Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ EIMMTUDAGUR 211 MARZ 1991 31 Fyrirlestur um mælgi og mælsku DR. ÁRNI Sigiirjónsson bók- menntafræðingur flytur í kvöld, fimmtudaginn 21. mars, kl. 20.30 erindi á veg'um Félags ís- Ienskra fræða í Skólabæ við Suðurgötu. Erindið nefnist Mælgi og mælska. Hugleiðingar um mælskufræði. Mælskufræði (retórík) var ein helsta kennslu- grein á skólum Vesturlanda í meira en þúsund ár. Erindið er ann- ars vegar kynning á undirstöðuhug- tökum mælsku- fræðinnar og hins vegar hugleiðing um stöðu greinarinnar í nútíman- um. Pjallað verður um hvers vegna greinin leið undir lok og með hvaða hætti hún getur nýst nú. Eftir fyrirlesturinn er gert ráð fyrir umræðum og geta menn keypt sér léttar veitingar. Félags- menn í_Félagi íslenskra fræða eru velkomnir en fundurinn er opinn öllum. (Fréttatilkynning) ráðherra flutti, um opinbera réttar- aðstoð, um samfélagsþjónustu af- brotamanna í stað refsivistar, og um sjóðshappdrætti vegna björgúnarmála. Ekkert þessara mála var með í samningum stjórn- ar og stjórnarandstöðu um þing- lokin, og þegar dómsmálaráðherra gerði lokatilraun á þriðjudagskvöld til að fá frumvarpið um opinbera réttaraðstoð afgreitt, mó’tmælti Ólafur G. Einarsson því í umræðu um þingsköp og sagði það brot á samningum þingflokksformanna. Hann gaf einnig í skyn að sjálf- stæðismenn væru tilbúin til að tala lengi um málið ef það yrði tekið á dagskrá. Júlíus Sólnes umhverfisráðherra sagði að þeir borgaraflokkssmenn létu þetta yfir sig ganga. „En þetta sannar fyrir mér, að á síðustu vik- um þessa þings hefur gamli fjór- flokkurinn snúið bökum saman um að veija sína hagsmuni og völd í þjóðfélaginu. Það beinist ekki síður gegn Kvennalista en okkur,“ sagði hann. Tónlistarskattur næstum afnuminn Nokkuð var áberandi á lokadög- um þingsins, að ákveðnir hags- munahópar kæmu í þinghúsið til að reyna að fá sín mál í gegn. Þannig dvöldu tónlistarmenn þar tvo síðustu dagana til að koma því í kring, að virðisaukaskattur yrði felldur niður af hljómplötum á sama hátt og bókum. Þótt seint væri, fengu þeir góðar undirtektir hjá ráðherrum, og hafði náðst sam- komulag að fella skattinn af ís- lenskri tónlist. Þessa breytingu átti að tengja frumvarpi sem Hall- dór Blöndar flutti um að tryggt yrði að fólk sem þyrfti á sérstökum sjóntækjum að halda gegn læknis- vottorði, fengi virðisaukaskatt endurgreiddan af tækjunum. Á þriðjudag kom svo ný breyt- ingartillga frá tveimur þingmönn- um Framsóknarflokksins um að sjómenn fái einnig endurgreiddan virðisaukaskatt af flotvinnubún- ingum. Fjármálaráðherra sagði, að þegar þar var komið sögu hefði málið verið komið í algert öng- þveiti. Því hefðu þeir Halldór orðið sammála um að frumvarpið yrði dregið til baka, málið með sjóntæk- in leyst með öðrum hætti. Því verð- ur enn um sinn að minnsta kosti innheimtur virðisaukaskattur af hljómplötum og vinnuflotgöllum. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Lélegri loðnuvertíð að ljúka Á myndinni sést Harpa RE á loðnuveiðum í ísafjarð- ardjúpi fyrir skömmu. Einungis tvö skip, Harpa RE og Dagfari ÞH, áttu eftir loðnukvóta í gær, þriðju- dag, og Keflvíkingur KE fékk leyfi til að veiða 100-200 tonn til frystingar í beitu. Keflvíkingur lan- daði 60 tonnum í Njarðvík í gær en Harpa var þá á veiðum við Snæfellsnes og Dagfari við Reykjanes. „Við fundum einungis eina sæmilega stóra loðnu- torfu út af Breiðafirði," sagði Willard Ólason, skip- stjóri á Grindvíkingi GK, sem kannaði loðnugöngu af Vestfjarðamiðum fyrir Hafrannsóknastofnun í síðustu viku. Þorskur og steinbítur hafa legið í loðnu á Vestfjarðamiðum undanfarið og línuveiðar Vest- fjarðabáta hafa því gengið illa. Family Pack Bragðgott og brakandi SÍMI: 91 -24000 Ó. Johnson & Kaaberhf ekki bara kaffi Fjoldi moguleika Ymsar gerðir 9-l2m fólkst»fll/sencllt>ill Hápekja Pallbíll m 6m. húsl Pallbfll. lengri gerö HEKLA LAUGAVEGI174 SÍMI 695500 Vængjahuröir aö aftan Rennihuröir á hliöum Sama gólfhæö afturúr MVR VOLKSWACEN V.W. „Rúgbrauöiö ‘ þekkja allir. Þaö er bíll sem hefur veriö lítiö breyttur í rúm 40 ár. NÚ ER ALLT BREYTT NEMA NAFNIÐ Ný innrétting - 5,4m3 Nýr véibúnaður - Hreyfill frammí sambyggður við gírkassa og drif Ný yfirbygging - Vindstuðull = 0,36 ■ Nýir aksturseiginleikar - Framhjóladrif ■ Nýir notkunarmöguleikar - Með eða án vsk. ■ Nýtt og hagstætt verð: m. vsk. frá kr. 1.316.889 vsk, kr, 259.137 ánvsk. kr. 1.057.752 GREIÐSLUKJÖR: 25% út, eftirst. á allt að 36 mán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.