Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 Jöfnun húshitunarkostnaðar í verkahring ríkisvaldsins - segir Davíð Oddsson formaður Sjálf- stæðisflokksins ÓLAFUR Ragnar Grímsson sagði í Morgunbiaðinu síðastliðinn laugardag að jöfnun orkuverðs í landinu ætti að fara fram í gegn- um verðmyndunarkerfi Lands- virkjunar og Reykjavíkurborg ætti að taka fullan þátt i þvi. György Sebök píanóleikari; Snilld og heppni þarf til að verða meistari Davíð Oddsson formaður Sjálf- stæðisflokksins og borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að samkvæmt verkaskipt- ingu hins opinbera og sveitarfé- laganna væri það í verkahring ríkisins að jafna húshitunar- kostnað landsmanna en ekki eins sveitarfélagsins. Davíð sagði að hér væri um dæmigerðan pólitískan skollaleik að ræða hjá Ólafi Ragnari Grímssyni. „Auðvitað var ég að tala um þátt ríkisvaldsins í jöfnun húshitunarkostnaðar landsmanna á fundinum á ísafirði. Það er ríkis- valdsins sem slíks að jafna húshit- unarkostnað landsmanna, eftir því hvar þeir búa á landinu. Það er ekki verkefni eins sveitarfélags að gera það. Það leiðir af eðli sveitarfé- laga annars vegar og ríkisins hins vegar. Þetta er fjármálaráðherra fullkunnugt um,“ sagði Davíð. Ketillinn úr Coot Gufuketillinn úr fyrsta togara íslendinga, Coot GK 310, var í gær hífður á bíl og fluttur á verkstæði þar sem hann verður sandblásinn, zinkhúðað- ur og málaður í þeim tilgangi að hann standist tímans tönn og verði áfram sá kjörgripur Sjóminjasafns íslands í Hafnarfirði sem hann hefur verið síðan safnið var fyrst opnað 1986. Hlutabréf Dagsbrúnar seldust á 68 milljónir HLUTABRÉF Dagsbrúnar í Eignarhaldsfélaginu Alþýðu- bankinn hf. að nafnvirði um 35 milljónir króna seldust öll í gær á tæplega tvöföldu nafnvirði. Tilboðin voru opnuð á hádegi hjá Landsbréfum hf. og skiptust bréfin milli sex kaupenda. Þeir greiddu alls um 68 milljónir fyr- ir þau. Sölugengi bréfanna var á bilinu 1,93-2,10 en meðalgengið var 1,941. Tilboðin voru samtals að nafnvirði 62,5 milljónir sem er um 79% hærri fjárhæð en var til ráð- stöfunar. Ekki fengust upplýsingar í gær um nöfn kaupenda hjá Landsbréf- um hf. þar sem farið er með slíkt sem trúnaðarmál. GYÖRGY Sebök, ungverskur píanóleikari og tónlistarkennari, er nú staddur hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem Sebök er á íslandi og heldur hann tónleika í íslensku óperunni í kvöld, auk þess sem hann heldur námskeið fyrir píanóleikara i Gerðubergi. Sebök er prófessor við Indiana- háskólann í Bandaríkjunum, auk þess sem hann hefur haldið nám- skeið í píanóleik og staðið fyrir tónlistarhátíðum víða um heim. Morgunblaðið ræddi við György Sebök þegar hann kom til landsins í gærkvöldi. Hann var fyrst spurður um helstu viðfangsefni sín í tónlist- inni um þessar mundir. Hann kvaðst auk reglulegra starfa við Indiana- háskólann halda árleg námskeið víða um heim, þar á meðal í Barcelona, Amsterdam, Banff í Kanada, Berlín og Tókýó. „í smábæ í Sviss stofnaði ég til meistaranámskeiðs fyrir 18 árum, sem nú er orðið það alþjóðlegt og vel þekkt, að þátttakendur eru frá 20 til 22 löndum og á síðustu fímm árum höfum við haldið aiþjóð- legar tónlistarhátíðir i ágústmánuði. Flestir þátttakendur eru ungir og fyrrum nemendur mínir sem hafa skapað sér eigin feril síðan.“ Sebök var spurður hvort hann hefði í augsýn verðandi snillinga í píanóleik. Hann kvaðst starfs síns vegna þekkja flesta yngri tónlistar- menn og píanóleikara í þremur heimsálfum, en erfítt væri að benda á meistara framtíðarinnar. „Næsta kynslóð píanóleikara er ekki orðin fræg enn og ennþá er óvíst hver þeirra verður meistari. Sá sem verður frægur þarf ekki aðeins að vera góður píanóleikari, heldur þarf hann líka að vera snjall og heppinn." Sebök nefnir þó einn nemanda sinn sem hann telur að muni ná langt vegna einstæðra listrænna hæfí- leika. Það er kanadísk stúlka af kínverskum uppruna, Connie Shih að nafni. Hún er 17 ára gömul og segir Sebök að þegar hún var 13 ára hafí hún leikið píanókonsert með hljómsveit með svo miklum glæsi- brag, að hljómsveitarmenn voru agn- dofa og nú, þegar hún er 17 ára, sé ekki hægt að líkja hæfileikum hennar við minna en sjálfan Horow- itz. Uppsagnir hjúkrunarfólks á Landspítala: Unnið eftir áætlun við að létta álaginu STJÓRNARNEFND Ríkisspítalanna samdi áætlun fyrir páska um að dreifa álagi sem skapast hefur á deild 14 G á Landspítalanum jafnt á deildir spítalans. Allir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á deildinni hafa sagt upp störfum vegna mikils álags og taka uppsagnirnar gildi 1. maí nk. Pétur Jónsson, forstjóri stjóm- unarsviðs Landspítalans, sagði að hjúkrunarfólkið hefði enn ekki dregið uppsagnir sínar til baka en kvaðst eiga von á að það gerði það þegar áætlunin færi í gang. Pétur sagði að skortur væri á hjúkrunarfræðingum og auglýst væri reglulega eftir þeim erlendis. Hann sagði að komið hefði mikið af fyrirspumum en ekki hefði tek- ist að ráða marga. „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum á gömlu vandamáli. Fleiri prósent þjóðar- innar era eldri en var fyrir nokkr- um áram,“ sagði Pétur og bætti því við að hér í Reykjavík vantaði sérstaklega útbúin hjúkranarrými fyrir aldraða. Auk þess gengi erf- iðlega að útskrifa aldraða sjúkl- inga sem búsettir era í Reykjavík því þar væri hlutfallslega minna framboð af heimahjúkran en í öðram sveitarfélögum. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að framlög úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra til þessara mála hefðu ekki skilað sér í jafn ríkum mæli til borgarinnar og til annarra sveitarfélaga. „Guðmund- ur Bjamason og fleiri ráðherrar hafa beitt sér fyrir því að þetta hafí allt saman farið út á land. Það er staðreynd að við höfum setið langt á eftir miðað við fólks- fiölda og aldraða hér. Við höfum sótt um fyrir B-álmu Borgarspítal- ans í háa herrans tíð og það koma aldrei neinir peningar í hana,“ sagði Davíð. Þriggja stroku- fanga leitað ÞRÍR fangar struku af Litla Hrauni um klukkan 15 í gær. Seint í gserkvöldi höfðu þeir ekki fundist. Lögreglan á Selfossi og í Reykjavík leitaði fanganna en án árangurs. Ekki fengust í gærkvöldi upplýsingar um hvaða menn þetta eru né heldur fyrir hvaða afbrot þeir vora á Litla Hrauni. Niðurstöður skoðanakönnunar birt- ar í fréttatíma í stað umræðuþáttar: Utvarpsráð er eng- inn ritskoðaii frétta - segir Markús Á. Einarsson ÚTVARPSRÁÐ samþykkti samhljóða í gær, að tillögu Markúsar Á. Einarssonar, varaformanns ráðsins, að niðurstöður skoðanakann- ana á vegum RÚV um fylgi stjórnmálaflokkanna í einstökum kjör- dæmum skyldu ekki birtar í kosningasjónvarpi frá kjördæmunum. Sjónvarpið birti í gærkvöldi niðurstöður könnunar í Vesturlands- kjördæmi í fréttatíma. Morgunblaðið spurði Markús í gærkvöldi hvort það væri í samræmi við samþykkt útvarpsráðs. „Þetta er birt í fréttatímanum ennþá. Ég skal ekkert segja frekar um það, en vil þó að það komi fram að útvarpsráð er enginn ritskoðari fyrir frétt- ir. Þetta er á ábyrgð fréttastofu sjónvarps og hún hefur ákveðnar fréttareglur að fara eftir. Að auki þekkir hún vel þau sjónarmið sem i dag hafa komið fram á fundum með þeim,“ sagði Markús. Markúá kvaðst á þessu stigi ekki vilja leggja mat á hvort birt- ing niðurstaðna í fréttatíma væri í samræmi við fréttareglur sjón- varps. Hann sagði mesta áhyggjuefni útvarpsráðs vera tvíþætt. „Dag eftir dag frá deginum í dag til fímmtudagskvölds í næstu viku átti að birta niðurstöður skoðana- kannana í hveiju kjördæmi fyrir sig. Hitt var svo meginatriðið sem hver einasti útvarpsráðsmaður hafði áhyggjur af og taldi að Ríkisútvarpið ætti varla að standa fyrir skoðanakönnun í til dæmis tveimur stærstu kjördæmunum sem væri birt aðeins tveimur til þremur dögum fyrir kosningar. Það vita allir að margar skoðanir eru um það hvort slíkt er heppi- legt, það getur á þeim tíma hrein- lega verið áhrifavaldur," sagði Markús. Fréttastofa sjónvarpsins birti í fréttatíma í gærkvöldi niðurstöður skoðanakönnunarinnar, sem gerð var meðal 700 kjósenda í Vestur- landskjördæmi. Fréttastofan hyggst á þeim vettvangi birta nið- urstöður úr einstökum kjördæmum næstu daga, jafnskjótt og þær Ekki er unnt oð spá fyrír um þingmannafjölda fyrr en úrslit úr ö&rum kjördæmum liggja fyrír. Úr þessum tölum má þó lesa oð Sjálfstæðisflokkur fengi 1. þingmann, Framsóknarflokkur 2. þing- 3. þingmann, Sjálfstæðis- 4. þingmann og fengi sennilega 5. þingmann Þingmenn Vesturlonds eru nú sex með „flakkara". Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Bandalag jafnaóarmanna Sjólfstæóisflokkur Borgaraflokkur/Frjólslyndir Alþýbubandalag Heimastjórnarsamtök Flokkur mannsins Kvennalisti Þjóöarflokkur ’Colluii 6 Iskmdi gerii könwniiw tyrir KÚV 7.-7. nnril. I iirtakinu t sem ekki gúlu svoraá, er nettí svörun 81%. Skekljumðrk eruóbi '83 '87 '91* A 13,5% 15,1% 14,5% B 30,2% 25,7% 29,1% C 6,3% — — D 34,8% 24,2% 31,4% F — 10,5% 1,6% G 15,2% 10,9% 11,9% H — — 2,9% M — 1,6% — V — 10,3% 7,4% Þ — 1,7% 1,3% /00 monns, en 49/ svöntiti eSo ZIX.AS hódtegnum þeitn, 1-4%. VI somonburdar eru kosningaúrslil 1983 og 198/. liggja fyrir, að sögn Bóga Ágústs- sonar, fréttastjóra. Hann kvaðst ekki vita nákvæmlega hvenær nið- urstöður úr síðasta kjördæminu muni liggja fyrir en kosningafund- ur Reykjavíkur er sá síðasti í röð- inni og verður sjónvarpað á fímmtudag í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.