Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 2
6, i(>et ítAútiarf-i .st íi!joa(imaouaj aiGAjaMjJOflOM Hafskipsmálið: Frávísunarkröfum hafnað í Hæstarétti HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað frávísunarkröfum þeirra fjögnrra sakborninga í Hafskipsmálinu, sem sérstakur saksóknari áfrýjaði niðurstöðum sakadóms gagnvart. Frávísunarkröfurnar byggðust á því að miða ætti við að þriggja mánaða áfrýjunarfrestur ákæru- valdsins hefði hafist við dómsupp- sögti í sakadómi, þann 5. júlí RAFHA gjaldþrota SKIPTARÉTTUR Hafnarfjarðar hefur úrskurðað Hf. Raftækja- verksmiðjuna RAFHA gjald- þrota. Allur rekstur fyrirtækis- ins var á síðasta ári seldur nýju fyrirtæki, Rafha hf. Úrskurður um að bú Raftækja- verksmiðjunnar skyldi tekið tii gjaldþrotaskipta var kveðinn upp í skiptarétti Hafnarfjarðar 31. jan- úar. Skip'tafundur, þar sem tekin verður afstaða til krafna í búið og ráðstöfunar eigna þess, verður haldinn 10. mai. Dynjandiheiði: Heiðin rudd Dynjandilieiði var rudd í gær en að sögn Gísla Eiríkssonar, umdæmisverkfræðings hjá Vega- gerð ríkisins á ísafirði, heyrir til undantekninga að heiðin sé rudd að vetrarlagi. „Samkvæmt korti, sem Sam- gönguráðuneytið gefur út, er ekki gert ráð fyrir að mökað sé milli Vatnsfjarðar og Þingeyrar að vetrar- lagi,“ sagði Gísli Eiriksson í samtali við_ Morgunblaðið á föstudag. í samtalinu kom þó fram að ákveð- ið hefði verið að ryðja heiðina núna vegna þess hve snjólétt væri á þess- um slóðum. Jónas Ólafsson sveitarstjóri á Þingeyri segir að mikil stífni hafi verið í vegagerðarmönnum að vilja ekki opna heiðina fyrr, Jeppafært hefði verið yfir fjallveginn en 50 metra skafl lokað veginum í Svína- dal. Hann sagði að það væri mikið hagsmunamál fyrir Þingeyringa og aðra íbúa á norðanverðum Vestfjörð- ,um að leiðinni suður á Barðaströnd væri haldið opinni þegar svona snjó- létt væri því það tæki hálfan annan tíma fyrir Þingeyringa að aka um borð í Breiðafjarðarferjuna Baldur en sex tíma að aka til Hólmavíkur. síðastliðinn, en ekki þann 14. des- ember, er sérstökum saksóknara bárust endanlegar dómsgerðir í hendur. Í niðurstöðum Hæstaréttar segir á þá leið að enda þótt sérstakur saksóknari hafi við dómsuppsögu fengið í hendur niðurstöður saka- dóms og hafi þá þegar haft önnur gögn í höndum, veiti ákvæði laga um meðferð opinberra mála ákæruvaldinu þriggja mánaða frest sem samkvæmt orðanna hljóðan miðist við það að endanleg- ar dómsgerðir hafi borist. Þó að málarekstur gegn ákærðu hafi tekið langan tíma og alllangt hafi liðið frá dómsuppsögu þegar áfrýjun var ráðin sé ekki hægt að fallast á að frestinn beri að miða við dómsuppsögu án þess að með því sé beinlínis gengið gegn orða- lagi lagagreinarinnar. Hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, forseti Hæstaréttar, Guðmundur Jónsson, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Þór Vilhjálmsson kváðu upp dóm Hæstaréttar og munu annast þar meðferð ' málsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ráð- gert að Hafskipsmálið verði flutt í Hæstarétti í vor. Morgunblaðið/Sigurgeir Landað úr Kap IIVE í Vestmannaeyjum, skipverjamir em Sigurð- ur Friðrik Karlsson til vinstri og Borgþór Yngvason til hægri. Loðnan g*eng*- ur hratt vest- ur með landinu MOKVEIÐI var á loðnu frá Hjörleifshöfða vestur fyrir Dyrhólaey í gær en loðnan stóð djúpt og því erfiðara að eiga við hana en á miðvikudag. Loðnan gengur mjög hratt vestur með landinu og verður komin að Reykjanesi eftir 3-4 sólarhringa með sama hraða. Áhvílandi veðskuldir 20 loðnu- verksmiðja voru um 2,5 milijarðar króna um síðustu áramót og sé miðað við að 5-6 verksmiðjur verði úreltar má ætla að til þess þurfi um hálfan milljarð króna. Frumvarp um breytingar á Hagræðingarsjóði vegna loðnu- brestsins fékkst ekki samþykkt í þingflokkum stjómarfiokkanna og lagði sjávarútvegsráðherra það því fram í eigin nafni. Skúli Alex- andersson þingmaður Alþýðu- bandalags sagði í gær að ekki hefði verið stuðningur við það í þingflokki Alþýðubandalagsins að breyta hlutverki sjóðsins. I gær lönduðu Gígja VE og Guðmundur VE hjá FES en ísleif- ur VE, Bergur VE og Kap II VE hjá FIVE. Júpíter RE landaði í Bolungarvík, Víkingur AK á Akranesi, Háberg GK í Grindavík, Þórshamar GK og Hólmaborg SU á Eskifirði, Örn KE á Þórshöfn og Börkur NK á Neskaupstað en Hilmir SU landar þar í dag. Sjá fréttir á bls. 4 og 17. Sala á íslenskum ísfiski í Bretlandi: Salan tólf sinnum minni ari viku en að meðaltali Lágt verð erlendis vegna mikils framboðs frá heimaskipum „ÉG HELD að fara þurfi mörg ár aftur í timann til að finna jafn rýra sölu á íslenskum ísfiski í Bretlandi og í þessari viku,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Aflamiðlunar. Seld voru rúm 100 tonn af ísfiski í Bretlandi í þessari viku en þar voru seld rúmléga 1.200 tonn af ísfiski að meðaltali á viku í fyrra. íslensk skip veiddu um 17 þúsund tonn af þorski í janúar síðastliðnum, eða um 4 þúsund tonnum minna en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands. Verðlækkun hefur orðið á þorski í Bretlandi og ufsa í Frakklandi og Þýskalandi undanfarið, þar sem mjög góð bolfískveiði hefur verið hjá bátum og togurum í Norðursjó og Barentshafi. Þá fékk norskur togari lágt -verð fyrir karfa í Þýska- landi í gærmorgun. Kyngt hefur niður snjó í Evrópu að undanförnu og viðskipti með físk því með ró- legra móti. Hins vegar hefur lítið verið flutt út af ísfiski héðan í ár. Mótmæli Sovétmanna rædd í ríkisstjórninni: * Formleg viðbrögð Islend- inga liggja ekki fyrir Enginn fulltrúi Alþingis við hátíðahöld í Litháen MÓTMÆLI sovéskra stjórnvalda vegna ályktunar Alþingis um sljórn- málasamband við Litháen voru lögð formlega fram á ríkissljórnar- fundi í gær. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, segir að menn hafi skipst á skoðunum á fundinum en engin formleg viðbrögð liggi fyrir af hálfu ríkissljómarinnar. „Okkur finnst þessi viðbrögð Sov- étmanna vera óþarflega skjót en það er meira persónuleg skoðun," segir forsætisráðherra. Hann segir ut- anríkisráðherra hafa verið að kynna samstarfsþjóðum í Atlantshafs- bandalaginu og á Norðurlöndum samþykkt Alþingis undanfama daga og einnig hafi utanríkisráðherra ósk- að eftir því við sovésk stjómvöld að málið yrði rætt formlega. Ekkert svar hafi hins vegar borist við þeirri málaleitan ennþá. Aðspurður um hvenær formleg viðbrögð ríkisstjórnarinnar við mót- mælum Sovétmanna lægju fyrir sagðist forsætisráðherra ekki sjá Pravda, málgagn sovéska Kommúnistaflokksins, birti ásamt fleiri sovéskum dagblöð- um mótmæli sovéskra stjórn- valda í gær. ástæðu til formlegra viðbragða á þessu stigi. Þetta væri samþykkt Alþingis og lítið nýtt hefði gerst síðan Sovétmenn mótmæltu síðast. Þannig hefði stjómmálasambandi ekki enn verið komið á. Nú liggur einnig ljóst fyrir að enginn fulltrúi frá Alþingi verður viðstaddur hátíðahöld í Litháen í dag en 16. febrúar er fyrrum þjóðhátíðar- dagur landsins. Alþingi hafði borist boð frá Litháen um að fulltrúi frá því yrði viðstaddur og forsetar Al- þingis ákveðið að taka boðinu. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst vegna þess að enginn tími var til stefnu," segir Friðrik Ólafsson, skrif- stofustjóri Alþingis. „Þó að samþykkt hafi verið að senda fulltrúa voru örð- ugleikamir heldur miklir og litlir möguleikar á að hægt yrði að fram- kvæma þetta. Það verður því einfald- lega ekki farið. Það er búið að sam- þykkja ályktun og verður að haga sér í samræmi við hana.“ Selt var 700 tonnum minna af þorski í Bretlandi S janúar síðast- liðnum en í sama mánuði í fyrra en á innlendu mörkuðunum var aftur á móti selt rúmlega 600 tonnum meira en í fyrra. I janúar í fyrra var selt 1.100 tonniim meira af þorski á mörkuðunum í Bretlandi en á innlendu mörkuðunum en í janúar í ár var selt 300 tonnum meira af þorski á innlendu mörkuð- unum en í Bretlandi. „Skýringarnar á þessu eru trú- lega þær að verðið á innlendu mörk- uðunum hefur verið hátt og frá áramótum hefur kvótaskerðing verðið 20% vegna útflutnings á ísuðum þorski en skerðingin var 15%. Einnig þarf að greiða í Verð- jöfnunarsjóð sjávarútvegsins 4,2% af útflutningsverðmæti ísfisks en menn sleppa við það ef þeir selja á mörkuðunum hér heima,“ segir Vil- hjálmur Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri Aflamiðlunar. Hann segir að kostnaður við út- flutning á ísfiski sé geysilega mis- jafn eftir því hvaðan menn sendi fiskinn. Til dæmis sé mun ódýrara að flytja fiskinn frá Vestmannaeyj- um en ísafirði. í Grimsby og Hull voru seld 2.056 tonn af þorski fyrir 152ja króna meðalverð í janúar í ár en 2.774 tonn fyrir 131 krónu meðalverð í sama mánuði í fyrra. Verðhækkun- in er 16%. Á inníendu mörkuðunum voru aftur á móti seld 2.300 tonn af þorski fyrir 104ra króna meðal- verð í janúar í ár en 1.680 tonn í janúar í fyrra fyrir 72ja króna með- alverð. Verðhækkunin er 44%. „Við seldum 700 tonn í þessari viku fyrir 89,29 króna meðalverð og þetta er mesta sala hjá okkur á þessu ári. Hins vegar vantar mikið á að þessi sala sé sú mesta frá upphafi," segir Ólafur E. Ólafsson hjá Faxamarkaði í Reykjavík. í fyrra Hann upplýsir að seld iiafi verið 329 tonn af slægðum þorsíci á'F'axá- markaði fyrir 99,34 króna meðal- verð í þessari viku. Þar hafi aftur á móti verið seld 805 tonn af slægð- um þorski fyrir 106 króna meðal- verð í janúar síðastliðnum. „Verðið á slægðum þorski hefur verið að síga undanfarna daga vegna aukins framboðs. Meðalverðið var 108 krónur á mánudag, 105 krónur á þriðjudag, 102 krónur á miðviku- dag, 95 krónur á fimmtudag og 85 krónur á föstudag," segir Olafur. Jóhanna Kristjánsdóttir. Lést I um- ferðarslysi KONAN sem beið bana er hún varð fyrir bíl í Auðarstræti í fyrrakvöld hét Jóhanna Krist- jánsdóttir. Jóhanna var 85 ára, fædd 5. jan- úar 1906, og bjó á Kjartansgötu 10 í Reykjavík. Jóhanna var ekkja Siguijóns Guðjónssonar bílstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.