Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL 1991 47 Minning: Guðbjörg Guðmunds- dóttir frá Kleifum Fædd 20. desember 1904 Dáin 29. mars 1991 Hún Guðbjörg amma er farin frá okkur, hún sem alltaf var til stað- ar. Hún sofnaði á föstudaginn langa og vaknaði ekki aftur hér á meðal okkar. Amma fæddist 20. desember 1904 í Kolbeinsvík á Ströndum og ólst upp í Birgisvík. Hún bjó með manni sínum, Magnúsi Magnús- syni, á Kleifum í Kaldbaksvik, svo á Drangsnesi og síðar á Skaga- strönd þar sem ég bjó fyrstu ár ævi minnar. Þar fékk ég fyrst að njóta góðmennsku hennar og kær- leika. Þegar móðir mín dó ung frá okkur systur minni stóðu amma og afi við hlið sonar síns og reyndust okkar systrunum sérstaklega vel. Amma og afi brugðu búi og fluttu pabba til Reykjavíkur, bæði til að hugsa um heimili fyrir hann og einnig vegna veikinda afa sem dó stuttu síðar. Síðustu 20 ár ævi sinnar bjó hún ein og hugsaði um sig sjálf. í mínum huga var amma ímynd hinnar fórnfúsu og starf- sömu bóndakonu sem tók alltaf svo vel á móti öllum með umhyggju sinni. Alltaf átti hún tilbúið deig til að baka pönnukökur fyrir þá sem heimsóttu hana. Heimili Guðbjargar ömmu var alltaf opið fyrir okkur barnabörnin og barnabarnabörnin en hún var, eins og margar ömm- ur, einstaklega hrifin af börnum og þau löðuðust að henni. Þau missa mikils að fá ekki lengur að njóta samvistanna við hana. Alltaf var hún að pijóna sokka og vettlinga á börnin. Með því fannst henni hún gera gagn sem hún og gerði. Guð- björg amma var trúuð kona. Hún var besta manneskja sem ég hefi kynnst, hún veitti mér styrk og trú á sjálfa mig sem ég mun alltaf búa að. Ég sakna hennar mikið en minn- ingin um hana lifir og yljar. Blessuð sé minning hennar. Guðbjörg Magnea Hákonardóttir Bergsteinn Árna- son - Kveðjuorð Fædd 17. júlí 1926 Dáin 18. mars 1991 Bergsteinn Ámason hóf störf í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli árið 1954. Þar lágu leiðir okkar fyrst saman. Bergsteinn var sér- stæður persónuleiki, sem seint gleymist. Hans létta lund og góða skopskyn var okkur vaktfélögum hans mikils virði. Þegar á móti blés í önn dagins og myrkar skammdeg- isnætur lögðust þungt á hugi manna yar gott að hafa Begga sér við hlið. Samviskusemi, heiðarleiki og sterk réttlætiskennd eru þeir mannkostir sem lögreglumönnum öðrum fremur ber að varðveita. Bergsteini tókst vel að nýta þessa góðu eiginleika í starfi. Honum var ávallt ríkt í huga að framfylgja af einurð og festu þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar að allir skyldu vera jafnir fyrir lögum, hveijir sem í hlut ættu. í lögreglustarfinu er oft við ramman reip að draga að ná þessu markmiði, völd, sérhags- munir og persónuleg afskipti gátu gengið þvert á þessi grundvallar- sjónarmið. Stundum var Begga mínum gramt í geði er honum fannst á rétt lítilmagnans gengið og lítils samræmis gæta í málsmeð- ferðum. Slíkt samræmdist ekki hans sjónarmiðum og hlutverki sem lögreglumanns. Hann fordæmdi hvers konar misrétti og gat þá lá- tið þung orð falla í garð þeirra, sem honum fannst ábyrgð bera. Mátti á svipbrigðum og framkomu ráða hversu mikið honum lá á hjarta og til að árétta vægi orða, hækkaði hann róminn og kreppti hnefa. Eftir að Bergsteinn hætti störf- um á Keflavíkurflugvelli réðst hann til starfa í lögreglunni í Keflavík og frá 1966 í Reykjavík, en þar lauk hann starfsferli sínum 1987, er hann fór á eftirlaun. Lífsgleði og góðvild Begga birtist með ýmsum hætti. Oft var gaman að hlusta á hann segja frá heima- slóðum sínum, lifandi frásagnir úr fögru umhverfi æskuáranna. Þá voru lýsingar hans á mönnum og málefnum afar skemmtilegar og oftast fann hann orð við hæfi og fékk ég og félagar mínir ýms viður- nefni, sem hent var gaman að. En Leiðrétting í minningargrein um Bjarna Sveinsson, múrarameistara í Hafn- arfirði, sem birtist í Morgunblaðinu 4. apríl sl., féll niður nafn dóttur hans, Áslaugar Hrefnu, og eigin- manns hennar, Brands Sigurðsson- ar. Eiga þau tvö börn. Eru hlutað- eigendur beðnir velvirðingar á þess- um mistökffiW:^ 'n"*___J ávallt bjó hans hlýja hjartalag að baki, glens og gamanyrði af vörum Begga var hans lífsstíll. Bergsveinn var mjög barngóður. Þegar hann heimsótti mig í Kefla- vík lék hann oft við börnin og faðm- aði þau að sér eins og honum var einum lagið. Góða og skemmtilega löggan er komin heyrði maður frá börnunum úti á götunni, áður en Beggi barði dyra. Honum tókst flestum betur að varðveita barnið í sjálfum sér og láta þau njóta ást- ar og umhyggju. Kærar þakkir fyrir vinskap og tryggð. Eiginkonu, börnum og ást- vinum sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur. Kristján Pétursson t Ástkær dóttir okkar og systir, ÞÓRUNN JÓNÍNA HAFÞÓRSDÓTTIR, Brekkulæk 4, andaðist á barnadeild Landspítalans sunnudaginn 7. apríl. Lilja Hjördís Halldórsdóttir, Hafþór Jónsson, Tómas Hafþórsson. + Eiginmaður minn og faðir okkar, LÁRUS HARRY EGGERTSSON, Sólvallagötu 45, lést sunnudaginn 7. apríl. Ingibjörg Björnsdóttir og börn. t Innilega þökkum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, ÖNNU RÓSU EYJÓLFSDÓTTUR, Hvoli. Fyrir hönd vandamanna, Ingveldur Eyjólfsdóttir, Guðmundur Eyjólfsson, Sigurður Eyjólfsson, Sigurbjörg Guðnadóttir. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við fráfall og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HARALDAR GUÐMUNDSSONAR, Faxabraut 20, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Erla Sigurðardóttir, Dagný Haraldsdóttir, Steinar Harðarson, Marta Haraldsdóttir, Hjörtur Fjeldsted, Helga Haraldsdóttir, Guðmundur Baldvinsson, Haraldur Haraldsson og barnabörn. . ........ ................" i n .............. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR JÓNASSON, Háagerði 57, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 11. apríl kl. 13.30. Gunnhildur Jónsdóttir, Guðrún Yrsa Sigurðardóttir, Jón Tómas Erlendsson, Sigurður Jónsson, Inga Dröfn Jónsdóttir, Gunnhildur Jónsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, STEFÁN ÞORVARÐSSON skipasmiður, Hrauntungu 63, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. apríl kl. 10.30. Ragna Skúladóttir, Þorvarður Skúli Stefánsson, Súsanna Stefánsson, María Skúladóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Stefán Ragnar Magnússon, Jóhanna Magnúsdóttir. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur vin- semd og hlýhug við fráfall og útför sonar okkar og bróður, JÓNS BERGMANNS STURLAUGSSONAR. Örn Berg Guðmundsson, Ragnheiður Gröndal, Jakob Ingi Sturlaugsson, Ólöf Guðlaugsdóttir, Björgvin Th. Arnarsson, Sigríður María Reykdal. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS PÉTURSSONAR, Hólmgarði 2a, Keflavfk. Sigriður Júlíusdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR G. KOLBEINSDÓTTUR, Hlíf, ísafirði. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sæunn Sigurjónsdóttir, Gunnar Sigurjónsson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Sigurvin Sigurjónsson, Jón Guðmundsson, Sigurður Jóhannsson, Erla Sigurðardóttir, Sigurður Hannesson, Guðlaug Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegustu þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur vinsemd og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, BJARNA STEFÁNSSONAR, formlistamanns, Kleppsvegi 20, Reykjavik. Sérstakar þakkir skulu færðar starfsfólki á deild A-5 Borgarspítal- ans og samstarfsfólki hans við Þjóðleikhúsið. Bragi S. Stefánsson, Baldur M. Stefánsson, Bergþóra B. Friðgeirsdóttir, Höskuldur Stefánsson, Ebba Ólafsdóttir. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS FRÍMANNS SIGURÐSSONAR, Vesturgötu 45, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness fyrir góða aðhlynningu og umönnun í veikindum hans. Ólína Ása Þórðardóttir, Sigurður Ólafsson, Margrét Ármannsdóttir, Ragnheiður Ójafsdóttir, Þórður Helgi Ólafsson, Ásmundur Olafsson, Gunnar Ólafsson, Ólaf ur Grétar Ólafsson, Baldur Ólafsson, Sonja Hansen, Jónína Ingólfsdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir, Dóra Guðmundsdóttir, barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.