Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991 h^ukkÍÍbaninK^^ Fullveldinu fómað? Heilsuval, Barónsstíg 20, ® 626275 og 11275 CB FORHITARAR MIÐSTÖÐVARHITARAR og NEYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins r LANDSSMIÐJAN HF Verslun: Sölvholsgötu 13 Sími (91)20680 eftir GunnarHelga Kristinsson Síðustu mánuðina hefur nokkuð verið rætt um hvemig heppilegast sé að ísland tengist samrunaþróun- inni í Evrópu. Þessi umræða hefur að mörgu leyti verið lítt upplýsandi og óaðgengileg fyrir almenning. Það er þó ekki vegna þess að hún hafi fyrst og fremst verið tæknileg eða á sérfræðilegum grundvelli. Raunar hefur hún miklu frekar ein- kennst af tilfinmngasemi og rugl- ingslegri skírskotun til hugtaka og hugmynda heldur en yfirvegaðri og faglegri samræðu. . Eitt af því sem oft er haldið fram í umræðum um Evrópumálin er að þátttaka íslands í samrunaþróun- inni stefni fullveldi íslands í voða; íslendingar muni fórna fullveldi sínu ef þeir gerast aukaaðilar að Evrópubandalaginu með þátttöku í evrópska efnahagssvæðinu (sam- vinnu EFTA og EB), hvað þá ef þeir gangi beinlínis í bandalagið. Þessi skoðun á ekki við nein rök að styðjast. Hvorki aðild eða auka- aðild að Evrópubandalaginu leiðir til þess að ríki glati fullveldi sínu. Þar gilda engin sérstök lögmál um ísland. ísland glatar ekkert frekar fullveldi sínu heldur en þau Evrópu- ríki sem þegar eru aðilar eða auka- aðilar að Evrópubandalaginu. Eitt af því sem greinir ísland raunar frá löndum eins og Grænlandi og Fær- eyjum er að ísland getur tekið þátt í Evrópusamvinnunni sem fullvalda nki, með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Það geta hin löndin ekki. Hvað er fullveldi? ísland er fullvalda nki. Um það ríkir enginn ágreiningur. Fullveldis- hugtakið er samt hugtak sem ekki Úr flokki greina háskólamanna þar sem reifuð eru þjóðmál nú þegar kosningar rara í hönd. hefur verið notað af mikilli ná- kvæmni í íslenskri stjómmálaum- ræðu. Orðið kemur hvergi fyrir í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Besta leiðin til að átta sig á hvað það þýðir að ísland sé fullvalda ríki er e.t.v. að rifja upp með hvaða hætti ísland varð fullvalda. ísland varð fullvalda ríki árið 1918 með sambandslagasamningn- um við Danmörku. Því fylgdi sú meginbreyting að ísland varð sjálf- stæður aðili að þjóðarétti, og ekki lengur hluti Danmerkur. Það fól í raun í sér að alþjóðasamfélagið við- urkenndi stjómarfarslegt sjálfstæði landsins, þ.e. að íslensk stjórnvöld fæm ekki með stjórn landsins í umboði eða í skjóli annarra ríkja. Það breytti engu um fullveldi landsins að áfram var um að ræða náið samband við Danmörku á ýmsum sviðum samkvæmt sam- bandslagasamningnum. Þannig vom íslendingar t.a.m. áfram í kon- ungssambandi við Danmörku; danskir ríkisboygarar nutu að öllu sama réttar á íslandi sem íslenskir ríkisborgarar fæddjr þar, og gagn- kvæmt; Danir og íslendingar nutu sama réttar til fískveiða innan land- helgi hvors ríkis; og að auki fór Danmörk með utanríkismál íslands í umboði þess. Þetta þýðir með öðmm orðum að ríki geta haft nána samvinnu um margvísleg málefni án þess að þau glati þar með fuilveldi sínu. Hvort slík samvinna er nauðsynleg eða æskileg verður að meta sérstak- lega á hveijum tíma, en það er ekki rétt að rugla saman spurning- unni um samstarf ríkja og fullveldi þeirra. Notkun fullveldisréttarins Fullvalda ríki geta gert marg- háttaða samninga við önnur ríki sem binda hendur þeirra og ákvörð- unarvald. I alþjóðalögum er ekkert sem hindrar fullvalda ríki í að gera samninga við önnur ríki sem tak- marka hvemig þau beita fullveldi sínu. Slíkir samningar ráðast af því hvort ríki telja það hagkvæmt og æskilegt að hafa samvinnu við önn- ur ríki. Innan Evrópubandalagsins — og væntanlega líka á hinu evrópska efnahagssvæði EFTA og EB — er um að ræða umfangsmikið sam- starf ríkja, sem takmarkar ákvörð- unarvaid hvers um sig á sumum sviðum. Þessi takmörkun grund- vallast á þeirri hugsun að í samein- ingu geti ríki náð markmiðum sem ekki sé á færi hvers þeirra um sig. Ef ríki telja hagsmunum sínum betur borgið með öðrum hætti geta þau yfírgefið samstarfið. Fullveldi aðildarríkjanna að alþjóðalögum stendur óhaggað hvort sem þau telja hag sínum betur borgið í sam- starfí við önnur ríki eða án þess. íslendingar hafa iðulega gerst aðilar að samningum sem takmarka það hvernig stjórnvöld geta farið með fullveldi ríkisins og yfirráð yfir eigin landsvæðum. Sem dæmi má nefna að aðild íslands að Mannrétt- indasáttmála Evrópu felur í sér að Mannréttindadómstóll Evrópu er æðsti dómstóll landsins í vissum málaflokkum. Aðild íslands að Sameinuðu þjóðunum og Norður- Atlantshafssamningnum frá 1949 felur í sér margháttaðar skuldbind- ingar. Sama má segja um vamar- samninginn við Bandaríkin, og þá samninga um fiskveiðiréttindi fýrir Gunnar Helgi Kristinsson önnur ríki innan íslenskrar fískveið- ilögsögu sem íslendingar gerðu í tengslum við útfærslu fiskveiðilög- sögunnar og vegna samnýtingar stofna. Aðstæður hafa ráðið því hvort samningar af þessu tagi hafa verið taldir heppilegir eða nauðsyn- legir, en við þetta hafa íslendingar að sjálfsögðu ekki glatað fullveldi sínu. Þvert á móti hefur forsenda þess að íslendingar hafa getað gerst aðilar að alþjóðasamstarfi á sams konar grundvelli og önnur ríki verið fullveldi íslenska ríkisins. Fullveldið og Evrópusaravinnan Marga hluti þarf að skoða betur áður en endanleg ákvörðun er tekin um það með hvaða hætti íslending- ar tengjast samvinnu Evrópuþjóð- anna í framtíðinni. Það er ekki ætlunin í þessari grein að leggja á það mat hvers konar lausn sé hag- stæðust hagsmunum íslendinga. Hér hefur því einungis verið haldið fram að spumingin sem íslendingar þurfi að takast á við sé hvort þeir telji pólitískum, efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum hagsmunum sínum best borgið utan samvinnunnar, með aukaaðild að Evrópubandalaginu, eða með fullri aðild að því. Við að svara þeirri spumingu koma margir þættir til álita, og sennilega verða svörin með nokkuð ólíkum hætti, eftir því hver á í hlut. Fullyrðingar um að fullveldi ís- lenska ríkisins sé í veði eru hins vegar á misskilningi byggðar og ekki til þess fallnar að veita ljósi skynseminnar inn í Evrópuumræð- una. Höfundur er lektor í stjórnmálafræði við Félagsvísindadeild Háskóla íslands. ■ FRAMBOÐSLISTI Verka- mannaflokks íslands í Reykjavík við Alþingiskosningarnar hefur ver- ið ákveðinn: Listann skipa: 1. Brynjólfur Yngvason, blaðamað- ur, 2. Páll Þorgríms Jónsson, iðn- verkamaður, 3. Hreiðar Jónsson, bifreiðastjóri, 4. Einar Halldórs- son, blaðamaður, 5. Gunnar Steinn Þórsson, iðnverkamaður, 6. Friðjón G. Steinarsson, toll- þjónn, 7. Siguijón Guðmundsson, lagerstjóri, 8. Guðmundur Niku- lásson, bifreiðastjóri, 9. Hrönn Halldórsdóttir, fiskverkakona, 10. Gunnar Orn Hreiðarsson, verka- maður, 11. Guðbjörg Snorradótt- ir, fiskverkakona, 12. Björk S. Ingólfsdóttir, húsmóðir, 13. Ólaf- ur Einar Júliusson, verkamaður, 14. Jón Brynjar Jónsson, iðn- verkamaður, 15. Hulda Sassoon, húsmóðir, 16. Ósk Kristjánsdóttir, húsmóðir, 17. Esther María Ragn- arsdóttir, gangastúlka, _og 18. Gunnvör Rögnvaldsdóttir, hús- móðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.