Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐI& 'FIMMTUDAGUR -21. MARZ 1991 jafnvel þótt þær hafi komið reglulega til skoðunar. Bijóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum á íslandi sem annars staðar í hinum vestræna heimi. Það kemur næst á eftir lungn- akrabbameini sem mannskæðasta krabbameinið hjá konum. Nýgengi sjúkdómsins vex jafnt og þétt og er nú um 60 af hundrað hérlendis sem er svipað og á hinum Norðurlöndun- um. Orsakakeðja sjúkdómsins er margslungin en ein aðalorsökin er tengd hormónastarfsemi kvenna, lengra fijósemisskeiði og færri fæð- ingum en áður. Brjóstakrabbamein er sjúkdómur kvenna eftir tíðahvörf og aðeins 3% af illkynja æxlum í btjóstum finnast hjá konum yngri en 35 ára. Árið 1973 hófst á vegum Krabba- meinsfélagsins leit að bijóstakrabba- meini með bijóstaþreifingu. Bijósta- krabbamein er að því leyti erfiðara viðureignar en leghálskrabbamein að við búum enn ekki yfir tækni til að greina sjúkdóminn á forstigi. Það er því ekki unnt að draga úr nýgengi með skipulegri hópleit. Tilkoma bijóstaröntgenmynda hefur hins veg- ar gert okkur kleift að finna sjúk- dóminn fyrr en ella og draga þannig úr sjúkleika og lækka dánartíðni af völdum hans. Skipuleg leit með bijóstaröntgenmyndatökum hófst í nóvember 1987 hjá konum 35 ára og á aldrinum 40-69 ára. Boðið er upp á slíka myndatöku annað hvert ár. Bæði bandarískar og sænskar rannsóknir benda eindregið til þess að hjá konum yfir fimmtugt megi lækka dánartíðni af völdum bijósta- krabbameins um 30% með regluleg- um bijóstamyndatökum. Enn er óvíst um gildi slíkrar hópleitar hjá konum milli 40 og 50 ára en þó bendir ýmislegt til þess að hún stuðli einnig að lækkun á dánartíðni. Hópleitin hérlendis hefur augljós- lega flýtt fyrir greiningu þó enn sé of snemmt að segja hversu mikill ávinningurinn er. Um helmingur allra kvenna sem greinast með bijós- takrabbamein hafa I. stigs sjúkdóm með mjög góðum líkum á lækningu. „íslenskar konur búa við þau forréttindi að vera boðin þátttaka í leit að krabbameini. Það má þó ekki verða til þess að konur sofni á verðinum.“ En konur geta líka sjálfar hjálpað til. Erlendar rannsóknir sem kannað hafa sambandið milli sjálfsskoðunar bijósta og lífslengdar hjá konum sem greinast með bijóstakrabbamein sýna fram á að þær konur sem skoða bijóst sín reglulega l^ita fyrr laeknis og greinast með sjúkdóminn á lægra stigi en þær sem ekki skoða sig. þær sem stunda sjálfskoðun hafa einnig lengri lífslíkur eftir greiningu bijóstakrabbameins enda hafa þær staðbundnari sjúkdóm. Hvemig er svo sjálfskoðun bijósta háttað hjá íslenskum konum? Sam- kvæmt upplýsingum um sjálfskoðun bijósta hjá konum, er koma í Leitar- stöð, kemur fram að á tímabilinu 1979-1982 skoða tæplega 75% kvenna á aldrinum 30-69 ára bijóst sín. En einungis 20-30% skoða sig reglulega einu sinni í mánuði. Ef lit- ið er á árið 1989, kemur í ljós að hlutfallið er að mestu óbreytt. Um 72% kvennanna skoða sig og rúm- lega helmingur kvenna á aldrinum 35-65 ára gera það reglulega. Það eru því enn of margar konur sem ekki skoða bijóst sín. Þreifing bijósta er ekki eins auð- veld skoðun og margir vilja láta í veðri vaka og krefst töluverðrar æf- ingar jafnvel fyrir lækni. Konur þurfa og geta lært að þekkja bijóst sín betur en nokkur annar. En til þess þarf æfingu sem aðeins fæst með reglulegum skoðunum. Vertu á verði gagnvert eftirtöldum breytingum og leitaði læknis ef þú sérð eða finnur: ☆ Hnút eða þrimil í bijósti. Finnist slík breyting fyrir blæðingar, skulu bijóstin þreifuð aftur eftir blæðingar. ☆ Útferð úr geirvörtu, sérstaklega ef dökkleit eða blóðug. ☆ Breytingu á útliti btjóstanna, svo sem útbungun, inndráttur í húð eða á geirvörtu. Breyting á húðlit, sár eða útbrot á geirvörtu. Þessi einkenni þurfa ekki að merkja alvarlegan sjúkdóm. Leitaðu læknis og fáðu staðfestingu á að svo sé. Mundu að það er betra að koma of oft en of sjaldan. Þú ert ekki að taka tíma frá öðrum. Skoðaðu þig mánaðarlega eftir blæðingar ef þær eru til staðar ann- ars t.d. á sama mánaðardegi. Skoð- aðu þig samt ekki of oft þá tekur þfysíður eftir breytingum. í um 10% tilfella greinir bijósta- mynd ekki hnút sem þó þreifast vel. Ef þú finnur hnút sem þú hefur ekki fundið áður leitaðu þá læknis jafnvel þótt að bijóstamyndatakan hafi verið eðlileg fyrir einhveijum mánuðum síðan. Höfundur er krabbamcinslæknir og starfar við Leitarstöð og heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Utvarpsvekjarar Fjölbreytt úrval af útvarpsvekjurum. Verö fró 2950,- kr. Ferðaviðtœki Kjörin fermingargjöf. Verö frá 6350,- kr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI28300 I Íf Gagnlegar fermingargjafir á góðu verði Nokkur dæmi: Þar á meðal físlétt ferðapottasett, sjónaukar og gönguskór. lapanskir sjónaukar í mörgum gerðum. Verðfrá 4.194- tii 8.815 Ferða-pottasett með hitara. Verð frá 4.8 í 3- (þyngd 1310 gr.),og 4.418- (þyngd 995 gr.) Ferða-pottasett fyrir göngu- fólk. Settið vegur aðeins 345 gr. Verð kr. 1.673- Einnig óbrjótandi flöskur 1/2 ltr. kr. 1.297- Hörkugóðir leður gönguskór með góðum sóla, stærðir 38 til 46, brúnir, verð kr. 4.600- Þýskir göngu áttavitar, litiir og meðfærilegir. Verð: með leðurhulstri kr. 1.670-íboxi kr. 1.175- Loftvog, rakamælir og Íhitamælir í einu stykki, kostar frá kr. 2.784- til 14.995-. Með \ klukku að auki kr. 7.040- íslensku nærfötin frá Fínull. Dæmi um verð: bolir frá kr. 1.660- til 2.825- Buxurfrá kr. 1.165- til 2.825-. ÉHk.xVS Loðfóðraður kuldagalli frá 66° N, þægilegur hlýr og sterkur, kr. 12.965- I Óbrjótandl hitabrúsar frá Ameríku, tegund "Hot Stuff og Champ” í nokkrum stærðum. Verð frá 2.858- tii 3.345- Brúsarnir halda vel heltu eða köldu. Stil, norsku ullarnærfötln á alla fjölskylduna. Dæmi um verð: dömubuxur kr. 1819-, herrabuxur kr. 2188- og bolir kr. 2334-. Bolir unglingast. 14-18 kr. 1799- buxur 14-18 kr. 1636-. Opið á laugardögum frá 9 til 12. Grandagarði 2, Rvík., sími 28855.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.