Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 Morgunblaðið/KGA ORYGGISSKOR — Fyrir nokkru var haldin kynning á veg- um Dynjanda, þar sem sýnd var nýjasta framleiðsla franska fyrirtækis- ins Jallatte á öiyggisskóm. Að sögn forsvarsmanna Dynjanda er Jall- atte fyrsti framleiðandi öryggisskófatnar sem fær viðurkenningu skv. staðli tækninéfndar Evrópu, en framleiðendur innan EB verða að hafa fengið þessa viðurkenningu árið 1993; Fyrirtækið rekur verksmiðjur í Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni. Á myndinni eru Steindór Gunn- laugsson sölustjóri Dynjanda og Coutenceau markaðsstjóri Jallatte. Keflavíkurflugvöllur Mikilvægt að fá staðfest að gjöldin eru ekki of há — segir Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða um athugun opinberr- ar nefndar á afgreiðslugjöldum í Keflavík EINAR Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir mikilvægt að opin- ber nefnd hafi staðfest að afgreiðslugjöld á Keflavíkurflugvelli séu ekki óeðlilega há. Nefndin, sem skipuð var af stjórnvöldum til að gera tillögur varðandi flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli, hefur lagt til að afgreiðsla í vöruflugi á Keflavíkurflugvelli verði gefin frjáls. Jafnframt telur hún sýnt, að lendingar- og afgreiðslugjöld séu ekki hærri en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Leiðrétting I. GUÐMUNDSSON & Co. hf. er íslenskur umboðsaðili fyrir Hexa- glot tungumálatölvuna ’sem er ný- komin á markað og inniheldur íslensku auk fimm annarra tungu- mála. í frétt Morgunblaðsins sem birtist þriðjudaginn 26. mars sl. eru upplýsingar úr fréttatiikynningu Flugleiða þar sem segir að tungu- málatölvan kosti tíu þúsund krónur í verslunum í Reykjavík, en í flug- búð Flugleiða í millilandaflugi fáist hún á sérstöku kynningarverði fram í miðjan apríl og kosti þannig 6.500 krónur. Haukur Backman hjá I. Guðmundssyni vildi koma því á framfæri að smásöluverð tungu- málatölvunnar á íslandi væri 8.500 krónur miðað við tollgengi í mars sl. Telur nefndin að vegna lítils umfangs í vöruflugi megi ætla að það þyrfti ekki að auka verulega á starfsemi flugmálayfirvalda á vell- inum. Gætu þau samið við Flugleið- ir um að inna þjónustuna af hendi gegn gjaldi sem ella væri gerð krafa til þeirra um. Þá vill nefndin að því verði komið á framfæri við Flugleið- ir að félagið sníði gjaldtöku sína á vellinum að flutningsmagni í stað fastagjalds. Einar sagði að gildandi samning- ur, um einkaleyfisafgreiðslu Flug- leiða á veilinum væri gerður til að tryggja umferð árið um kring. „Ef það er ætlun stjórnvalda að breyta tekjuforsendum samningsins verður annað hvort að skoða reksturinn frá grunni eða fínna nýja tekjumögu- leika því þær tekjur sem félagið hefur haft af þessu hafa gengið til að standa undir rekstrinum á vellin- um. Það hefur verið tap á honum á undanfömum árum og ef gerðar verða breytingar verður jafnframt að tryggja að reksturinn standi undir sér,“ sagði Einar. í nefndinni sátu; Árni Sigurðs- son,_frá samgönguráðuneyti, Þröst- ur Ólafsson, utanríkisráðuneyti og Bolli Héðinsson, forsætisráðuneyti, sem var formaður nefndarinnar. Samkvæmt núverandi fyrir- komulagi hafa Flugleiðir allan nauðsynlegan búnað á vellinum til að sinna eigin flugvélum og ann- arra samkvæmt samningum þeirra við flugmálayfirvöld. Hefur félagið lagt í fjárfestingar í fasteignum, vélum og tækjum til að sinna þessu hlutverki. Kemur fram í skýrslu nefndarinnar að flugvallarstjórinn á Keflavíkurflugvelli telur að núver- andi fyrirkomulag sé hagstætt þar sem starfsmannafjölda hins opin- bera á flugvellinum sé haldið í lág- marki því Flugleiðir sinni störfum við flugafgreiðslu sem alla jafna eigi heima hjá opinberum flugvall- arstjórnum, skv. kröfum Alþjóða flugmálastofnunarinnar. Nefndin skoðaði ýmsar leiðir sem til álita voru og hafnar þeim kosti, að gefa afgreiðslu í farþegaflugi fijálsa. Telur hún að með því fyrir- komulagi yrðu yfiivöld á Keflavík- urflugvelli að taka sjálf að sér rekst- ur flugstöðvarinnar, annast um- ferðarstjórn á flugvélastæðum og starfrækja þjónustudeildir fyrir flugáhafnir. „Þrátt fyrir að Flugleiðir haldi sig við staðlaða samninga IATA um tilhögun afgreiðslu vörulfutninga og taki mið af tilhögun gjaldskrár sem tíðkast á stærri flugvöllum (til- tölulega hátt fastagjald án tillits til flutningsmagns), hentar það fyrir- komulag illa, þar sem aðilar með lítinn flutning eiga hlut að máli. Heppilegast væri, að fá Flugleiðir til að sníða gjaldtökuna að því flutn- ingsmagni sem fermt er eða af- fermt, eins og kostur er, þó að haldið yrði við hið staðlaða form IATA - samningsins um afgreiðslu- þætti. Utanríkisráðuneytið ætti að koma þessum sjónarmiðum á fram- færi við Flugleiðir hf.,“ segir í skýrslunni. Þá leggur nefndin til að lögum og reglugerðum verði breytt þannig að ekki þurfi nauðsynlega að tollaf- greiða og tollskoða vöru sem flutt er innsigluð í tollvörugeymslu í Reykjavík til að forðast tvöfalda tollafgreiðslu. Lnmci Selja ekki ósvikið Beaujolais París. Reuter. Helstu vínsalar í Ástralíu hafa fallist á að selja ekki Beaujolais-rauðvín, nema það komi sannanlega frá sam- nefndu héraði. Þar unnu fran- skir vínbændur orustu í stríði við erlend fyrirtæki sem kenna framleiðslu sína við fræg vínræktarhéruð í Frakklandi. Samkomulagið er sátt í máli sem Vínsamband Beaujolais höfðaði gegn 11 áströlskum fyr- irtækjum. Frakkar hafa reynt að ná svipuðu samkomulagi í öðrum löndum. Nýlega tókst þeim að fá japönsk fyrirtæki til að hætta að flytja inn bandarískt vín sem merkt er Chablis eða Campagne. Því er haldið fram að Bandaríkjamenn selji tuttugu sinnum meira Chablis-hvítvín en Frakkar. í hugum Frakka er nafn vínræktarhéraðs heiiagt mál. Franskt vín má ekki kenna við ræktunarhérað nema það upp- fylli ströng skilyrði. Fylgja verð- ur til hlítar aldagömlum aðferð- um við framleiðslu og markaðs- setningu. Beaujolais fertil dæm- is á markað skömmu eftir upp- skeru. Lotus hugbúnaður IBM á íslandi hefur tekið við umboði fyrir Lotus hugbúnað. Það eru góðar fréttir fyrir LOTUS aðdáendur á íslandi og alla þá sem hafa gert sér Ijóst að í heimi harðrar samkeppni skiptir sköpum að nota eingöngu bestu og áreiðanlegustu atvinnutækin. Lotus 1-2-3 töflureiknirinn er langvinsælasta einmenningstölvuforrit heims og vinnur árlega til helstu verðlauna sem veitt eru fyrir notagildi og sveigjanleika. Notendur eru yfir 12 milljónir í 65 löndum. Lotus Symphony er alhliða hugbúnaður sem sameinar í eitt töflureikni, gagnagrunn, ritvinnslu, og grafTk. Lotus Magellan er hjálparforrit fyrir harða diskinn. Með Magellan má skoða skrár úr meira en þrjátíu vinsælustu forritum heims, gera öryggisafrit, þjappa skrám til að auka pláss á disknum og margt fleira. Lotus Freelance er fádæma öflugt framsetningarforrit, fyrir texta, tölur, myndir og grafík. Omissandi verkfæri fyrir alla þá sem vilja setja fram upplýsingar á skipulegan hátt. IBM á íslandi afréð að taka að sér umboð fyrir Lotus hugbúnað að vandlega athuguðu máli. Við hvetjum þig til að sýna sömu kostgæfni þegar þú velur þér hugbúnað til framtíðar. Eftirtaldir aðilar munu annast sölu á Lotus hugbúnaði fyrir IBM á íslandi.: Kerfl hf. Sameind hf. Strengur, verk- og kerflsfræðistofa. Tölvumyndir hf. Örtölvutækni — Tölvukaup hf. FYRST OG FREMSÍ SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVÍK SÍMI 697700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.