Morgunblaðið - 02.03.1991, Page 10
10
'MÖRGUNÉUAÖIÍ) LXöGARDAGÚR' 2. MRZ l9ðl
Lög um listamannalaun
Myndlist
BragiÁsgeirsson
í blaðinu fimmtudaginn 21. febr-
úar las ég forvitnilegan ágreining á
Alþingi um starfslaunasjóði, sem
eiga að koma í stað hinna hefð-
bundnu listamannalauna.
Ekki er ég sérlega kunnur þessu
frumvarpi, en mig langar til að setja
á blað nokkrar línur vegna hags-
muna okkar myndlistarmanna, en
það mun álit margra að minnst sé
gert fyrir framgang myndlistar hér
á landi af öllum listgreinum.
Þeir eru sannarlega ekki margir
er styðja við bakið á myndlistar-
mönnum á opinberum vettvangi,
jafnvel ekki nú er þjóðarsáttin svo-
nefnda hefur leikið marga grátt, og
engar umræður eru í gangi á opin-
berum vettvangi um stöðu myndlist-
armanna eins og t.d. kvikmynda-
gerðarmanna. Þó hafa myndlistar-
menn verið sviknir um lögbundnar
úthlutanir úr listskreytingarsjóði um
árabil svo að nemur milljónatugum.
Fram kom m.a. á þingi breyting-
artillaga þess efnis, að þeir sem
nytu starfslauna skuli að „öðru
jöfnu“ ekki gegna föstu starfi.
Þetta hefur nú verið skilyrði fram
að þessu og er undarleg lagasetning
og jafnframt einstæð og hlýtur að
koma til vegna vanþekkingar og
rangra hugmynda um listamenn al-
mennt, líf þeirra og kjör.
Nær væri að koma á lagasetningu
um það, að þeir opinberir starfs-
menn, er njóti starfslauna, missi
engin þau réttindi sem þeir hafa
áður áunnið sér með áratuga starfi
fyrir hið opinbera — bæði hvað
launaflokka og Iækkaðan starfsald-
ur áhrærir.
Það er margt furðulegt inni í
dæminu og þannig lenti ég í því,
er ég fékk starfsstyrk borgarinnar
fyrir áratug og titilinn Borgarlista-
maður það árið, að lækka um fimm
launaflokka (!), en fyrir var útilokað
að lifa með fjölskyldu á þeim smán-
arlaunum sem greidd eru við MHÍ,
og hvað þá eftir fimm launaflokka
hrap. Það gerir einungis það að
verkum, að menn verða að leggja
harðar að sér við alla tekjuöflun og
þá verður auðvitað enn minni tími
aflögu til listsköpunar!
Það skiptir auðvitað mestu, að
viðkomandi listamaður geti notið
starfslauna á þann hátt, að hann
hafi sem mestan tima til að sinna
Iist sinni, en verði ekki að bæta á
sig vinnu til að geta lifað!
Aðstæður listamanna eru marg-
víslegar og þyrfti nauðsynlega að
vera sveigjanleg reglugerð með til-
liti til þess. Munurinn á því er ein-
hleypingi er veitt full starfslaun og
fjölskyldumanni er t.d. mikill og
varla skal mönnum refsað fyrir að
fjölga þjóðinni og vinna fullt starf
fyrir hið opinbera samhliða listsköp-
un sinni.
Ég álít því, að hér þurfi að gera
undantekningar og leyfa mönnum
að velja sjálfum hvort þeir starfí
áfram, sleppi aukastörfum og noti
aurana til meiri umsvifa í listinni.
Enginn alvöru listamaður misnot-
ar sér slíka guðsgjöf sem full starfs-
laun eru nú einu sinni.
Margur opinber starfsmaður hef-
ur rúmt sumarfrí og hefur að auki
öðlast afslátt á vinnutíma og þennan
tíma getur hann gengið tvíefldur til
leiks við listsköpun sína, hlotnist
honum starfslaun. Og ég geri líka
fastlega ráð fyrir að flestir muni
óska þess að starfa óskiptir að list
sinni svo fremi sem þeir hafa efni
á því.
Engin gild rök mæla með því að
Chrysler Saratoga
■ JÖFUR HF. kynnir um næstu
helgi árgerð 1991 af Chrysler
Saratoga. Um er að ræða banda-
ríska fimm manna fólksbifreið.
Búnaður Chrysler Saratoga er m.a.
3,0 lítra V6-vél með beinni innspýt-
ingu, vökvastýri, rafdrifnar rúður
og útispeglar, fjögurra þrepa sjálf-
skipting, samlæsingar, diskahemlar
að framan og aftan, framhjóladrif
og mengunarvöm. Bifreiðin með
þessum búnaði kostar 1.545.000.
kr. Chrysler Saratoga verður sýnd
í sýningarsal Jöfurs á Nýbýlavegi
2, Kópavogi, um næstu helgi. Opið
er milli 13.00 og 17.00 bæði laugar-
dag og sunnudag.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu á fasteignamarkaðinn eru að koma m.a. þessar eignir:
Nýendurbyggð með góðu láni
3ja herb. íb. á 1. hæð v/Jörvabakka. Nýendurbyggð (skápar, eldhús,
teppi, málning, sameign). Góð sérgeymsla í kj. Húsnlán kr. 2,7 millj.
Laus 15. júní nk.
Einbhús við Barðavog
steinhús, ein hæð, 164,8 fm nt. Bílsk. 23,3 fm. Vel byggt og vel með
farið. 5 svefnh., 2 stofur. Sólverönd. Ræktuð lóð. Skipti mögul. á 3ja-
4ra herb. góðri íb. m/bílsk. Teikn. og nánari uppl. aðeins á skrifst.
2ja herb. íbúðir með bílskúrum
v/Stelkshóla og Nýbýlaveg, Kópavogi. Vinsaml. leitið nánari uppl.
Ennfremur stórar og góðar 2ja herb. ibúðir v/Vallargerði, Kópavogi
og Engihjalla, Kópavogi.
Á frábæru verði með öllu sér
stór og góð 6 herb. íb. í lyftuh. v/Asparfell. Sérinng. af gangsvölum.
4 rúmg. svefnherb. Tvennar svalir. Sérþvottah. Bað og gestasn. Mikið
útsýni. Góður bflsk.
4ra herb. íbúðir m.a. við:
Vesturberg, Melabr., Hrafnhóla og Hraunbæ. Skipti mögul. á 3ja herb. íb.
Fjöldi fjársterkra kaupenda
Sérstaklega óskast góðar eignir miðsvæðis í borginni. Einbhús á einni
hæö í borginni eða Garðabæ og rúmg. einbhús á Nesinu.
Margs konar eignaskipti. Margir bjóða útborgun fyrir rétta eign.
• • •
Opið í dag eins og venjulega
frákl. 10.00-16.00.
Almenna fasteignasalan sf.
var stofnuð 12. júlí 1944.
ALMENNA
FASTEIGNASAIAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
reka handhafa starfslauna úr föstu
starfi á meðan hann nýtur starfs-
launa og auk þess eru listamenn
iðulega í störfum, sem aðrir geta
síður innt af hendi, jafnvel svo fáir
að telja má þá á fingrum annarrar
handar.
Erlendis eru listamenn ekki
bundnir af því, að hanga í listaskól-
um allan daginn til að þóknast
möppudýrum í menntakerfinu eða
mosavöxnum fundarhalda- og
skeiðklukkufíklum, heldur ræðst
viðvera þeirra af þörfum nemenda
hveiju sinni. Krafan um sjálfstæð
vinnubrögð og eigið frumkvæði er
þannig mun meiri erlendis.
Þá er skrítið ákvæði, að listamenn
skuli skila greinargóðri skýrslu um
störf sín á starfslaunatímabilinu og
ber það nokkurn keim af því, að
hér sé um sakamenn á skilorði að
ræða!
Ég hef af þeirri reynslu að miðla
svo langt sem ég þekki, og þekki
ég marga starfandi myndlistarmenn
jafnt innan lands og utan, að þeir
vinni allra manna mest og jafnt
helga daga sem rúmhelga og það
er skrítin afstaða gagnvart þessum
mönnum, að krefja þá um skýrslu
um störf sín. Langoftast sér þess
fljótlega stað og allar skýrslur
óþarfar enda ekkert að fela.
Þá er rétt að það komi fram, að
flestir menntaðir listamenn sem á
annað borð vinna fyrir sér gera það
sem myndlistarkennarar og það veit
ég að hvergi í byggðu bóli, sem ég
þekki til, eru slíkir jafn illa launaðir
og menntun þeirra í listaháskólum
erlendis jafn vanmetin.
Ástandið er svo í dag, að þegar
skattar og önnur gjöld hafa verið
dregin af launum þeirra, þá hafa
þeir flestir minná umleikis á milli
handanna en nemendur þeirra á
námslánum.
Vita háttvirtir þingmenn, að sam-
kvæmt könnun sem ónefndur ungur
myndlistarmaður geri fyrir fáum
árum mun láta nærri að 750 manns
séu við listnám á námslánum ytra,
fyrir utan þá hér heima.
Allir þessir hafa þá vísast hærri
laun en grónir listamenn i fullu
starfi við listakennslu, og er þetta
einungis ábending en enginn met-
ingur, því að sérhver sem sannar
ótvírætt ágæti sitt á listasviði á
skilið að fá námslán.
En er þó ekki undarlegt og jafn-
vel fáránlegt, að þjóð sem hefur
efni á að halda úti 750 listspírum
erlendis, blautum á bak við bæði
eyrun í listinni, skuli svo ekki hafa
efni á að skapa nokkrum tugum
gróinna myndlistarmanna fullan
starfsfrið til listrænna átaka í nokk-
ur ár?
Þá er varasamt að draga lista-
menn í dilka eftir aldri og dular-
fullt var það frumvarp sem gerði
ráð fyrir að heiðurslaunþegar yrðu
að hafa náð ellimörkum, þ.e. 65 ára
aldri.
Hér er vitaskuld um afrekslaun
að ræða og afrek spyija ekki um
aldur og þannig varð Rafael einung-
is nákvæmlega 37 ára gamall (f. í
Úrbino, Toscana, 6.4. 1483 — d.
6.4. 1520 í Róm) og nær okkur í
tímanum, eins og allir vita, er van
Gogh, sem einnig varð 37 ára gam-
all (f. í Groot Zundert í nágrenni
Breda 3.3. 1853 - d. 29.7. 1890 í
Anvers sur Oise í nágrenni Parísar).
Hinn fýrri þessara manna lifði á
góðum tímum fyrir skapandi listir,
er handverkið var í háum metum,
en hinn síðari á slæmum, er iðnbylt-
ingin umbreytti og ruglaði öllu gild-
ismati á listum um stund.
Þannig segir sagan okkur að af-
rek einskorðist ekki við aldur, en
þó þessi tvö dæmi séu tekin, þá eru
einnig dæmi þess að myndlistar-
menn hafi þá fyrst náð miklum ár-
angri á gamals aldri og fræg er
sagan af ameríska málaranum Hans
Hoffmann, sem var allra manna
fijálslyndastur sem uppfræðari í
núlistum er hann stóð á áttræðu.
Og líti menn frekar til sögunnar
og nútíðarinnar, jafnvel einungis í
kringum sig þá komast menn fljót-
lega að því, að ríkustu þjóðir og
ríkustu bankarnir styðja mest við
bakið á listum. Jafnvel þjóðir sem
standa á efnahagslegu gjaldþroti
eins og t.d. Mexíkanar veita miklu
fé í listir og má það vera vegna
reynslu annarra þjóða af slíkum
stuðningi við lífræna sköpun.
Á nýjum tímum hafa listir ótví-
rætt sannað gildi sitt og þýðingu
fyrir uppbyggingu sterkra þjóðfé-
lagsheilda og ætli það sé ekki far-
sælast að læra hér af okkur reynslu-
ríkari þjóðum.
Megininntakið í þessu skrifi mínu
er það, að hið háa Alþingi athugi
gaumgæfilega alla fleti á þessu
frumvarpi og komi því í þann bún-
ing, að þeir sem hljóti starfslaun
auðnist að njóta þeirra og starfa á
fullu við listsköpun allt tímabilið.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1) Við erum svo heppin, að
eiga afleiðingartenginguna svo
að. Þetta getur hjálpað okkur
til þess að stytta mál okkar og
gera stílinn knappari. (Þarna
má ég víst ekki nota sögnina
að kneppa.) Við getum sagt:
fyrirtækið varð gjaldþrota, svo
(að) margir í kauptúninu urðu
atvinnulausir. Við losnum við þá
langloku sem mér þykir að of
margir temji sér: „Fyrirtækið
varð gjaldþrota með þeim afleið-
ingum að margir ...“ o.s.frv.
2) Enn og aftur verð ég að
tala um brottfall eignarfallsend-
ingar, meðal annars í máli
fréttamanna. Ég hef reyndar
gert þetta oft áður og ýmsir
hafa komið að máli við mig fyrr
og síðar, munnlega og skriflega,
og undrast yfír þessu. Ég veit
varla hvaðan á mig stendur veðr-
ið, þegar fullorðið fólk hjá ríkis-
sjónvarpinu segir til dæmis
„vegna afurðatjón". Þetta er
svo einfalt, og svona villur eru
svo algengar, að varla getur
verið um venjuleg mismæli að
ræða.
í grannmálum okkar hefur
ekki alltaf farið vel fyrir þeim
föllum sem við nefnum þolfall
og þágufall, en eignarfallsend-
ing stendur býsna föst. Brottfall
eignarfallsendingar í máli okkar,
jafnvel í máli góðra frétta-
manna, er hins vegar svo títt,
að eitthvað verður að gera, sjá
og málstefnu ríkisútvarpsins
sem oftar en einu sinni hefur
verið tíunduð í þessum þattum.
Og sennilega verður að taka upp
miklu harðari og markvissari
kennslu í beygingafræði í al-
mennum skólum en í tísku hefur
verið um sinn.
3) í morgunfréttum útvarps-
ins var fyrir skemmstu sagt að
erfitt væri að „kveða úr um“
hvenær Persaflóastríðinu lyki.
Nærri má nú geta. En málfarið
í fréttinni bendir til þess, að hér
hafi einhver samsláttur orðið.
Stundum reyna menn að skera
úr, t.d. þrætum, og verður þá
til úrskurður (sem „kerlingin"
kallaði útskurð), og svo kveða
menn upp úr með eitthvað
(eða um eitthvað) þegar þeir
segja eitthvað afdráttarlaust
(opinberlega), sjá OH.
4) Hvar er ísland? í minni
bók stóð að það væri í Evrópu.
Nú heyri ég menn vera að bera
saman veðurfar á íslandi annars
vegar og „í Evrópu“ hins vegar.
Mér fínnst þetta einhvern veginn
eins og Bandaríkjamenn væru
að tala. Ég veit reyndar að þeg-
ar hér er gott veður, er oft kalt
annarstaðar í Evrópu, t.d. á
meginlandi þessarar sömu álfu.
5) „Vegna byggingu" sögðu
menn enn í sjónvarpsfréttum 8.
febrúar. Er þetta nú ekki of
„barnaleg" villa á þessum stað?
Éða er mönnum orðið svona
voðalega illa við eignarfallsend-
ingu? Sjá lið tvö hér að framan.
Þarf ég að taka það fram að
útgjöld verða stundum mikil
vegna byggingar þessa og hins?
í sama fréttatíma var sagt:
„Gert er grein fyrir“, o.s.frv.
Grein er kvenkyns. Það er alveg
pottþétt. Gerð er grein fyrir
einhveiju. Gert er ráð fyrir að
þeir, sem komast í fréttamanna-
stöðu, viti þetta.
★
Það er maður í vagninum
með gamlan páfagauk og ljótan.
Það er eitthvað að honum í glyrnunum,
gaman væri að hafa haglabyssu og
skjót’ann.
(Ókunnur höfundur; 20. öld.)
★
„Og árla morguns á þeim
degi fyllist stórkirkjan af fólki,
ná þar aungvir inngaungu sem
síðbúnir urðu. Og fyrir sakir
þessa mannasvaðals gera klerk-
ar þá skipan á að eigi skuli í
kirkju leiða til skírnar utan þá
er mannaforráð höfðu í víkínga-
flokki og höfðíngjadóm; en ann-
að lið skyldi skíra á kirkjutorgi
undir berum himni. Nú er fært
til torgs vatn í sám og blessað
yfir með saung; skipaðist þá
vatnið af þessum yfirsaungum
og fær nú afl og eðli jórdánar-
579. þáttur
vatns, en svo segja helgar
ritníngar, að úr þeim læk hafí
sjálfur Hvítakristur ausinn verið.
Vébönd vóru gör á torginu og
skyldi þar fyrir innan veita liðinu
skírnarembætti, en alþýða
standa utan vébanda og horfa á
þetta almættisverk.
Á þeim degi feingu klerkar
ærið að starfa í Rúðuborg. Er
nú hríngt öllum bjöllum og blás-
ið í allar pípur sem fundust í
staðnum, og varð af gnýr ógur-
legur, svo að þaraf hrærðust
menn og linuðust er áður vóru
án viðkomníngu; og þvínæst
sýngja múkar laudes með stórri
upplátníngu hjartans. En jafn-
skjótt sem lokið er tíðasaung
hefst upp Te deum, og gánga
nú biskupar alskrýddir úr borg-
inni, styðjandist við bagla sína,
og er borinn fyrir þeim kross
tvíefldur, þar var fyrir biskupa-
flokkinum brendur sá eldiviður
sem austurvegskonúngar færðu
Hvítakristi að tannfé, þá er hann
lá í gær borinn í etustalli hjá
asna og uxa; en djáknar og akól-
útar gánga í spor biskupa og
halda uppi slóða þeirra.“
(Halldór Laxness: Gerpla,
25. kafli.)
★
Vilfríður vestan stældi úr
ensku:
Æfði Bína með negra í blaki,
þau brugðu á leik út á þaki...
hún ól ekki tvíbura,
hún ól ekki þríbura,
en eitt svart, eitt hvítt og tvö khaki.
Ekki dugir að misþyrma móð-
urmálinu linnulítið með vitlaus-
um skiptingum orða milli lína í
prentmáli. Þessu verður að linna.
Sjáum álappalegt dæmi, svo sem
„fjölskyl-dufaðir", og svo er ekki
sama hvort við ritum um örlög
skógar-manna eða „skó-garm-
anna“.
P.s. I síðasta þætti breyttist
bannfærandi í „sannfærandi".
Menn eru beðnir að virða það á
betri veg.