Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991 HANDKNATTLEIKUR Valsmenn meðbrosá vörífríið Stungu Víkinga af í síðari hálfleik og hafa þriggja stiga forskot Mikið var í húfi og ljóst strax í upphafi að taugaspenna var gríðar- leg. Leikmenn tóku ekki óþarfa áhættu. Hraðinn var ekki mikill, menn gáfu sér góðan tíma til að setja upp leikkerfí og bíða eftir færum. Fyrsta markið eftir hrað- aupphlaup kom ekki fyrr en eftir 19 mín. er Valdimar skoraði og segir það sína sögu um hvernig leik- urinn þróaðist. Spennan hélst í upphafi síðari hálfleiks, en svo sigu Víkingar fram úr. Náðu þriggja marka forskoti, 17:14, og svo 18:15, eftir 11 mín. Léku mjög vel, en síðan tók að halla undan fæti. Tvívegis var Víkingi vísað af velli — Fyrst Trúf- an er staðan var 18:16 fyrir þá, Valsmenn jöfnuðu 19:19 meðan hann var utan vallar, og síðan fékk Karl Þráinsson að hvíla sig í tvær mín. strax eftir að Sovétmaðurinn kom inn á. Er Karl kom inn á aftur var staðan orðin 22:19, tæpar þrett- án mín. eftir, og Valsmenn gerðu tvö mörk til viðbótar áður en Víkingar komu boitanum í netið. Staðan orðin 24:19 og von gestanna að engu orðin. Víkingar náðu ekki að halda hraðanum í leiknum niðri þegar það var hvað mikilvægast; þeir höfðu forystuna en fóru að leika óagað og áttu ekki möguleika eftir það. Valsmenn stinga af Á umræddum kafla stungu Vals- menn hreinlega af. Þeir gerðu sjö mörk í röð á álíka mörgum mínút- um. Ekkert gekk upp hjá Víkingum á meðan, og tíu mín. fyrir leikslok höfðu þeir játað sig sigraða enda fimm mörkum undir. Þreyta virtist hrjá leikmenn Víkings síðari hlutann; þeir léku erfiðan leik gegn Stjörnunni á mánudaginn og nota nánast sömu menn allan tímann. Árni lék í sókn- inni og Ingi Guðmundsson, ungur strákur, í vörn. Varla er hægt að tala um fleiri skiptingar, nema hvað Hilmar Sigurgíslason kom fyrsta sinni inn á er fjórar mín. voru eft- ir. Þá skipt'u Víkingar yfir í 5-1 vörn, sem þeir hafa beitt með góð- um árangri í vetur. En í gær léku þeir flata vörn, með Trúfan og áður: nefndan Inga á miðjunni. Þeir virk- uðu óöruggir saman í byijun en tóku sig síðan mjög á. Ingi er stór og greinilega efnilegur varnarmað- ur. Birgir lék mjög vel, leikmaður sem gefst aldrei upp, hvorki í vörn né sókn. Hann gerði mjög falleg mörk — en mistókst fjórum sinnum að skora úr dauðafæri af línu. Nokkuð sem ekki er algengt. Liðsheild Vals var mjög sterk. Einar varði mörg erfið skot, á þýð- ingarmiklum augnablikum. Jón Kristjánsson lék sérlega vel, stjórn- aði sókninni vel og gerði falleg mörk upp á eigin spýtur. Brynjar var einnig geysilega góður; lék vel í vörn og var mjög ógnandi í sókn og Júlíus Gunnarsson kom skemmtilega á óvart með fallegum mörkum. Ef Valsmenn ná að halda striki-sínu það sem eftir — leika jafn yfirvegað og í gær — geta þeir farið að rýma til í bikarasafn- inu... Mjög góðir dómarar leiksins voru Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, langbesta dómarapar landsins. VALSMENN brostu breitt eftir að hafa sigrað Víking örugg- lega, 28:23, að Hiíðarenda í gærkvöldi. Þeir hafa nú þriggja stiga forskot í úrslitakeppni íslandsmótsins í handknattleik og mikið má gerast ef bikarinn verður ekki afhentur Jakobi Sigurðssyni þegar upp verður staðið í vor. En auðvitað getur allt gerst ennþá. Úrslitakeppn- in er hálfnuð, og óneitanlega er staða Valsmenn vænleg. Víkingar, sem lengi framan af vetri léku eins og sönn meist- araefni, hafa gefið eftir og verða nú að treysta á að Vals- menn tapi stigi áður en liðin mætast að nýju, í sfðustu um- ferðinni. Nú verður hlé á úrsli- takeppninni þartil 5. aprfl. Stemmningin í gærkvöldi var frábær og leikurinn mjög fjör- ugur. Viðureignir gerast ekki jafn- ari en þessi var í fyrri hálfleik. En svo sprungu Víking- ar í síðari hálfleik — Valsmenn stungu þá af síðasta stundar- fjórðunginn, vilja- styrkur þeirra og kraftur var mun meiri en gestanna. Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn. Liðin skiptust á að hafa eins til tveggja marka forskot, en Víkingar voru ívið ákveðnari ef eitthvað var. Vörn þeirra var betri en Valsara, en Einar Þorvarðarson kom í veg fyrir að gestirnir væru yfir í leik- hléi með góðri markvörslu. Varði m.a. tvö víti — fyrsta og síðasta skot hans í hálfleiknum. Skapti Hallgrimsson skrifar Morgunblaðiö/Bjarni Jón Kristjánsson lék mjög vel með Val; skoraði sjö mörk og stjórnaði sókninni af festu. Ingi Guðmundsson reynir hér að stöðva hann. Til hægri er Alexej Trúfan. Markanæstir BrynjarHarðarson, Val...........41/1 Birgir Sigurðsson, Víkingi......39/ Petr Baumruk, Haukum............38/ Bjarki Sigurðsson, Víkingi......31 Óskar Ármannsson, FH............29/ Stefán Kristjánsson, FH.........29/1 Gylfi Birgisson, ÍBV............28/ ValdimarGrímsson, Val...........27/ 6 Jón Kristjánsson, Val...........26 iPatrekur Jóhannesson, Stjörnunni.20 Alexej Trúfan, Víkingi..........20/ Guðjón Ámason, FH...............19 SigurðurGunnarsson, ÍBV.........18/ 1 Magnús Sigurðsson, Stjörnunni...18/ 7 Jakob Sigurðsson, Val...........18 Axel Bjömsson, Stjömunni........17/ 6 NEÐRI HLUTINN Fram - Grótta 20:20 Laugardalshöll. Islandsmótið 1. deild - úrsli- takeppni, neðri hluti. Miðvikudagur 20. mars 1991. Gangur leiksins: 3:3, 5:5, 7:7, 9:9. 10:13, 13:16, 17:19, 20:19, 20:20. Mörk Fram: Gunnar Andresson 6, Páll Þórólfsson 4, Karl Karlsson 4/2, Egill Jó- hannsson 3/1, Andri Sigurðsson 1, Jason Ólafsson 1, Brynjar Stefánsson 1. Varin skot: Guðmundur A. Jónsson 20/3. Utan vallar: 12 mín. Mörk Gróttu: Páll Bjömsson 5, Stefán Amarsson 5/3, Friðleifur Friðleifsson 3, Halldór Ingólfsson 2, Davíð Gíslason 2, Gunnar Gíslason 2, Svafar Magnússon 1. Varin skot: Þorlákur Ámason 10/1. Utan vallar: 6. mín. Áhorfendur: Um 100. , Dómarar: Gunnar J. Ólafsson og SigUTgeir ^iveinsson, sem vom slakir. Jafnt, gróft og spennandi Leikurinn var mikill baráttuleik- ur, þar sem leikmenn liðana gáfu ekkert eftir og léku oft á tíðum gróft. Hart var barist og leikur lið- anna sveiflukennd- ur. Grótta var yfir 17:19 þegar Fram- arar skoruðu fjögur mörk í röð, 20:19. Eftir það komu slakir dómarar ieiksins við sögu, en þeir ráku þijá Framara af velli og sex Gróttumenn náðu að fiska vítakast, sem Stefán Arnarsson skoraði úr 53 sek. fyrir leikslok, 20:20. Guðmundur A. Jónsson, markvörður Fram, átti stórleik, en það dugðu ekki til. Þá lék Gunnar Andresson vel. Páll ^Björnsson lék vel á iínunni hjá Gróttu. Kjartan Þór Ragnarsson skrifar KA-KR 26:21 íþróttahöllin á Akureyri, úrslitakeppni 1. deild karla — neðri hluti. Gangur leiksins: 2:2, 6:6, 9:8, 11:9, 13:11, 16:13, 18:15, 21:16, 24:19, 26:21. Mörk KA: Hans Guðmundsson 8/3, Sigur- páll Árni Aðalsteinsson 5, Pétur Bjarnason 4, Guðmundur Guðmundsson 4, Erlingur Kristjánsson 3, Jóhannes Bjamason 2. Varin skot: Björn Björnsson 9, Sigfús Karlsson. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk KR: Páll Ólafsson 7/1, Konráð Olav- son 5/3, Sigurður Sveinsson 4, Björgvin Barðdal 2, Guðmundur Pálmason 2, Willum Þór Þórsson 1. Varin skot: Leifur Dagfmnsson 3, Árni Harðarson 3. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Hafliði Magnússon og Steinþór Baldursson. Áhorfendur: Um 120. Mikilvægur sigur KA KA vann mikilvægan sigur á KR á Akureyri í gær, í miklum bar- áttuleik. Fyrri hálfleikur var lengi vel jafn, en grófur leikur og aðgerðar: leysi dómara setti svip á leikinn. í síðari hálfleik náði KA forystunni og tryggði sér auðveldan sigur. KA liðið var jafnt en mikil barátta færði liðinu stigin tvö. Páll Óiafsson stóð uppúr slöku liði KR sem er í alvarlegri klípu á botninum. AB/Akureyri ÚRSLITAKEPPNI 1. DEILD — NEÐRI HLUTI Fj. leikja U J T Mörk Stig KA 5 3 0 2 134: 118 8 FRAM 5 3 1 1 109: 110 7 GRÓTTA 5 2 1 2 120: 122 6 /R 4 2 1 1 96: 96 5 KR 5 0 1 4 109: 121 5 SELFOSS 4 2 0 2 89: 90 4 „Við erum ekki hættir“ - segir Karl Þráinsson, fyrirliði Víkings Eg veit ekki hvað gerðist hjá okkur. Það bara hrundi allt og við verðum að setjast niður og reyna að komast að því hvað fór úrskeið- is,“ sagði Karl Þráinsson, fyrirliði Víkings, við Morgunblaðið eftir tap- ið í gærkvöldi. „Það var mjög svekkjandi að tapa, eftir að hafa verið komnir í svo góða stöðu, en við erum ekki hættir. Valur getur tapað og við verðum að treysta á það.“ „Ætluðu að gera allt uppá eig- in spýtur“ „Við spiiuðum vel í 45 mínútur og það gekk allt upp. En svo æt- luðu menn að gera allt uppá eigin spýtur. Við misstum einbeitinguna og Valsarar gengu á lagið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Víkings. „Vörnin vargóð framanaf. Við lokuðum á hornin og línuna og það voru bara tveir eða þrír menn sem skoruðu fyrir Val. En í lokin klúðruðum við boltanum hvað eftir annað og það var alltof mikið af ótímabærum skotum.“ „Við fórum fram á frestun á leiknum gegn Stjörnunni á mánu- daginn og fannst það eðlilegt, þar- sem Valur lék á laugardegi. En við fengum neitun og það fínnst okkur ósanngjarnt, enda vildi Stjarnan líka fresta leiknum." Víkingur sótti um frestun á föstudaginn, þremur dögum fyrir leik, og Guðmundur sagði að vissu- lega hefði verið hægt að gera það fyrr. „Við hugsuðum bara ekki útí það en það hafði sitt að segja í dag. Það var þreyta í liðinu en ég veit ekki hvort það réði úrslitum," sagði Guðmundur. „Óþægilegt að þurfa að treysta á önnur lið“ „Við höfðum þriggja marka for- skot en misstum svo tvo menn út- af. Þeir gengur á lagið og við hrein- lega brotnuðum," sagði Birgir Sig- urðsson. „Þetta er ekki búið, en það er óþægilegt að þurfa að treysta á önnur lið. Það hafði líka miirið að segja að fá ekki frestun gegn Stjömunni og það var þreyta í lið- inu,“ sagði Birgir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.