Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 66
66 MORCUNB.LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21; MARZ, 1991 Ást er. . . 12-^ ... að velja rétta járnið. TM R«g. U.S. P«t Off.-all nghts rantvwf • 1990 Lot Angatei Tane» SyndicMa Með morgimkaf&nu Ég var orðinn þreyttur á krónhjörtunum í þessu um- hverfi. HÖGNI HREKKVÍSI Bergþórshvoll til skammar MOKGUNBUADID LAÚUAKDAUUR 9. MAKZ l»ai Bergþórshvoll eftirPál Pálsson Um þennan sögufræga stað er margt hægt að segja og rita, en að gefnu tilefni vil ég núna fjalla um eftirfarandi: 1DV hinn 11. febr- úar er þetta haft cftir málsvara dóms- og kirkjumálaráðuneytisina: .Það stendur til að rífa gamla prestssetrið á Bergþórshvoli og það má segja að það hafl staðið til lengi. Hins vegar kann ég enga skýringu á af hverju það heíur ekki verið rifið en það er í verkahring ráðu- neytisins að sjá um að húsið verði Qariægt.- Málsvari ráðuneytisins vcit og veit ckki. Hver á þá að vital Fjöll- um betur um þctta á eftir. Árið 1976 tök ég við Bergþórs- hvolsprestakalli. I>á var gamla prestshúsið orðið meira eða minna ónýtt Engu að siður var okkur hjónunum ætiað að flytja þangað inn, en við tókum það aldrei f mál og breyttum samkvæfnt þvi. Upp- hófst nú mikill sónn f dóms- og kiriyumálaráðuneytinu um nauð- syn þess að við flyttum f ónýta húsið og það hlyti að vera hægt að hressa upp á hjallinn. Geröi ráðuneytið síðan út þijá leiðangra málinu ágætlega og allt það. En alltaí versnar þetta mál. Hér koma hundruð og jafnvel þúsundir manna á ári til þess að skoða þennan sögufræga stað: Hópar og einstaklingar, fslending- ar og útlendingar. Margir hópanna eru með leiðsögumenn og ekkert vcit ég um hvað þeir segja varð- andi húsómyndina. Aðrir hringja oft til mfn og panta leiðsögn og Njálufyrirlestur og enn aðrir at- huga staðinn upp á eigin spýtur. En við öllu þessu fólki blasir sama ómyndin, sem er öllum til ama: Niðurgrotnað hús. Aftur og aftur og endalaust hef ég bent ráðamönnum á hvereu hðrmuleg landkynning þetta er. Aftur og aflur og það í heilan Ara- tug hef ég fengið sömu loforðin: „Gamla húsið verður rifið, cnda ekki veijandi að hafa það þama.“ Það er svo hvort tveggja að loforö þessi eru munnleg og skjalfest Ekki er mér nokkur leið að koma tölu á alla þá, sem endalaust hafa tekið ijósmyndir, kvikmyndir og myndbandamyndir af hinni átakan- legu .landkynningu“ stjómvalda. Er þá ekki mál að linni? 1 áratug hef ég bent ráðamönn- um á þetta vandræðaástand og varað við wjög óheppilcgu orð- viðrum lemjast svo lausar þakplöt- ur til og frá og flúka síðan um allt, scm er auðvitað hættulegt gagnvart mönnum, dýrum og mannvirkjum. Á þetta hef ég hvað eftir annað bent réttum aðilum og meira að segja hefur aðstoð verið boðin til þess að kippa málum f lag. öllu var vel tekið. Alltaf var lofað og svo var ekkert gert. Núverandi dóms- og kirKjumála- ráðherra hefur fyllsta skilning á málinu — það er mér vel kunnugt — og er allur af vi|ja gcrður að láta lagfæra hlutina, en málin fara bara þannig, að nú er beinlínis haldin sýning i því, hvemig nkerf- ið virkar“. En málsvari sýningar- innar .veit og veit ekki“. Hver á þá að vita? Fyrir allmörgum árum ritaði ég þáverandi ðóms- og kirkjumálaráð- herra bréf, þar sem ég benti á sjálf- sagðar fþótvirkar og ekkert mjög kostnaðareamar úrbætur, þar sem þessi söugfrægi staður yrði hreins- aður og hreinlega .réttur við“ og unnið dyggilega að virðingu staðar- ins. 1. Gamla húsið og annað drasl verði tafarlaust fjarlægt 2. Gamli húsgrunnurinn veröi svo sléttaður og græddur upp „Ekkí er mér nokk leið að koma tölu á þá, sem endalaust 1 tekið yósmyndir, k myndir og myndba myndir af hinni átf lejfu „landkynning stjórnvalda.“ greina eins og t.d.: Njálsbrenna 23. ági (eða 1011). Einnigdy ið Njálsbrenna (ásan inu). Svo væri Ifka I láta standæ Hér brun Laugardaginn 9. mars sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Pál Pálsson, sóknarprest á Bergþórs- hvoli, um þá þjóðarskömm sem blasir við öllum sem sækja Berg- þórshvol heim. í greininni nefnir Páll að Bergþórshvol heimsæki hundruð og jafnvel þúsundir manna á hveiju ári, hópar og einstakling- ar, íslendingar og útlendingar. Hann nefnir með réttu að sumir hópanna séu í fylgd ieiðsögumanna og ekki sé vitað hvað þeir segi um húsræsknið sem við augum blasir. Skemmst er frá því að segja að leiðsögumenn ferðamanna skrifa á hveiju ári skýrslu um ástand ferða- mannastaðanna sem þeir heim- sækja og benda á ýmislegt sem betur mætti fara, bæði hvað snertir aðstöðuna, aðkomuna, umhverfið og hugsanlega slysahættu. í nokkur ár, nú síðast sl. haust, bentu leið- sögumenn á þá vanhirðu sem við blasir á Bergþórshvoli. Ótrúlega margir erlendir ferða- menn sem hingað koma hafa lesið Islendingasögurnar, þar á meðal Njálu. Margir þeirra hafa átt þann draum í áratugi að komast á þá staði sem atburðir úr íslendinga- sögunum hafa átt sér stað og er Bergþórshvoll af skiljanlegum ástæðum ofarlega á blaði. Þessir ferðamenn eru að koma hingað í eins konar pflagrímsferð að sjá bemskudraum sinn rætast. Það er oft hamrað á því að ferða- menn komi hingað til að sjá ís- lenska náttúm, en það vill oft gleymast hve margir hafa komið vegna sögu okkar og fomrar menn- ingar. Og útlendingamir spyija sem svo: „Er íslenskum unglingum ljós þau forréttindi sem þeir búa við að hafa fæðst og alist upp í þessu landi? Að eiga aðgang að öllum þessum fjársjóði í eigin landi? Þeir hljóta að heimsækja þessa sögu- staði oft og lifa sig inn í atburðina.“ Já, Páll segir í grein sinni að hann viti ekki hvað leiðsögumenn segi farþegum sínum um núverandi húsakynni á Bergþórshvoli. Því er til að svara að íslenskir leiðsögu- menn kvíða ávallt þeirri stundu að koma þar í hlað og reyna því að beina athygli farþega sinna frá nið- umíðslunni og ölíu draslinu sem við augum blasir með því að benda þeim í aðrar áttir og haga Jiví svo að þeir snúi baki í ósómann. Islensk- ir leiðsögumenn taka heils hugar undir þá beiðni sr. Páls að rétt yfir- völd sjái svo um að staðnum verði gert til góða og að öll aðstaða færð í það horf að hægt verði að koma þangað kinnroðalaust með gesti. Það er annars umhugsunarvert hvað margir þeir staðir sem leiðsög- umenn heimsækja reglulega em í mikilli niðurníðslu og leiða má get- um að því hvað erlendu ferðamenn- imir teljá sig geta le'sið út úr því og hvaða hugmyndir þeir fá af okk- ur nútíma íslendingum. Endur- speglast ekki þar sú virðing sem við höfum á eigin sögu og menning- ararfi? Tökum sem dæmi staði eins og Þingvelli, Bessastaði, Ejóðminja- safnið, Gullfoss, Geysi, Bergþórs- hvol, Reykholt og svo mætti áfram telja. Að vísu em uppi tilburðir á nokkmm stöðum til að bæta úr og virðist ætla að takast misjafnlega. Fyrir nokkrum ámm viðraði ég þá hugmynd í þessu blaði að í Reyk- holti ættu gestir að geta séð stutta kvikmynd um Snorra og bókagerð á fýrri öldum, þar væru til sýnis bækur eftir Snorra í ýmsum útgáf- um og þær hugmyndir sem nútíma- menn hafa gert sér um útlit hans. Nú er í smíðum Snorrastofa í Reyk- holti, gert hefur verið við BeSsa- staðastofu eftir að menn uppgötv- uðu að hún var að hruni komin, í bókstaflegum skilningi, og farið er að ræða um ný húsakynni fyrir Þjóðminjasafnið. Við Lögberg á Þingvöllum hefur verið reistur rammgerður pallur sem flestum finnst of áberandi, en aðrir sætta sig við af illri nauðsyn. Geysissvæðið hefur fengið andlits- lyftingu, þótt ekki séu allir sam- mála um hversu vel hefur tekist til og finnst steyptu hellurnar stinga í stúf við náttúruna í kring. Smíðað- ur hefur verið rammgerður stigi við Gullfoss sem hannaður er fyrir fíl- hrausta fjallaklifrara, en sú stað- reynd gleymdist að stór hluti þeirra erlendu ferðamanna sem hingað koma eru komnir á efri ár og geta ekki gengið 100- snarbrött þrep án hvfldar. Þeir kjósa því áfram að ganga skáhallt upp hallann og hvíla sig eftir þörfum á leiðinni. Þeir eru margir ferðamannastað- irnir í okkar ágæta landi sem þurfa á aðhlynningu að halda, en varast þarf að gera þessar náttúrulegu perlur gervilegar (artificial). Það er oft vitnað til þess að við eigum ekki kastala eða minnismerki um heimsfræga herforingja til að sýna ferðamönnunum, en við stæmrn okkur af köstulum og minnismerkj- um sem gerð em af náttúrunni sjálfri. Ferðamenn eru að fá nóg af þessum manngerðu köstulum sem þeir segja að séu hver öðrum líkir. Nú hefur áhuginn vaknað á því náttúrulega og upprunalega, því sem er öðmvísi. Þar liggur okkar styrkur í ferðaþjónustu framtíðar- innar. Það er því mikið vandaverk að búa sögustaði okkar undir það að geta tekið skammlaust á móti ferða- mönnum. Lágmarkskrafa er að hreinsa til drasl og niðurnídd hús og síðan er mikilvægt að laga alla uppbyggingu að náttúmlegu um- hverfi. Vonandi verður Bergþórs- hvoll næstur á lista, hreinsað til á staðnum og í mesta lagi reist smekklegt minnismerki, ekki of áberandi, með texta eins og sr.Páll stingur upp á í grein sinni. Birna G. Bjarnleifsdóttir, forstöðumaður Leiðsöguskólans. ( \/ESTURVELLiie „IV\éR þy K/C p/'PLE/TT... EN LOFT \tt. LI - lceeFíP BlLAPl. " Víkveiji skrifar að má segja að Víkveija hafi rekið í rogastanz, þegar hann las fréttina um spjarauppboð fram- sóknarfélaganna, þar sem boðnar voru upp spjarir af ráðherrum Framsóknarflokksins. Allt venju- legt fólk hefði gefið slíkt til Vetrar- hjálparinnar, en svo mikil er for- ingjadýrkunin innan þessa merka flokks, að innan hans er markaður fyrir ráðherraflíkur, spm menn ku þurfa til þess að punta sig með á sunnudögum. Jakkaföt, derhúfa og heilsubolur af Guðmundi Bjamasyni heilbrigð- isráðherra seldust á þessu maka- lausa uppboði, svo ogjakki, sjóvettl- ingar, þverslaufa og eldrautt bindi af Halldóri Ásgrímssyni sjávarút- vegsráðherra. Alit seldist þetta eins og heitar iummur, en kastaði þó tólfunum, þegar kúrekahattur Steingríms Hermannssonar forsæt- isráðherra var boðinn upp. Þá vildu fleiri hreppa hattinn en fengu og buðu Vestfírðingar bezt, einar litlar 32 þúsund krónur. Sátu þar fram- sóknarmenn af Reykjanesi eftir með sárt ennið og fengu engan hattinn. Gárungarnir segja að nú séu enn fleiri menn á ráðherrabuxum innan Framsóknarflokksins en ella og kunni það að hafa erfiðleika í för með sér næst, þegar kemur að því að framsókn myndi stjórn, hveijir eigi að verma ráðherrastólana og hveijir ekki. XXX Forseti íslands var að fá nýjan bfl, Toyota Lexus. Svo sem lög gera ráð fyrir þurfti Bifreiðaskoðun Islands að skoða bílinn svo að unnt yrði að skrá hann og aka mætti honum um götur og torg. En þá kom á daginn, að bifreiðin uppfyllti ekki reglugerðir, sem settar hafa verið. Á hjólbarða hennar vantaði einhver númer og því fékk þessi nýja fína bifreið, sem raunar er flaggskip Toyota-verksmiðjanna, ekki skoðun. Forsetanum var sem sé meinað að nota bifreiðina, nema skipt væri um hjólbarða. Þessu mun hafa verið bjargað fyrir horn, en svo sannarlega er það mottó Bif- reiðaskoðunar, að allir séu jafnir fyrir lögunum. Þar er engin undan- tekning gerð, þótt forsetinn eigi hlut að máli. XXX Er það rétt, að ekki hafi verið minnzt á það í fréttum ríkis- útvarpsins í gær, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði hug á að selja Rás 2, fái hann til þess umboð í næstu kosningum, 20. apríl?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.