Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 Minning: Oli M. Andreasson Fæddur 27. nóvember 1934 Dáinn 30. mars 1991 Deyr fé deyja frændr, deyr sjaifr it sama; en orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðan getr. Þessi orð úr Hávamálum fínnst okkur eiga vel við er við nú minn- .umst vinar okkar og samstarfs- manns. Óla M. Andreassonar, sem lést laugardaginn 30. mars. Óia höf- um við þekkt í mörg ár, fyrst er við systumar ungar að árum fórum að koma í efnalaugina. Ailtaf var jafn ánægjulegt að heimsækja Óla og hann liðsinnti okkur við fyrstu hánd- brögðin. Nú á seinni árum er við tókum meiri þátt í rekstrinum ásamt mök- um okkar varð Óli okkur öllum meiri samstarfsmaður, alltaf jafn hlýr og glaður í bragði. Hann var futlur lífs- orku og vinnugleði og óstöðvandi þegar aðrir höfðu fengið nóg. Samviskusemi og natni Óla var einstök og einkenndu ávallt vinnu hans. Eins og gengur og gerist inn- an veggja svona fyrirtækis eru verk- efnin miserfið. Það virtist sem hvatn- ing fyrir Óla að takast á við og glíma við þau erfíðustu. Með kvikum hreyf- ingum og öruggum handbrögðum leysti hann þau ávallt vel af hendi. Óli var lærifaðir okkar og kenndi okkur að meta fagleg vinnubrögð. Sérhvert mál sem Óli fékk til að leysa tók hann að sér með festu og alvöru enda var honum fullkomlega treyst fyrir rekstrinum þegar aðrir brugðu sér af bæ. Oft var fjörugt í kaffistofunni og vinnusalnum þegar vel lá á Óla. Ef til vill hafði honum gengið óvenju vel í spilunum kvöidið áður eða feng- ið einhvern afbragðs réttinn hjá Nínu. í hádeginu. ÓIi var stoltur eiginmaður og fað- ir og deildi hann gleði sinni með okkur sem með honum störfuðu. Óli var lífsglaður og kátur að eðlisfari. Okkur var því ijóst um mitt síðasta ár þegar þreyta gerði vart við sig hjá honum og krafturinn fór þverr- andi að eitthvað amaði að. Um haus- tið kom í ljos að hann átti við iilan blóðsjúkdóm að stríða sem síðan kvaddi hann frá okkur. Eitt er víst að vandfundnir eru slíkir starfsmenn sem Óli var. Við erum öll, sem í Efnalauginni Björgu störfum, erum þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna með manni sem Óla. Hann var góð fyrirmynd og önnur eins hollusta við fyrirtæki er einstök. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til Nínu, dætra þeirra Bryndísar, Svan- hvítar og Sigrúnar og fjölskyldna þeirra. Agústa, Sigurður, Soffía og Kristinn. Kveðja frá bridsfélögunum Óli er farinn yfir móðuna miklu, langt um aldur fram. Hann var ein- stakt ijúfmenni og við, sem spiluðum við hann, vitum hve mikið er falið í því ágæta orði: lipurð, góðmennska og það, að vera alltaf hjálpsamur og gera það, sem hægt er fyrir ná- ungann. Arlega fór bridssveitin, ásamt nánustu kunningjum í þeim hópi, í veiðiferð í júnímánuði, og man und- irritaður ekki til að Óla hafi vantað, ef hann var hérlendis. Síðasta veiði- ferðin var farin í fyrstu viku septem- ber síðastliðinn og varð þá í fyrsta sinn vart við, að Öli væri lasinn, en allir töldum við það ekki mikið mál, sem það því miður var. Hann var félagslyndur og naut þess að spila, enda góður bridsmað- ur. Ekki lét hann sig vanta á árshá- tíðir eða skemmtanir hjá Bridsfélagi Kópavogs, né heldur aðalfundi þar. Hann var góður söngmaður og þótti gaman að taka lagið í góðum hóp. Með eindæmum var Öli fljótur og röskur við alla hluti, hvort sem var til vinnu eða leikja, meira að segja spilin voru á fleygiferð í höndum hans. Ekki hefði líf Óla verið svona gott, sem það var, ef Nína hefði ekki staðið við hlið hans alla tíð, og að koma í heimsókn til þeirra hjóna, í spil eða afmæli, var alltaf eftir- minnilegt. Við félagamir í brids- og veiði- sveitinni og makar okkar sendum Nínu, dætrunum og öðrum vanda- mönnum innilegar samúðarkveðjur. Megi Óli hvíla í friði. Guðmundur Pálsson Laugardaginn 30. mars andaðist vinur okkar, Óli Markús Andreasson. Það eru um það bil 33 ár síðan við kynntumst og í öll þessi ár hefur vinátta okkar haldist og við áttum saman ótal ánægjustundir. Óli Mark- ús var fæddur og uppalinn í Vest- mannáeyjum. Móðir hans var íslenzk en faðir hans færeyzkur og bjó fjöl- skyldan I Eyjum. Óli hafði alltasf sterkar taugar til æskustöðvanna og einnig til Færeyja, en þangað fór hann nokkrum sinnum og átti þar marga vini. Eins og aðrir drengir í Eyjum fór Óli snemma að vinna fyrir sér við þau störf er féllu til í þessari stærstu verstöð landsins og í Eyjum hóf hann starf í efnalaug en við það vann hann alla sína starfsævi. Óli kvæntist Nínu Sveinsdóttur og eignuðust þau fjórar dætur: Sigr- únu, gifta Steliosi Saviolidis, búa í Aþenu og eiga eina dóttur, Nínu Maríu. Svanhvíti, gifta Kolbeini Arn- grímssyni og eiga þau tvo syni, Óla Ragnar og Isak. Bryndísi, sem býr í foreldrahúsum og eina dóttur misstu þau skömmu eftir fæðingu. Við Faxastíginn í Vestmannaeyjum var heimili þeirra Óla og Nínu og þangað heimsóttum við þau fyrst, sú heimsókn er okkur alltaf minnis- stæð. Eftir að Óli og Nína fluttust til Reykjavíkur, hittumst við oftar. Margar ferðir fórum við til að veiða silung eða lax og alltaf skeði eitt- hvað skemmtilegt þótt ekki væri veiðin alltaf mikil. Óli átti sér fleiri áhugamál, hann var mjög góður bridsspilari og tók oft þátt í keppni í þeirri íþrótt og hlaut fjölda verðlau- nagripa og viðurkenninga fyrir þátt- töku sína. Síðasta árið var erfitt, heilsan var tekin að gefa sig og starfsþrekið minna, þótt áhuginn og dugnaðurinn væri fyrir hendi. Síðastliðið sumar fór hann til Grikklands að heim- sækja dóttur sína og hennar fjöl- skyldu og var sú ferð honum afar mikils virði. Það var aðdáunarvert hve Óli tók veikindum sínum með miklu æðruleysi og hvað hann var alltaf jákvæður og sýndi mikinn vilj- astyrk, allt fram á síðasta dag. Við leiðarlok þökkum við Óla ailar þær gleðistundir sem við áttum sam- an og vottum Nínu og fjölskyldu hennar innilegustu samúð okkar. Ingibjörg og Signrður Þá hefur Óli, kær vinur okkar, kvatt að sinni. Skilaboð lágu á sí- manum um að Ingibjörg vinkona okkar hafi hringt. Við vorum að koma úr ferðalagi og þeirri hugsun sló niður að nú ætti að hittast seinna um kvöldið. Lítill vinahópur sem við vorum saman í, hittist af og til og alltaf tilhlökkun að hittast. Ekki þarf að tilgreina að Óli var hrókur alls fagnaðar í þeim hópi og alveg hreint ómissandi þar. Ekki þurfti að íhuga það meira, því aftur kom símtai og það var reiðarslag. Óli hafði látist þá um morguninn. Okkur var bmgðið. Aðdragandi var að veikindum hans, en að svo stutt væri eftir grunaði okkur ekki. Við söknum góðs vinár, enginn kem- ur í hans stað. Óli var skemmtilegur og einlægur félagi og umfram var hann heiðarlegur og greiðvikinn. Fyrir það þökkum við hjónin. Einnig þökkum við hans góðu konu Nínu.fyrir allar ánægjustund- irnar sem við höfum átt gegnum árin. Guð blessi minningu Óla. Kristín og Þráinn Laugardagsmorguninn fyrir páska hringdi Nína eiginkona Óla til mín og sagði mér að hann hefði látist snemma dags. Þegar ég heimsótti hann þrem dögum áður gátum við talað dálítið saman um hans hjartans mál, hvemig gengi, væri mikið að gera í páskatraffíkinni og hugurinn var bundinn við starfið. Sjá mátti að hann var mikið veikur og nokkuð ljóst að hveiju stefndi. Hugurinn hvarflar til gömlu góðu eyjunnar okkar, Heimaey, úti í hafi. Þar vorum við fæddir og uppaldir, hann á Skólaveginum en ég í næsta nágrenni á Faxastígnum. Æskustöðvarnar höfðu margt að bjóða börnum sínum, fuglalíf og ið- andi líf við höfnina. Stundum fengum við lifur og gellur til að selja, kiífa í klettum, sem var auðvitað strang- lega bannað, en við fúndum ekki fyrir hættunum þótt við værum var- aðir við. Þetta voru okkar leikir. I svona umhverfi ólumst við upp, kannski í óvenju mikilli hættu í nær- veru við sjóinn og fjöllin. Var þetta ekki fyrsta aðvörunin um að lífið er ekki bara beinn og breiður vegur. Óli Markús fæddist í húsinu Geirs- eyri í Vestmannaeyjum og fluttist með foreldrum sínum á Skólaveg 34 og átti þar lengstum heima. Foreldrar hans voru Guðbjörg Oktavía Sigurðardóttir og Andreas Ansgar Joensen og eru þau bæði látin fyrir nokkrum árum. Óli átti þijá albræður: Marinó (lát- inn), Karl og Rafn og einnig tvo hálfbræður sammæðra: Hjörleif Má Erlendsson og Pál Pálsson. Árih milli 1930 og 1940 voru kreppuár í Eyjum sem og annars staðar á landinu. Það var ekki auðvelt á þeim tíma að fram- fleyta stórri fjölskyldu, en bjargræð- ið var oftast fiskurinn í sjónum og fuglinn í fjöllunum, auk dugnaðar foreldra. Drengirnir þurftu mjög ungir að vinna og aðstoða við heimil- ið. Þó að heimilið væri mannmargt og ekki alltaf mikið til, þá var það annálað hve húsmóðirin lagði mikið upp úr jiví að hafa það hreint og fágað. Óli erfði snyrtimennsku frá móður sinni og lagði mikið upp úr henni. Þann 15. nóvember 1958 kvæntist hann Nínu Sveinsdóttur dóttur Sveins Pálssonar múrarameistara og konu hans Þórnýjar Þorsteinsdóttur frá Reykjavík. Þau eru bæði látin. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau Óli og Nína í Eyjum, fluttu síðan til Það vita allir sem horfðu á Ólaf Ragnar og Davíð í sjónvarpinu á sunnudag ALÞÝÐUBANDALAGIÐ .' ’ v ..'............................................... • ..... ER MOTVÆGIÐ VIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.