Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ' 1991 ^16 fe9iaW £*»■*■ ts&* SCOUTLUX + 25°C - + 8°C Þyngd 1.900 gr. Verð kr. 7.940,- FEMUND + 25°C - + 10°C Þyngd 1.800 gr. Verð kr. 10.840,- IGLOO + 25°C-+.18°C Þyngd 2.000 gr. Verð kr. 12.980,- Fermingatilboö kr. 10.990 TRAIL 50 50 lítrar Þyngd 900 gr. Verð kr. 6.990, PANTHER 3 65 lítrar Þyngd 1.800 gr. Verökr. 12.590,- PANTHER E55 Þyngd 1.800 gr. 55 lítrar Verö kr. 12.590.- Þyngd 1400 gr. Verð kr. 7.780.- Fermingatilboö 6.990.- Raðgreiðslur. Póstsendum samdœgurs -SWWR fWMMR Snorrabraut 60 Slmar: 12045 — 624145 Konur eiga kost á að verjast krabbameini eftir Valgerði Sigurðardóttur Það þekkist hvergi í heiminum nema á Islandi að konum heillrar þjóðar sé boðin þátttaka í skipulegri leit að brjósta- og leghálskrabba- meini. í Svíþjóð og í Finnlandi er rekin svipuð leitarstarfsemi en hún nær ekki til jafn stórs hluta kvenþjóð- arinnar. Norðmenn og Danir hafa ekki nærri jafn víðtæka leit og má nefna að Danir bjóða ekki konum til hópleitar með bijóstamyndatökum. í öðrum löndum nær slík leit til af- markaðra hópa kvenna og er oft háð búsetu og/eða efnahag konunnar. Hvorki hér né annars staðar er karl- mönnum boðið upp á slíka þjónustu. Það má því segja að íslenskar konur búi við viss forréttindi hvað þetta varðar. Það var árið 1943 sem grískur læknir, Papanicolau, fann upp aðferð til að taka frumstrok frá leghálsi, strjúka það út á gler, lita og skoða undir smásjá. A þennan hátt er hægt að greina vissar breytingar í frumum leghálsslímhúðar. Leghálskrabba- mein er í dag eini illkynja sjúkdómur- inn þar sem hægt er að fínna bæði forstig og byrjunarstig sjúkdómsins með einfaldri aðferð. Það er með öðrum orðum unnt að finna sjúkdóm- inn áður en hann verður að eiginlegu krabbameini. Það gerir læknum kleift að beita minniháttar aðferð og veita nær algera lækningu. Fyrir tilstuðlan Krabbameinsfé- lags íslands hófst skipuleg leit að leghálskrabbameini árið 1964. Frá árinu 1969 náði sú leit til allra kvenna í landinu á aldrinum 25-69 ára en frá og með árinu 1987 er öllum konum á aldrinum 20-69 ára boðin þátttaka annað hvert ár. Árangur þessarar leitar má gleggst sjá á lækkandi tíðni leghálskrabba- meins á undanförnum árum. Áður en skipuleg leit hófst var legháls- krabbamein þriðja algengasta krabb- amein hjá konum á íslandi en árið 1989 var það komið niður í níunda MARS MÁNUÐUR GEGN MEINI - KRABBAMEINI Krabbameinsfélag íslands sæti hvað nýgengi varðar. Fjöldi nýrra tilfella leghálskrabbameins á ári, miðað við 100.000 konur, er svipaður á íslandi og í Finnlandi og Svíþjóð, sem reka nokkuð sambæri- lega leitarstarfsemi, eða um 14 af hundraði. Nýgengi í Noregi og Dan- mörku er hins vegar hærra eða um 23 af hundraði, enda hófst skipuleg leit þar síðar og hefur ekki náð jafn mikilli útbreiðslu. Dánartíðni vegna sjúkdómsins hefur stórlækkað svo vart þekkjast sambærileg dæmi og féll um hvorki meira né minna en 62% á tímabilinu 1964-1980. Færri tilfelli af leghálskrabbameini skýra að hluta þessa lækkun. En það sem mestu varðar þó í þessu sambandi er að vegna leitarstarfsins greinist sjúkdómurinn mun fyrr en áður. Nú eru um 70% þeirra kvenna sem grein- ast með leghálskrabbamein með I. stigs sjúkdóm (algjörlega bundinn við leghálsinn) og hafa þær um 80-100% líkur á lækningu. Það er því ekki að ófyrirsynju að konur eru hvattar til að mæta reglu- lega til skoðunar. Meðan leghál- skrabbameinið er á forstigi eða byrj- unarstigi gefur það oft engin ein- kenni. Þannig að eina leiðin til grein- ingar er að fá leghálsstrok tekið regl- ulega a.m.k. á tveggja til þriggja ára fresti. Um 10% æxla í leghálsi greinast treglega með frumustrokum. Allar konur eiga því að vera á varðbergi ef þær fá einkenni með óeðlilegum milliblæðingum eða blóðugri útferð, ^KKIVU Ný og góð þykkmjólk Tvær bragðtegundir: jarðarber, mangó og appelsínu • VV.W >Á bOIC ,«*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.