Morgunblaðið - 02.03.1991, Page 4
. j ^MÖRGjjNBIÍAfe)' ÍkUGARbÁÓUR I£mA®
Norðmenn lækka verð
á loðnuhrognum um 8,4%
EFTIR var að veiða um 45 þúsund tonn af 175 þúsund tonna loðnukvóta
í gær. Norðmenn hafa boðist til að selja Japönum 5 þúsund tonn af
loðnuhrognuin fyrir einungis 316 japönsk jen kflóið, eða 132,70 íslensk-
ar krónur, sem er 8,4% lægra verð í jenum en Japanir greiddu Islend-
ingum í fyrra. Þá greiddu þeir 345 jen, eða 144,90 krónur á núvirði,
fyrir kílóið af loðnuhrognum, að sögn Teits Gylfasonar hjá íslenskum
sjávarafurðum hf. (áður sjávarafurðadeild Sambandsins).
Loðnuskipin voru að veiðum í miðj-
um Breiðafirði, við Öndverðames og
í Faxaflóa í gær. Grindvíkingur GK
°g Gígja VE veiddu loðnu við Selt-
jamames í gærkvöldi en Grindvík-
ingur frystir loðnuhrogn.
Rannsóknaskipið Ámi Friðriksson
var komið í Berufjarðarál í gær og
hafði þá enga loðnu fundið austan
við Dyrhólaey en skipið mældi 24
þúsund tonn af loðnu við Dyrhólaey
aðfaranótt fimmtudags. Sveinn
Sveinbjömsson leiðangursstjóri seg-
ist búast við að þessi loðna hrygni
við Suðvesturland. Ámi Friðriksson
fer næst vestur með Suðurlandi og
á Vestijarðamið.
Á fundi Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins á mánudag varð samkomu-
lag um að gefa fijálsa verðlagningu
á loðnu og loðnuhrognum til frysting-
VEÐUR
ar. Ingvi Einarsson, skipstjóri á Faxa
RE, segir að greiddar séu 50-60
krónur fyrir kflóið af loðnuhrognum
upp úr sjó, eða svipað verð og greitt
hafi verið í fyrra.
Teitur Gylfason segist búast við
að einungis verði fryst 1.500-2.000
tonn af hrognum hér á þessari vertíð,
þar sem lítið sé eftir að veiða af
loðnukvótanum, en reiknað er með
5-6% meðalnýtingu í hrognatöku.
Fyrir 2 þúsund tonn af loðnuhrogn-
um fást um 260 milljónir króna,
miðað við það verð, sem Norðmenn
vilja fá.
„Ég held að það sé algjörlega
óraunhæft að reikna með að öllum
loðnukvótanum, sem eftir er, verði
landað til hrognatöku. Norðmenn
halda verðinu markvisst niðri en ég
held að það brái af mönnum þegar
þeir átta sig á því að það kemur
ekki svo mikið magn af hrognum
héðan. Japanir vilja helst ákveða
verðið þegar loðnuvertíðin er búin,
bæði hér og hjá Norðmönnum, en
hrognataka hefst seinna hjá þeim en
okkur,“ segir Teitur Gylfason.
Japanir vilja kaupa af okkur allt
að 4 þúsund tonn af loðnuhrognum
á þessari vertíð en markaður er fyr-
ir um 6 þúsund tonn í Japan. „Japan-
ir hafa meiri áhuga á íslensku hrogn-
unum en þeim norsku. Sumir hafa
beðið með að veiða Ioðnuna til að
geta landað henni til hrognatöku en
aðrir hafa lagt áherslu á að ná
loðnukvóta sínum,“ segir Gylfi Þór
Magnússon framkvæmdastjóri hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Japanir keyptu af okkur 1.922
tonn af loðnuhrognum í fyrra fyrir
um 150 milljónir króna. Þar af seldi
sjávarafurðadeild Sambandsins um
300 tonn. Japanir keyptu 1.633 tonn
af heilfrystri loðnu héðan í fyrra fyr-
ir 53,3 milljónir en þar af framleiddi
sjávarafurðadeild Sambandsins ein-
ungis 65 tonn.
...-
VEÐURHORFUR í DAG, 2. MARZ
YFIRLIT í GÆR: Skammt suðvestur af Jan Mayen er 1007 mb
lægð sem grynnist en 962ja mb lægð um 500 km suðsuðaustur
af Hvarfi þokast norðnorðaustur.
SPÁ: Austlæg átt, nokkuð hvöss við suðurströndina. Snjó- eða
slydduél syðst á landinu á Austfjörðum og líklega nyrst á Vestfjörð-
um en þurrt vestanlands og bjart veður í innsveítum norðanlands.
Hiti víða nálægt frostmarki, hlýjast sunnanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Austan- og suðaustanátt, víða strekking-
ur og slydda eða rigning um sunnan- og vestanvert landið en
hægari og úrkomulítið norðaustanlands.
HORFUR Á MÁNUDAG: Suðaustlæg átt. Él á víð og dreif um
landið, þó líklega þurrt í innsveitum norðan- og norðvestanlands.
Hiti um og yfir frostmarki sunnanlands en vægt frost norðanlands
báða dagana.
TAKN:
Heiðskírt
aLéttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■J 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skurir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—[- Skafrenningur
[7 Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að isl. tíma
Akureyri Reykjavík hiti +1 +3 veSur skýjaft skýjaö
Bergen 3 skýjað
Helsinki +2 skýjað
Kaupmannahöfn 2 skýjað
Narssarssuaq 0 skýjað
Nuuk +17 skafrenningur
Ósló +1 snjókoma
Stokkhólmur 0 snjók. á síð. klst.
Þórshöfo 5 skýjað
Algarve vantar
Amsterdam B þokaásíö.klst.
Barcelona 11 rigníng
Berlín 5 léttskýjað
Chicago B alskýjaö
Feneyjar 10 þokumóða
Frankfurt 6 skýjað
Qlasgow 6 léttskýjað
Hamborg 3 mistur
Las Palmas vantar
London 7 skýjað
LosAngeles vantar
Lúxemborg vantar
Madríd 10 skýjað
Malaga 15 rign. á síð. klst.
Mallorca 13 rigníng
Montreal +2 alskýjað
NewYork 2 léttskýjað
Orlando 18 afskýjað
Paris 6 rigning
Róm 13 rignlng
Vln 2 mistur
Washington 4 skýjað
Winnipeg +17 snjókoma
Í991
Morgunblaðið/Sigurgeir
Unnið við loðnuhrognakreistingu
í Vestmannaeyjum. Á myndinni
hér fyrir ofan sést Smári Guð-
geirsson í Fiskimj ölsverksmiðj -
unni skoða hrognin sem renna
úr skilvindunni og hér til hliðar
sést fulltrúi japönsku kaupend-
anna taka sýni úr farmi Kaps á
„skrifstofu" sinni við skipshlið.
Loðnuhrognafryst-
ing komin á skrið
Vestmannaeyjum. Neskaupstað.
FRYSTING loðnuhrogna er nú komin á fullan skrið í Eyjum. Fyrstu
hrognin voru kreist úr förmum Sigurðar og Kap á fimmtudag og í
gær komu Guðmundur, Gígja, Gullberg, Bergur og Sigurður með
loðnu til Eyja og voru hrogn kreist úr förmum allra bátanna.
Þokkaleg útkoma er úr kreisting-
unni en hrognin þykja heldur smá
og eru á mörkum þess að vera orð-
in nógu þroskuð fyrir frystinguna.
Vinnsla á loðnuhrognum hófst
hjá Sfldarvinnslunni í Neskaupstað
í gær er Börkur NK kom með um
1.200 lestir af loðnu sem úr feng-
ust á milli 35 og 40 tonn af hrogn-
um. Hrognafylling loðnunnar
reyndist vera 23,2%. Hlutfall
hrygnu í farminum var aðeins um
34%. Þá kom Hilmir SU í gær-
kvöldi með fullfermi og verður sú
loðna einnig krest.
Grímur/Ágúst
Útsendingum Sky
hætt á sunnudag
SAMÞYKKT var á fundi útvarps-
ráðs í gær að hætta útsendingum
Sky á sunnudag. Tillagan var sam-
Hrólfur vill
selja sinn
hlut í Júpiter
TIL SÖLU er 47,5% alls hlutafjár
í Júpiter hf., sem er eigandi loðnu-
skipsins Júpiters RE.
Hrólfur Gunnarsson, útgerðar-
maður í Reykjavík, á hlutaféð, sem
auglýst hefur verið til sölu. Hann
seldi Einari Guðfínnssyni hf. í Bol-
ungarvík 47,5% hlutafjárins í Júpiter
hf. árið 1989 og Lárus Grímsson,
skipstjóri á Júpiter RE, á afganginn
af hlutafénu, 5%. Hrólfur Gunnars-
son segist ekki vilja gefa upp ástæð-
una fyrir sölunni en hann sé nú að
kanna hvað hann geti fengið fyrir
hlutaféð.
Óhljóð frá
söng - ekki
barsmíðum
LÖGREGLA var kvödd að húsi í
austurbæ Reykjavíkur í gær þar
sem talið var að verið væri að
misþyrma konu.
Það voru nágrannar sem kölluðu
á lögregluna en þeir töldu, af óhljóð-
unum að dæma, að einhver væri að
ganga í skrokk á konunni.
Þegar lögregla kom á vettvang
hafði konan hátt en háreystin stfif-
aði ekki af misþyrmingum heldur var
konan að 6yngja af mikilli ástríðu,
að sögn lögreglu.
þykkt á fundi ráðsins með fjórum
atkvæðum gegn tveimur. Magnús
Erlcndsson og Rúnar Birgisson
töldu að halda bæri útsendingun-
um áfram enn um sinn.
Að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur,
formanns útvarpsráðs, samþykkti
ráðið á sínum tíma að útsendingar
Sky yrðu tímabundnar. „Við höfum
verið að draga úr þessum sendingum
undanfarnar vikur og á fundinum í
gær var samþykkt að stöðva þær að
fullu. Nú þegar stríðinu er lokið var
talið að ástæðulaust væri að halda
útsendingunum áfram því þær kosta
stofnunina peninga og valda því að
skera verður niður aðra dagskrárliði.
Telji fréttastofa sjónvarpsins ástæðu
til þess að hefja slíkar útsendingar
aftur af einhveiju tilefni verður það
gert,“ sagði Inga Jóna.
Amfetamínmálið:
Urskurðaður í
tveggja vikna
gæsluvarðhald
34 ÁRA gamall maður sem hand-
tekinn var í fyrradag með 1 kg
af amfetamíni i fórum sínum var
í gær úrskurðaður í tveggja vikna
gæsluvarðhald. Tveir aðrir mcnn
sem voru taldir viðriðnir málið
voru leystir úr haldi í gær.
Amfetamíninu hafði verið smyglað
til landsins með flugvél frá Lúxem-
borg og er þetta stærsta einstaka
sending sem lögreglan hér á landi
hefur komist yfir.
Að sögn Bjama Halldórssonar lög-
reglufulltrúa sem fer með rannsókn
málsins var ekki talin ástæða til að
halda mönnunum tveimur lengur í
haldi. Sagði hann að svo virtist sem
sá er enn er í haidi sé einn viðriðinn
málið. Rannsókn málsins miðar
þokkalega.