Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 40
*40 *' ÁlblÍGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐÁGUIV 21. MARZ 1991 Þinglausnir í gær: 266 þingmál af 476 afgreidd Aðeins eitt mál var á dagskrá 76. fundar Sameinaðs þings í gær; þinglausnir. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra rauf í gær Alþingi, 113. Iöggjafarþing. Guðrún Helgadóttir forseti Sameinaðs þings ávarpaði þingheim og gerði grein fyrir starfi 113. lög- gjafarþingsins. Alls voru til meðferðar í þinginu 476 mál. Þar af voru 266 afgreidd og tala prentaðra þingskjala var 1.130. Lagafrumvörp voru samtals 190. Stjórnarfrumvörp voru 107, 65 voru afgreidd sem lög en 42 urðu pútrædd. Þingmannafrumvörp voru 83, 7 urðu að lögum auk frum- varps til stjórnskipunarlrga, 4 frumvörpum var vísað ti. ríkis- stjómarinnar en 71 þingmanna- frumvarp var óútrætt. Þingsályktunartillögur voru alls 96, þar af var 31 samþykkt sem ályktun Alþingis, 4 var vísað til ríkisstjómarinnar, 2 kallaðar aftur og 59 óútræddar. í Sameinuðu þingi voru bornar fram 162 fyrirspurnir. Allar nema 13 vorti afgreiddar. A þinginu voru lagðar fram 28 skýrslur, þar af voru 3 samkvæmt beiðni til ráð- herra. Guðrún Helgadóttir forseti Sam- einaðs þings sagði m.a. að eftir að þessu þingi lyki yrði nýr kafli skráð- ur í sögu Alþingis, það myndi fram- vegis starfa í einni málstofu. Sú samstaða sem hefði tekist um þessa breytingu sýndi ljóslega að þegar heill og heiður Alþingis væri í húfi væri þingheimur einhuga. Þingfor- seti lagði mikla áherslu á að til þess að vonir sem bundnar væru þessari breytingu rættust, yrði að búa þinginu réttlát þingskaparlög sem skertu í engu rétt minnihluta né meirihluta svo allt færi fram sem hæfði virðingu Alþingis. Forseti Sameinaðs þings sagði marga þingmenn eflaust vera orðna lúna eftir langa og erfiða vinnulotu. „En stjómmálamenn eru sein- þreyttir og því leggja nú mörg okk- ar út í baráttu fyrir áframhaldandi þingsetu. Sú er ósk mín best okkur öllum til handa að okkur auðnist að vera verðugir andstæðingar." I ræðulok þakkaði Guðrún Helga- dóttir þingmönnum og starfsfólki Alþingis fyrir vel unnin störf. Hún óskaði Islendingum heilla og ham- ingju. Halldór Blöndal (S-Ne) talaði fyrir hönd þingmanna og þakkaði Guðrúnu Helgadóttur þingforseta fyrir góðar óskir í garð þingmanna. Meðal annars þakkaði hann Guð- rúnu fyrir réttláta fundarstjórn í erfiðu og erilsömu starfi; þingmenn skapríkir; annir miklar og mikið mæddi á forseta. Halldór óskaði forseta og fjölskyldu hans ailra heilla. Hann þakkaði líka starfsfólki Alþingis vel unnin störf. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra las bréf frá handhöf- um forsetavalds. Þar sagði m.a. að þar sem Alþingi hefði nú samþykkt frumvarp til stjómskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá, bæri sam- kvæmt 79 gr. stjómarskrárinnar að rjúfa þing nú þegar og stofna til kosninga. Alþingi væri rofið frá og með 20. apríl 1991. Jafnframt væri ákveðið að kosningar til þings- ins færu fram sama dag. Forseta var veitt umboð til að slíta þingi þegar það hefði lokið störfum. Að svo búnu sleit forsætisráðherra þinginu. Forsætisráðherra slítur þingi Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Kosningiim í stj órnir og ráð frestað um sinn Ekki varð af kosningu nokkurra manna í stjórnir og ráð, sem ríkið á hlutdeild í, fyrir þinglausnir í gær. Meðal annars stóð til að kjósa fjóra menn og jafnmarga varamenn í stjórn Landsvirkjunar. Þetta var í sjötta sinn sem þessar kosningar voru á dagskrá sameinaðs þings á þessu löggjafarþingi. Um nokkurt skeið hefur verið beðið eftir því að Alþingi veldi nokkra einstaklinga til þess vegs og vanda að sitja í þremur stjórnum fyrirtækja sem ríkið á hlutdeild í og einnig í Orkuráð. Hér er um að ræða: Kosningu fjögurra manna og jafnmargra varamanna í stjórn Landsvirkjunar til fjögurra ára, skipunartími frá 1. júlí 1991 til 30. júní 1995. Kosningu þriggja full- trúa og jafnmargra varamanna í stjórn Kísiliðjunnar hf. til fjögurra ára, frá 20. apríl 1991 til jafnlengd- ar 1995. Kosningu þriggja manna og jafnmargra varamanna í stjórn Viðlagatryggingar íslands til fjög- urra ára, frá 27. maí 1991 til jafn- lengdar 1995. Kosningu fimm manna í Orkuráð til ijögurra ára, frá 1. júlí 1991 til jafnlengdar 1995. í upphafi 75. fundar sameinaðs þings í gærmorgun kvaddi Eiður Guðnason (A-Vl) sér hljóðs um þingsköp. Hann óskaði eftir því að fyrstu fjögur mál á dagskrá fundar- ins yrðu ekki afgreidd að svo stöddu en það væri kosning manna í ráð og stjómir fyrirtækja sem ríkið ætti hlutdeild í. Það lægi fyrir að Alþingi myndi koma saman fljót- lega að afloknum kosningum og það væri þá hægt að afgreiða þessi mál. Friðrik Sophusson (S-Rv) tók undir þessi orð. Kristin Einarsdóttir (SK-Rv) voru það ný tíðindi að Alþingi kæmi saman fljótlega að afloknum alþing- iskosningum, það hefði ekki verið fastmælum bundið. Þetta val í ráð og stjórnir hefði átt að fara fram 4. mars síðastliðinn, þingmenn Kvennalistans hefðu ítrekað óskað eftir því að þetta mál yrði afgreitt. Kristín varpaði fram þeirri spurn- ingu hvort verið gæti að þessi frest- un tengdist því að Kvennalistinn hefði e.t.v. möguleika á því að fá fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar, „karlavígi sem ekki mátti hleypa okkur inn í“. Gömlu flokkarnir fjór- ir stæðu saman um að viðhalda samtryggingunni. Margrét Frímannsdóttir (Ab-Sl) formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins greindi frá því að þingflokkurinn hefði fyrir nokkr- um dögum samþykkt að tilefni væri til þess að fresta kosningunum um þessi stjómarsæti. Skúla Alexanderssyni (Ab-Vl) og Hjörleifi Guttormssyni (Ab-Al) kom þessi yfirlýsing Margrétar á óvart. Kristín Einarsdóttir taldi frest- un þessara kosninga móti öllum venjum og hefðum og lýsti því yfir að Kvennalistanum væri ekkert að vanbúnaði að kjósa í þessar stjóm- ir. Páll Pétursson formaður þing- flokks framsóknarmanna (F-Nv) sagði framsóknarmenn tilbúna að kjósa og lagði til að menn tækju fundarhlé til að stilla upp á lista. Júlíus Sólnes (B-Rv) taldi illt ef þingi lyki í óeiningu um þetta mál og tók undir að hlé yrði gert til að ná samstöðu um að þessar kosning- ar gætu farið fram. Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings boðaði fundarhlé en áður en það gæti orðið var 5. mál fundarins afgreitt. Þingsálykt- unartillögu iðnaðarráðherra um samninga um álver var vísað til atvinnumálanefndar með 56 sam- hljóða atkvæðum. Ekkert samkomulag um málsmeðferð Að afloknu fundarhléi varð Guð- rún Helgadóttir að upplýsa að for- mönnum þingflokkanna hefði ekki tekist að ná samkomulagi. Þing- menn ræddu þetta mál nokkra stund. Hjörleifur Guttormsson taldi nú koma fram bandalag Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks sem hefðu undanfarið verið í „til- hugalífi“. Einnig voru uppi mismun- andi sjónarmið um hvort Alþingi bæri skylda til að skipa í þessar stjómir eða hvort ekki væri eðli- lpgra að nýtt þing sem kæmi vænt- anlega saman síðari hluta maí gerði það. Einnig kom það sjónarmið fram að ekki lægju þau ósköpin á; skipunartími í stjórn Landsvirkjun- ar rynni ekki út fyrr en 1. júlí næstkomandi, eina málið sem form- lega lægi á væri kosning í stjórn Kísiliðjunnar hf. en þar rynni skip- unartími stjórnar út 20. apríl. Sum- ir þingmenn vildu að það yrði borið undir atkvæði hvort valið yrði í stjórnirnar og nefndirnar nú á þess- um fundi eða síðar. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins til- kynnti að þingflokkur Alþýðu- bandalagsins væri reiðubúinn að kjósa núna. Eiður Guðnason vakti athygli á að formanni Alþýðubanda- lags og formanni þingflokks_ þessa bandalags bæri ekki saman. Ólafur Ragnar Grímsson sagði síðar í umræðunni að þingflokkur Alþýðu- bandalags hefði verið reiðubúinn til að fresta þessari kosningu ef um það væri samkomulag en ef ætti að ganga til kosninga stæði ekki á Alþýðubandalaginu að tilnefna menn. Forseti sameinaðs þings frestaði fundi enn á ný til að reyna til þrautar að ná samkomulagi. Kl. 11.30 var fundur settur á ný en þá tilkynnti forseti að ekki hefði tekist að ná samkomulagi og úr- skurðaði að þessi mál væru tekin út af dagskrá og boðaði til næsta fundar. Þar var eitt mál á dagskrá; þinglausnir. „Mjögásvig“ Kristín Einarsdóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sjálfstæð- ismenn hefði með því að standa að því að fresta þessum kosningum, gengið „mjög á svig“ við samkomu- lag sem þeir hefðu gert við Kvenna- listann um að stjórnarandstaðan stæði saman í þessum kosningum. Ólafur G. Einarsson staðfesti í samtali við Morgunblaðið að um það hefði verið talað að ef kosið yrði myndu Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti stilla saman á lista. Með því móti hefði stjórnarandstaðan fengið 6 sæti í stjórnunum, Sjálf- stæðisflokkurinn 5 og Kvennalist- inn 1. Aftur á móti ef þessir flokk- ar hefðu boðið fram sér, hefðu sjálf- stæðismenn fengið 4 fulltrúa en Kvennalistinn engan. Ekkert sam- komulag hefði verið um skiptingu þessara sæta en sjálfstæðismönnum hefði verið vel kunnugt um að óskir Kvennalistans beindust eingöngu að stjórnarsetu í Landsvirkjun og að þær hefðu ekki verið reiðubúnar að semja um annað. Sjö lög á síðustu deildarfundunum Á SÍÐUSTU deildarfundum í fyrrakvöld og fyrrinótt var fjöldi frum- varpa samþykktur sem lög frá Alþingi. Atta mál voru afgreidd á síðustu deildarfundunum í fyrrinótt. Stuttar þingfréttir: Guðrún gleðst Við þinglausnir í gær þakkaði Halldór Blöndal (S-Ne) Guðrúnu Helgadóttur forseta sameinaðs þings fyrir réttláta fundarstjórn í erilsömu og erfiðu starfí. Það kom einnig fram í ræðu hans að þing- menn gætu verið óþolinmóðir og þyrftu ákveðið umburðarlyndi. Halldór Blöndal og forseti sam- einaðs þings hafa einstöku sinnum átt orðaskipti um þingsköp og fundarstjóm, hafa þær snerrur á stundum orðið allharkalegar. Aðspurð sagði Guðrún Heiga- dóttir að lof Halldórs hefði hljóm- að ljúflega í eyrum og hún mæti það mikils að Halldór Blöndal hefði loks sagt hug sinn allan og lýst því yfir að hún væri góður fundarstjóri. Á hundraðasta fundi efri deildar var frumvarp menntamálaráðherra um grunnskóla afgreitt sem lög frá Alþingi. En tekist hafði sam- komulag milli menntamálaráðherra og sjálfstæðismanna um það mál. Voru fjölmargar tiliögur sem sjálf- stæðismenn höfðu lagt fram teknar inn í frumvarpið. Einnig var frum- varp viðskiptaráðherra um skað- semisábyrgð samþykkt en þessi lög kveða m.a. á um skaðabóta- ábyrgð framleiðenda og dreifingar- aðila vegna tjóns sem hlýst vegna ágalla á-vöru. Frumvarpi Sólveigar Pétursdóttur (S-Rv) um breytingar á lögum um almannatryggingar, þ.e. um greiðslur á fæðingarorlofi, var vísað til ríkisstjómarinnar. Á sjötugasta og áttunda fundi neðri deildar voru samþykkt lög um Húsnæðisstofnun ríkisins, lána- kerfinu frá 1986 verður lokað. Lög um greiðslujöfnun fasteignaveð- lána. Lög um breytingu á tekju- skatti og eignaskatti. Lög um frá- drátt vegna fjárfestingar í at- vinnurekstri og lög um efnahags- aðgerðir, þ.e. um sérstaka deild hjá byggðastofnun til að sjá um tiltekna sjóði. Það var næstum fram á síðustu stund óljóst hvaða mál kæmust í gegn, t.d. féllu þrjú frumvörp dóms- málaráðherra út milli 77. fundar og 78. fundar í neðri deild. Frum- vörpin voru um opinbera réttarað- stoð, um viðbætur á almennum hegningarlögum, m.a. að samfé- lagsþjónusta gæti komið í stað refsivistar. Og einnig frumvarp um sjóðshappdrætti til stuðnings kaup- um á björgunarþyrlu. Af öðrum málum sem heltust úr lestinni má t.d. nefna frumvarp samgönguráð- herra um ferðaþjónustu. Það var nokkru eftir miðnætti að fundi lauk í efri deild en í hinni lauk fundi nokkru eftir kl. 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.