Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 67
MO.RGUNBUAÐIÐ. FIMMTUDAGGR' Sli /MftRZ lð9l'' m Þessir hringdu ... Góðir sjónvarpsþættir Sjónvarpsáhorfandi hringdi: „Ég vil þakka fyrir þætti Hemma Gunn í Ríkissjónvarpinu en þeim missi ég helst aldrei af. Þessir þættir eru að mínu áliti það besta sem sést á sjánum. Vil ég eindregið mæla með því að haldið verði áfram með þessa þætti og ekki til sparað.“ Hugguleg framkoma Kristinn hringdi: „Ég þurfti að versla svolítið í Shellsk’álanum í Borgamesi fyrir nokkru og verð að viðurkenna að ég hrökk dálítið við þegar af- greiðslustúlkan sagði þegar ég fór: „Þakka þér kærlega fyrir og góða ferð.“ Þetta þykir mér hugg- uleg framkoma. Oskandi væri að við íslendingar tækjum okkur dálítið á í framkomu hver við annan - þá yrði betra að lifa.“ Hæpið orðalag Kona hringdi: „Spyrill hjá Rískisútvarpinu spurði að því fyrir skömmu hven- ær Heklugosinu hefði lokið form- lega. Er þetta ekki hæpin notkun á orðinu formlega? Væri þá ekki eins hægt að spytja hvenær óveðr- inu í febrúar lauk formlega?" Kettlingur Fallegur sex mánaða kettling- ur, högni, fæst gefins á gott heim- ili. Upplýsingar í síma 76206. Veski Svart kvenseðlaveski tapaðist í Sanholt-bakaríi við laugavel sl. föstudag. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 23418 eða skila þvi í búðina. Köttur Gulskjóttur köttur fór að heim- an frá sér í Hlíðunum 15. mars. Vinsamlegast hringið í síma 24456 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Taska Svört handtaska var tekin úr bíl fyrir utan Kringluna miðviku- daginn 13. mars. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 667010 eða síma 667011. Eyrnalokkar Eyrnalokkar sem eru litlar gull- kúlur töpuðust í Miðbænum fyrir nokkru. Skilvís finnandi hringi í síma 612209. Læða Ung hálfangóralæða, silfurgrá, er í óskilum í húsi við Selbraut 82 á Seltjarnarnesi. Af sérstökum ástæðum er ekki hægt að hafa hana þar nema í nokkra daga og er eigandinn því beðinn að hafa samband sem fyrst í síma 611450. Úlpa Græn Græn mittisúlpa var tekin í_ misgripum á balli fatalaðra í Arseli laugardaginn 16. mars. Viðkomandi er vinsamlegast beð- inn að skila henni þangað eða hringja í síma 671028. Myndavél Richo myndavél tapaðist á Hót- el íslandi aðfaranótt sunnudags. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 672750. Fundar- laun. UNDARLEG UMMÆLI Til Velvakanda. Hér er dálítil athugasemd við rit- stjómarspjall Tímans 13. mars. Ind- riði G. Þorsteinsson má eiga það að í spalli sínu um forystu Sjálfstæðis- flokksins talar hann vel um foryst- una, telur þá vel að trúnaðarstörf- um sínum komna og báða vel hæfa stjómmálamenn. Svo koma vanga- veltur hjá ritstjóranum sem erfitt er að skilja, hugarsmíð sem á enga stoð í veruleikanum. Hann telur að sveitir landsins muni leggjast í auðn vegna þess að forysta Sjálfstæðis- fiokksins er úr Reykjavík, báðir nýkjörnir á landsfundi. Hvað er rit- stjórinn að tala um? Sveitir landsins em nú þegar nær lagstar í auðn eftir verk vinstristjórnar Steingríms Hermannssonar. Það er engin breyting á stefnu Sjálfstæðisflokksins þótt forystan sé úr Reykjavík, bæði Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson voru þaðan. Forysta Sjálfstæðisflokksins mun sýna það í verki að hún er fulltrúi allra landshluta. Það væri fróðlegt að vita hvort formaður Framsókn- arflokksins, Steingrímur Her- mannsson, sjái ekki út fyrir Reykja- neskjördæmi, maðurinn sem flúði á suðvesturhornið til að skapa sér öruggara skjól og til að haldast frekar á þingsæti sínu og yfírgaf þar með sveitir landsins um leið og aðrir sem ekki vom sköpuð skilyrði til að lifa af Framsóknaráratuginn. Og hvar er svo varaformaður Framsóknarflokksins? í Austur- landskjördæmi þar sem mælist mest atvinnuleysi í áratugi. Þetta heitir nú að kasta gijóti úr gler- húsi. Ritstjórinn er hissa á því að „framsóknarmaður" skuli vera skammaryrði. Hvar hefur Indriði verið síðustu 50-60 árin? Veit hann annað en skammaryrði yfir fram- sóknarmenn? Ég sé ekki annað en ritstjórinn sé að lýsa verkum sinna eigin manna sem hafa farið með stjórn landsins síðustu árin og hafa ekki einungis lagt heilu sveitirnar í rúst heldur flest þorp landsins, og komið á mesta fólksflótta á spðvest- urhornið í manna minnum. Ég vissi að Indriði væri skáld en ég vissi ekki að hann væri stór-skáld. Ekk- ert í grein hans á við Sjálfstæðis- flokkinn nema hólið um forystuna. En þótt Framsóknarflokkurinn hugsi ekki um landsbyggðina leng- ur vinna sjálfstæðismenn einfald- lega ekki svona, þeir eru fulltrúar alirar landsbyggðarinnar. Það væri gaman að frétta af því launafólki sem hefur hælt svika- myllunni þjóðarsátt, sem Indriði minnist á og gumar af sem stór- felldri lagfæringu á öllu efnahags- lífi landsins. Ritstjórinn hlýtur að vera að lýsa störfum sinna manna. Karl Ormsson raftækjavörður Skrifíð eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fdstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og lrásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfh, nafnnúmer og heimilisfóng verða að fylgja öllu efhi til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki verða birt nafhlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. 20 MILUÓNIR MANNA í AFRÍKU SVELTA! GEFUM HUNGRUDUM FRAMTÍDARVON HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Stórkosflegt tækifæri Fjárfestið í yndi og yl Látið drauminn rætast fyrir páska 4 PEISINN Kirkjufwo'i simi 20160 Pelsar — loðskinnshúfur — leðurkápur — leðurbuxur — leður- og rúskinnsjakkar — pils og dragtir — ullardragtir — fallegar peysur og margt fleira. Bjóðum 20% staðgreiösluafslátt af öllum vörum í Pelsinum fram áb páskum. Greiöslukjör 6-12 mánuöir vaxtalaust Ertu í húsgagnaleit? Svefnsófarnir komnir Ný sending af 2ja manna svefnsófum með rúmfata- geymslu. 4 gerðir. Stærðir 190x130 og 190x120 Hagstætt verð Ármúla 8, símar: 8-22-75 og 68-53-75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.