Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 2
rcejt SflAM .12 flUOAQUTMMlfl ŒIQAJSVlUOflOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991 Mikil þátttaka í verk- falli fiskverkafólks Söfnun undirskrifta með kröfum um hækkun skattleysismarka undirbúin MIKIL þátttaka var í vinnustöðvun fiskvinnslufólks um allt land í gær. Voru það fyrst og fremst fiskverkakonur í snyrtingu og pökk- un sem lögðu niður störf til að leggja áhersiu á kröfur sínar um hækkun skattleysismarka. Enginn hafði yfirstjórn aðgerðanna með höndum en talið er vist að þúsundir starfsmanna hafi tekið þátt í aðgerðunum. Ekki varð þó full samstaða um verkfall því á mörgum stöðum mætti starfsfólk til vinnu i gærmorgun. Að sögn Önnu Þor- leifsdóttur á Hellissandi, sem staðið hefur að undirbúningi aðgerð- anna, verður næsta skref að safna undirskriftum fiskverlyifólks til stuðnings kröfunum um allt land. Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra segist styðja kröfur fiskvinnslufólks. Mest þátttaka í vinnustöðvuninni varð á Austfjörðum, þar sem vinna lá að mestu niðri í nær öllum frysti- Brids: Fjöldi ís- lenskra spilara er heimsmet Á ÍSLANDI eru skráðir bridsspilarar langflestir í heiminum miðað við fólks- fjölda, samkvæmt nýjum tölum frá Evrópubridssam- bandinu. Árleg fjölgun spil- ara er einnig mest hér á landi. Á íslandi eru um 3.400 manns félagar í bridsfélögum innan Bridgesambands íslands. Það svarar til 135 spilara á hveija 10 þúsund landsmenn. Það land sem kemur næst er Holland með 46 af hveijum 10 þúsund, og síðan koma Noregur, Danmörk og Svíþjóð með 39, 30 og 18 spilara. í Evrópu eru flestir skráðir bridsspilarar í Frakk- landi eða 75 þúsund, en það svarar hins vegar aðeins til 13 af hverjum 10 þúsund íbúum. Árleg fjölgun_ meðlima í Bridgesambandi íslands hefur verið um 33% að jafnaði síðustu ár, samkvæmt tölum Evrópu- sambandsins. Næst í röðinni eru Pólland og Júgóslavía þar sem fjölgunin er um 20% að meðal- tali. Nú eru 42 bridsfélög í Bridge- sambandí íslands en nokkur fé- lög eru starfandi utan þess og félagar þeirra eru ekki með í ofangreindum tölum. húsum. Þá mætti engin fiskvinnslu- kona til vinnu í vinnsluhúsum í Vestmannaeyjum en karlarnir unnu þar við saltfískverkun. Nokkrar konur mættu til vinnu hjá Útgerðarfélagi Akureyrar en þar hafði mikill meirihluti starfs- fólks samþykkt að leggja niður störf. Þá var þátttaka mikil víða á Vesturlandi, norðanlands og á ísafírði. Minnst þátttaka varð í sjáv- arplássum fyrir vestan en þess í stað voru samþykktar stuðnings- yfírlýsingar við markmið aðgerð- anna. Þá var starfsemi með eðlileg- um hætti í Granda hf. í Reykjavík og í nokkrum fiskvinnsluhúsum á Suðumesjum. í gær lá vinna niðri á nokkrum stöðum vegna hráefnis- skorts. Verkalýðsfélög höfðu ekki af- skipti af verkfallinu en Verka- mannasambandið lýsti yfír skilningi á afstöðu fiskverkafólks. Sömu svör fengust hjá Samtökum fískvinnslu- stöðva en þau hafa lýst yfír samúð með málstað fískvtnnslufólks. Hvergi kom til sérstakra vandræða eða árekstra vegna verkfallsins. Sjá nánar á bls. 39 og 41. Morgunblaðiö/Bjöm Blöndal Morgunblaðið/Sverrir Æfing á Pétri Gaut í hinum nýupp- gerða sal Þjóðleikhússins. Á innfelldu myndinni sést Kristján Jóhannsson sem kom til landsins i gær til að syngja á hátíðardagskránni í kvöld. Með Kristjáni er eiginkona hans, Sig- urjóna Sverrisdóttir. Hátíðardagskrá verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld FYRSTA leiksýning í Þjóðleikhúsinu eftir miklar breytingar verð- ur í kvöld. Það er hátíðarsýning á Pétri Gaut, en leikritið verður frumsýnt nk. laugardag. Á undan sýningunni verður hátiðardagskrá, sem hefst klukk- an 19.30. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur fyrir gesti, Þjóðleikhúskór- inn syngur, leikaramir Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arn- fínnsson lesa upp, Kristján Jó- hannsson óperusöngvari syngur við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar og ávörp flytja Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Árni Johnsen formaður bygginga- nefndar og Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri. Hátíðardagskráin verður sýnd í beinni útsendingu Sjón- varpsins og útvarpað á Rás 2. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um ríkisspítalana: Sérfræðingur fékk 51 milljón ntan fastra launa á spítalanum SÉRFRÆÐINGAR á ríkisspít- ölunum fá verulegar verktaka- greiðslur frá Tryggingastofnun fyrir vinnu sem þeir inna af hendi utan spítalanna. Árið 1988 fékk einn sérfræðingur 51 milljón króna i verktakagreiðslur. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um stjómsýsiuendur- skoðun hjá rikisspitölunum. Mælt er með því að stimpilklukkum verði komið fyrir á öllum deildum og yfirlæknar veiti samstarfs; mönnum sinum aukið aðhald. í skýrslunni kemur einnig fram að yfirmönnum meðal hjúkrunar- fræðinga fjölgaði um 125% á ár- unum 1982 til 1989. í skýrslunni kemur fram að al- gengt sé að sérfræðingar, í fullu starfi eða hlutastarfi á ríkisspítölun- Forystumenn Verkamannasambandsins: Nauðsynlegt að hækka laun hjá fiskverkafólki Tekjur sjómanna hafa hækkað um 20% en laun annarra um 5% GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands- ins, segir að sér komi 10% launahækkun fiskverkafólks á Grundar- firði ekki á óvart. Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin Sæfang hf. og Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði, ákváðu á mánudag að hækka heimalöndunarálag á tilteknum fisktegundum úr 30% í 40% og veita fiskverkafólki 10% grunnkaupshækkun. „Fiskverð til sjómanna hefur verið að hækka allt samningstímabilið og útgerð, fiskvinnsla og sjómenn fengið stórhækkað verð en ekkert hefur þó runnið til fiskverkafólks," segir Guðmundur. Snær Karlsson, formaður fisk- vinnsludeildar Verkamannasam- bandsins, sagði að fiskverkafólk ætti rétt á hlutdeild í þeirri verð- mætaaukningu sem orðið hefði. „Það hlýtur að þurfa að bregðast við með því að hækka launin í físk- vinnslunni. Sú krafa mun verða sett fram um land allt. Við erum ekki að mælast til að þjóðarsáttin verði rofin en við sjáum ekki annað en að ef hægt er að færa einum hópi sérstaka hlutdeild í þessari verðmætaaukningu, hljóti aðrir að eiga svipaðan rétt. Sjómenn hafa að undanfömu hækkað í tekjum um að minnsta kosti 20% á sama tíma og aðrir hafa hækkað um 5%,“ sagði Snær. Guðmundur J. Guðmundsson sagði að ekki gæti gengið til lengd- ar að hafa misrétti í tekjum á milli veiða og vinnslu og væri það óviðun- andi. Hann kvaðst ekki vita hvort launahækkunin á Grundarfirði myndi valda hækkunum annars staðar fyrir lok samningstímabilsins en kjarasamningar renna út í haust. „Ég er undrandi á að þegar skip sigla í höfn vegna hækkaðra krafna um heimalöndunarálag og fískverð og afurðir hækka frá 10% upp í 40%, skuli fiskvinnslufólk halda ró sinni. Það er draumsýn að halda að þjóðarsáttin verði endumýjuð öðmvísi en með verulegri kjarajöfn- un hjá þjóðirmi. Launamismunurinn er það mikill," sagði Guðmundur. um, vinni á einkastofum auk þess sem margir þeirra þiggi laun frá öðrum stofnunum. Meðalverktaka- greiðslur frá Tryggingastofnun, árið 1988, til sérfræðinga í fullu starfí, námu 4,4 milljónum og 3,6 milljón- um til sérfræðinga í 75% starfí hjá ríkisspítölunum. Einn sérfræðingur, sem ekki er talinn með í meðaltalinu, og er í 75% starfí, hafði 51 milljón króna í verk- takagreiðslur frá Tryggingastofnun. Segir í skýrslunni að ekki verði séð hvemig hátt vinnuhlutfall á spítölun- um, auk vakta í mörgum tilvikum, geti gefíð möguleika á jafn mikilli aukavinnu utan stofnunarinnar og raun beri vitni. Með tilliti til þessa telur Ríkisendurskoðun brýnt að taka í notkun stimpilklukku á öllum deildum ríkisspítalanna og að yfir- læknar veiti samstarfsmönnum sin- um aukið aðhald. Frá árinu 1982 til ársins 1989 hefur stöðuheimildum hjúkrunar- fræðinga fjölgað um 26%. Stöðugild- um yfirmanna meðal hjúkrunar- fræðinga hefur á þessu tímabili fjölgað um 125% en almennum hjúkrunarfræðingum fækkað um 7%. Hlutfall yfírmanna í hjúkrunar- stétt hér sé hátt miöað við önnur Norðurlönd. Segir í skýrslunni að breyting á starfsheitum hafí leitt til þess að mun fleiri hjúkrunarfræð- ingar hafa horfíð frá hjúkrun og stunda nú stjómunar- og skrifstofu- störf á meðan skortur sé á almenn- um hjúkrunarfræðingum. fjöldi ársverka er að jafnaði um 360, eða 16,5%, umfram heimild fjárveitingar ríkisins. Athygli veki að í skrifstofugeiranum sé fjöldi árs- verka að jafnaði 48,7% fleiri en heimilað er. Ríkisspítölunum hafi gengið nokkuð vel að hafa aðhald á útgjöld- um síðustu ára. Oft hafí það þó ein- ungis reynst mögulegt með lokun deilda ekki síst yfír sumarmánuðina. Ekki hafí verið kannaður raunveru- legur sparnaður ríkisins vegna lok- ana á deildum en Ríkisendurskoðun telur Kklegt að endanlegur spamað- ur sé mun minni en álitið hefur verið. Ríkisendurskoðun bendir á að víða erlendis sé notuð svokölluð DRG- flokkun til að geta borið saman fjölda legudaga og metið árangur í samanburði við aðra flokka. Legu- tími hér á landi, samkvæmt DRG- flokkun virðist 20-25% lengri en í Bandaríkjunum. Dómkirkjan: Stolið úr söfnunar- bauknum SÖFNUNARBAUKUR í and- dyri Dómkirkjunnar var brotinn upp í fyrradag og því stolið sem í honum var. Meðan kirkjuvörðurinn brá sér upp á háaloft hafði einhver sætt færis og brotið upp bauk- inn með því að skemma hengi- lás sem á honum var. Baukurinn hafði nýlega ver- ið tæmdur og því er ekki talið áð margir þurfi að sjá á eftir framlagi sínu til þess ókunna manns sem þarna var að verki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.