evrópu (EFTA) og Evrópu- bandalagsins (EB), en afstaða flokkanna í þeim efnum er mjög óskýr. Hægri menn hafa látið að því liggja að Finnum beri að ger- ast aðilar að EB eins og Svíar og Austurríkismenn stefni að. Jafn- aðarmenn hafa beðið átekta én miðflokksmenn hafa verið beinlín- is andvígir þátttöku Finna í sam- starfí Evrópuríkja. Ný kjarnorkuver Hægri menn hafa tekið frum- kvæðið í einu helsta kosningamál- inu. Ilkka Suominen flokksfor- maður og iðnaðarráðherra hefur Iýst því yfir að næsta ríkisstjóm þurfí að taka ákvörðun um að byggja eitt eða jafnvel tvö ný Kalevi Sorsa kjarnorkuver í Finnlandi. Hvorki miðflokksmenn né jafnaðarmenn vilja taka afstöðu til málsins. Um þriðjungur Finna vill samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum svara orkuþörf landsmanna með bygg- ingu nýrra kjarnorkuvera. Fyrir fjórum árum grúfði skugginn af kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl enn yfír og lýstu allir flokkar þá yfir því að ekki yrði tekin ákvörðun um byggingu nýs kjarnorkuvers á þessu kjörtímabili. Forsvars- menn orkuframleiðenda og iðnað- ar hafa hins vegar haldið áfram að skipuleggja byggingu nýrra kjarnorkuvera og þykir nú tími til kominn að ríkisvaldið leggi formlega blessun sína yfir fram- kvæmdirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.