Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 79. tbl. 79. árg.____________________________________ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Albanía: Boða mynd- un sérfræð- ingastjómar Tirana. Reuter. FATOS Nano, forsætisráðherra Albaníu, kvaðst í gær ætla að bjóða sérfræðingum úr röðum stjórnarandstæðinga sæti í sam- steypustjórn eftir að kommún- istaflokkurinn hafði tryggt sér tvo þriðju þingsæta í fyrstu fjöl- flokkakosningunum í landinu í hálfa öld. Forsætisráðherrann sagði að ein- ungis „sérfræðingastjórn" gæti bundið enda á stjórnmálakreppuna í landinu og leyst efnahagsvanda þessa fátækasta lands Evrópu. „Fólk er orðið þreytt á ónauðsynleg- um stjórnmáladeilum. Núna vill það að lífskjörin verði bætt.“ Nano sagði að hæfir sérfræðingar hefðu verið kjörnir á þing fyrir Lýðræðisflokk- inn, helsta stjórnarandstöðuflokk- inn, sem var stofnaður fyrir fjórum mánuðum. Ramiz Alia, forseti Albaníu, fól Nano að mynda bráðabirgðastjórn eftir óeirðir í höfuðborginni, Tirana, í febrúar er þúsundir mótmælenda steyptu risastórri styttu af stalínist- anum Enver Hoxha, fyrrum leið- toga landsins, af stalli. Heimildarmenn í Tirana sögðu næsta öruggt að Nano yrði falið að mynda nýja stjórn þegar þing verður sett. Samkvæmt bráðabirgðatölum, sem birtar voru í gær, fékk komm- únistaflokkurinn sex þingsæti í síð- ari umferð þingkosninganna á sunnudag. Hann er því með alls 168 þingsæti af 250 og hefur meira en tvo þriðju þingmanna, þannig að hann getur breytt stjórnarskrá landsins án þess að þurfa að reiða sig á stuðning stjórnarandstæðinga. Forystumenn Lýðræðisflokksins, sem fær að öllum líkindum alls 75 þingsæti, útilokuðu í gær stjórnar- samstarf við kommúnista. Aho falin stjórnar- myndun Helsinki. Reuter. MAUNO Kovisto Finnlandsforseti fól í gær Esko Aho, formanni Miðflokksins, að reyna myndun ríkisstj órnar. Stj órnmálaskýrend- ur sögðu að svo kynni að fara að Jafnaðarmannaflokkurinn yrði ekki í næstu stjórn Finnlands, en hann hefur átt aðild að ríkisstjórn í aldarfjórðung. í kosningunum 17. mars síðastlið- inn hlaut Miðflokkurinn 55 þingmenn eða fleiri en nokkur annar. Líklegt þykir að Aho myndi stjórn með Hægriflokknum, en samtals hafa þessir tveir flokkar 95 sæti af 200 á finnska þinginu og þarf því þriðja flokkinn til eigi að takast að mynda meirihlutastjóm, eins og Kovisto fól Aho að reyna. Hægriflokkurinn hefur átt aðild að ríkisstjórn undanfarin ár og leið- togar flokksins segjast tilbúnir til áframhaldandi stjórnaraðildar. Kúrdískir flóttamenn berjast um brauðhleifa sem hent er af palli vörubíls í flóttamannabúðunum í Isi- kveren í Tyrklandi. Um þrjú hundruð þúsund Kúrdar hafa nú flúið yfir landamærin til Tyrklands og segjast margir þeirra ekki hafa neytt matar í viku. Leiðtogar EB samþykkja stórfellda efnahagsaðstoð handa Kúrdum: Þrýst á iim griðasvæði fyr- ir Kúrda undir vernd SÞ Nikósíu, Lúxemborg, Cukurka, Jerúsalem, París. Reuter. The Daily Telegraph. LEIÐTOGAR hinna tólf ríkja Evrópubandalagsins ákváðu á fundi í Lúxemborg í gær að veita 150 milljónum ECU, eða sem samsvarar tæpum ellcfu milljörðum íslenskra króna, í neyðaraðstoð til kúrdiskra flóttamanna. Jacques Santer, forsætisráðherra Lúxemborgar, sagði leiðtogana einnig hafa samþykkt tillögu frá Bretum um að þrýst verði á Um sérstakt griðasvæði fyrir Kúrda undir vernd Sameinuðu þjóðanna í norðurhluta Iraks. Verður tillaga þess efnis lögð fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að sögn Santers. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafði í gær uppi efasemdir um að hægt yrði að koma upp griðasvæði fyrir Kúrda gegn vilja Iraka. Um 300 þúsund kúrdískir flótta- menn hafa farið yfir landamærin til Tyrklands og telja alþjóðlegar hjálp- arstofnanir að fjöldi þeirra eigi eftir að tvöfaldast á skömmum tíma. ír- anir sögðu að alls hefðu tæplega 800 þúsund kúrdískir flóttamenn leitað skjóls í íran. Yfirmaður Rauða hálf- mánans sagði að búast mætti við að í lok vikunnar yrði þessi tala orðin að einni milljón og að um ein og hálf milljón flóttamanna myndi bráð- lega verða komin til írans. Breskar, franskar og bandarískar flutningavélar vörpuðu í gær áfram Landamæri Póllands og Þýskalands: Nýnasistar ráð- ast að Pólveijum Frankfurt an der Oder. Reuter. The Daily Telegraph. TIL HARÐRA átaka kom milli óeirðarlögreglu og nýnasista í borg- inni Frankfurt an der Oder við landamæri Þýskalands og Póllands í gær. Höfðu um þrjú hundruð ungir nýnasistar safnast saman til að mótmæla því að Pólverjar þurfa ekki lengur vegabréfsáritun til að ferðast til Þýskalands og fimm annarra ríkja Evrópubandalagsins. Reglur þess efnis tóku gildi á miðnætti aðfaranótt mánudagsins. Rúmlega sjötíu þúsund Pólveijar streymdu yfir landamærin til Þýska- lands í gær og mynduðust langar biðraðir við margar landamæra- stöðvar. A þriðja hundrað nýnasista höfðu safnast saman við landamæra- stöðina í Frankfurt á miðnætti og reyndu að hindra Pólveijana í að komast yfir til Þýskalands. Sjálfskip- aður leiðtogi þeirra, að nafni Micha- el Kuhnen, hafði á sunnudag hvatt til þess að ekki einn einasti Pólveiji kæmist yfír landamærin. Heilsuðu nýnasistarnir með nas- istakveðju við landamærin og hróp- uðu m.a.: „Þýskaland fyrir Þjóð- veija“, „Sieg Heil“ og „Út með Pól- veijana". Þá hræktu þeir á Pólveija, sem komu yfir landamærin, skutu á þá flugeldum, grýttu rútu með sinfó- níuhljómsveit borgarinnar Lodz, sem var að koma úr hljómleikaferð til Amsterdam, og veltu bifreið með pólskum ferðamönnum. Treystu fyrstu Pólveijarnir sér ekki til að fara yfir landamærin fyrr en klukkan eitt um morguninn og þá í lögreglufylgd. Þýsk óeirðalögregla lagði til at- lögu við nýnasistana og handtók Reuter Ungir nýnasistar heilsa ineð nas- istakveðju og hrópa ókvæðisorð að Pólverjum við landamæri Þýskalands og Póllands í gær. Pólverjar þurfa nú ekki lengur vegabréfsáritun til Þýskalands og mynduðust langar biðraðir við margar landamærastöðvar. fimmtán þeirra. Síðar um daginn kom til átaka milli landamæravarða og nýnasistanna og voru sextán þeirra til viðbótar handteknir. Wolfgang Schauble, innanríkis- ráðherra Þýskalands, fordæmdi í gær ofbeldisaðgerðir nýnasistanna og sagði þær verk lítils öfgafulls hluta samfélagsins sem ekki væri hægt að líða. niður hjálpargögnum til flóttamanna í norðurhluta íraks. Lýstu írakar því yfir að þeir teldu þessar hjálparsend- ingar vera brot á fullveldi sínu. Frakkar segja að ef íraskir hermenn skjóti á flutningavélar þeirra verði því svarað og séu orrustuþotur til taks í því skyni. Talsmenn uppreisn- armanna sögðu íraskar þyrlur hafa haldið uppi árásum á allar flóttaleið- ir Kúrda til Tyrklands og írans í gær. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti í gær búðir kúrdískra.flóttamanna í suðurhluta Tyrklands. Lofaði hann flóttamönn- unum alþjóðlegri aðstoð til að lina þjáningar þeirra. Baker hélt síðan áleiðis til ísraels þar sem hann mun dvelja í tvo daga. Þar mun hann ræða við ísraelska ráðamenn og fulltrúa Palestínuaraba af herteknu svæðunum. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, hefur lofað að leggja fram nýjar hugmyndir til lausnar á deilum í Mið-Austurlöndum. ísraelska út- varpið skýrði frá því í gær að forsæt- isráðherrann myndi geta fallist á að haldin yrði svæðisbundin ráðstefna um málefni Mið-Austurlanda að því tilskyldu að eftir opnunarfund ráð- stefnunnar tækju við beinar viðræður ísraela við arabaríki. Þá mættu full- trúar Palestínumanna á ráðstefnunni ekki vera tengdir PLO. ísraelsmenn sögðust í gær ætla að leysa úr haldi eitt þúsund palest- ínska fanga en tóku fram að það væri í engum tengslum við heimsókn Bakers. Er hefð fyrir því að fangar séu látnir lausir fyrir Eid al-Fitr- hátíð múhameðstrúarmanna sem hefst í næstu viku. Sjá nánar frétt á bls. 26 og við- tal við utanríkisráðherra Jórd- aníu um málefni Mið-Austur- landa á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.