Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 4
5 4 ‘'1'Mdí&'jjNÍLlÐH^ÞRÍBÍupÁgtfR^:: APrÍL-iWi - Aðalfundur íslandsbanka hf.: Höfum g'oldið fyrir fag- lega forystu í vaxtamálum — sagði Brynjólfur Bjarnason, fráfarandi formaður bankaráðs Gylfi Ingvarsson yfirtrúnaðarmaður hjá ISAL afhendir Guðmundi Árna Stefánssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, mótmælin. Hækkun fasteignagjalda: Alversmenn mótmæla NÁLÆGT 400 starfsmenn ís- lenska álféiagsins hafa skrifað undir undirskriftalista til að mót- mæla hækkun fasteignagjalda og annarra þjónustugjalda sveitarfé- laga að undanförnu. Alls búa starfsmennirnir í 12 sveitarfélög- um, á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess og átti að afhenda listana viðkomandi bæjar- og sveitarstjórnum í gær. Á mótmælalistanum segir að starfsmenn íslenska álfélagsins vilji VEÐUR mótmæla þeim hækkunum fast- eignagjalda og annarra þjónustu- gjalda sem lagðar hafi verið á laun- þega undanfama mánuði. „Itrekað hefur launþegahreyfingin farið fram á það að þessar hækkan- ir verði dregnar til baka en þið ekki orðið við því. Við skorum því enn á ykkur, réttkjörna fulltrúa okkar, að draga þessar hækkanir til baka og halda ykkur við gerða þjóðarsátt," segir í mótmælayfirlýsingunni. BRYNJÖLFUR Bjarnason, fráfarandi formaður bankaráðs íslands- banka, lýsti því yfir á aðalfundi bankans í gær að ekki færi milli mála að umræður um vaxtamál og árásir á íslandsbanka hefðu skaðað bankann. Hann hefði greinilega goldið þess að hafa fag- lega forystu í bankaheiminum í vaxtamálum því vegna pólitískrar íhlutunar væru ríkisviðskiptabankarnir meira eða minna lamaðir í þessum efnum. „Islandsbanki lítur svo á að honum beri skylda til að gæta bæði hagsmuna skuldara og innstæðueigenda. Hann getur ekki leyft sér að horfa einhliða á vaxtamálin." Brynjólfur lagði áherslu á að íslandsbanki hefði hvorki leyfi né efni til að stunda pólitískt ábyrgð- arleysi. „Hvorki viðskiptavinir okkar né hluthafar geta sætt sig við slíkt. í þessum efnum þykir mér forsætisráðherra hafa gengið svo langt í óábyrgum málflutningi að til vansæmdar er. Til að afla stundarvinsælda hefur hann gripið VEÐURHORFUR I DAG, 9. APRIL YFIRLIT í GÆR: Um 500 km norðaustur af landinu er 978 mb lægð á hreyfingu norður en 1.022 mb hæð er yfir Norður-Grænlandi. Um 900 km suðvestur í hafi er 976 mb lægð á hreyfingu norðaustur. SPÁ: Norðaustanátt, hvassviðri við suðurströndina, en stinnings- kaldi eða allhvasst í öðrum landshlutum. Víða slydda eða rigning á Suður- og Suðausturlandi, snjókoma norðaustanlands og með norðurströndinni. Víðast þurrt á Vesturlandi. Hiti nálægt frost- marki norðanlands, en 2-5 stiga hiti syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Norðan- og norðaustanátt. Él norðan- lands og austan, en þurrt og víða léttskýjað om sunnan- og vestan- vert landið. Fremur svalt f veðri, en þó frostlaust sunnanlands yfir daginn. HORFUR Á FIMMTUDAG: Austlæg átt. Rigning^syðst á landinu, slydda austanlands og snjókoma með norðurströndinni. Þurrt að kalla á Vesturlandi. Heldur hlýnandi veöur og hiti víðast yfir frostmarki. y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma ■\ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , 5 Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður : / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +3 alskýjað Reykjavík 1 léttskýjað Bergen 5 haglél Helsinki 10 þokumóða Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq 1 léttskýjað Nuuk ■i-8 snjókoma Ósló 7 skýjað Stokkhólmur 11 skýjað Þórshöfn vantar Algarve 17 skýjað Amsterdam 11 skýjað Barcelona 16 skýjað Berlín 11 skýjað Chicago 18 alskýjað Feneyjar 17 heiðskírt Frankfurt 13 skýjað Glasgow 8 skúrir Hamborg vantar Las Palmas vantar London 14 skýjað Los Angeles 13 þokumóða Lúxemborg 9 skúrír Madrfd 18 skýjað Malaga 20 léttskýjað Mallorca 19 skýjað Montreal 5 þokumóða NewYork 21 hálfskýjað Orlando 21 skýjað París 13 skýjað Róm 18 léttskýjað Vín 10 skúrir Washington 17 léttskýjað Winnipeg 3 skýjað til ásakana af ýmsum toga og meðal annars haldið því fram að íslandsbanki hafi hækkað vexti í nóvembermánuði af því að hann væri svo illa staddur. Þá hefur ekki linnt stöðugum ádeilum á bfinkana fyrir of háa raunvexti, þótt öllum sé ljóst að það er ríkis- valdið sjálft sem veldur raunvaxta- stiginu í landinu. Blekkingarleik- urinn hefur meðal annars gengið svo langt að á sama tíma og ríkis- stjóm samþykkir bréf til Seðla- banka þar sem honum er falið að beita öllum tiltækum ráðum' til þess að lækka raunvexti hjá bönk- uw, þá samþykkir sama ríkisstjóm að hækka raunvexti af spariskírt- einum ríkissjóðs. Sú vaxtahækkun var reyndar kölluð markaðsleg fínstilling." Hagræðing í rekstrinum Fram kom í ræðu Brynjólfs að vegna hagræðingar í rekstrinum hefur bankinn sparað vemlegt húsnæði. Þannig hefur hann nú þegar selt 9 fasteignir sem bank- amir fjórir nýttu áður. Söluverð þessara eigna nemur alls tæplega 300 milljónum króna. Bankinn er enn með í sölu nokkrar eignir og áætlar að söluverðmæti þeirra sé um 50 milljónir króna og þannig er fyrirsjáanlegt að bankinn muni losa fasteignir samtals að verð- mæti 350 milljónir. Sem dæmi um spamað í húsnæði nefndi Brynjólf- ur að höfuðstöðvar bankans nýta nú 30% minna húsrými en höfuð- stöðvar gömlu bankanna höfðu áður til afnota. Þar sparast um 1.500 fermetrar í skrifstofuhús- næði. í heild er áætlað að bankinn noti nú um 3.000 fermetrum minna húsnæði en bankarnir fjórir gerðu áður. Starfsmönnum bankans hefur einnig fækkað talsvert. í upphafí árs 1989 voru stöðugildi í bönkun- um fjórum alls 894 talsins en í janúarmánuði 1991 voru sambæri- Ieg stöðugildi í Islandsbanka um 805. Hafði starfsmönnum því fækkað um 10%. Áætlað er að stöðugildum í bankanum fækki áfram á þessu ári og að í lok þess hafi stöðugildum fækkað um 120-130 eða um 15%. Sainkeppnisstaða íslandsbanka Þá vék Brynjólfur að samkeppn- isstöðu íslandsbanka og benti sér staklega á tvo þætti sem þörfnuð- ust endurskoðunar. „Það fyrra sem ég nefni er, að íslandsbanki er eina innlánsstofnunin, sem greiðir eigendum sínum arð. Eins og kunnugt er hafa ríkisviðskipta- bankar aldrei greitt eigendum sínum arð og einnig er það svo, að sparisjóðirnir í landinu greiða engan arð. Það skiptir að sjálf- sögðu nokkru máli þegar bornir eru saman rekstrarreikningar þessara banka eða þegar stjóm- endur þeirra taka ákvarðanir um vexti eða gjaldskrá, hvort þeir þurfa að reikna með að greiða arð af sínu eigin fé eða ekki. 10% arð- ur í íslandsbanka þýðir tæplega 300 milljónir króna greiðslu af hagnaði ársins." Kvaðst hann telja að sömu lögmál ættu að gilda um alla keppinauta á fjármagnsmark- aðnum. Brynjólfur benti í öðru lagi á þá staðreynd að helstu keppni- nautar Islandsbanka, ríkisvið- skiptabankarnir nytu ríkisábyrgð- ar á skuldbindingum sínum. Hann sagði að með nýjum alþjóðlegum reglum um eiginfjárhlutfail banka kynni sú staða að koma upp að ríkisviðskiptabankamir gætu ekki nema að litlu leyti nýtt sér ríkis- ábyrgð á erlendum lánamörkuð- um. „Svo kann að fara að það lækki á engan hátt lántökukostnað íslendinga erlendis að hafa ríkis- viðskiptabanka. í ljósi þessa og með tilliti til þess hve mikilvægt það er að hafa starfsskilyrði aðila fjármagnsmarkaðarins sem jöfn- ust tel ég mikilvægt að á báðum þessum málum verði tekið á næst- unni, ríkisábyrgðinni annars vegar og arðgreiðslum hins vegar. Ein- faldasta leiðin í þessum efnum er auðvitað sú að gera ríkisbankana að hlutafélögum og sparisjóðina einnig og að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum ríkisviðskipta- bankanna.“ Sörli frá Sauðár- króki fallinn STÓÐHESTURINN Sörli 653 frá Sauðárkróki er fallinn 27 vetra. Sörli var fæddur 1964 hjá Sveini Guðmundssyni á Sauðár- króki undan Feng 457 frá Eiríks- stöðum og Síðu 2794 frá Sauðár- k.róki. ’ Á á landsmótinu 1970 á Skóg- arhólum stóð Sörli efstur \ flokki stóðhesta 6 vetra og eldri og á næsta landsmóti, 1974 á Vind- heimamelum, var Sörli sýndur með afkvæmum aðeins 10 vetra gamall og hlaut hann þá þegar fyrstu verðlaun. Aftur mætti Sörli til leiks á Skógarhólum 1978, þá aftur með afkvæmum. Keppti hann þá eftir nýju kerfi til heiðursverðlauna og varð fyrstur stóðhesta til að hljóta slíka nafnbót eftir þeim reglum. Tvö afkvæmi hans á mótinu vöktu sérstaka athygli, þeir Náttfari 776 frá Ytradalsgerði, sem efstur stóð i flokki stóðhesta 6 vetra og eldri, og Hlynur frá Bringu, sem sigraði í B-flokki gæðinga. Eftir mótið keypti Sigurbjörn Eiríksson á Stóra Hofi Sörla af Sveini og var hann notaður á Stóra Hofi fram að næsta lands- móti er Hrossaræktarsamband Skagfirðinga keypti hestinn. Var Sörli í eigu sambandsins til dauðadags. Sörli verður heygður á Úlfs- stöðum við hlið ömmu sinnar Ragnarsbrunku 2719, sem er ættmóðir hrossa Sveins á Sauð- árkróki. VK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.