Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL 1991 45 Reykjavíkur og bjuggu fyrst í Boga- hlíðinni en eignuðust sína fyrstu íbúð á Hjarðarhaganum. Síðustu tuttugu árin hafa þau búið í Bólstaðarhlíð 42. Þau eignuðust fjögur börn: Sig- rúnu Ernu, gift Stelios Saviolidis og eiga þau eina dóttur, Nínu Maríu. Þau eru búsett í Grikklandi. Svan- hvíti, gift Kolbeini Arngrímssyni. Þau eiga tvo syni: Óla Ragnar 12 ára og ísak 8 ára. Bryndísi, 15 ára, sem er í heimahúsum. Eirinig eignuð- ust þau Hildi, sem dó 6 mánaða 1963. í 32 ára búskap þeirra hafa þau byggt upp fallegt og smekklegt heimili og eiga mannvænlegar dæt- ur. Vinur minn Óli kunni að meta þetta. Kona hans hefur sagt mér að hann hafi verið einstaklega umhygg- usamur og vildi allt gera til að fegra og bæta heimilið og ekkert hafi það verið til sem hann vildi ekki gera fyrir hana og börnin. Heimilið og vinnan voru hans hjartans mál. Þó átti hann sérstak- lega eitt áhugamál sem hann hafði milla ánægju af og sýndi mjög mikla kunnáttu á því sviði. Hann var í fjölda ára í Bridsfélagi Kópavogs og var með allra bestu spilurunum þar. Það má sjá á öllum viðurkenningunum og ótal verðlaunagripum. Lífsstarf Óla var það sama og mitt, efnalauga- störf. í því starfi áttum við samleið meira og minna í 40 ár. Fyrst byij- aði hann í éfnalauginni Straumi í Eyjum hjá bróður mínum, Siguijóni. Síðan kom Óli til Reykjavíkur og urðum við samstarfsmenn í efna- lauginni Björgu um 30 ára skeið. Síðustu 5 árin hafa tengdasynir mín- ir Sigurður og Kristinn og dætur mínar rekið efnalaugina og vann hann hjá þeim til dauðadags. Óli var í fjölda ára verkstjóri í fyrirtæki okkar og fórst honum það mjög vel úi' hendi sem og önnur störf. Þijátíu ára samstarf er langur tími og aldr- ei bar þar skugga á. Lífið er oft harðui' skóla sem við kynnumst bæði í blíðu og stríðu. Mannkostir Óla komu vel í ljós er ég átti við erfiðleika að glíma. Þá vissi ég best hversu samviskusamur starfsmaður hann var. Er ég lét ánægju mína í ljós var Óla fátt um svör, nema hvað hann sagði: „Við höfum svo gott starfs- fólk.“ Því var ég sammála. Hversu oft sögðu ekki viðskipta- vinir við mig: „Má ég tala við granna manninn, hann bjargar mér svo oft þegar mikið liggur á.“ Þetta segir meira en orðin. Hann var í gegnum árin óvenjulega lifandi og ábyrgur í starfi og bar hag fyrir- tækisins mjög fyrir btjósti og hefði ekki getað gert betur þó að hann væri með sitt eigið fyrirtæki. Vinur minn og starfsfélagi er allur. Ég veit að sárasti söknuðurinn er hjá eiginkonunni og fjölskyldunni, en eitt er víst að fyrirtæki mitt og fjölskyldu minnar hefur misst mikið. Slíkan starfsmann fáum við ekki aftur, fyrir utan það hve Óli var mikill persónulegur vinur öll árin. Við Gréta sendum eiginkonu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Nú til hvíldar halla ég mér höfgi á augu síga fer. Alskyggn Drottinn, augun þín yfir vaki hvílu mín. (Stgr.Th.) Magnús Kristinsson Félagi okkar Óli M. Andreasson lést að morgni laugardagsins 30. mars. Óli hóf að spila brids í Kópavogi strax og hann flutti frá Vestmanna- eyjum árið 1960. Hann starfaði því með félaginu frá upphafi. í litlum félögum þar sem menn hittast einu sinni í viku til að stunda áhugamál sín, þarf kjölfestu, menn eins og Óla, sem með fasi sínu og framkomu gera spilaklúpp að félagsskap sem menn sækjast eftir. Það voru ekki mörg fimmtudagskvöldin sem Óli lét sig vanta í þau þijátíu ár sem Brids- félag Kópavogs hefur starfað. Fyrir það viljum við félagar hans þakka, um leið og við sendum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Óla. Bridsfélag Kópavogs, Þorsteinn Berg. Þegar sorgin er annars vegar verða orð manns vanmáttug og kannski aldrei eins lítilfjörleg og ein- mitt þegar kveðja skal góðan vin, traustan, skemmtilegan og hjálp- saman. Lífið verður einhvern veginn öðruvísi, leiðara, þyngra og í sjálfu sér minna þegar maður á ekki von á hlýju handtaki, brosi og því við- móti sem gleður og gerir mann rík- ari. Það er fólk sem gerir mann rík- an. Gott fólk. Þannig var Óli M. Andreasson. Hann var maður sem gaf, aldrei af skyldurækni, alltaf af gleði. Ég þekkti hann í.þijátíu ár, naut vináttu hans sem var mér mik- ils virði og minningin um hann hverf- ur aldrei þrátt fyrir söknuð og sárar tilfinningar. Minningin er gull. Ég sendi Nínu og dætrunum samúð mína og þann styrk sem felst í vin- áttu minni. Þórdís Filippusardóttir Minning: Bjarni E. Arngríms- son frá Bolungarvík AKORTALISTI Dags. 9.04.1991. NR. 30 5414 8300 5414 8300 5414 8300 5414 8300 5414 8300 5414 8300 5414 8301 5414 8301 1024 2104 1192 2209 1486 2105 1564 8107 2013 1107 2460 7102 0314 8218 0342 5103 jj Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORT HF. Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 TOSHIBA örbylgjuofnar 15gerðir islenskar leiðbeiningar. Kvöldnámskeið í matreiðslu án endurgjalds hjá Dröfn H. Farestveit, hússtjórnarkenn- ara, sérmenntaðri ímatreiðslu í örbylgjuofnum. Gott verð - greiðslukjör Einar Farestvert&Co.hf. BORCMTÚNI28, SÍMI622901. L*tð 4 stoppar viA dymar /■//I-7//-7//-/ Bjarni Erling Arngrímsson, vinur minn, var fæddur 31. október 1919 í Bolungai'vík. Foreldrar hans voru Guðríður Jonsdóttir og eiginmaður hennar Arngrímur Fr. Bjarnason. Bjarni missti móður sína fjögurra ára gamall. Andlátsfregn míns kæra vinar þann 12. mars olli mér mikilli hryggð. Ég geymi áratuga minn- ingu með mér þegar hann gekk til mín í salnum á Asi í Hveraggerði og bauð mér hjálp sína. Þessa hjálp hefur hann veitt mér óslitið síðan af góðvild og fórnfýsi. Ég minnist gleðistunda þegar ættingjar hans á Isafirði sendu hon- um glaðning og hversu vænt honum þótti um hlýhug þeirra. Ég geymi ótal minningai' um Bjarna og allar góðar. Hann átti litríkan starfsferil. Hann nam garðyrkjufræði á yngri árum. Síðar lærði hann til mat- sveins og var til sjós á togurum eftir stríðið. Hann var meðal ann- ars matsveinn á Agli rauða er hann strandaði undir Grænuhlíð, sem frægt var, þar sem gifturík mann- björg tókst naumlega. Nokkru síðar veiktist Bjarni og neyddist til að hætta störfum. Hann settist þá að í Hveragerði þar sem hann dvaldist til dauðadags. Þakkarorð duga skammt fyrir vináttu Bjarna og alla þá stoð'sem hann hefur veitt mér öll okkar sam- vistarár. Vonandi get ég endurgold- ið honum þegar við hittumst handan við móðuna miklu. Guðs blessun fylgi vini mínum. Tónias Emil Magnússon frá ísafirði SIEMENS Uppbvottavéiar í mikiu úrvalíi SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar, hljóölátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm. Verð frá 59.600,- kr. SMITTl & NORLAND NÓATÚNl 4 — SÍMI 28300 FERMINGARGJÖF FVRIR FRAMTÍOINA TÁKN OG UNDUR eftir séra Halldór S. Gröndal Tákn og undur er góö og uppbyggileg bók, þar sem höfundur miðlar af eigin trúarreynslu. Bókin er skrifuð á skýru, einföldu máli og nær beint til allra, sem hana lesa. Tákn og undur á brýnt erindi til ferm- ingarbarna og þeirra, sem eru að byrja að takast á við framtíðina í okkar harða nútímaheimi. „Séra Halldór Gröndal ritar um mátt bænarinnar í bókinni Tákn og undur. Enginn les þá bók ósnortinn. “ ^ Morgunblatió 23. des. 1990 „Bók sr. Halldórs Gröndal er auðlesin, skrifuð á einföldu og skýru máli... Engin hætta er á að höfundur móðgi ein- hvern með bók sinni. Hitt er líklegra að lestur hennar leiði einhvern inn á veg trúarinnar. “ Gunnlaugur A. Jónsson, DV17. des. 1990 „Éa fagna komu þessarar bókar og hvet alla kristna menn á íslandi, í hvaða kirkju sem þeir eru, til að taka henni vel. Hún hentar vel fyrir leitandi fólk og er uppbyggileg og fræðandi fyrir alla. “ Kjartan Jónsson, Morgunblaðinu 19. des. 1990 „Tákn og undur, er ekki aðeins holl leiðbeining hverjum og einum, sem vill auðga og styrkja eigið trúariíf, heldur fagur vitnisburður um það, hvern veg hvít sól trúarinnar nær að leysa huga einstaklingsins úr klakaböndum ótta og vonleysis og vekja til nýs og fyllra lífs. “ Vlkverjl skrifar Morgunblaðið 6. jan. 1991 Pöntunarsimi 91-25155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.