Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐl© MUOJUIMÖUK 9; APRIL 1991 35 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson IÐNAÐUR — Níels Hjaltason og Björn Ingi Björnsson formaður Meistarafélags kjötiðnaðarmanna. Iðnaður Verðfelling kjöts í sláturhús- um nemur 35-50 millj. kr. Mikil þörf á að slátrnn verði iðngrein Selfossi. MEISTARAFÉLAG kjötiðnaðarmanna vinnur að því að stjórnvöld komi á fót aðstöðu til menntunar slátrara og bættri aðstöðu til menntunar kjötiðnaðarmanna. Málaleitan félagsins hefur fengið góðar undirtektir. Talið er að verkunargallar í sláturhúsum verð- felli kjöt um sem nemur 35-50 milljónuin króna á ári, þar af 29 milljónum í sauðfjárslátrun. Landbúnaður Sala unninna mjólkur- vara eykst en minnk- ar í hefðbundnum Hagnaður ársins um 37 milljónir SALA á hefðbundnum mjólkurvörum hjá Mjólkursamsölunni drógst saman um 0,9% á sl. ári en sala á sérunnum mjólkui-vörum jókst um 11% frá fyrra ári og nemur söluvelta þeirra nú tæpum 30% af heildarveltu injólkurvara, að því er fram kemur í frétta frá Mjólkurs- amsölunni. Þar kemur einnig fram að afkoma MS liafi verið góð á árinu 1990 sem rakið er aðallega til stöðugs verðlags og hagstæðrar vaxta- og gengisþróunar. Aðalfundur Meistarafélags kjöt- iðnaðarmanna sem haldinn var í nóvember á síðasta ári ályktaði um nauðsyn menntunar slátrara. í greinargerð með ályktuninni kemur meðal annars fram að hér á landi er aðeins starfandi einn menntaður slátrari. Þar segir einnig að kunn- átta og fagmennska varðandi rétt vinnubrögð og hreinlæti skipti höf- uðmáli við kjötframleiðslu. Félagið leggur mikla áherslu á að komið verði upp námi í slátrun og hún gerð að iðngrein í nánum tengslum við aðrar greinar matvælaiðnaðar- ins. „Það vantar alveg menntun í slátrun og við viljum gera það starf að iðngrein," sagði Björn Ingi Björnsson formaður Meistarafélags kjötiðnaðarmanna. Hann sagði að miklar kröfur væru gerðar til allra aðila varðandi framleiðslu kjötvara en slátrarinn sjálfur væri veiki hlekkurinn í keðjunni þar sem ekki væru gerðar neinar sérstakar fag- kröfur til hans. Slátrarinn þyrfti að fylgjast með flutningi gripanna í Verðbréfaþing Handsali veitt aðild STJÓRN Verðbréfaþings íslands samþykkti á fundi í lok mars aðild Handsals hf. að þinginu. Einnig var samþykkt nýlega að- ild Verðbréfamarkaðs Fjárfest- ingarfélagsins hf. sem kemur í stað Fjárfestingarfélags íslands hf. Fyrir nokkru fór fram stjórnarkjör hjá Verðbréfaþingi og er núverandi stjórn þannig skipuð: Eiríkur Guðnason, Seðlabanka íslands, formaður, Gunnar Helgi Hálfdanar- son, Landsbréfum hf., varaformað- ur, Vilborg Lofts, VÍB h'f., Jón Snorri Snorrason, Kaupþingi hf., og Árni Vilhjálmsson, Háskóla ís- land&................. sláturhús, annast slátruniria sjálfa og feril kjötsins í gegnum slátur- húsið, alveg þar til kaupandinn, vinnslustöðvarnar, tækju við því. „Þessa grunnmenntun vantar inn í matvælaframleiðsluna," sagði Níels Hjaltason deildarstjóri gæða- eftirlits Sláturfélags Suðurlands en hann og Björn vinna að þessu máli fyrir hönd stjórnar Meistarafélags- ins. Jákvæð svör um málið hafa bor- ist frá menntamála-, heilbrigðis-, iðnaðar-, og landbúnaðarráðuneyt- inu varðandi þennan menntunarþátt slátrara svo og frá öðrum aðilum sem málið varðar. Þeir Björn og Níels sögðu það reynslu frá öðrum löndum að þar sem menntaðir slátr- arar kæmu við sögu ykjust gæði kjötsins til mikilla muna. Og mennt- un slátrara væri hugsuð til þess að mæta aukinni samkeppni í framt- íðinni, ef til innflutnings kæmi á kjötvörum. Þeir sögðu að stefnt væri að því að koma kennslu í slátr- uri inn í Iðnskólann í Reykjavík því þar væru nú þegar kenndar greinar sem nýttust slátrurum. Til að byija með þyrfti að koma á námskeiðum fyrir starfsfólk sláturhúsa. Einnig þyrfti að ná samstarfi við erlenda aðila um gerð kennsluefnis og þjálf- un kennara. Þeir sögðust vonast til að unnt yrði að koma á námskeiðum fyrir næsta haust og að bókleg kennsla í slátrun gæti orðið að veru- leika 1992 miðað við þær góðu undirtektir sem málið hefði fengið hjá öllum þeim aðilum sem það snerti. Björn sagði- að með aukinni menntun slátrara yrði meira horft til gæða kjötsins en magnafkasta eftir feril þess í gegnum slátur- húsið. Hin mikla verðfelling sem kæmi til vegna rangra vinnubragða væri og hvetjandi í þessu efni fyrir slátúrhúsin. — Sig. Jóns. Sala MS á hefðbundnum mjólkur- vörum hefur verið svipuð eða um 30 milljón lítrar á ári sl. níu ár. Á sama tíma hefur íslendingum fjölg- að um 8,6% og íbúum á höfuðborg- arsvæðinu um 15% Mestu munar á neyslu nýmjólkur. Sala á léttmjólk og undanrennu hefur á hinn bóginn aukist jafn og þétt. Var rúmum 7 millj. lítra af léttmjólk pakkað í fyrra en það er um 8,2% aukning milli ára og hálum millj. líta af undanrennu sem er 14,8% aukning. Fram kemur einnig að mælingar á vegum rannsóknarstofu MS sýni að hitastig í mjólkurkælum sé of hátt í sumum verslunum en það geti spillt gæðum mjólkurafurða. Þá kemur fram að mjólkurkælar verslana þurfi víða að stækka þar sem úrvala mjólkurvara hafi aukist til muna undanfarin ár og verslanir almennt orðið stærri að gólffleti en áður. MS sett alls 13 nýjar mjólkurvör- ur á markað í fyrra eða svipaðan flölda og undanfarin ár. Fram kem- ur að aukin eftirspurn og fjölbreytt- ara framboð geri það að verkum að líftími hverrar nýrrar vöru verð- ur stöðugt skemmri. Nýjungarnar í fyrra voru 4 tegundir af skólajóg- úrt, 2 tegundir af eðaljúgurt, smá- máli, þykkmjólk og 2 nýjar gerðir af ídífum. Rekstrartekjur MS á sl. ári námu alls um 4,3 milljörðum en rekstrar- gjöld um 4,2 milljörðum, og eigin- legur hagnaður ársins eftir skatta, sem heitir „til ráðstöfunar" í árs- reikningi MS, er um 37 milljónir á móti um 45 millj. króna tapi á síðasta ári. Heildar eignir MS eru röskir 3 milljarðar og eigið fé alls um 2,1 milljarður, þannig að eiginfj- árhlutfallið er um 70% og veltufjár- hlutfallið er um 1,35 samkvæmt ársreikningnum. Þess bera að gæta þegar þessar kennitölur eru skoðað- ar að MS situr eitt að markaði sínum. Stjórnarformaður MS er Magnús Sigurðsson í Birtingarholti en for- stjóri er Guðlaugur Björgvinsson. Hjólamarkadurinn erbyrjaður! Notud reiðhjól vantar í umboðssölu. SPORT| MARKAÐURINN SKIPHOLTI 50C, SÍMI 31290 (Nýja húsið gegnt Tónabíói) Umbúðir og framtíðin Ráðstefna um nýjar kröfur til umbúða áð Höfða, Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 11. apríl kl. 13:15-16:15 DAGSKRA Kl. 13:15 Ráðstelnan sett Egí’erl Haukssun. stjórnarformadur Plaslprents hf. Kl. 13:25 General Outlook on Packaging Development Almenn þróun í umbúðamálum Beni’t Lindberg, Emballage- ug Transportinstitultel i Danmörku Kl. 14:00 Legislation and Reguiation on Packaging Products, Environmental Aspects Lög og reglugerðir um umbúðir m.t.t. umhverfissjónarmiða Bengt Lindberg. Emballoge- ug Transpurtinstituttet í Danmörku Kl. 14:30 Kaffihlé Umbúðir á íslandi Kl. 14:50 Hönnun umbúða Kristin Þorkelsdóttir. AUK hf uuglýsingastofa Kristinar Kl. 15:15 Umbúðir og dreifing neysluvöru Valdemar Gunnarsson. Umbúðaval bf. Kl. 15:40 íslenskt fyrirtæki og umhverfisvernd Jón Sch Thorsteinsson. Smjörlíki-Sól hf Eftir hvert erindi gefst tækifæri til spurninga. Ráðstefnustjóri: Eggert Huuksson. stjórnurforrnuður Plastprents hf. Þáfttaka tilkynnist til Félags íslenskra iðnrekenda is. (91) 2-75-77. Allar nánari uppiýsingar veittar á sama stad. Þátttökugjald er kr. 4.500,- &í FELAG ISLENSKRA IÐNREKENDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.