Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 69
iloRin^BUÐn) ÍÞRÓTTBRfimmtodágí ..m DHOM UR 21. MARZ 1991 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Sampdoría og Real Madrid féngu skell REAL Madrid varð fyrir miklu áfalli á Santiago Bernabeau- ieikvellinum i Madrid, þar sem um 90 þús. áhorfendur sáu hið ótrúlega - leikmenn Spartak frá Moskvu, slá spænska meistaraliðið út úr Evrópu- keppni meistaraliða með því að vinna, 1:3. Spánverjarnir fengu óskabyrjun þegar Emilio Butragueno skoraði mark eftir aðeins níu mín. að dugði ekki því að smátt og smátt náðu Sovétmennirnir góðum tökum á miðjunni og þá léku þeir geysilega sterkan varnarleik Sóknarleikmenn Real Madrid fengu fá tækifæri eftir það. Sovétmenn jöfnuðu, 1:1, á 19. mín. með marki Radsjenkó og hann bætti síðan öðru marki við á 36. mín. Leikmenn Real léku seinni hálfleikinn undir mikilli pressu frá áhorfendum, sem létu þá fá það óþvegið. Þegar Val- eríj Shamarov skoraði þriðja mark Sovétmanna fögnuðu áhorfendur þeim vel og lengi með lófaklappi. Það var greinilegt að þeir voru bún- ir að fá sig fullsadda af leik sinna manna og þegar leiknum lauk grýttu þeir salemispappírsrúllum inn á völlinn. Alfredo Di Stefano, þjálfari Real Madrid, var ekki ánægður eftir leik- inn, en hann sagði: „Spartak lék eins og vél, sem við réðum ekkert við.“ Real Madrid var ekki eina fræga félagið sem mátti þola skell. Evr- ópumeistarar bikarhafa, Samp- doría, voru einnig slegnir út á heimavelli, er þeir töpuðu fyrir Leg- ia frá Varsjá, 2:3. Flautað af vegna óláta Mikil ólæti voru í Dresden í Þýskalandi fyrir leik Dynamo Dresten og Rauðu Stjörnunnar frá Júgóslavíu, á meðan leikurinn fór fram og eftir leikinn. Spánski dóm- arinn Emilio Sorian Aladren flaut- aði leikinn af á 82. mín, eftir að Rauða Stjaman hafði skorað, 1:2. Þá köstuðu áhorfendum ýmsu laus- legu inn á völlinn. 150 knattspyrnu- bullur voru á ferðinni fyrir leikinn og vom sautján handteknir. Lang- ferðabifreiðar frá Júgóslavíu vora skemmdar - rúður brotnar og+ ráðist að stuðningsmönnum Rauðu Stjörnunnar. Rauða Stjarnan vann fyrri leik- inn, 3:0, og var samanlagt yfir, 5:1, þegar leiknum var hætt. ÍÞRÚmR FOLK ■ MANCHESTER United hefur gert 11 mörk í Evrópukeppni bikar- hafa og aðeins fengið eitt á sig og það var sjálfsmark. Brian McClair hefur skorað fyrir liðið í öllum umferðunum. H MACIEJ Szczesny, markvöið- ur pólska liðsins Legia, sem slóg Sampdoría út úr Evrópukeppninni - í leik á Ítalíu. Hann varði eins og bei-serkur og Pólverjar komust yfir, 2:0, en þeir unnu í Póllandi, 1:0. Sampdoría náði að jafna, 2:2, en það dugði ekki. Szczesny var rekinn af leikvelli þegar tvær mín. vora til leiksloka, eftir að hafa sleg- ið Roberto Mancini. ■ NII Lnmptey, sextán ára snáði frá Gana, skoraði fyrir Anderlecht gegn Roma. Það dugði ekki því að Rudi Völler skoraði þrjú mörk fyr- ir italska liðið, sem vann 3:2 í Briissel. ÚRSLIT Evrópukeppni meistaraliða Madrid, Spáni: Keal Madríd - Spartak Moskva.......1:3 Emilio Butragueno (9.) - Dlmítri Radsjenkó (19., 36.), Valerjj Shamrov (63.). 83.600 ■Spartak vann samanlagt, 3:1. Marseilie, Frakklandi: Marseille - AC Mílanó..............1:0 Chris Waddle (75.). 37.603 ■Mareeille vann samanlagt, 2:1. Dresden, Þýskalandi: Dynamo Dresden - Rauða Stjarnan....1:2 ■Leiknum var hætt á 82. mín., vegna 61- áta áhorfenda. 10.761. ■ Rauða Stjaman var yfir samanlagt, 5:1, þegar leiknum var hætt. Oporto, Poitúgal: Porto - Bayern Miinchen............0:2 - Christian Ziege (18.), Manfred Bender (67.). 90.000. ■Bayem vann samanlagt 3:1. Evrópukeppni bikarhafa Montpellier, Frakklandi: Montpellier - Man. United..........0:2 Clayton Blackmore (45.), Steve Bruce (48. - vítasp.). 18.000 ■Man. United vann samanlagt 3:1. Genóa, Ítalíu: Sampdoría - Legia Varsjá............2:2 Roberto Mancini (67.), Gianluca Vialli (88.) - Wojciech Kowalczyk 2(19., 54.). 30.000. ■Legia vann samanlagt, 3:2. Bareelona, Spáni: Bareelona - Dynamo Kiev.............1:1 Guillermo Amor (89.) - Sergei Júran (62.). 87.000 ■Barcelona vann samanlagt, 4:3. Tórínó, Ítalíu: Juventus - Liege....................3:0 Pierluigi Casiraghi (9.), Bemard Wegria (18. - sjálfsm.), Thomas Hássler (22.| 25.000 ■Juventus vann samanlagt, 6:1. UEFA-keppnin Lissabon, ■ Portúgal: Sporting - Bologna..................2:0 Jorge Cadete (20.), Fernando Gomes (80.- vítasp.). 70.000 ■Sporting vann samanlagt, 2:1. Moskva, Sovéiríkjunum: Torpedo - Bröndby...................1:0 Oleg Sjerímbekov (87.). 30.000 ■Samanlögð úrslit, 1:1. Bröndby vann í vítaspymukeppni, 4:2. Mílanó, ítaliu: Inter Mílanó - Atalanta.............2:0 Aldo Serena (60.), Lothar Matthaus (63.). 45.000 ■inter vann samanlagt, 2:0. Biiissel, Belgiu: Anderlecht - Róma...................2:3 Wim Kooiman (74.), Níi Lamptev (82.) - Rudi Völler (23., 56., 70.). 27.000 ■AS Róma vann samanlagt, 6:2. England Highbury, London: Arsenal - Nott. f'orest.............1:1 Campbell (32.) - Jemson (52.). 34.152. 2. DEILD: Brighton - West Bromwich............2:0 Bristol Rovers - Swindon............2:1 Leicester - Charlton................1:2 Millwall - Middlesbrough............2:2 Neweastle - Oxford..................1:0 ■Leiknum var hætt í hálfleik, vegna rign- ingar: Oldham - Hull.......................1:2 West Ham - Bristol City.............1:0 SUND Ingibjörg með metsund í Malmö Íngibjörg Amardóttir bætti íslandsmet sitt í 800 m skriðsundi á heimsbikarmóti í sundi í Malmö í Svíþjóð í gær. Ingibjörg synti á 9:01,54 mín., en gamla metið hannar var 9:04,30 mín., sem hún setti á meist- aramótinu í Vestmannaeyjum á dögunum. Ævar Öm Jónsson, sem var annar íslendingurinn til að synda undir einni mín. í 100 m baksundi í Vest- mannaeyjum, 59,94 sek., bætti sitt bersónulegga met með því að synda á 57,99 sek., sem er mjög góður tími. Þessi árangur getur honum öraggt sæti í A-lið íslands, Nokkrir sundmenn settu persónuleg met. Óskar Guðbrandsson synti 100 m bringusund á 1:07,34 mín. og 50 m bringusund á 30,99 mín. Pálína Björnsdóttir synti 50 m skriðsund á 27,41 sek. og 100 m skriðsund á 59,16 sek. Ingibjörg bætti sig í 400 m skriðsundi á 4:25,55 mín. og Ævar Örn bætti sig í 50 m bak- sundi á 27,88 sek. Ingibjörg Arnaidóttir bætti í gær í Malmö. fagnar meti í Eyjum, sem hún KORFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN ffÆtlum að kvitta fyrir bikarínn“ . - segir Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga sem mæta Grindvíkingum í Njarðvík kvöld FRJALSAR Enn heimsmet hjá Bubka Sergej Bubka frá Sovétríkjunum bætti enn einu sinni heimsmetið i stangarstökki innanhúss er hann fór yfir 6,11 metra á móti í Donetsk í Ukraníu á þriðjudag. Þetta var 23. heimsmet hans. Eldra heimsmetið var einum sentímetra lægra og setti hann það á móti í San Sebastian á Spáni sl. föstudag. Tölurnar Tölulegar upplýsingar um lið Njarðvíkur og Grindavíkur: UMFN UMFG Vítanýting 64% 69% Skot innan teigs 60% 54% Skot utan teigs 40% 37% Þriggja stiga skot 38% 32% Fráköst 36,4 35,5 Boltatapað 10 12 Boltastolið 11 12 BYRJUNARLIÐIN Meðatalstölur úr leikjum úrvals- deildarinnar hjá leikmönnum í byijunarliðunum (stig/fráköst). Njarðvík: ísak Tómasson.......10,4 1,6 Friðrik Ragnarsson..11,6 1,3 Kristinn Einarsson.. 9,5 4,8 Teitur Örlygsson....19,9 4,7 Ronday Robinson.....28,0 16,9 Grindavík: Jóhannes Kristbjömss..l3,5 3,5 Steinþór Helgason...12,2 1,6 RúnarÁmason......... 6,5 4,4 DanielKrebbs........24,9 13,1 Guðmundur Bragas....18,1 9,1 NJ ARÐVÍKINGAR taka á móti Grindvíkingum í kvöld í fyrsta leik úrslitakeppni úrvalsdeild- arinnar í körfuknattleik. Þetta er þriðji leikur liðanna ívetur en Njarðvíkingar unnu tvo fyrstu, sem báðir voru í deild- inni. í þriðja leiknum, í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar, sigr- uðu Grindvíkingar, en Njarðvík- ingar eru ákveðnir í að borga fyrir það í kvöld. Við ætlum að kvitta fyrir bikarinn og höfum beðið eftir þvi að fá að borga til baka. Við vonuðum að Grindvíkingar næðu í úrslitakeppnina ’ svo við fengjum leiki við þá og erum ákveðnir í að sigra,“ sagði Friðrik Rúnarss, þjálfari Njarðvíkur. Hann sagði að mikil stemmning væri í lið- inu: „Við eram búnir að æfa vel og erum tilbúnir fyrir úrslitin," sagði Friðrik. „Grindvíkingar era með óútreikn- anlegt lið. Þeir hafa vaxið á síðustu árum og það er kominn agi í leik þeirra. Liðið vantar þó enn stöðug- leika og meiri breidd. Þar höfum við vinninginn og það hlýtur að koma okkur til góða í leikjum sem þess- um,“ sagði Friðrik. En þeir era líklega fáir sem þekkja Njarðvíkurliðið betur en Gunnar Þor- varðarson, þjálfari Grindvíkinga: „Okkur líst vel á þetta og það er allt- af gaman að komast i úrslit. Við geram okkur grein fyrir því að þetta verður erfitt og líkumar eru Njarðvík- urmeginn, enda á heimavelli. En við vonum að þetta verði eins og bikar- leikurinn," sagði Gunnar. Hann vildi ekki gefa upp leikað- ferðir en búast má við því að hann reyni að draga úr hraða Njarðvík- inga: „Þeir hafa alltaf spilað hratt, jafnvel þegar ég var í liðinu,“ sagði Gunnar og hló. „Það kemur þeim einnig til góða hve liðið hefur mikla reynslu, enda verið í úrslitakeppninni síðan 1984. En ég held að það sé ekki rétt að láta of mikið uppi um það hvemig við ætlum að spila. Við gerum bara okkar besta og erum svona mátulega bjartsýnir," sagði Gunnar. tll úa ÉœlKnít Knattspimufélagsins Vals íhriige verður haldió í Valsheimilinu fimmtudagana 4. og 11. apríl kl. 20.00. Keppnisform ertvímenningur. Vegleg verðlaun í boði. 1. verðlaun kr. 15.000,- 2. verðlaun kr. 5.000,- 3. verðlaun kr. 3.000,- Skráning hjá húsverði og í síma 11134. Þátttökugjald kr. 1.000,- á par. Spilarar út öórum félögum eru sérstaklega hvattirtil aö mæta. Afmælisnefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.