Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 20
20 Rangfærslum um íslensk utan ríkismál svarað Tengsl foreldra og barna í hættu - Hvað er til ráða eftirJón Baldvin Hannibalsson í grein í Morgunblaðinu hinn 4. þessa mánaðar setur einn af fram- bjóðendum Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum, Bjöm Bjarna- son, fram svo villandi og röng um- mæli um stefnu íslands í utanríkis- og öryggismálum að ástæða er til að leiðrétta nokkur atriði. Fram- bjóðandinn segir m.a. að núverandi ríkisstjórn hafi ekki tekist að halda þannig á varaflugvallarmálinu, að í þá framkvæmd var ráðist. Þessi fullyrðing er beinlínis röng. í bréfi sem undirrituðum barst frá yfir- manni Atlantshafsflota Atlants- hafsbandalagsins í júlí á sl. ári er greint frá því að hætt hafi verið við áætlanir um varaflugvöll. Það sem lá þeirri ákvörðun til grundvall- ar hafði ekkert með stefnu íslands í málinu að gera heldur voru það breyttar aðstæður í alþjóðamálum. Þetta vita raunar allir, sem eitthvað hafa kynnt sér málið. Þegar um er að ræða afvopnun á höfunum kemur afstaða Björns Bjamasonar ekki á óvart. Fram- bjóðandinn er greinilega alfarið á móti því að vígbúnaður á höfunum verði tekinn inn í afvopnunarvið- ræður, þrátt fyrir að það sé aug- ljóst hagsmunamál íslensku þjóðar- innar. Sú fullyrðing að mistekist hafí að koma afvopnun á höfunum á dagskrá ÍFE-viðræðnanna um fækkun hefðbundins herafla í Evr- ópu er hinsvegar út í hött. Stefna íslands í málinu er og hefur verið skýr. Stefna ber að því að vígbúnað- ur á höfunum verði tekinn inn í afvopnunarviðræður eftir að núver- andi CFE-viðræður hafa borið árangur. Fyrri áfanga þeirra, CFE I, er lokið. Viðræður standa nú yfír um síðari áfanga, CFE Ia. Það er tómt mál 'að tala um að koma af- vopnun á höfunum á dagskrá í þess- um viðræðum þar sem erindisbréf þeirra gefur ekki svigrúm til þess. Það er framhaldið, CFE II viðræð- urnar, sem ísland hefur beint aug- unum að. Eitt af verkefnum Hels- inki-ráðstefnunnar 1992 er að ganga frá erindisbréfi um áfram- hald afvopnunarviðræðna. Þá fyrst mun koma í ljós hvort vígbúnaður á höfunum verður tekinn inn í af- vopnunarviðræður eða ekki. Enn fer frambjóðandinn með rangt mál hvað varðar tillöguflutn- ing íslendinga vegna kjarnorku á höfunum á vettvangi Alþjóðakjam- orkumálastofnunarinnar og Sam- einuðu þjóðanna þegar hann full- yrðir að þau áform hafi runnið út í sandinn. Staðreyndirnar tala öðru máli. Á sviði umhverfísmála, eru fá mál íslendingum jafn mikilvæg og að bægja frá þeim afdrifaríku af- leiðingum sem geislavirk mengun getur haft á lífríki sjávar. Haustið 1989 lögðu íslendingar til á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna að Al- þjóðakjamorkumálastofnunin gæfi út leiðbeinandi reglur um öryggi kjamakljúfa í hafí. Slíkar reglur hefur Alþjóðasiglingamálastofnun- in gefíð út fyrir kjarnorkuknúin farskip, en einungis fáein slík skip em til. Reglumar ættu einnig. að ná til herskipa og kafbáta. Við verð- um að gera okkur grein fyrir að það sem við emm í reynd að tala um em hreyfanleg. kjarnorkuver. Það em nálægt 600 slík kjarn- orkuver í höfunum. Það er engin gild ástæða fyrir því að um kjarn- orkuver í höfunum gildi ekki álíka reglur og eiga við um kjamorkuver á landi. Samstarf tókst milli Norðurland- anna um tillögu íslendinga og var hún lögð fram á aðalfundi Alþjóða- kjamorkumálastofnunarinnar í september sl. Ljóst var í upphafi að gera mátti ráð fyrir andstöðu við að reglur næðu til herskipa og var það raunin. Þá kom jafnframt í ljós að það getur reynst erfitt að þoka málinu áfram innan sérstofn- ana Sameinuðu þjóðanna enda er þeim einungis ætlað að beina at- hyglinni að notkun kjarnorku í frið- samlegum tilgangi. Þessvegna var nauðsynlegt að taka málið upp á allsheijarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Það má gera með ýmsum hætti. Leið sem oft hefur reynst árangursrík til að brydda upp á nýjum málum hjá Sameinuðu þjóð- unum er að fá samþykki fyrir sér- fræðingakönnun. Markmiðið með því er fyrst og fremst að fá fram alþjóðlega viðurkenningu á, að um sé að ræða vandamál, sem nauðsyn- legt er að taka til umræðu og fínna lausnir á. Slík sérfræðikönnun er því fyrsta skrefíð til að takist að ná um það samstöðu á alþjóðavett- vangi að nauðsynlegt sé að beina athyglinni að hættum sem stafa af kjamorkuverum í hafi, ekki síður en þeim sem eru í landi. Tillaga um slíka sérfræðingakönnun var unnin í utanríkisráðuneytinu á sl. hausti og hún lögð fram á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna til kynningar. Nauðsynlegt er að afla tillögunni víðtæks stuðnings áður en hún er lögð fram til afgreiðslu og er unnið að því. Jón Baldvin Hannibalsson „í bréfi sem undirrituð- um barst frá yfirmanni Atlantshafsflota Atl- antshafsbandalagsins í júlí á sl. ári er greint frá því að hætt hafi verið við áætlanir um varaflugvöll. Það sem lá þeirri ákvörðun til grundvallar hafði ekk- ert með stefnu íslands í málinu að gera heldur voru það breyttar að- stæður í alþjóðamálum. Þetta vita raunar allir, sem eitthvað hafa kynntsér málið.“ Við leysum ekki þann vanda sem stafar af hættum frá kjarnorkuver- um í háfí frá einum degi til ann- ars. Það getur tekið okkur alllangan tíma. En verkið er hafíð og því hefur verið markaður ákveðinn far- vegur. Því starfí þarf að halda áfram. Það er mikið í húfi. Höfundur er utanríkisráðherra. UM 500 Kópavogsbúar hafa skrifað undir lista þar sem þess er farið á leit við bæjaryfirvöld að Kópavogsbúar fái að kjósa um hvort þeir vilji frekar veita fé til byggingar íþróttahallar Breiða- bliks eða til frágangs hálfklár- aðra bygginga og gatnagerðar. Gert er ráð fyrir að kosningarn- eftir Ragnhildi Eggertsdóttur Á síðustu áratugum eða allt frá lokum seinni_ heimsstyrjaldar hefur atvinnulíf á íslandi aukist jafnt og þétt. Þessi aukna atvinna hefur kallað til sín æ fleiri starfskrafta og konur hafa hlýtt því kalli og flykkst út í atvinnulífið. í dag eru 80% giftra kvenna útivinnandi. Þátttaka kvenna í vinnu utan heim- ilis hefur, í flestum tilfellum, verið bein viðbót við þá vinnu sem þær vinna inni á heimilun sínum. Við þetta hafa ýmsar félagslegar þarfír fjölskyldunnar orðið útundan, svo sem samvera foreldra og barna, vegna ósveigjanleika og tillitsleysis atvinnulífsins við fjölskylduna. Það er auk þess nöturleg staðreynd að ráðamenn virðast ekki skilja þörfína fyrir aukið framboð öruggrar ■ og þroskandi gæslu fyrir börnin meðan foreldrar sinna vinnu sinni. Tvískinnungnr í við- horfum til barna Það gætir mikils tvískinnungs til barna hér á landi. Allir eru sam- mála um að karli og konu sé það mikil gæfa að eignast bam og helst fleiri en eitt. Allir eru líka sammála um það að í dag þarf tvær fyrirvinn- ur, í langflestum tilfellum, til að sjá fjölskyldu farborða, því þrátt fyrir mikla atvinnu þá eru laun flestra ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Foreldrar hafa sjálfír alltof oft orð- ið að ráða fram úr þeim vanda hver sem betur getur að koma bömum sínum í gæslu á meðan þeir stunda vinnu sína, jafnvel með því að hafa bömin í gæslu hjá fleirum en einum aðila sama daginn. Þessu fylgir ar fari fram í tengslum við næstu Alþingiskosningar. Aðstandend- ur söfnunarinnar afhentu bæjar- stjóra Kópavogs undirskriftar- listana í gær. Gunnar Steinn Pálsson, í stjóm Breiðabliks, seg- ir að ef samþykkt verði að efna til kosninganna muni Breiðablik kynna fólki sín sjónarmið. ómanneskjulegt álag og óöryggi, bæði fyrir börn og foreldra sem síðan oft á tíðum kemur niður á þeim fáu samverustundum sem fjöl- skyldan hefur og gerir allt uppeldis- starf og eðlilegt samband foreldra og bama erfítt og ófullnægjandi. Það er nefnilega þannig að þarfír bama hafa ekkert breyst þrátt fyr- ir aukið vinnuálag foreldra. Börn þurfa alls ekki minna á ástúð, ör- yggi og samveru við foreldra sína að halda nú en áður. Hörðu málin verða að laga sig að mjúku málunum Við berum öll ábyrgð á velferð bamanna en ábyrgð og skyldur for- eldranna em þó mestar og vega þyngst. Þarfír atvinnulífsins hafa haft forgang fyrir þörfum heimil- anna og margir foreldrar þurfa að vinna langan vinnudag til að sjá sér og sínum farborða. En foreldrar verða að geta sinnt börnum sínum og til þess þurfa þeir stuðning og skilning. Alltof mörg ung börn njóta ekki viðunandi öryggis og aðbúnað- ar og allt of mörg stálpuð böm og unglingar verða að vera alein heima stóran hluta dagsins á meðan for- eldrar þeirra sinna vinnu sinni. Þetta er vægast sagt óviðunandi ástand sem verður að breyta, það þolir enga bið og við höfum ekkert leyfí til að koma svona fram við börnin okkar sem ekki geta sjálf varið sinn málstacf. Það sem er mest aðkallandi í dag er að atvinnu- lífið lagi sig að þörfum fjölskyld- unnar, að hörðu málin lagi sig að mjúku málunum en ekki öfugt eins og verið hefur. Gleymum ekki að mjúku málin em lifið sjálft. Það er ýmislegt hægt að gera til að bæta þetta ástand til dæmis með styttri Stefnir Helgason, einn aðstand- enda undirskriftasöfnunarinnar, sagði að hugmyndin að undirskrift- arsöfnuninni hefði orðið til meðal nokkra sundlaugargesta í Kópa- vogi. „Við vomm að kvarta yfir því að á sama tíma og sundlaugin væri ekki nema hálfklámð væri verið að ráðast í eitt mannvirkið enn og ein- hver stakk upp á því að setja út nokkur blöð og sjá hvað fólk vildi. Hér er ekki um félag að ræða og enginn sértakur í forsvari," sagði Stefnir meðal annars og bætti við að ekki hefði verið gengið skipulega til verks. Engu að síður hefðu undir- tektir verið mjög góðar og um það bil 500 manns hefðu skrifað sig. Gunnar Steinn Pálsson, í stjórn Breiðabliks, sagði félagið hefði ekki skipt sér af undirskriftarsöfnuninni en sagði að Breiðabliksmenn myndu kynna sinn málstað ef farið yrði út í skoðanakönnun um framlög til íþróttahallarinnar í tengslum við komandi alþingiskosningar. Ahrifamáttur kvenna í sljórn- málum aukist Kvenréttindafélag íslands hélt fund á Akureyri síðastliðinn sunnudag með konum í framboði á listum allra flokka í Norðurlandskjördæmi eystra. í frétt frá félaginu segir, að niðurstaða fundarins sé sú „að þrátt fyrir mismunandi leiðir vinna allar konur að því sameiginlega markmiði að auka jöfnum höndum áhrifamátt kvenna í íslenskum stjórnmálum". Kópavogur: Vilja kjósa um fram lög til íþróttahallar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.