Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 4
4 Moröönblaðið pímmtuMgur 21. Márz^'úí Borgarráð: Nýtt hafnarsvæði nái frá Gufunesi í Geldinganes Aðstaða til hafnargerðar talin ákjósanleg í Eiðsvík LÖGÐ hefur verið fram I borgarráði bókun frá hafnarstjórn um framtíðarhafnarsvæði í Reykjavík. Bókunin gerir ráð fyrir að at- hafnasvæði hafnarinnar nái frá Gufunesi yfir Eiðsvík og með strðnd Geldinganess. „Við höfum lengi lagt áherslu á að í Eiðsvík er mjög ákjósanleg aðstaða til hafnargerðar," sagði Hannes Valdimarsson hafnarstjóri. „Þama er mjög aðdjúpt og gott skjól auk þess sem í víkinni er Hægt að skapa góða hafnaraðstöðu í landi og með uppfyllingum." Vinna við endurskoðun Aðal- skipulags Reykjavíkur fram til árs- ins 2010 er hafín og sagði Hannes að á þessu tímabili væri líklegt að he§a þyrfti gerð hafnarmannvirkja á þessu svæði. Auk góðra hafnar- skilyrða lægi svæðið vel við því sem til þarf í góðri höfn. Framtíðar þjóðvegur fer hjá, aðveitur liggja að svæðinu svo sem hitaveita, vatnsveita og rafmagn. „Við teljum nauðsynlegt að Reykvíkingar geti nýtt sér þessa náttúru og staðarkosti og bendum á að það væri æskilegt að í Aðal- skipulagi verði þetta svæði tekið frá svo að nauðsynleg þróun geti átt sér stað,“ sagði Hannes. „Þetta land er stærra en gildandi skipulag gerir ráð fyrir að höfnin í Geldinga- nesi nái yfír. Auk þess óskum við eftir að nýta það land sem myndað verður með uppfyllingu út frá Áburðarverksmiðjunni.“ Gert er ráð fyrir að hafnarbakk- ar í Eiðsvík verði milli 800 m til 1 km að lengd og er það svipuð lengd og á hafnarbökkunum í Sundahöfn. „Það hefur sýnt sig miðað við þróun undanfarinna 20 ára að miklar líkur eru á, að á skipulagstímabilinu verði lokið við að reisa hluta þessarar nýju hafn- ar,“ sagði Hannes. „Það eru sífellt að kóma fram hugmyndir um enn frekari flutninga og hafnsækna starfsemi, fríhafnarsvæði, umskip- unarsvæði og útflutning á vatni svo að dæmi séu tekin. Frá sjónar- horni hafnarstjómar er reiknað með að ef íslendingar ætla að auka velmegun sína þá hlýtur hún með- al annars að byggjast á atvinnu- starfsemi sem kallar á aukna fltítn- inga milli landa.“ VEÐUR —-—I---i— VEÐURHORFUR í DAG, YFIRLIT 1 GÆR: Um 300 km austur af! sem þokast austnorðaustur en yfír sem fer hægt austur. SPÁ: Norðanátt allhvöss eða hvöss austan- og noröaustanlands en mun hægari annars staðar. Sunnanlands verður úrkomulaust en él í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Suðvestan- og síðan sunnanátt, víða allhvöss sunnan- og suðvestanlands en hægari í öðrum landshlutum. Sunnan- og vestanlands verður rigning en að mestu þurrt annars staðar. Hiti 3 til 4 stig. Akureyri +1 slytfduét Reykjavík 1 skýjað Bergen 7 skýjað Helsínki 1 rigning og súld fYarssítrssuacj ra musKyjao Nuuk 4-1 skafrenníngur Ósló 4 þokumóða Stokkhólmur 7 þokumóða Þárshöfn 5 snjáél TÁKN: Heiðskirt á -éi Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil flöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V E' — Þoka — Þokumóða 9, 9 Súld OO Mistur —j_ Skafrenningur p? Þrumuveður New York Orlando París Róm Vín Washington Wmnipeg 22 skýjafi 12 skýjað 18 þokumóða 11 skúrir 2 þokumóða 15 þokumóða 16 skýjaé 11 skýjað 9 alskýjað 12 rígn.ogsúld 12 i%ning 11 skúrfr 17 skýjað 21 iéttskýjað 18 léttskýjað ^7 skýjað 11 heíðskírt 14 aiskýjað 16 þokumóða 16 skýjað 6 léttskýjað 2 skýjað eppsrík [ hugmyndum hafnarstjórnar að nýju athafnasvæði í Reykjavík er gert ráð fyrir að höfnin nái frá Gufunesi yfir Eiðsvík og með strönd Geldinganess. Mikligarður tekur þátt í verðstríðinu MIKLIGARÐUR hefur lækkað verð á ýmsum vöruliðum og er þar með orðinn þátttakandi í verðstriðinu, sem geisað hefur milli Hag- kaups og Bónusverslananna undanfarna daga. Ólafur Friðriksson, framkvæmdastjóri Mikiagarðs, segir að með þessu sé ekki verið að segja Hakaup og Bónus stríð á hendur, heldur einungis að koma því til leiðar að viðskiptavinir Miklagarðs njóti sambærilegra kjara og fáist í öðrum verslunum. Fyrst og fremst er um verðlækk- anir á pakkavörum að ræða, en það er sá vöruflokkur sem helst er seld- ur í Bónusverslununum. Hagkaup lækkaði verð á 500-600 vöruliðum sl. fímmtudag til jafns við verð í Bónusverslununum, og strax sama dag var verð á þessum vöruliðum lækkað hjá Bónus. Ólafur Friðriksson sagði verð á ymsum vöruliðum breytast daglega í verslununum þessa dagana. „Við ætlum okkur að vera samkeppnis- færir miðað við sambærilegar versl- anir. Það er hins vegar ekki hægt að bera saman litla Bónusverslun með 650 vörutegundir og stórmark- að með 14.000 vörutegundir, og við ætlum ekki að reyna að keppa við það. Við ætlum okkur hins vegar að keppa við sambærilega markaði, og því munum við bregðast við aðgerðum Hagkaups." Stríðið í Eþíópíu: Islensku trúboðam- ir verða um kyrrt ÍSLENSKU trúboðarnir I Eþíópiu hyggjast vera þar um kyrrt þrátt fyrir harða bardaga norðan við höfuðborgina, Addis Ababa. Hjónin Guðlaugur Gunnarsson guðfræðingur og Valgerður Gísla- dóttir hjúkrunarfræðingur hafa á undanfömum árum starfað við að byggja upp kristniboðsstöð í af- skektum dal, Voíto, vestast í Konso- héraði við landamærin að Keníu. Þar búa þau í moldarkofum með strá- þaki ásamt þremur ungum bömum sínum. Sendiráð nokkurra vestrænna ríkja í Addis Ababa hafa að undan- fömu gert ráðstafanir til að flytja á brott útlendinga í landinu vegna stórsóknar uppreisnarmanna úr norðurhéruðum landsins í átt að höfuðborginni. Hætta er talin á að borgin einangrist og eini alþjóða- flugvöllurinn í landinu lokist. Islensku trúboðamir ákváðu í samráði við samstarfsmenn sína og sendiráðsmenn að vera áfram í landinu um sinn. Voíto-dalurinn er utan átakasvæðanna og em vonir bundnar við að íslenska fjölskyldan komist yfír landamærin til Keníu ef ástandið í landinu versnar enn og alþjóðaflugvöllurinn lokast. Hætta á að sitkalús leggist á grenitré EFTIR mildan vetur eins og nú, er hætt við að sitkalús geti valdið usla í görðum. Að sögn Guðmundar Halldórssonar skor- dýrafræðings á Mógilsá ættu garðeigendur að hafa augun hjá sér og reyna að fylgjast með ef hún gerir vart við sig, einkum á sitkagreni en einnig á blágreni. Best er að úða tréin með Permasect í apríl eða maí til að halda henni í skefjum. Guðmundur sagði, að sitkalúsin væri eitt af fáum skordýram sem væru á ferli allt árið hér á landi og þegar vetur era mildir næði hún einnig að fjölga sér yfír vetr- armánuðina. Mest ber á lúsinni á Suðurlandi og á Austfjörðum og hefur hennar einnig orðið vart á Hallormsstað. í Reykjavfk hefur hún fundist í Öskjuhlíð og á Mikl- atúni. Lúsin sest undir nálamar og þær verða brúnar og falla loks af en þær greinar sem misst hafa nálar fá ekki nýjar. „Brún greni- tré án nála era lítið augnayndi í görðum. Ættu garðeigendur að skoða vel undir nálamar á grein- um sem eru í skugga, en þar líður lúsinni best,“ sagði Guðmundur. „Sitkalús sést vel með berum aug- um. Hún er græn með rauð augu og ef menn sjá eina lús á móti hveijum tíu nálum, þá er hætta á ferðum og ástæða til að úða trén strax í april eða maí.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.