Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 Bretland: John Major g’agnrýndur af eigin flokksmönnum Forsætisráðherrann sagður óákveðinn o g sitja aðgerðalaus St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðslns. JOHN Major, forsætisráðherra Breta, var gagnrýndur harkalega af eigin flokksmönnum um helgina. Stuðningsmenn forsætisráð- herrans hafa látið í ljós megna óánægju með þessar árásir. í síðustu viku lýsti Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráð- herra, yfir stuðningi við málstað Kúrda í írak og hvatti til þess, að þeim yrði send hjálp. Yfirlýsing hennar var skilin sem árás á að- gerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Fá- einum klukkustundum síðar lýsti John Major yfir því, að hjálp yrði send til Kúrda umsvifalaust. Á ráðstefnu ungra íhaldsmanna um helgina réðist formaður þeirra harkalega að John Major fyrir óákveðni og aðgerðaleysi og taldi það slæm skipti að hafa ekki That- cher lengur. Enoch Powell, fyrrum þingmaður íhaldsflokksins, lýsti hins vegar þeirri skoðun sinni að Evrópustefna ríkisstjórnarinnar væri í andstöðu við vilja þjóðarinn- Moskva: Deilt um skipun í em- bætti lögreg’lustjóra Moskvu. Reuter. Innanríkisráðherra Sovétríkj- anna, Borís Pugo, hefur í annað sinn komið í veg fyrir að skipað- ur yrði nýr og lýðræðissinnaður lögreglusljóri í Moskvu. Fyrir er í embættinu harðlínukommúnisti sem meirihluti borgarstjórnar, þar sem lýðræðissinnar ráða ríkjum, vill losna við. Fulltrúi í borgarstjórninni sagði í símaviðtali við Eeuíers-fréttastof- una að líklega yrði gripið til þess ráðs að setja á stofn nýja lögreglu- stofnun í von um að liðsmenn núver- andi löggæslu myndu ganga til liðs við nýju stofnunina. Hann sagði að Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Pugo gætu ekki komið í veg fyrir þetta með neinum lögum. „Sé Gorbatsjov ekki algert fífl efnir hann ekki til slíkra átaka,“ sagði borgarfulltrúinn, Míkhaíl Shneider. Verkföll halda áfram í landinu og kröfum um afsögn Gorbatsjovs og allrar Sovétstjórnarinnar vex fylg. Einn talsmanna verkfalls- manna segir að Borís Jeltsín Rúss- landsforseti sé nú eini maðurinn sem gæti .stöðvað verkföllin með áhrifum sínum, a.m.k. um hríð. í gær bættust í hópinn verkamenn í verksmiðju í Azerbajdzhan sem framleiðir um 60% af tækjum sem notuð eru við olíuvinnslu Sovét- manna. Dick Cheney, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, telur mikl- ar líkur á að Gorbatsjov verði hrak- inn frá völdum á næstunni. Efna- hagsumbætur virðist ekki ætla að takast undir stjóm forsetans. Che- ney hefur áður sagt að efnahags- hrun í Sovétríkjunum gæti leitt til borgarastyijaldar. ar. :1§tuðningsmenn nefskattsins halda uppi hörðum vömum fyrir þá meginreglu í fjáröflun sveitar- félaga, að allir sem njóta þjónustu þeirra, greiði til hennar. Þeir leggj- ast gegn ýmsum hugmyndum Michaels Heseltines, umhverfis- málaráðherra, sem er fylgjandi því að stærsti hluti nýs skatts til sveit- arstjórna verði fasteignagjald. John Major hefur verið gagn- rýndur fyrir að vita ekki í hvorn fótinn hann á að stíga vegna fyrir- hugaðrar nýskipanar á tekjuöflun breskra sveitarfélaga. Stuðningsmenn Johns Majors hafa látið í ljós megna óánægju með þessar yfirlýsingar flokks- manna. Þeir segja, að nauðsynlegt sé að ráðfæra sig vandlega um tekjuöflun sveitarfélaga, áður en ákvörðun verður tekin um sam- setningu hins nýja skatts. Sömu- leiðis hafa þeir látið yfirlýsingar Thatcher fara í taugarnar á sér, segja að stuðningur við Kúrda hafí verið í undirbúningi, þegar hún gaf yfirlýsingu sína. Reuter Kúrdískur drengur frá Irak borðar skítuga brauðmylsnu á meðan aðrir Kúrdar tína mylsnu af veginum við flóttamannabúðir við landa- mæri Tyrklands að Irak. Brauðmylsnunni var sturtað úr vörubíl eftir að brauðhleifum hafði verið dreift til svangra flóttamanna. A Uppreisnin gegn Saddam Hussein Iraksforseta: Flóttamenn skýra frá fjölda- aftökum í suðurhluta Iraks Rúm milljón hrjáðra íraskra flóttamanna komin til írans og Tyrklands Nikosíu. Reuter. IRASKIR flóttamenn, sem komið hafa til Irans, hafa skýrt frá því að íraskir hermenn hafi tekið fjölda manna af lífi í helgri borg shíta, Najaf, í suðurhluta íraks og brennt heilu fjölskyldurnar lif- andi í bænum Arbat í norðurhlutanum. Fjöldaflóttinn frá írak hélt áfram í gær og voru þá hátt í 800.000 flóttamenn komnir til írans og um 250.000 til Tyrklands. íranska fréttastofan IRNA hafði í gær eftir íröskum flóttamönnum að hermenn írakshers hefðu tekið 4.000 shíta af lífi undanfarna tíu daga í borgunpm Najaf og Talme í suðurhluta íraks vegna andófs gegn Saddam Hussein, forseta landsins. Iranska sjónvarpið hafði eftir flóttamanni að 45 fjölskyldur í Arbat hefðu verið brenndar lifandi á heimilum þeirra eftir að þær hefðu verið sakaðar um samvinnu við kúrdíska uppreisnarmenn. Flóttamennirnir komu til bæjar- ins Susangerd í Khuzestan-héraði í íran á sunnudag og sögðu að her- rríenn umkringdu enn heimili Abol- qassem al-Khoei erkiklerks, eins af helstu trúarleiðtogum shíta, í Naj- af. Erkiklerkurinn er sagður vera í stofufangelsi en áður hafði hann komið fram í sjónvarpi með Saddam Hussein og lýst yfir stuðningi við forsetann. Vahid Dastjeridi, yfirmaður Rauða hálfmánans, sagði í gær að búist væri við að um milljón íraskra flóttamanna yrði komin til írans í lok vikunnar og 1,5 milljónir síðar í mánuðinum. Hann sagði að hjálp- arstofnunin hefði sent allar birgðir sínar til fjallahéraða í vesturhluta landsins, þar sem flóttamennirnir Geimfeijan Atlantis: 37 milljarða hnetti komið á braut ^ Kanaveralhöfða. Reuter. ÁHOFNIN á bandarísku geimferjurvni Atlantis kom rannsóknar- hnetti á braut um jörðu á sunnudag sem ætlað er að auðvelda vísindamönnum að átta sig á upphafi alheimsins og hvar upp- sprettur svokallaðra gammageisla er að finna. Hnötturinn, sem komið var á braut, kostar 617 milljónir doll- ara eða jafnvirði 37 milljarða ÍSK. Ekki gekk það átakalaust að skjóta honum á braut úr vöru- lest feijunnar, því íjarskiptaloft- net hnattarins stóðu á sér. Urðu tveir geimfaranna á Atlantis að bregða sér útfyrir geimfarið og gera við bilunina en eftir að því var lokið gekk allt að óskum. Það tók þá innan við klukku- stund en fyrst þeir voru komnir í geimgöngufötin var tækifærið notað og þeir látnir gera tilraun- ir í þijár stundir til viðbótar með ýmiss konar tækjabúnað sem ætlunin er að nota við samsetn- ingu fyrirhugaðrar geimstöðvar. Ekki hafði verið gert ráð fyrir því að geimfararnir þyrftu að fara út geimgöngu í þessari ferð en fulltrúar bandarísku geim- ferðastofnunarinnar, NASA, sögðu að hún hefði heppnast mjög vel. Bandarískur geimfari hefur ekki farið í geimgöngu frá því 1985. Reuter Geimfarinn Jerry Ross fikrar sig að loftneti gervihnattar sem skotið var á braut um jörðu á sunnudag úr bandarísku geimfeij- unni Atlantis. eru, og hvatti erlend ríki og hjálpar- stofnanir til að senda tafarlaust hjálpargögn til landsins. Flótta- mennirnir þyrftu að minnsta kosti 150.000 tjöld og tvær milljónir teppa vegna mikilla kulda í fjalla- héruðunum. Útvarpið í Teheran hafði eftir flóttamönnum að allt að 100.000 írakar, sem væru á leiðinni til landamæranna að íran, kynnu að deyja af völdum hungurs og vosbúð- ar. Um 200 manns, einkum börn, hefðu látist á undanförnum dögum. Flóttamenn hafa einnig beðið bana vegna jarðsprengna frá stríði írana og íraka, auk þess sein þyrl- ur írakshers eru sagðar halda áfram árásum sínum á varnarlausa Kúrda. Irönsk stjórnvöld eru gröm yfir því að hjálpargögn hafa ekki enn borist frá erlendum ríkjum og hjálp- arstofnunum. Mun meiri birgðir hafa verið sendar til Tyrklands, þótt flóttamennirnir þar séu þrisvar sinnum færri. íranir eru illa í stakk búnir til að taka við öllum þessum fjölda þar sem 500.000 íranir misstu heimili sín af völdum land- skjálfta nýlega, auk þess sem efna- hagur landsins er enn í lamasessi eftir átta ára stríð gegn írökum. Bandarískar, breskar og fransk- ar herflugvélar hafa flutt matvæli, tjöld og svefnpoka til flóttamanna við tyrknesku landamærin frá því á sunnudag. Marlin Fitzwater, tals- maður Bandaríkjaforseta, sagði að flutningarnir kynnu að taka tíu daga. írösk stjórnvöld fordæmdu þessa flutninga á sunnudag og sögðu þá fáránlega þar sem þeir stuðluðu að enn meiri flótta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.