Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL 1991 JltoYgtiuMjifeffr Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Ríkisstjórnin og efnahagslegfur stöðugleiki Aflagj ald og sóknarstýring Talsmenn ríkisstjórnarflokk- anna leggja mikla áherzlu á það í kosningabaráttunni að sann- færa kjósendur um, að sá efna- hagslegi stöðugleiki, sem við höf- um búið við um skeið með lágri verðbólgu sé stefnu ríkisstjórnar- innar að þakka. Fremstur í flokki þeirra, sem bera þetta á borð er Ólafur Ragnar,. Grímsson, fjár- málaráðherra, sem hélt því fram í sjónvarpsþætti sl. sunnudag, að ríkisstjórnin hefði með efnahags- stefnu sinni lagt grundvöll að þeim þjóðarsáttarsamningum, sem gerðir voru í febrúar sl. Þetta er að sjálfsögðu alrangt. Grundvöllur að þeim kjara- samningum, sem gerðir voru í febrúar 1990 og leitt hafa til þess, að verðbólgan er nú á svipuðu stigi hér og í nálægum löndum, var lagður af þremur forystu- mönnum verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda síðla sumars og á haustmánuðum 1989. Það voru þeir Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasam- bands íslands, Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, og Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, sem með persónulegum samtölum komust að þeirri niðurstöðu, að tímabært væri að reyna aðrar leið- ir í kjarasamningum, en tíðkazt höfðu fram til þess tíma, með örfáum undantekningum á sl. ára- tugum. Það traust, sem skapaðist á milli þessara þriggja manna var forsendan fyrir því, að þeir náðu saman um kjarasamninga, sem hafa haft þau jákvæðu áhrif í þjóðlífi okkar, sem raun ber vitni um, Það er ekki við hæfi og raun- ar afar ósmekklegt, þegar ein- stakir ráðherrar reyna að láta líta svo út, sem verk þessara þriggja manna sé í raun afrek ríkisstjórn- arinnar. Þar að auki er ástæða til að minna á, að það voru þessir þrír forystumenn verkalýðshreyfíng- arinnar og vinnuveitenda, sem gerðu samningana um þessa sátt- argerð en það eru launþegar, sem hafa tekið á sig þær fórnir, sem hafa leitt tii þess, að sá árangur hefur náðst, sem við blasir. Það er heldur ekki við hæfi, að ráð- herrar í ríkisstjórn reyni að skreyta sig með fórnum almennra launamanna undanfarin misseri. Ríkisstjórnin var knúin til ákveðinna aðgerða í þessu sam- bandi en mesta hættan, sem steðj- að hefur að þjóðarsáttinni frá því að samningar voru undirritaðir, hefur komið frá þessari stjórn. Með gegndarlausum lántökum og stöðugri útþenslu, hefur ríkis- stjórnin átt mestan þátt í að halda raunvöxtum háum, sem hefur leitt til búsifja bæði fyrir launþega og atvinnufyrirtækin. Það er því fár- ánlegt, að ráðherrar þessarar sömu ríkisstjórnar reyni nú að eigna sér annarra verk. Þjóðarat- kvæði og forsætis- ráðherra Yfirlýsing Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokks ins, á fundi á ísafirði á dögunum, að bera ætti undir þjóðina alla með sérstökum hætti aðild íslands að Evrópubandalaginu, ef tillögur um slíka aðild lægju fyrir, hefur vakið þjóðarathygli. Nú er að vísu ljóst, að engar slíkar tillögur eru á ferðinni. Hins vegar hafa tals- menn Framsóknarflokksins haldið því fram, að svo værf. Síðustu daga hefur Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, hent þessi ummæli Davíðs Odds- sonar á lofti og sagt, að slík þjóð- aratkvæðagreiðsla færi fram á kjördag eftir tæpar tvær vikur. Þetta eru auðvitað fáránleg um- mæli af hálfu forsætisráðherra. í þessari kosningabaráttu liggja ekki fyrir nokkrar tillögur um það hvemig tengslum íslands við Evr- ópubandalagið verði háttað á næstu árum. Þar af leiðandi er ekki um neitt að kjósa í þeim efn- um. Nú standa yfir viðræður milli Evrópubandalagsins og EFTA um hið svonefnda evrópska efnahags- svæði. Enginn veit á þessari stundu, hvort niðurstöður þeirra viðræðna verða jákvæðar eða nei- kvæðar. Því hefur verið haldið fram, að í þeim viðræðum væri í raun rætt um aukaaðild EFTA- ríkjanna að EB. Fyrir þeirri stað- hæfingu eru ekki efnisleg rök. Einstaklingar, flokkar og fjöl- miðlar geta hins vegar haft skoð- anir á þessum málum. Þannig hefur Morgunblaðið ítrekað lýst þeirri grundvallarafstöðu blaðsins til samskipta við Evrópuríkin, að veiðiheimildir erlendra ríkja innan fiskveiðilögsögu okkar komi ekki til greina og að eignaraðild útlend- inga að íslenzkum sjávarútvegs- fyrirtækjum komi ekki til greina. Kosningarnar annan Iaugardag geta hins vegar ekki snúizt um afstöðu íslands til EB vegna þess, að engar tillögur liggja fyrir þar um. En sjálfsagt er, að nota kosn- ingabaráttuna til þess að upplýsa kjósendur um þau meginmál, sem um er að tefla í samskiptum okk- ar við Evrópuríkin. eftir Gylfa Þ. Gíslason i. Fyrir páska birtust í Morgun- blaðinu tvær mjög athyglisverðar greinar um fiskveiðistefnuna. Hin fyrri birtist 26. mars: Um kvóta- mál eftir Pétur Kr. Bjarnason, fyrrverandi skipstjóra og yfirhafn- sögumann. Síðari grein birtist 28. mars og nefndist Leið til sátta um stjórn fiskveiða? og var eftir Guð- jón A. Kristjánsson skipstjóra og Jóhann Ársælsson skipasmið. I báðum greinunum kemur fram, að höfundarnir eru andvígir þeirri aðferð, sem nú er beitt við fisk- veiðistjórnina á Islandsmiðum, kvótakerfinu svonefnda. Þeir mæla með aðferð, sem nýlega var tekið að nefna sóknarstýringu, og er í grundvallaratriðum sama stefnan við stjórn fiskveiða og kennd var við sóknarmark í fyrstu ákvæðunum um fiskveiðistjórn frá 1983. Einkenni kvótakerfis, eins og það er nú framkvæmt sam- kvæmt lögum sem tóku gildi í byijun þessa árs, er að leyfðum heildarafla hverrar fisktegundar er skipt á skip og útgerðarmönn- um síðan í sjálfsvald sett, hvenær og hvemig þeir hagnýta aflaheim- ildir sínar. I þessu kerfi er ákveð- ið aflamark á skip grundvallarat- riði fiskveiðistjórnarinnar. í sókn- arstýringu felst það hins vegar, að útgerðarmönnum er frjálst að sækja sjóinn þegar þeim sýnist og á þann hátt, sem þeim sýnist, þó þannig, að veiðar séu bannaðar á vissum tímum og á vissum svæð- um. Að öðru leyti geta útgerðar- menn ráðið því, hvaða leyfða daga þeir hagnýta til veiða. Stjórnvöld- um er ætlað að sjá svo um, að banndagar séu nógu margir og bannsvæði þannig ákveðin, að fiskistofnunum sé ekki stefnt í hættu. Hér er ákveðið sóknarmark á skip grundvallaratriði fiskveiði- stjórnarinnar. Það liggur í augum uppi, að útgerðarmenn á þeim landsvæð- um, sem liggja vel við gjöfulum fiskimiðum, telji hag sínum betur borgið við sóknarstýringu. Þeir hafa þá betri skilyrði til þess að hagnýta góða aðstöðu sína. Og aflamenn fá einnig betur notið hæfileika sinna en þegar þeim er skammtaður hámarksafli á skip. Útgerðarstaðir á Vestfjörðum iiggja betur við góðum fiskimiðum en aðrir staðir á landinu yfirleitt. Þess vegna er það síður en svo undrunarefni, að sóknarstýring hafi átt og eigi sérstöku fylgi að fagna á Vestfjörðum. Ástæða þess, að löggjafinn felldi laga- ákvæðin um sóknarmark úr gildi og grundvallaði núgildandi físk- veiðistefnu eingöngu á aflamarks- sjónarmiðinu, var sú, að hætta er talin á, að sóknarstýringin verði þess valdandi, að lagt sé í óeðli- lega mikinn kostnað við að reyna að ná sem mestum afla sem fyrst. Reynsla var talin hafa sýnt, að það hefði átt sér stað. Auk þess var talið erfitt að segja til, með banndögum og bannsvæðum ein- um saman, hvenær farið sé að ganga of nærri fiskistofnunum. Á það var líka bent í þessu sam- bandi, að sóknarstýring mundi ekki leiða til fækkunar skipa, eink- um og sér í lagi vegna þess að sóknarmarksskipum var ekki heimilað að sameina veiðiheiixiildir sínar, með sama hætti og afla- marksskipum var og er heimilað að færa kvóta milli skipa. II. Það, sem gerði fyrrnefndar tvær greinar um fiskveiðistefnuna sér- staklega athyglisverðar, voru ekki rökin, sem í þeim voru færð fyrir sóknarstýringu. Auðvitað má færa ýmis rök bæði með og móti slíkri aðferð við fiskveiðistjórn, eins og færa má rök með og móti kvóta- kerfinu, eins og það er framkvæmt nú. Fimmtán þingmenn fluttu á liðnu þingi þingsályktunartillögu, þar sem mælt var með fískveiði- stjórn með sóknarstýringu, og færðu ýmis rök fyrir máli sínu. Það, sem er nýtt í tveim fyrrnefnd- um greinum, er, að í þeim báðum er þriðja stjórntækið nefnt sem nauðsynlegt, auk banndaga og bannsvæða, þ.e. aflagjald, sem greiðast skal af hverju íonduðu tonni. Málsvarar þingsályktunar- innar, sem fyrr var nefnd, tóku hins vegar skýrt fram, að þeir teldu ekki neins konar gjaldtöku koma til greina í sambándi við veiðiheimildir. Pétur Kr. Bjarnason segir t.d. í grein sinni: „Ég hefi áður vakið máls á því að stjórna veiðunum með afnota- gjaldi og banndagakerfi. Þar á ég við, að veiðarnar séu alveg ftjálsar innan þess ramma, sem stjórnvöld setja um hámark í samráði við Hafrannsókn á hveiju ári. En síðan sé tekið afnotagjald af öllum veiddum fiski... Ég tel tvímælalaust sjálfsagt, að útgerðarmenn greiði samfélag- inu fyrir afnot af fiskistofnunum. Þeir hafa sjálfir verðsett kvótann sín á milli og þar með gefið vísbendingu um gerðgildið.“ Guðjón A. Kristjánsson og Jó- hann Ársælsson segja m.a. í grein sinni: „Taka skal upp aflagjald tengt sóknarstýringu með aflagjaldi, stjórnunaraðferð, sem byggir á þremur höfuðþáttum: 1. Því að meta áhrif veiðanna á fiskistofna til verðs og leggja aflagjald á hvert, landað tonn. Þannig að verði álagið á fiskistofn- ana meira en ráðlegt er, hækkar gjaldið, og þannig myndast efna- hagslegar forsendur, sem taka mið af ástandinu í lífríkinu. 2. Banndagakerfí. 3. Svæðabundnum veiðibönn- um.“ III. Við, sem höfum mælt með því, að veiðiheimildir séu varðlagðar um leið og þær eru veittar, einfald- lega vegna þess, að þær eru auð- vitað verðmætar, og höfum því lagt til, að tekið verði í áföngum að greiða fyrir veiðileyfi í ein- hveiju formi, teljum það höfuð- galla núverandi kerfis fiskveiði- stjórnunar, að þetta er ekki gert. Útgerðarmenn fá veiðileyfí án þess að greiða nokkuð fyrir þau. Af því leiðir annars vegar, að flotinn helzt of stór og rekstur fiskveiðanna er óhagkvæmur. Og hins vegar veld- ur þetta því, að eigandi fiskimið- anna, þjóðarheildin, fær engan arð af eign sinni. Arðurinn fellur í skaut þeirra, sem áttu fiskiskip á árunum fyrir 1983, og skipaeig- enda, sem komið hafa í þeirra stað. Málsvarar þeirrar fiskveiði- stjórnar, sem nú gildir, hafa ekki tekið í mál, að þeir, sem fá veiði- leyfi, greiði fyrir þau, jafnvel þótt stungið hafi verið upp á þÍL að slík nýskipan yrði tekin upp smám saman og fýllstu varfærni gætt, eins og sjálfsagt er, þegar um mikilvægar skipulagsbreytingar er að ræða. Nú hafa hins vegar þrír málsvarar sóknarstýringar, sem allir eru gerkunnugir málefnum sjávarútvegsins, stungið upp á því, að útgerðarmenn taki að greiða fyrir hagnýtingu fiskimið- anna. í kerfi þeirra er ekki gert gráð fyrir veiðileyfum og þess vegna auðvitað ekki stungið upp á gjaldi fyrir veiðileyfi. Gjaldið á að vera fólgið í afnotagjaldi af öllum veiddum fiski, aflagjaldi. Og markmiðið á að vera að stuðla að minnkun flotans og auka þjóð- arframleiðsluna. IV. Ég hef verið og er þeirrar skoð- unar, að aflamarkssjónarmiðið sé hagkvæmari grundvöllur almennr- ar fiskveiðistjórnar en sóknar- markssjónarmiðið. Séu veiðileyfi, miðúð við aflamark, veitt til langs tíma, t.d. fimmtán ára, hefur út- gerðarmaður skilyrði til þess að hagnýta framleiðslumöguleika sína á sem hagkvæmastan hátt. Ef veiðileyfin eru framseljanleg á fijálsum og heilbrigðum markaði, verður tilhneiging til þess, að þau safnist smám saman á hendur þeirra, sem skilyrði hafa til hag- kvæmasts rekstrar, þannig að flot- inn minnkar smám saman og rekstur hans verður hagkvæmari fyrir þjóðarbúið í heild. En meðan eigendur fiskiskipa halda áfram að fá veiðileyfin án gjalds í upp- hafí, verður þessi þróun alltof hæg. Hagkvæmnin næst seint og illa. Og megingallinn er sá, að eig- endur fiskiskipa verða smám sam- an í reynd eins konar eigendur fiskimiðanna, samtímis því, að raunverulegi eigandinn, þjóðar- heildin, fer á mis við arðinn af auðlindinni, sjávarrentuna. Kostur sóknarmarks er sá, að þeir, sem liggja vel við fengsælum miðum, hafa betri skilyrði en ella til þess að hagnýta þau, og góðir sjósóknarar geta notið hæfileika sinna. Þegar kvótakerfið var tekið úpp, var veittur kostur á því að velja milli aflamarks og sóknar- marks. Um helmingur flotans valdi sóknarmark. En við síðustu endur- skoðun laganna um fiskveiðistjórn ákvað löggjafinn að hverfa frá sóknarmarkssjónarmiðinu og byggja fiskveiðistjórnina einvörð- ungu á aflamarki á skip. Eins og áður segir, voru rökin þau, að reynslan hefði sýnt, að sóknar- mark freistaði til of dýrrar fjár- festingar í veiðunum og of mikils rekstrarkostnaðar. Aflamarks- skipin veiddu með minni tilkostn- aði. Það var Alþingi, sem tók ákvörðun um að byggja fiskveiði- stjórnina einvörðungu á afla- markssjónarmiðinu. V. Álitaefni varðandi fiskveiði- stjórnina eru fyrst og fremst tvö. Hið fyrra er þetta: Á að veita útgerðinni heimild til þess að hag- nýta fiskistofnana við landið án þess að hún greiði þjóðarheildinni nokkuð fyrir það? Eða á útgerðin að greiða fyrir hagnýtingarréttinn, annað hvort með því að greiða veiðigjald fyrir veiðileyfi eða afla- gjald fyrir landaðan afla? Síðara álitaefnið er þetta: Á grundvallarsjónarmiðið varðandi nauðsynlega takmörkun á sókn í fis'kistofnana, sem þörf er á að MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL 1991 29 Gylfi Þ. Gíslason „Ef veiðileyfin eru framseljanleg á frjáls- um og heilbrigðum markaði, verður til- hneiging til þess, að þau safnist smám saman á hendur þeirra, sem skil- yrði hafa til hagkvæm- asts rekstrar, þannig að flotinn minnkar smám saman og rekstur hans verður hagkvæm- ari fyrir þjóðarbúið í heild.“ vernda, að byggjast á aflamarki á skip? Eða á að vernda fiskistofn- ana með banndagakerfi og svæðis- bundnum veiðibönnum? Ég hef verið og er þeirrar skoð- unar, að hagkvæmasta og réttlát- asta fiskveiðistjórnin sé fólgin í því, að úthluta aflamarksveiðileyf- um til langs tíma, losa jafnframt um tengslin milli veiðileyfa og skipa og koma því á smám sam- an, að greitt sé markaðsverð fyrir veiðileyfin. Á meginrökin fyrir þessari skoðun var minnzt að framan. Þau eru fólgin í því, að slík skipan er líklegust til þess að auka sem fyrst hagkvæmni í rekstri fiskveiðanna. Og með þess- um hætti hlyti réttur aðili, þjóðar- heildin, réttmætan arð af fiski- stofnunum við landið. Líklegt er, að þessi skipan gerði, þegar fram í sækti, nokkra lækkun á gengi krónunnar eðlilega. En hún þyrfti ekki að hafa í för með sér hækkun framfærslukostnaðar vegna stóraukinnar hagkvæmni í þjóðarbúskapnum. Hitt er ekki síður mikilvægt, að þá mundi hag- ur útflutningsiðnaðar, innlends samkeppnisiðnaðar og ýmissar þjónustu, sem nú skapar helming gjaldeyristeknanna, batna og það bæta afkomu þjóðarbúsins. Þeim skatti, sem nú er í raun og veru lagður á þessar greinar með geng- isskráningunni og veiðileyfum, sem ekki er greitt fyrir, yrði m.ö.o. létt af þeim. Sýnt hefur verið fram á með vönduðum útreikningum, að sú gengisbreyting, sem um yrði að ræða, þyrfti ekki að auka fram- færslukostnað, vegna þeirrar aukningar hreinna þjóðartekna, sem henni yrði samfara. Jafnframt er ástæða til þess að ítreka hér enn einu sinni, að veiði- gjald eða aflagjald væri ekki skatt- ur á útgerðina, eins og oft er látið í veðri vaka. Það er afgjald fyrir hagnýtingu auðlindar, sem gefur af sér arð. Vextir, sem lántakandi greiðir banka, eru ekki skattur á lántakandann, heldur afgjald fyrir hagnýtingu íjármagns, sem getur skilað arði. Húsaleiga er ekki skattur, sem húseigandi leggur á leigjanda, heldur gi'eiðsla fyrir afnot húsnæðis. Gjald, sem lax- veiðimaður greiðir eiganda veiðiár, er ekki skattur eigandans á veiði- manninn, heldur afgjald fyrir verð- mætan veiðirétt. Eins er veiðigjald eða aflagjald ekki skattur á út- gerð, heldur afgjald fyrir hagnýt- ingu verðmætrar auðlindar. VI. Ef ég væri spurður að því, hvort ég teldi þjóðarbúinu hagkvæmara, núverandi kvótakerfi án veiði- gjalds, eða sóknarstýring samfara aflagjaldi, þá mundi ég svara að síðara kerfið væri þjóðarbúinu hagkvæmara, þrátt fyrir galla, sem á því yrðu. Þeir eru fyrst og fremst fólgnir í því, að verndun fiskistofnanna er ekki jafn vel tryggð og í aflaniarkskerfi, og að hætta er á, að sóknarkapp hafi of rnikinn kostnað í för með sér. Þá verður og að benda sérstaklega á, að aflagjaldið yrði ákveðið af stjórnvöldum, án tilhlutunar mark- aðsafla. Ein meginröksemd okkar, sem mælt höfum með veiðigjaldi í aflamarkskerfi, hefur pinmitt verið sú, að það veiðigjald gæti myndast í fijálsum markaðs- viðskiptum. Ef stjórnvöld ákveða afiagjaldið, verður eflaust tilhneig- ing til þess, að það verði ekki ákveðið nógu hátt. Pétri Kr. Guð- jónssyni er hlutverk aflagjaldsins vel ljóst, enda segir hann í grein sinni: „Gjaldið þyrfti að vera það hátt í byijun, að það dragi úr ásókn til að ijölga bátum, en svo gæti það lækkað aftur, þegar jafn- vægi nálgast milli sóknar og veiði- þols.“ En þótt ég telji aflamarkskerfi í grundvallaratriðum heppilegra en sóknarstýringu mundi ég samt taka hið síðara fram yfír núgild- andi kvótakerfi, ef sóknarstýring- unni fylgdi afnotagjald og þannig væri um hnútana búið, að unnt sé að sameina veiðiheimildir. Ástæðan er sú, að kjarni vandans, sem við er að etja varðandi fisk- veiðistjórnina nú, er fólginn í því, að ein helzta auðlind Islendinga er í dag ekki verðlögð. Það er heimilað að hagnýta hana án þess að greiðsla komi fyrir. Það veldur í fyrsta.lagi stöðugri hættu á því, að hún sé ofnýtt. I öðru lagi veld- ur það því, að hún er hagnýtt með alltof miklum kostnaði. I þriðja lagi er aðalatvinnuvegum þjóðar- innar mismunað. Sjávarútvegin- um, sem aflar helmingi gjaldeyris- teknanna, er ívilnað. Þungur baggi er hins vegar lagður á útflutning- siðnað og þjónustú, sem afla hins helmings gjaldeyristeknanna. Og síðast en ekki sízt er þjóðin svipt arði af auðlind, sem Alþingi hefur ákveðið, að sé sameign hennar. Höfundur er prófessor. Utanríkisráðherra Jórdaníu um samskiptin við Bandaríkin: Þurrkum ekki út fortíð- ina en erum á réttri leið Amman. Frá Jóhönnu Kristjónsdótíur b „ÞESSI fundur er að frumkvæði James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem óskaði eftir að ég kæmi til Genfar á föstu- dag,“ sagði Taher Masri utanrík- isráðherra Jórdaníu í samtali við blaðamann Morgunblaðsins á sunnudag. Hér í Amman er litið á þetta sem mikilsháttar skref til að bæta stirð samskipti Jórdana og Bandaríkjamanna undanfarna mánuði vegna hollustu Jórdana við Iraka. „Við þurrkum ekki út fortíðina en við erum á réttri leið,“ sagði Masri. „Baker fer í þessa ferð með það efst á lista að kanna leiðir til að leysa Palestínuvandamálið. Vitan- lega gegnir Jórdanía þar stóru hlut- verki," sagði Masri. Taher Masri hefur undanfarið verið mikið á ferðinni. Auk ferða til landa Norður-Afríku var hann í fylgd Husseins konungs til Frakk- lands og Þýskalands í síðustu viku. „Við höfum hvatt til að alþjóðleg friðarráðstefna verði haldin. Áð svo stöddu eru Bandaríkin og ýmis arabaríki ekki með það efst á sínum lista. En Baker veit að Jórdanía hefur sitt til málanna að leggja og 'við gleðjumst yfir því að það er vilji til að tala saman og til að hlusta á okkur." Hvað segir hann um hugmyndir um að Jórdanía verði afhent Pal- estínumönnum? „Við höfnum þeim algjörlega og punktur. Það eru Israelar sem vilja þetta og við föllumst ekki á neitt slíkt. Þetta er ill hugmynd og sjúk- leg og hefur aðeins stuðning öfga- hóga í ísrael." Ég sagði ráðherranum að ég hefði heyrt í Líbanon að hugmyndin hefði fengið hljómgrunn þar meðal Líbana. Masri kinkaði kolli. Sagði að sér væri það ljóst. Líbanir hefðu því miður tileinkað sér alls konar síonískar hugmyndir og þar væri alltaf skellt skuld á Palestínumenn fyrir það sem úrskeiðis færi. Jafnvel nú þegar þriðja kynslóð Palestínu- manna væri að vaxa upp í Líbanon nytu þeir engra réttinda og_ væri ekki skár með þá farið en í ísrael. Gagnkvæm og djúpstæð tortryggni og andúð kæmi í veg fyrir að Pa- lestínumenn væru öruggir þar. Hann sagðist þó trúaður á að 250 þúsund Palestínumenn undir vopnum myndu afvopnast. í Jordan Times í gær er vitnað í tamanni Morgunbladsins. Taher Masri orð Yasser Arafats,. leiðtoga PLU, sem hann lét falla á fundi með for- seta Alsírs, Chadli Bejedid, þar sem Arafat segir að það komi ekki til mála. Masri sagðist samt telja að Palestínumenn í Líbanon gætu ékki hundsað líbönsk stjórnvöld í þessu efni. Aðspurður um efni nýlegrar skýrslu um að 30% Jórdana lifi und- ir fátæktarmörkuin sagði Masri að honum þætti sárt að viðurkenna að niðurstöðurnar væru líklega réttar. „Þetta er hörmulegt. Áður var nokkuð eðlileg launaþróun í Jórdaníu og meðallaun um 2 þúsund dollarar á ári. Fátækt þekktist naumast en nú hefur dæmið verið að snúast við. Vegna sæmilega tryggs ástands vor- um við vanhæfir til að fá alþjóðleg lán til að hleypa nýju blóði í atvinnu- vegi og því varð stöðnun og aftur- för. Enn seig svo á ógæfuhliðina eftir að Flóadeilan braust út og um 150 þúsund Jórdanir hafa komið frá Kúveit slyppir og snauðir. Stjórnar- far í Jórdaníu hefur stefnt í átt til lýðræðis og það er gott og blessað en fólk með tóman maga lifir ekki á lýðræði. Menn hafa tekið á sig byrðar í von um bata í efnahagslíf- inu en hversu lengi heldur það út ef ekki kemur til alþjóðleg fyrir- greiðsla?“ Ég spurði hvað honum fyndist um samþykkt Oryggisráðsins um að ír- akar eyðileggðu efnavopnabirgðir sínar sem eitt skityrða fyrir vopna- hléi. „í grundvallaratriðum erum við hlynntir því,“ sagði Masri. „En það þjónar takniörkuðum tilgangi þegar öllum er ljóst að ísraelar ráða yfir kjarnorkuvopnum og Sýrlendingar eiga einnig eiturvopn. Þess hefur ekki verið krafist að nefnd ríki eyði sínum gjöreyðingarvopnum. Þar af leiðir þversögn sem gerir að verkum að krafan á hendur Irökum er bara ; sett fram af því að þeir töpuðu stríði. Það er ekki sama Jón og séra Jón.“ Ég spurði Masri um vaxandi áhrif bókstafstrúarmanna í Jórdaníu. Hann sagði að Jórdanir væru þar ekki einir á báti. „Við viijum vera hófsamir og forðast öfgar í því sem öðru. En við vitum að sjónarmiðum bókstafstrúarmanna hefur vaxið ás- megin og það tengist alltaf efna- hagslegu og félagslegu ástandi. Það er hættulegt þegar trúin snýst upp í andhverfu sína. Þegar efnalegt öiyggi minnkar snýr fólk sér til yfirnáttúrulegrar forsjár eins og það búist við brauði þaðan. Það verður trúarleg bylting en hún er ekki í átt til lýðræðis og efnahagslegra um- « bóta. Til að koma í veg fyrir slíka : byltingu verður að bæta lífskjörin en við þurfum hjálp til þess og það nú.“ Taher Masri sagðist búast við að jórdanska þingið sæti út sitt kjörtímabil enda væri að svo mörgu að hyggja að ótímabærar kosningar hefðu ekkert gott í för jneð sér. Hvernig sér hann nánustu framtíð í þessum heimshluta og á hvaða meginreglum skyldi hún reist? „Það er erfitt að spá. Mér gest ekki að innantómum orðum og vil vera gætinn. Ef írak hefði splundr- ast, ef ný stjórn studd af Bandaríkja- mönnum tæki þar við - væri engum til góðs. Fyrst og síðast verður að leysa Palestínumálið, draga úr mis- skiptingu auðs milli arabaríkja. Jafn- vægi í því sem annar stöðugleiki er forsenda þess að arabaríkin vinni saman. ísrael verður að skilja að arabar eru ekki með það á stefnu- skrá sinni að eyða því, ofsóknaræði þess gagnvart okkur verður að linna. Viðjgetum lifað í friði en það er eins og Israelar vilji ekki skilja það. Þó hafa arabaríki sýnt meiri skilning í garð ísraels en þeir gagnvart okkur. Bandaríkjamenn eru þeir einu sem geta koinið vitinu fyrir ísraela. Ég vona að ferð Bakers nú á næstu dögum verði í þá átt,“ sagði Masri að lokum. Þj óðhagsstofnun: Brýnt að grípa í taumana og taka slakann af hagstjórninni HJÖÐNUN verðbólgunnar niður á svipað stig og í helstu viðskipta- löndum telur Þjóðhagsstofnun markverðustu tíðindin af þróun efna- hagsmála á síðasta ári. Stofnunin hefur gengið frá skýrslu um þjóðarbúskapinn á síðasta ári og horfur á þessu. Stofnunin varar við þenslu, telur að á undanförnum vikum hafi komið fram merki um nokkurn slaka i hagstjórn og brýnt að grípa í taumana. Þjóðhagsstofnun telur að botn hagsveiflunnar hafi verið á síðasta ári, þegar landsframleiðslan var óbreytt frá árinu á undan, en sam- dráttur var árunum 1988 og 1989. Horfur eru á að landsframleiðslan aukist um 1 % á þessu ári og þjóðar- tekjur um rúmlega 2%. Þessi já- kvæða breyting byggist bæði á hagstæðum viðskiptakjörum og aukinni neyslu og fjárfestingu. Til lengri tíma litið er talið að hag- vöxtur verði að jafnaði um 1,5 til 2% á ári á næstu árum, en það er mun minni hagvöxtur er gert er ráð fyrir í iðnríkjunum. Nýtt álver myndi breyta þessum spám verulega. Hallinn á viðskiptum við útlönd í fyrra nam 9,2 milljörðum króna, sem er 2,7% af landsframleiðslu. Hallinn stafar af óhagstæðum vaxtajöfnuði. Vaxtagreiðslur af erlendum Iánum námu 14,6 millj- örðum kr. Vöruskiptajöfnuður varð hagstæður um 5 milljarða. Því er spáð að viðskiptahallinn minnki nokkuð í ár, verði um 2,4% af landsframleiðslu. Þjóðhagsstofnun telur að hjöðn- un verðbólgunnar niður á svipað stig og í helstu viðskiptalöndum markverðustu tíðindin af þróun efnahagsmála í fyrra. Segir hún að svo virðist sem árið 1990 ætli að marka tímamót í viðureigninni við verðbólgu. Vísitala framfærslu- kostnaðar hækkaði um 7,3% á ár- inu. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,3%. Spáð er 6-7% verðbólgu frá upphafi til loka þessa árs og er þá miðað við að fylgt verði aðhaldssamri efna- hagsstefnu og raunsætt mat á stöðu efnahagsmála liggi til grund- vallar nýjum kjarasamningum í haust. Talið er að ráðstöfunartekjur í heild hafi aukist um 11% í fyrra, sem svarar til 10% aukningar reiknað á mann. í þessu felst að kaupmáttur hafi rýrnað um 4% frá árinu á undan. Kaupmáttur innan ársins stóð hins vegar nokkurn veginn i stað eins og stefnt var að. Reiknað er með að laun hækki um 8% á yfirstandandi ári og kaup- máttur aukist um 2%. Þetta er nokkru meiri launahækkun en í helstu viðskiptalöndum. Spáð er 6% hækkun launa í iðnríkjunum. Samkeppnisstaða íslenskra at- vinnuvega versnar þvi á árinu, miðað við að nafngengi krónunnar verði haldið óbreyttu. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar segir að þegar skilyrði þjóðarbús- ins batni fylgi ávallt hætta á þenslu. Til þess að sporna við því sé mikilvægt að aðhalds sé gætt í hagstjórn. „Á undanförnum vik- um hafa komið fram merki um nokkurn slaka í hagstjórn. Þessi slaki birtist meðal annars í vax- andi yfirdrætti ríkisstjóðs hjá Seðlabanka íslands, rýrnum gjald- eyrisstöðunnar og miklum láns- fjáráformum opinberra aðila á þessu ári. Þá virðist gæta aukinnar spennu á vinnumarkaði. Brýnt er að grípa í taumana og draga inn þennan slaka sem fýrst og tryggja áfram viðunandi jafnvægi í þjóðar- búskapnum," segir Þjóðhagsstofn- un.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.