Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 56
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn gegnir skyldum
sínum og heimsækir gamlan
vin. Hann gerist helst til
eyðslusamur þegar hann kaup-
ir inn fyrir heimilið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Sjálfsagi nautsins færir því
ávinning í viðskiptum í dag.
Það ætti að bera saman verð
áður en það kaupir dýran hlut.
Því líður best heima í kvöld.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn ætti að varast and-
varalausa notkun krítarkorts-
ins. Því hættir til að ýta verk-
efnunum á undan sér um þess-
ar mundir.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) >"$0
Eitthvað sem gerist á bak við
tjöldin hefur slæm áhrif á sam-
band krabbans og náins ætt-
ingja eða vinar. Hann á
skemmtilega stund með félög-
um sínum, en hættir til að eyða
of miklu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið stendur við öll loforð
sem það hefur gefið einhveijum
úr flölskyldunni. Óvæntir at-
burðir í vinnunni neyða það til
að breyta áætlunum sínum.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Einbeitingarhæfileikar meyjar-
innar eru í góðu formi núna
og hún ætti að notfæra sér það
í starfi sínu.
(23. sept. - 22. október)
Vogin axlar aukna ábyrgð á
bömunum sínum núna. Hún
kann að fá óvæntan gest á
óþægilegum tíma. Henni hættir
til að fara offari í félagslífinu
um þessar mundir.
. Sporddreki
(23. okt. - 21. nóvember) 9Íj£
Sporðdrekinn fær komið á
breytingum sem hann er hinn
ánægðasti með. Það reynist
ekki þrautalaust að ná endan-
legu samkomulagi.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember)
Það verður líflegt hjá bog-
manninum í vinnunni í dag, en
lítið verður hins vegar úr verki.
Hann á alvarlegar viðræður við
náinn ættingja.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Morgunninn verður steingeit-
•inni verkadrýgstur í dag. Þegar
liður á verður hún fyrir marg-
víslegum truflunum sem koma
í veg fyrir að henni takist að
Ijúka öllu því sem hún ætlaði
sér.
DÝRAGLENS
FERDINAND
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Vatnsberinn sinnir hugðarefn-
um sínum vel núna. Hann legg- '
ur metnað sinn í að standa við
gefín loforð..
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) ’Sí
Fiskurinn ætlar sér að ljúka
ýmsum skylduverkum fyrir
hádegi, en margt fer öðruvísi
en ætlað er. Löngunin til að
sletta úr klaufunum verður því
sterkari sem iengra Iíður á
daginn.
Stjörnuspána á aó lesa sem
dægradvól. Spár af þessu tagi
ALLIM 5AYIN6 15 TUERE'5 A
P055IBILITV TMAT 50MEPAV
LIFE ON TMI5 PLANET WILL
CEA5E TO EXI5T...
ú
I
!
(/>
0)
3
S
u.
8
E
z>
©
Allt sem ég er að segja er, að það
er mög-uleiki, að einhvern tíma muni
líf hætta að vera til á þessari plá-
netu.
byggfasj ekki á jraystum grunni
visindalegrá staðreýnda.
r ir Mtg •
Hvað fær þig til að halda, að fuglar
verði þeir síðustu til að fara?
Hver segir að þú sért sætastur?
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Danski spilarinn Jens Auken
hefur alveg rétt fyrir sér þegar
hann talar um „örlagastund" í
vöminni. „Kill Point“ kallar
hann þetta þýðingarmikla and-
artak, og telur það mikilvægasta
eiginleika góðra varnarspilara
áð gera sér grein fyrir hvenær
„stundin rennur upp“.
Norður gefur; AV á hættu.
Norður t
♦ G82
¥ 105
♦ 10987
*ÁG63
Austur
♦1095
III! V G9762
♦ D4
+ 972
Suður
♦ ÁD764
¥D8
♦ ÁK53
+ K10
Vestur Noröur Austur Suöur
— Pass Pass 1 spaði
Dobl 2 spaðar Pass 3 tíglar
Pass 4 spaðar Pass Pass
Pass
Útspil: hjartaás.
Auken hélt á spilum vesturs.
Hann tók tvo efstu í hjarta og
skipti „hlutlaust" yfír í tígul,
eins og virðist blasa við. Fáein-
um slögum síðar sá hann að
drápsstundin hafði runnið hon-
um úr greipum. Suður drap á
tígulás og spilaði spaðaás og
meiri spaða. Lauf kom til baka,
sem sagnhafi drap réttilega á
kóng og tók öll trompin.
Norður ♦ - ¥ — ♦ 109 + ÁG5
Vestur Austur
♦ - ♦ -
¥ — 11 ¥ G9
♦ G6 ♦ 4
+ D85 Suður + 6 ¥ — ♦ K53 + 10 + 73
Auken átti ekkert svar við
síðasta spaðanum.
Rétta vörnin? Að skipta yfir
í lauf í þriðja slag og spila svo
aftur laufí inn A spaðakóng.
Þannig má bijóta upp samgang-
inn fyrir þvingunina.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti í Nice í Frakk-
landi í desember kom þessi staða
upp í viðureign sovézka stórmeist-
arns Dorfman (2.575), sem hafði
hvítt og átti leik, og ítalans Capo-
sciutti (2.300).
27. Bxc4! - Hxc4, 28. Hxc4 -
Dxc4, 29. Dxe7 (Áuðvitað ekki
29. Hxd7?? - Dxfl mát, en nú
vinnur hvítur manninn til baka
með léttunninni stöðu.) 29. -
Kg7, 30. Dxd7 - Db4, 31. h3 -
b5, 32. Df5 - Dc3, 33. e5 og
svartur gafst upp. Dorfman, sem
er fyrrum aðstoðarmaður Kasp-
arovs, er nú seztur að í Frakk-
landi og þjálfar franska landsliðið.
Það varð í 15. sæti á ÓL og voru
Feakkar sæmilega ánægðir með
það.
Dorfman sigraði á mótinu í
Nice ásamt búlgarska stórmeist-
aranum Kirov. Þeir hlutu 6 v. af
7 möguleguin.
Vestur
+ K3
¥ ÁK43
♦ G62
+ D854
9 r rt