Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 33
MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991 33 Það getur verið stutt milli gleði- og sorgartára. Það voru gleðifréttir þegar Siggi hringdi til að láta okk- ur vita að þau Perla hefðu náð til- ætluðum árangri í úrtöku fyrir landsmótið á síðastliðnu ári. En þeir feðgar voru í sameiningu búnir að temja hana fyrir okkur, og það var gaman að fylgjast með hvað þeir voru samtaka í þessum áhuga- málum sínum. Það sýndi sig best hvað Siggi var fórnfús fyrir aðra þegar hann um páskana í fyrra fór með Perlu á kerru norður í land, í vondri færð, þar sem hann vann við tamningar og þjálfaði hana, sem hún væri hans eigið hross. Hann var efnilegur tamninga- maður og virtist eiga eftir að ná langt á því sviði. Við viljum þakka kærum vini fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur þennan stutta tíma, sem við fengum að njóta hans og vildi gera í framtíðinni, einnig fyrir þá miklu hvatningu og góð ráð sem hann skildi eftir hjá okkur um ókomin ár og verðum að reyna að trúa því að honum hafi verið ætlað æðra og meira starf en hér á jörðu. Það er trú okkar að hann muni leggja við fáka á æðri stöðum og ríða þeim við silkitauma. Þótt söknuður sé mikill hjá vinum og kunningjum, þá er sorgin mest hjá foreldrum, systrum og öðrum ættingjum. Kæri Valdi, Jóna og fjölskylda, við biðjum góðan Guð að vera með ykkur öllum og veita ykkur þann styrk og þann kraft, sem þarf til að standast þá miklu sorg, sem á ykkur er lögð. Megi minningin um góðan dreng vera huggun harmi gegn. Blessuð sé minning hans. Fjölskyldan á Asi Hann elsku Siggi okkar er dáinn. Það er svo erfítt að trúa því að svo ungur og mikilhæfur drengur sem hann var, skuli ekki lengur á meðal okkar. Hann sem var svo fullur af þrótti og áhuga fyrir öllu lífínu og náttúrunni. Það var mikil hamingja þegar hann kom í þennan heim, fyrsta barnabarn ömmu og afa í Hveragerði, sem hann ólst upp hjá fyrstu æviár sín, og var þeim alla tíð mikill gleðigjafí, en það var hann líka okkur öllum sem fengum að hafa hann nálægt okkur. Svo sann- ur í sinni vináttu, enda óvenju vin- margur og skildi eftir sig góðar minningar hvar sem hann starfaði og dvaldi. Siggi hafði mörg áhugamál, og var svo lánsamur að geta lengst af sameinað starfið og aðaláhuga- málið sem voru hestar. En hann starfaði við hestatamningar og náði frábærum árangri í því, eins og öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var mikið náttúrubarn, stundaði veiðar og útiveru og bar mikla virðingu fyrir náttúrunni, enda hafði hann einstaklega gott lag á að umgangast bæði dýr og menn. Hann var svo næmur á til- finningar annarra, vildi ævinlega bæta úr þar sem eitthvað bjátaði á og það voru líka margir sem nutu þess hversu gefandi hann var. Nú þegar Siggi okkar er farinn héðan á undan okkur, trúum við því að hans miklu hæfileikar fái að njóta sín annars staðar. Hann var svo vel gefinn og fróður, og þó hann gæfi sér ekki tíma til að sitja lengi á skólabekk, þá var hann vel menntaður í skóla lífsins. Við eigum öll eftir að sakna Sigga mjög sárt, þess hressilega andblæs og hlýju sem fylgdi þessum fallega og góða dreng og þökkum fyrir að hafa fengið að njóta hans í 25 ár. Elsku Jóna, Valdi, Soffía, Anna Erla og Anna. Við biðjum Guð að styrkja ykkur og hjálpa í gegnum þessa miklu sorg. En minningarnar um góða drenginn ykkar hjálpa ykkur, og við getum verið viss um að nú er hann hjá afa sínum og líður vel. Við biðjum Guð að blessa hann og varðveita og þökkum hon- um fyrir allt sem hann var okkur í sínu lífí. Föðurfólkið Fleiri greinar utn Sigurð Hreið- ar Valdimarsson imum birtnst næstu daga Minning: GuðnýK. Halldórs- dóttir, Bíldudal Fædd 16. september 1910 Dáin 8. febrúar 1991 Ó gleði, er skín á götu manns í gegnum lífsins sorgarský. Hinn skúradimmi skýjafans er skreyttur litum regnbogans og sólin sést á ný. (Matheson - Sbj. Sveinsson) Hér vestur á Bíldudal sást fyrst til sólar, eftir tveggja mánaða sólar- leysi, þann 8. febrúar. Þennan sama morgun barst okkur fregnin um það að lífi Kristínar væri lokið hér á jörð. Það var svo sannarlega gott að sjá sólina á ný einmitt á þessum degi, hún sendi okkur birtu og yl, kveðju frá henni og skilaboð um að þrátt fyrir myrkur og veðurofsa, þá muni ávallt sjást til sólar á ný. Hun fæddist 16. september 1910 í Bolungarvík. Foreldrar hennar voru Sesselja Guðrún Guðmundsdóttir og Halldór Ingimar Guttormur Hall- dórsson sjómaður. Önnur börn þeirra hjóna voru: Jón Þórarinn, hann er látinn, og Salóme, hún dvelur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Halldór Ingimar Guttormur fórst í sjóróðri í Djúpinu. Stóð þá Sesselja ein uppi með börnin sín þijú sem voru þá öll kornung. Kristfn stundaði nám í húsmæðra- skólanum Ósk á ísafirði og lauk námi þaðan með miklum ágætum. Um þetta leyti kynntist hún Runólfí Ágúst Albertssyni ættuðum frá ísafirði og þann 24. maí 1930 gengu þau í hjónaband. Ungu hjónin byrj- uðu búskap í Hörgshlíð í Mjóafirði og bjuggu þar í 7 ár, þá fluttu þau til ísaijarðar, þar sem Brynjólfur fór að stunda sjómennsku. Kristín var ákaflega mikilhæf kona, hún gekk að öllum hlutum með festu og æðruleysi og vann verk sín vel. Hún hagnýtti sér nám- ið úr húsmæðraskólanum og tók að sér sauma- og pijónaskap og hélt námskeið_ í þessum greinum fyrir konur á'ísafirði. Hún lifði þá tíma að verða að nýta alla hluti vel og gera hlutina úr litlum efnum, en hún hafði hæfileika til að gera það snilld- arvel. Árið 1949 komu upp alvarleg veikindi á heimili þeirra hjóna, þau veiktust bæði af lömunarveiki, svo- kallaðri Akureyrarveiki. Kristín lá marga mánuði fársjúk, en með tímanum tókst henni að ná sæmi- legri heilsu á ný. Þá voru erfiðir tímar hjá fjölskyldunni í litla húsinu á Bökkunum, en fjölskyldan var samhent og dugleg. Sigríður, elsta barnið, tók að sér húsmóðurstarfið og með aðstoð hinna systkinanna gekk þetta allt vel. Börn Kristínar og Brynjólfs eru: Sigríður Guðmunda, hennar maður er Ásgeir Guðbjartsson, búsett á Isafirði, þeirra börn eru Guðbjartur, Guðbjörg, Kristín og Brynja. Halldór Albert, kona hans er Elísabet Ólafs- dóttir, búsett í Keflavík. Þeirra börn eru Olafur Árni, Sesselja, Kristín, Helga, Hafdís (hún er látin) og Halldór Guðjón. Sesselja Guðrún (látin), hennar maður var Garðar jónsson (látinn), voru búsett á ísafirði. Þeirra sonur er Brynjólfur. Sigurður Hlíðar, kona hans er Herdís Jónsdóttir, þau eru búsett á Bíldud- al. Börn þeirra eru Jón, Lára Dís og Guðný. Sævar, kona hans er Ingi- björg Hafliðadóttir, þau eru búsett í Vestmannaeyjum. Börn þeirra eru Bryndís, Hafliði og Brynjólfur Ægir. Kristín og Brynjólfur ólu upp son Sesselju, Brynjólf, sambýliskona hans er Anna Lilja Jónsdóttir og búa þau í Reykjavík. Allir synirnir, fóst- ursonurinn og tengdasynir eru skip- stjóralærðir og sjórinn þeirra vinnu- staður. Eins og gefur að skilja var hugur Kristínar því mikið bundinn við sjóinn. Hún hélt alltaf mjög nánu og föstu sambandi við sjómennina sína og vissi alveg hvar þeir voru staddir á hafinu allt til síðasta dags. Árið 1952 flytja þau Kristín og Brynjólfur til Keflavíkur.ineð gð.stoð, sona sinn, reistu þáu sér hús á Sól- Herdís Jónsdóttir t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, IMjálsgötu 92, lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 13. febrúai. Kristín Einarsdóttir, Óli Elvar Einarsson, Friða B. Þórarinsdóttir og barnabörn. - t Eiginmaður minn og faðir okkar, RUNÓLFUR ÓLAFSSON, Vallarbraut 13, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 14. febrúar. Málfríður Þorvaldsdóttir, Tómas Runólfsson, Jón R. Runólfsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI GUÐMUNDSSON múrarameistari, Drápuhlíð 47, Reykjavik, lést á Landakotsspítala miðvikudaginn 13. febrúar 1991. Jarðarförin ákveðin síðar. Sigríður Ólöf Árnadóttir, Róbert Trausti Árnason, Klara Hilmarsdóttir, Anna Margrét Árnadóttir, Stefán Jón Sigurðsson, Ove Hansen og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR KRISTINN ÞÓRÐARSON, Hraunbæ 102a, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. febrúar kl. 13.30. Þórður B. Sigurðsson, Edda K. Sigurðardóttir, Erla I. Sigurðardóttir, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin- manns míns, JÓHANNS LÍNDALS GÍSLASONAR, Strandgötu 83, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur. Fjóla Simonardóttir og aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU JÓNSDÓTTUR, Frambæjarhúsi, Eyrarbakka. Gunnar Sigurjónsson, Rósa Hermannsdóttir, Jón Sigurjónsson, Kristín Elíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS JÓNSSONAR, Álftamýri 15. Sólveig Gunnarsdóttir, Ása Kr. Jóhannsdóttir, Björn Björnsson, Jón Jóhannsson, Ólafía Sveinsdóttir, Gunnar Jóhannsson, Auður Eggertsdóttir, Laufey Jóhannsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Kolbrún Jóhannsdóttir, Guðmundur Kolbeinsson, Jóhann Sv. Jóhannsson, Bryndís Halldórsdóttir, Sesselía Á. Jóhannsdóttir, Jakob H. Óðinsson, barnabörn og barnabarnabarn. vallagötu 24 þar í bæ. Ég var 18 ára, þegar ég kom í fyrsta sinn á Sólvallagötuna og ég á margar góð- ar minningar frá þeim árum. Kristín reyndist mér eins og besta móðir og miðlaði mér óspart af þeirri reynslu og þekkingu sem hún bjó yfir. Þau ár sem ég var á heimili hennar var minn húsmæðraskóli. Það var svo notalegt og gott að koma í eldhúsið til hennar Stínu og fá pönnukökurnar eða kleinurnar góðu. Oft var gestagangur mikill, vinir úr næstu húsum litu oft inn og oft var glatt á hjalla. Stundum var tekið í spil, þau höfðu bæði gam- an af spilamennsku hjónin. Eða það var bara spjallað saman í góðu tómi. Allir fóru glaðir í bragði. Kristín var alltaf svo hress og glöð, hún gaf frá sér styrk og hlýju sem ég hef ekki fundið annars staðar. Hún vissi líka ýmsa hluti fram í tímann sem öðrum er ekki gefíð að sjá. Hún var ákaf- lega skapföst og lét ekki sinn hlut ef svo bar undir. Það var t.d. föst regla sem allir áttu að fara eftir við matarbroðið, þar átti ekki að ræða nein veraldleg vandamál, heldur skyldi njóta þess sem borið var á borð með friði og spekt. Rúmlega fímmtug ákvað Kristín að taka bílpróf. Þau hjónin áttu þá orðið sinn eigin bíl. Á þessum árum höfðu þau loks tækifæri til þess að njóta þess að ferðast og höfðu mikið yndi af. Fóru þau margar ferðir um landið á bílnum sínum með tjaldið í skottinu. Þau ferðuðust líka mikið til sólarlanda og höfðu mikla ánægju af þeim ferðum. Um nokkurra ára bil vann Kristín hjá Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli. Þar eignaðist hún marga góða vinnu- félaga, sem héldu við hana tryggð alla tíð. 1982 verða þáttaskil í lífí þeirra hjóna. Þau flytja á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Heilsan var farin að gefa sig en þau áttu þar samt góða daga. Árið 1987 andaðist Brynjólfur eftir erfið veikindi. Kristín var því mikið ein síðustu árin. Hun stytti sér stundirnar við hannyrðir. Hún pijón- aði ótal lopapeysur handa sjómönn- unum sínum og öðrum ættingjum. Hún gerði líka margar rýjamottur sem prýða gólfin okkar í dag. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar senda Bryndísi Sævarsdóttur sérstakar þakkir fyrir það hve um- hyggjusöm og góð hún var við ömmu sína. Hve oft hún gaf sér tíma til þess að líta til hennar, og einmitt nú er hún kenndi þessa meins er dró hana til dauða, þá var hún fyrir til- viljun stödd hjá henni. Kristín hélt mjög sterku sambandi við alla sína ættingja, hann var fjöl- mennur hópurinn sem lagði leið sína heim til hennar, í dag eru afkomend- ur orðnir fimmtíu. Við kveðjum elskulega móður, tengdamóður, ömmu og langömmu og langalangömmu. Hún talaði um það í seinni tíð að sinn tími væri kominn, hún var tilbúin að kveðja þennan heim. Blessuð sé minning hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.