Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991 19 Loftárásir bandamanna á hernaðarskotmörk í írak og Kúveit; Fjórfalt fleiri árásar- ferðir en í seinna stríðinu London. Daily Telegraph. LOFTÁRÁSUM er haldið uppi á hernaðarskotmörk í írak og Kúv- eit allan sólarhringinn og eru árásirnar til þessa fjórum sinnum harðari en í nokkurri annarri styrjöld, að sögn hernaðarsérfræð- inga. Talsmaður breska flughersins sagði á fimmtudag að af 594 sérstyrktum flugvéla- og vopnageymslum Iraka sem vitað væri um hefðu 45% verið eyðilagðar. Sérfræðingar segja að fleiri sprengjum og flugskeytum hafi verið skotið á fieiri skotmörk í stríðinu fyrir botni Persaflóa en nokkru sinni áður. Árásum er hald- ið uppi á skotmörk í Bagdad, eink- um á sérstyrkt hernaðarleg byrgi, brýr og fjarskiptamiðstöðvar sem njósnir sýna að eru enn starfandi; birgðastöðvar í Basra þar sem höfuðstöðvar lýðveldishersins er að finna og að undanförnu hefur árásum í auknu mæli verið beint að sveitum lýðveldishersins í suð- urhluta íraks og í Kúveit. Daglega halda talsmenn fjöi- þjóðahersins blaðamannafund og skýra frá aðgerðum sólarhringinn áður; 2.900 flugferðir eru farnar einn daginn segja þeir, 2.600 þann næsta o.s.frv. Fimmtudagurinn var 29. dagur stríðsins og höfðu flug- vélar bandamanna þá farið 70.000 flugferðir en þar af eru um 22.000 árásarferðir sprengjuflugvéla. Tölurnar kunna að þykja háar en fá fyrst marktækt gildi þegar þær eru bornar saman við sams konar tölur úr fyrri stríðum. í hin- um svonefndu Linebacker I og II loftárásum á Norður-Víetnam sem stóðu yfir í sex mánuði árið 1972 fóru B-52 sprengjuþotur Banda- ríkjamanna og aðrar tegundir flug- véla 41.000 árásarferðir. í seinni heimsstyrjöldinni fóru sprengjuflugvélar breska flughers- ins samtals 387.416 árásarferðir á sex árum. Að meðaltali eru þó dag hvern farnar fjórum sinnum fleiri árásarferðir á skotmörk í írak -og Kúveit en farnar voru gegn skot- mörkum í Þýskalandi 1939-45. En samanburður af þessu tagi segir þó ekki alla söguna því sérhver árásarferð er mun árangursríkari í hernaðarlegum skilningi þess orðs nú um stundir en áður fyrr. Tii að mynda er talið að eyðilegg- ingarmáttur einnar sprengjuferðar breskrar Tornado-sprengjuþotu jafngildi 12 ferðum Lancaster- sprengjuvéla breska flughersins í seinni heimsstyijöldinni. Missa færri flugmenn Þá er verulegur munur á loftár- ásunum við Persaflóa og í fyrri stríðum að því leyti að bandamenn hafa misst færri flugmenn en dæmi eru um áður. í Linebacker- ioftárásunum í Víetnam voru 75 flugvélar skotnar niður og í seinna stríðinu misstu bandamenn 8.953 flugvélar með samtals 55.500 mönnum í loftárásum í Evrópu. í Persaflóastríðinu hafa bandamenn aðeins misst 28 flugvélar og innan við 20 úr áhöfnum þeirra háfa lát- ið lífið. FYRI PERSAFLOA Reuter Breskar Tornado-þotur á flugi. Ein þota af þessu tagi getur í einni árásarferð unnið jafnmikið tjón og 12 stórar Lancaster- sprengjuvélar gerðu í seinni heimsstyrjöldinni. En hvaða áhrif hafa loftárásirn- ar á íraska hermenn og óbreytta borgara? í raun veit enginn hvert mannfallið hefur orðið. Banda- menn segja að þúsundir hermanna hljóti að hafa fallið en írakar veita engar slíkar upplýsingar. Þeir reyna að beina athygli fjölmiðla að manntjóni meðal óbreyttra borgara, sem vestrænir frétta- menn í Bagdad segja að sé hlut- fallslega lítið þrátt fyrir mikið mannfall í loftárás á sérstyrkt byrgi í Bagdad á miðvikudag. Loftárásir af sama krafti í Víet- nam eða Þýskalandi í seinni heims- styijöldinni hefðu valdið gífurlegu manntjóni meðal óbreyttra og eyði- leggingu borga. Burtséð frá því hversu breskir og bandarískir sprengjuflugmenn vönduðu sig við að hæfa skotmörk sín í Þýskalandi týndu rúmlega 300.000 manns lífi, aðallega óbreyttir borgarar. Flug- vélar og vopn voru orðin mun full- komnari á tímum Víetnamstríðsins en manntjón varð þó tilfinnanlegt. í einni árásarferð B-52 sprengju- þotu á járnbrautarstöð Hanoi- borgar 26. desember 1972 dóu t.d. 265 óbreyttir borgarar sem bjuggu í nágrenni stöðvarinnar, sam- kvæmt upplýsingum Norður-Víet- nama. Nákvæmnin meiri Nákvæmni sprengjuflugvélanna er hins vegar óvenjulega mikil í stríðinu fyrir botni Persaflóa. Að mati hernaðarfræðinga hefði á árum síðari heimsstyrjaldarinnar þurft 4.500 ferðir B-17 sprengju- flugvéla með 9.000 sprengjur til þess að uppræta sérstyrkta íraska stjórnstöðvarbyggingu. 95 F-105 sprengjuflugvélar frá dögum Víet- namstríðsins hefðu unnið sama verk með 190 sprengjum. Nú ger- ir ein sprengja sem varpað er úr torséðri F-117 þotu sama gagn. Bandamenn halda því fram að íraski flugherinn hafi engum vörn- um komið við á fyrstu dögum loft- árásanna á írak. Af um 600 orr- ustuflugvélum íraka hafi 140 verið eyðilagðar á jörðu niðri, 36 skotn- ar niður á flugi og 147 verið flog- ið til frans. Jóhann Ólafsson & Co í Reykjavík býður verslunina PARMA Bœjarhrauni 16, Hafnarfirði velkomna til samstarfs sem söluaðila fyrir 0 BOSCH Heimilistœki BOSCH tyœxU öettt tUtOi /teé/ífa í tilefni af samstarfinu verður sýning á Bosch heimilistœkjum í versluninni PARMA laugardaginn 16. feb. frá kl 10:00 dl 16:00. Ibúar í Hafnarfirði og nágrenni, lítið við í kaffi og meðlœti. te _j ö ZD < crf CD £ EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDl fyrir BOSCH heimilistceki: Jóhann Olafsson & Co SUNDABORG 13 • 104 REYKJAVÍK • SÍMI688 588 BÆJARHRAUNI 16 - 220 HAFNARFIRÐI - SÍMI 652466

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.