Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.03.1991, Blaðsíða 60
m MORGUNBLAÐIÐ' FIMMTtíÐAGUR!21. ;MARZ ;M91 Minning: Margrét Jónatans- dóttir Líndal Fædd 2. september 1917 Dáin 11. mars 1991 Mig langar með nokkrum orðum að minnast ástkærrar tengdamóður minnar, Margrétar Jónatansdóttur Líndal, sem varð bráðkvödd 11, þ.m. Þegar mér bárust þau tíðindi að tengdamamma mín væri dáin fannst mér það gæti ekki verið satt. Hvernig gat það verið, hún sem var svo hress þennan fallega mars- morgun þegar hún og tengdafaðir minn brugðu sér á gönguskíði, eins- og þau gerðu svo oft, að sú ferð yrði hennar síðasta. Það er erfitt að sætta sig við að hún sé ekki lengur með okkur, en vegir Guðs eru órannsakanlegir, og verðum við að lúta því. Tengdamamma var mikill nátt- úruunnandi, hafði yndi af að ferð- ast og vera úti í náttúrunni, en ein- mitt í fallegum dölum Bláfjalla kvaddi hún þetta jarðneska líf. Á kveðjustundu rifjast upp ótal ljúfar minningar, og hve heppin ég var að fá að eiga hana fyrr tengda- ■ mömmu, hversu vel hún reyndist mér alla tíð, og hvað ég á henni mikið að þakka. Alltaf var hún boð- in og búin að rétta fram hjálpar- hönd, það var aldrei neitt mál hjá henni. Barnabörnum sínum var hún besta amma sem hugsast gat, fór með þau í sund, ferðalög, kenndi þeim bænir, sagði þeim sögur og svo ótal margt fleira. Hún lét sig heldur ekki vanta á tónleika eða eitthvað annað þar sem börnin komu fram eða tóku á einhvern hátt þátt í. Amma Magga tók þátt í öliu, hún hafði yndi af lífinu og lifði því svo sannarlega lifandi fram á síðustu stundu. Sigga litla dóttir okkar fór ófáar helgar upp á síðkas- tið til að gista hjá ömmu Möggu, þá fóru þær saman í sund, og bök- uðu pönnukökur og gerðu svo margt skemmtilegt saman. Hennar er sárt saknað af börnunum, en fróðleiksmolarnir sem hún miðlaði þeim og minningin um yndislega ömmu á eftir að ylja þeim um hjartarætur um ókomna tíð. Tengdamamma mín var sérstaklega hlý og jákvæð kona, aldrei heyrði ég hana kvarta, eða tala illa um nokkurn mann, enginn var svo slæmur að hann ætti ekki eitthvað gott til. Þegar manni fannst hlutirn- ir eitthvað öfugsnúnir gat hún ávallt fundið eitthvað jákvætt í þeim, og snúið þeim til betri vegar. Hún var trúuð kona og trúin veitti henni styrk og æðruleysi, sem gerði það að verkum að alltaf var gott að leita. Þetta jákvæða hugarfar var einn af hennar stóru kostum, og hef ég í gegnum árin lært mikið af henni. Ekki ætla ég að telja upp alla hennar góðu kosti, enda væri það ekki í hennar anda, en eitt er víst, tengdamamma mín var ger- semi. Hún var eins og margir í hennar ætt búin listrænum hæfi- leikum og stundaði myndlistarnám á árunum 1948-1954. Fór í náms- ferð með skólanum til Parísar 1955. 1956-1957 nam hún málaralist og teikningu við listaháskóla Edin- borgar, Royal College of Art, en í Edinborg bjuggu þau hjón með börnum sínum um eins árs skeið. Tók þátt í listasýningu félags ís- lenzkra myndlistarmanna í maí 1958. Margar fallegar myndir hefur hún málað og oft sagði hún mér hve vel henniiiði út í náttúrunni, með litakassann að mála fallegt landslag. Á heimili okkar eru til margar fallegar myndir eftir hana, bæði sem hún málaði hér úti í náttúrunni og frá því hún dvaldi í Edinborg en einmitt þaðan er ein af okkar uppáhaldsmyndum, það er mynd sem hún málaði út um stofugluggann í íbúð þeirra. Þessar myndir eru mér allar ákaflega dýr- mætar. Hún lék einnig listavel á píanó, upp í huga minn kemur mynd af henni sitjandi við píanóið á jólum, þegar öll börnin og barna- bömin eru samankomin á Hring- brautinni gangandi í kringum jóla- tréð, og hún að spila jólasálmana, geisíandi af lífsgleði. Tengdamóðir mín fæddist 2. september 1917 að Holtastöðum í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru Jónatan J. Líndal (f. 26.6. 1879, d. 9.11. 1971), bóndi og hreppstjóri á Holta- stöðum, og frú Guðríður Lindal (f. 5.12. 1878, d. 11.6. 1932), frá Lækjarmóti, Vestur-Hunavatns- sýslu, fyrrverandi forstöðukona Kvennaskólans á Blönduósi. Hún var annað barn foreldra sinna, bróð- ir hennar er Jósafat J. Líndal, fyrr- verandi sparisjóðsstjóri í Kópavogi, kvæntur Áslaugu Líndal. Fóstur- systir Margrétar, Sigríður Stefáns- dóttir, kom þriggja vikna í fóstur að Holtastöðum, og ólst þar upp, og var ákaflega kært og sterkt samband milli þeirra systra. Eigin- maður hennar er Pétur Jóhannsson frá Glæsibæ í Skagafirði. Hörður V aldimarsson, kvæntur Erlu Bjarnadóttur, forstöðumaður vist- heimilisins að Akurholti, var að miklu leyti alinn upp á Holtastöð- um. Allt þetta fólk var tengdamóð- ur minni mjög kært. Móður sína missti hún 14 ára gömul, en síðar kvæntist Jónatan Soffíu P. Líndal, og eignuðust þau tvö börn, Harald Holta bónda á Holtastöðum, kvænt- ur Kristínu Líndal frá Skarfhóli, og Hjördísi Líndal hjúkrunarfræðing, eiginmaður hennar er Eggert Lár- usson frá Grímstungu. Margrét stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi 1934- 1935, oft sagði hún mér frá kvenna- skólaárum sínum, sem voru henni sérstaklega hugljúf, þar eignaðist hún margar góðar vinkonur, sem hún alla tíð hélt vinskap við. Þaðan lá leið hennar í Verzlunarskólann í Reykjavík, þar sem hún útskrifaðist með verzlunarskólapróf árið 1940. Árið 1944 giftist hún tengdaföð- ur mínum, Bergi Vigfússyni, þá gagnfræðaskólakennara við Flens- borg, síðan skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði og síðar framkvæmda- stjóri Sjúkrasamlags Kópavogs. Þau bjuggu alla tíð í Hafnarfirði og eignuðust þijú börn, Þorgeir, Höllu og Áslaugu. Bamabörnin eru orðin átta. Þau voru sérstaklega samhent hjón, og áttu sér mörg og margvísleg áhugamál, þau ferðuð- ust mikið bæði hér innanlands og utan. Tvívegis fóru þau til Ítalíu, ferðuðust um, og heimsóttu mörg af fallegustu listasöfnum, sem þar er að finna. Á heimili þeirra þótti öllum gott að koma, þeim var báð- um í blóð borin einstök gestrisni og hjartahlýja. Heimili þeirra var miðpunktur flölskyldunnar, þangað komu allir á hvaða tíma sem var, og alltaf var öllum tekið opnum örmum. Það verður tómlegt á Hringbrautinni, en minning um yndislega eiginkonu, mömmu, ömmu og tengdamömmu á eftir að hjálpa okkur í gegnum erfiða tíma. Betri tengdamóður hefði ég ekki getað eignast. Elsku tengdapabbi, ég veit að söknuður þinn er mikill, að sjá á eftir svo góðri konu og þínum besta félaga. Megi góður Guð styrkja þig \ sorg þinni. Elsku Halla, Áslaug og Þorgeir, megi góður Guð hjálpa okkur öllum að sætta okkur við hið óumflýjan- lega. Blessuð sé minning elskulegrar tengdamömmu minnar. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Heiða í rósemi og trausti skal styrkur yðar vera. Þessi orð úr hinni helgu bók koma í hugann, er ég set nokkur kveðju- orð á blað um mína elskulegu vin- konu Margréti Jónatansdóttur Líndal; allt hennar fas og framkoma var í anda þessara orða. Hún var fædd að Holtastöðum í Langadal 2. september 1917, dóttir merkis- hjónanna Guðríðar Sigurðardóttur frá Lækjarmóti í Víðidal og Jónat- ans Líndal bónda á Holtastöðum í Langadal, bæði gegndu þau mikil- vægum störfum fyrir sveit sína og sýslu. Guðríður var forstöðukona Kvennaskólans á Blönduósi áður en hún giftist, en Jónatan var frammá- maður í sínu samfélagi meginhluta starfsævi sinnar. Margrét varð bráðkvödd, á snöggu augabragði kom kallið. Viku fyrir andlát hennar töluðum við lengi saman og ráðgerðum að mætast á Laugaveginum, fá okkur kaffi á góðum veitingastað, eins og við gerðum stundum, og láta okkur ekki liggja neitt á. Ekki mundi okk- ur skorta umræðuefnið því svo nán- t Faðir okkar, BJARNI BJARNASON fyrrverandi brunavörður, áður til heimilis í Ljósheimum 4, lést í Borgarspítalanum 19. mars. Selma Bjarnadóttir, Birnir Bjarnason, Sveinbjörn Bjarnason. t Móðir okkar, ÞÓRKATLA SVEINSDÓTTIR, Síðumúla 21, andaðist í Landspítalanum 19. mars. Guðný Ármannsdóttir, Vigfús Ármannsson, Heiða Ármannsdóttir, Birna Ármannsdóttir, Jón Birgir Ármannsson. t Fósturmóðir min, HALLDÓRA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Sæbóli á Ingjaldssandi, lést á elliheimilinu Grund 18. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Finnur Þorláksson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN STEFÁNSSON, Heiðarvegi 50, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 19. mars sl. Elísabet Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRfÐUR G. BANG, Dalbraut 21, sem andaðist 16. mars sl., verður jarðsungin frá Kristskirkju, Landakoti, föstudaginn 22. mars kl. 13.30. Karl O. Bang, Erling Bang, Ðagný Karlsdóttir, Guðmundur Bang, Gerður Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir okkar, ELSE FIGVED frá Eskifirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. mars kl. 13.30. , Edda og Halla Eiríksdætur. ar vorum við hvor annarri. Það koma í hugann margar hugljúfar minningar: Eg staldra við, í veg fyrir mig gengur minning, sem enginn fðlskvi er fallinn á þótt meira en hálfa öld hún eigi að baki. (T.G.) Fyrstu kynni okkar Möggu, eins og ég kallaði hana, hófust í Kvenna- skólanum á Blönduósi, og upp frá því átti ég hennar tryggu vináttu. Hún kom til Reykjavíkur og stund- aði nám við Verslunarskólann og lauk þaðan prófi. Þau ár vorum við mikið saman, fórum oft í göngutúr út fyrir bæinn eða eltum uppi alla tónleika, sem völ var á, og auðvitað lögðum við ekki dans á hilluna frek- ar _en aðrir jafnaldrar. í fari Margrétar kom snemma fram mikil listhneigð. Hjá móður sinni fékk hún snemma tilsögn í orgelleik og síðar hjá frú Huldu Á. Stefánsdóttur, þegar við vorum á Kvennaskólanum. Heimili hennar sjálfrar prýddi píanó, gítar og síðar orgel móður hennar, kær ættargrip- ur. Öll þessi hljóðfæri hafa sín sér- kenni en mild og falleg söngrödd á samleið með þeim, hveiju fyrir sig, og sú náðargáfa var Margréti með- fædd. Mér er einnig minnisstætt er við vorum í saumatíma í Kvenna- skólanum, hve Margrét hafði mikið yndi af að raða saman litum í rósa- munstur í dúk, sem hún var að sauma í. Seinna tók hún til við teikningu og málun með pensli og aflaði sér menntunar á því sviði hér heima og vetrarlangt í listaskóla í Edinborg. Myndir eftir hana prýða veggi hjá vinum og vandamönnum. Einstaklega gott olíumálverk gaf hún mér, það vekur .aðdáun fyrir listrænt handbragð. í huga mínum á ég einstaka mynd í minningu um þessa hóg- væru og listrænu vinkonu mína: Við vorum ungar þá, staddar í blómstrandi brekku í sól og yl. Margrét í grænni drakt, hún gekk þarna um og athugaði litadýrðina. - Sú kyrrð og sá friður, er umlék hana þarna fékk mig til að koma auga á þessa indælu mynd af henni og gera mér hana ógleymanlega. Oft var þögnin okkur líka dýrmæt, hin sanna vinátta. Nú er Margrét horfin sjónum, ég sakna hennar sárt, hún var allt- af nálægt ef að er gáð; mitt fólk saknar hlýju hennar og vináttu. Sl. vor bauð hún okkur skólasystrunum til sín, það var hátíðarstund. Ekki óraði okkur fýrir að kveðjustundin væri í nánd, hún var svo glöð og hress að sjá og bar fram veitingar af rausn. Margrét giftist 22. september 1944 Bergi Vigfússyni fyrrverandi kennara við Flensborgarskólann og síðar skólastjóra Iðnskóla Hafnar- fjarðar. Mér þótti einstaklega vænt um að Margrét vinkona mín eignað- ist góðan og vel gefinn mann, sem naut trausts og virðingar í sínu starfi. Bergur er Skaftfellingur, fæddur á Geirlandi á Síðu. Ekki undraði mig, að þau hjónin væru hneigð fyrir útivist í frístundum sínum og sóttu þá til sinna æsku- stöðva. Nýlega höfðu þau átt ógleymanlega daga austur í Skafta- fellssýslu og ferðast þar um kunnar slóðir. Einnig var niðjamót haldið á Lækjarmóti og um leið komið að Holtastöðum og Víðidalstungu- kirkju. Margrét sagði mér frá báð- um þessum ferðum, sem voru henni svo gleðiríkar. Hún sagði svo vel frá, að ég lifði þetta allt upp með henni í anda. Nú var hún án fyrir- vara kölluð í þá ferð, sem okkur öllum er ákveðin. Ég hef þá einlægu trú, að sú ferð sé farin á annað tilverustig og undur almættisins sé þar fullkomnað og þar vænti ég endurfunda. Margrét og Bergur eignuðust þijú börn, Þorgeir, Höllu og Ás- laugu, öll gott og efnilegt fólk. Þessi mæta fjölskylda hefur mætt sorginni um miðjan dag. En gleðin og gæfan yfir því sem var gefur huggun og styrk - það er Guðs hjálp. Þeim öllum og fjölskyldum þeirra vottum við Haukur okkar innilegustu samúð. Lára Böðvarsdóttlr Þegar mamma dó í hitteðfyrra kom Margrét frænka frá Holtastöð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.