Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 58
5#« MORGÍÍNBÍÆélÐ1 rfjVÍMÝtÍDAÖUR' 2ll ‘ICIAÚZ li); Minning’: Þórhildur Líndal Fædd 7. desember 1896 Dáin 12. mars 1991 Þriðjudaginn 12. mars síðastlið- inn lést ástkær amma okkar, Þór- hildur Líndal Briem, á 95. aldurs- ári. Fyrir okkur systkinin er hér um viss kynslóðaskipti að ræða þar sem Þórhildur amma okkar var síðust á lífi af foreldrum foreldra okkar. Jafnframt má segja að bein tengsl okkar við gamla tíma, við sögu heimilis okkar, Tjarnargötu 24, og við hina ýmsu atburði á fyrri hluta aldarinnar, sem amma sagði okkur frá, hafí rofnað með fráfalli ömmu. Amma okkar var fædd árið 1896 á Akureyri og var dóttir Páls Briems amtmanns og Álfheiðar Briem. Fluttust þau hjónin með ömmu okkar og systkinum hennar til Reykjavíkur árið 1904 og var ætlunin að flytjast í nýtt hús sem nsa átti á lóð við Tjarnargötu 24. Á þessum tíma féll Páll Briem frá, en ekkja hans, Álfheiður, lang- amma okkar, reisti húsið af dugn- aði og fluttust þær mæðgur Álf- heiður og Þórhildur Tómasdóttir, langalangamma okkar, í húsið ásamt börnunum, en í því húsi höf- um við systkinin alist upp og sum okkar búið þar alla tíð. Þess má geta að Þórhildur Tómasdóttir, sem bjó í Tjarnargötu 24 með ömmu okkar, var dóttir Tómasar Sæ- mundssonar Fjölnismanns, sem lést árið 1841. Þannig tengdi amma okkur beint við mjög gamla tíma og því má segja að við fráfall henn- ar séu þáttaskil. . Eftir að amma giftist afa okkar, Theódóri B. Líndal, fluttust þau á Bergstaðastræti 76, en það heimili varð seinna stór hluti af uppeldi og æskuminningu okkar systkina. Þar voru haldnar fjölskylduveislur sem efldu fjölskyldutengsiin og eigum við margar góðar minningar þaðan. Amma bar hitann og þungann af veislunum, en ýmislegt gekk á enda börnin mörg og fjölskyldan stór. Einnig vorum við gestir ömmu og afa undir öðrum kingumstæðum, t.d. vegna pössunar eða helgargist- ingar og var þar gott að vera. Eftir að amma veiktist fyrst dvaldist hún nokkrum sinnum á heimili okkar í Tjarnargötu 24. Hún var mjög þægilegur gestur og vildi fyrir alla muni ekki láta hafa neitt fyrir sér. Hún var jafnframt skemmtilegur gestur og hafði frá mörgu að segja frá langri ævi og gerði hún það oftar en ekki mjög skemmtilega, þannig að hláturinn var skammt undan, þrátt fyrir að um merkilega og jafnvel alvarlega hluti væri að ræða. Auðveldara þótti henni að segja frá fyrri hluta ævi sinnar, sérstaklega þegar minnið fór að versna hin seinni ár, og oft frá merkilegum atburðum í sögunni eða frá sérkennilegum per- sónum. Þennan tíma sem hún dvald- ist hjá ökkur varð okkur ljóst hve yndisleg manneskja amma var, sem aldrei vildi láta hafa fyrir sér, en naut návistar við skarkalann í okk- ur systkinum. í minningu okkar verður hún einfaldlega yndisleg og góð manneskja og síðast en ekki síst skemmtileg og okkur góð fyrir- mynd. Agnes J. Hansdóttir, Helga J. Hansdóttir, Tómas J. Hans- son og Þórhildur J. Hansdóttir Þegar við kveðjum Þórhildi Páls- dóttur Líndal, þá kveðjum við mikla ágætiskonu, mikla öndvegiskonu. Þórhildur lifði langa ævi. Hún fæddist á Akureyri 7. desember 1896, dóttir síðasta amtmannsins yfir norður- og austuramti landsins, Páls Briem, en um hann lærðum við í skóla að hefði fyrstur manna hér á landi haldið opinberan fyrir- lestur um réttindi kvenna. Árið 1904 flutti Þórhildur með foreldrum sínum til Reykjavíkur og átti þar heima eftir það. Árið 1923 giftist Þórhildur lögfræðingnum Theódór B. Líndal síðar hæstaréttarlög- manni og síðast prófessor við laga- deild Háskólans. Þau hjón eignuð- ust fjögur böm, þau Pál ráðuneytis- stjóra, Sigurð prófessor, Álfheiði húsmóður og Bergljótu hjúkrunar- forstjóra. Seinna varð Þórhildur einnig góð tengdamóðir, amma og langamma, en hún var þar að auki einhver skemmtilegasta kona sem ég hef kynnst, gestrisin og góð, glöð og rausnarleg. Þórhildi kynntist ég sem móður æskuvinkonu minnar og sem slík gat engin verið betri. Gagnvart okkur vinkonum Álfheiðar var ekki hægt að vera gestrisnari, enda und- um við löngum stundum á heimili Líndalsfjölskyldunnar við Berg- staðastræti. Vissulega bjó íjölskyld- an við góð húsakynni, en það var ekki síst vegna atlætis húsfreyjunn- ar hve gott var þar að vera enda þótt almenn skemmtilegheit fjöl- skyldunnar í heild spilltu ekki fyrir. Sjálf var ég daglegur gestur á heimilinu um nokkurra ára skeið og naut þar alla tíð einstakrar gest- risni og alúðar. Einhvem tímann á þessum ámm, ég var þá við nám, varð atvik sem mér finnst lýsa Þórhildi einstaklega vel. Hún fékk happdrættisvinning, þetta var talsverður vinningur, ekki man ég hversu mikill, en viðbrögð Þórhildar em mér ógleymanleg. Hún sem áreiðanlega hafði ekki haft eigin tekjur síðan hún giftist meira en þijátíu ámm áður, var svo glöð og sagði, nú get ég gefið Theó- dór gjafir, sem hann hefur ekki borgað sjálfur. Ef ég man rétt, fengu böm hennar og tengdadóttir öll góðar gjafir og sjálf fékk ég, sem aðeins var vinkona annarrar dótturinnar á heimilinu, umtals- verða fjárhæð að gjöf. Aftur á móti man ég ekki eftir, að talað væri um neitt sérstakt, sem hún gerði eða ætlaði að gera fyrir sjálfa sig. Eftir því sem árin liðu fækkaði fundum okkar Þórhildar, en þá er við hittumst, þá var hún ævinlega og alla tíð sama ljúfa og elskulega manneskjan og sú sem ég kynntist ung. Svona ljúfu og góðu fólki eins og Þórhildi Líndal er gott að kynn- ast og fyrir það skal þakkað að leiðarlokum um leið og ég votta ástvinum Þórhildar Líndal samúð mína. Auður Þorbergsdóttir Þórhildur Líndal fæddist á Akur- eyri hinn 7. desember 1896, elsta bam Páls J. Briem (1856-1904) amtmanns þar og seinni konu hans, Álfheiðar Helgadóttur (1868- 1962). Foreldmm hennar varð fimm barna auðið. Þau vom auk Þórhild- ar: Eggert P. Briem (1898-1985), bóksali og fulltrúi í Reykjavík, átti Sigríði Skúladóttur frá Skálhoiti, sem nú býr í Garðabæ. Friede Ingi- björg (1900) er rak lengi fjölritun- arstofu, átti Ásgeir Guðmundsson lögfræðing frá Nesi við Seltjöm. Helgj P. Briem (1902-1981) hag- fræðingur og sendiherra, átti Dorisi Parker frá Birmingham á Eng- landi, sem nú býr í Reykjavík. Yngst er Þórdís Briem (1904) bókavörður. Sonur Páls frá fyrra hjónabandi var Kristinn P. Briem (1887-1970) kaupmaður á Sauðárkróki sem átti Kristínu Bjömsdóttur frá Hofsstöð- um. Þórhildur hét í höfuð móð- urömmu sinnar, Þórhildar Tómas- dóttur (1835-1923) Sæmundssonar sóknarprests á Breiðabólsstað, er átti Helga lektor Hálfdánarson (1826-1894). Föðurforeldrar Þór- hildar voru Eggert Briem (1811- 1894) og kona hans, Ingibjörg Eiríksdóttir (1827-1890), sýslu- mannshjón, lengst á Reynistað í Skagafirði. Þórhildur var sjö vetra þegar foreldrar hennar fluttust suður. Þegar amtmannsembættin vom lögð niður, tók Páll við bankastjórn íslandsbanka og hafði verið kosinn á þing er hann féll frá eftir skamma legu. Merkur maður í íslandssög- unni. Þórhildur var nýorðin átta ára er faðir hennar féll frá. Álfheiður Briem var merkileg og gáfuð kona. Páll og hún höfðu und- irbúið byggingu íbúðarhúss. Hann hafði fengið leyfi ásamt bræðrum sínum til að leggja götu og reisa hús undir Tjarnarbrekkunni. Álf- heiður lét ekki deigan síga og réðst í bygginguna þótt maður hennar væri fallinn frá. Myndaðist merki- legt samfélag þar við götuna. Jón síðar biskup Helgason bróðir Álf- heiðar byggði fyrir sunnan og fyrir norðan Klemens Jónsson landritari. Þeir Klemens og Páll höfðu verið samverkamenn á Akureyri, annar amtmaður og hinn sýslumaður og fluttust báðir suður er stjórnskipan breyttist. Það mótaði Þórhildi í æsku að hún var elst í stómm systkinahópi. Ábyrgð lagðist snemma á hennar herðar og af þeim sökum má segja að hún hafi ekki notið æsku sinnar að fullu. Móðir hennar var oft sjúk þau ár sem Þórhiidur var á barns- aldri. Eggert bróðir hennar átti einnig^við vanheilsu að stríða. Álf- heiður Briem var dugnaðarforkur, ráðdeildarsöm og leigði þingmönn- um og námsmönnum herbergi þannig að á því menningarheimili var mikið um að vera. Þórhildur stundaði nám í fjórða bekk í Kvennaskólanum í Reykjavík. Þetta var veturinn 1910-1911 og var hún aðeins 14 ára þegar hún var þar í efsta bekk. Þórhildur lagði stund á ýmsar námsgreinar í einkatímum. Þá var Þórhildur ráðin til bókaverslunar ísafoldar sem Sigríður Bjömsdóttir (Jónssonar ritstjóra) teiknikennari rak. Þar var Þórhildur við af- greiðslustörf á peysufötum og vakti hrifningu viðskiptavinanna. Starfið átti að því leyti vel við hana að hún var bókhneigð og hinn mesti lestr- arhestur. Síðar á ævinni var hún um margra ára skeið í stjórn Lestr- arfélags kvenna, eða allt þar til það var lagt niður og bækur þess af- hentar Borgarbókasafninu. Lengst af var hún gjaldkeri auk þess sem hún sinnti afgreiðslu á opnunartím- um til móts við aðrar félagskonur. Þá sigldi hún til Danmerkur til tveggja ára dvalar. Sótti hún hinn virðulega Natalie Zahle skóla í heimilisfræðum. Að því loknu fékk hún boð frá danskri fjölskyldu um að búa hjá henni. Valdi Dansk- Islandsk Samfund umsækjendur nákvæmlega og réð t.d. kunnátta í dönsku miklu um valið. Tókst vin- áttusamband milli fjölskyldnanna og það svo mjög að bæði kom danska fjölskyldan í heimsókn til íslands og óskaði eftir að fá fleiri úr systrahópnum. Varð úr að Friede yngri systir Þórhildar fór til Færgegaarden, á Lálandi, til dvalar er hún hafði aldur til. Þegar heim kom fór Þórhildur til starfa hjá ríkisféhirði og starfaði þar nær óslitið þar til hún gekk í hjónaband. Þórhildur var lagleg stúlka, fjör- ug og fönguleg, með geislandi bros, aðlaðandi og umsvermuð. Hún vakti mikla athygli hvar sem hún fór og söfnuðust ungu kavaleramir um- hverfis Tjarnargötu 24 og sendu henni ljóðaflokka og skáldin ortu hjartnæm ljóð. Árið 1923 gekk Þórhildur að eiga Theódór B. Líndal (1898-1975) son Björns Líndals yfirdómslögmanns, alþingismanns og bónda á Sval- barði, og Sigríðar Methúsalems- dóttur frá Amarvatni. Theódór varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1919 og útskrifaðist í lögum frá Háskóla Islands 1923. Síðar fór hann til framhaldsnáms 1926-1927 í Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Eftir próf hóf hann störf á málflutningsskrifstofu Lár- usar Fjeldsteds sem félagi hans. Rak hann skrifstofuna til ársins 1953. Hann varð hæstaréttarmála- flutningsmaður árið 1930. Árið 1954 var Theódór skipaður prófess- or og gegndi því embætti til 1969 er hapn lét af störfum vegna ald- urs. Theodór tók mikinn þátt í fé- lagsmálum og var mikilvirkur rit- höfundur og rítstjóri Tímarits lög- fræðinga. Þá var hann og ráðgjafí við margháttaða lagasmíð. Þórhildi 'og Theódóri varð fjög- urra barna auðið. Páll J. Líndal ráðuneytisstjóri umhverfisráðu- neytis. Hann var fyrr kvæntur Evu Ulfarsdóttur fulltrúa og síðar Guð- rúnu Jónsdóttur arkitekt. Sigurður H. Líndal lagaprófessor á Maríu Jóhannsdóttur skrifstofustjóra í heimspekideild Háskóla Islands. Álfheiður Líndal á Hans Jetzek deildarstjóra hjá íslenska álfélag- inu. Bergljót Líndal hjúkrunarfor- stjóri Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur átti fyrr Guðmund Jón- asson BA og kennara frá Flatey sem lést ungur og síðar Einar Guðjohnsen framkvæmdastjóra og ferðamálafrömuð. Vegferð mín hefur verið samofin í líf Þórhildar móðursystur minnar. Faðir minn og Theódór voru bekkj- arbræður frá Menntaskólánum í Reykjavík og starfsbræður, Lengst af hef ég átt heima skammt frá Þórhildi og fjölskyldu hennar við Bergstaðastræti. Fyrstu æsku- minningarnar eru tengdar dvöl í fallega húsinu við Bergstaðastræti 76 hjá Þórhildi og Theódóri meðan foreldrar mínir voru á ferðalagi. Þá var verið að malbika strætið. Bríet þjappaði götuna og Þórhildur hreinsaði tjöru úr hárinu á mér með smjöri. Út um gluggann hef ég fylgst með ferðum fjölskyldunnar eftir götunni, Þórhildi léttri á fæti fram á síðustu ár en báðir synir hennar búa innar í götunni með fjölskyldum sínum. Gestkvæmt var á heimilinu. Hús- freyjan beitti mikilli kunnáttu í matargerð og í móttöku gesta. Það var ánægja hennar og list. Áber- andi þættir í fari hennar voru hisp- ursleysi, glaðværð og umfram allt einstök gamansemi. Fáir réðu yfír jafn mikilli samræðulist og Þórhild- ur. Einkenni léttleika hennar var bráðfyndið orðfæri, græskulaust gaman sem fólgið var í háði sem oftast snerist um hana sjálfa. Mein- fyndni var engum fjær skapi. Ailt sem Þórhildur Líndal upplifði varð að ævintýri í munni hennar. Þórhildur Líndal hélt heilsu og lífsfjöri fram á háan aldur. Eftir að Sigurður sonur hennar kvæntist bjó hún í sambýli við fjölskylduna í fallega, rauða húsinu. Þegar hall- aði undan fæti hin síðustu ár öxl- uðu þau María og Sigurður stærri hlut þar til hún fékk vist á Drop- laugarstöðum fyrir hálfu ári. Þar átti hún góða vist, glöð og gaman- söm svo sem hún hafði ætíð verið og þakklát fyrir það sem var fyrir hana gert. Fyrir fáum dögum veikt- ist hún og gekk til fundar við guð sinn 12. mars. Blessuð sé minning Þórhildar Líndal. Fjölskylda mín þakkar henni margar gleðistundir. _ Eggert Ásgeirsson Á fyrri hluta áttunda áratugarins kynntist ég fyrst Þórhildi Líndal, er ég kom óvænt inn í þriggja kyn- slóða_ fjölskyldu á Bergstaðastræti 76. Eg stóð í skilnaðarmáli, sem ekki var alveg í takt við hugsunar- hátt aldamótakynslóðarinnar og þar með húsráðenda 4 Bergstaðastræt- inu, Theódórs og Þórhildar, og litið var til með semingi og óvissu. Á þessum fyrstu kynningarárum var Þórhildur spurð álits á þessum nýja „fjölskyldumeðlimi". Hún svar- aði á sinn hispurslausa hátt. „Æi, hann er svo stór,“ en dóttirin Bergljót er í lágvaxnara lagi. Fleiri orð þurfti ekki þar um. Á næstu árum dró ég Bergljótu með mér í ferðalög innanlands. Þá var það sem áður, að hún gat yfir- gefið syni sína og skilið þá eftir óhulta hjá móður sinni. Hún sá vel um þá sem oft áður. Tvívegis hafði Bergljót farið í framhaldsnám er- lendis og skilið synina eftir í umsjá móður sinnar. Þetta var okkur Bergljótu mikið öryggi og treysti böndin. Seinna lögðumst við Bergljót í heimshornaflakk og enn sem fyrr var Þórhildur hinn ljúfi og öruggi verndarvættur sona Bergljótar, Jónasar og Guðmundar Þórs. Við gátum ferðast áhyggjulaust hvert á land sem var, alltaf var Þórhildur W Viðtalstími borgarfulltrúa f Sjalfstæðisflokksins 1 Reykjavik | Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum íveturfrá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 23. mars verða til viðtals Sveinn Andri Sve arnefnd, íþrótta- og tómstundaráði og stjórn Dagvista heilsugæsluumdæmis Austurbæjar nyrðra og heilbrigðis Æt&ÆEJ | insson, formaður stjórr r barna, og Ingólfur S nefnd. |H : ’ I ar SVR, í umferð veinsson, í stjórr yyyvv y.y.v:..yiw i y y y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.