Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 56
NÝVVÁ ÉSLANDI MATVÆU ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. íslandsbanki hf.: Einar Sveins- son formaður bankaráðs EINAR Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvá-Almennra trygginga hf. var kjörinn formaður banka- ráðs Islandsbanka á fyrsta fundi ráðsins að afloknum aðalfundi bankans í gær. Einar er einn þriggja fulitrúa sem koma nýir inn í ráðið en auk hans eru það Haraldur Sumarliðason, forseti Landssambands iðnaðarmanna og Guðmundur H. Garðarsson frá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Þeir koma í stað Haraldar Har- aldssonar, Þorvaldar Guðmunds- sonar og Sveins Valfells. I bankaráðið voru endurkjömir þeir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, varaformaður, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf., Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ og Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Á aðalfundinum var samþykkt að auka hlutafé bankans um allt að 1.500 milljónir kr. Þá var jafn- framt samþykkt að að fela banka- ráðinu í samráði við stjórnir eignar- haldsfélaganna, að undirbúa sam- einingu félaganna og bankans á þessu ári eftir því sem samkomulag næðist um það. Sjá frétt um aðalfund íslands- banka á bls. 4. Þróunarsamvinnustofnun íslands: Þjóðveijar vilja fá Feng í 18 mánuði ÍSLENSKA þróunarsamvinnustofnunin hefur fengið beiðni um að leigja rannsókna- og þróunaraðstoðarskipið Feng til fiskirannsókna við strendur Alsír og Marokkó næstu 15-18 mánuði á vegum þýsku þróun- arsamvinnustofnunarinnar. Að sögn Björns Dagbjartssonar, forstöðu- manns Þróunarsamvinnustofnunar íslands, kemur endanlegt svar frá Þjóðveijum í dag eða á morgun um bvort þeir vilja fá skipið. Ef af verður fara tveir eða þrír íslenskir yfirmenn með skipinu í þetta verk- efni. Fengur var smíðaður til þróunar- aðstoðarverkefna á Grænhöfðaeyjum og hefur verið notaður þar, en er nú verkefnalaus. Björn sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að þýska þróunarstofn- unin hefði þann hátt á að bjóða út verkefni sín, eins og þetta verkefni, sem er fiskrannsóknir við strendur Alsír og Marokkó. „Annað þýskt fyr- irtæki vill leigja af okkur Feng með tveimur yfirmönnum til þess að stunda þessar rannsóknir. Þetta þýska fyrirtæki bauð í verkefnið hjá þróunarsamvinnustofnuninni þýsku og þeir hafa sagt okkur að þeir fái verkefnið og við eigum að fá endan- legt svar fyrir 10. apríl næstkom- andi,“ sagði Björn. Hann sagði verkefnið eiga að standa í 15-18 mánuði og að það hefjist í júní eða júlí í sumar. „Við sjáum fyrir okkur núna að við höfum enga peninga til að reka Feng fyrir þetta ár og við munum ekki fara að undirbúa verkefni á þessu sviði fyrir hann fyrr en seint á næsta ári, 1992, og ég sé ekkí fyrir mér að við yrðum tilbúnir að fara af stað fyrr en þá, þó að við fengjum ákveðin loforð í haust þegar fjárlög eru tilbúin,“ sagði Björn Dag- bjartsson. Ljósafellið Samið við áhöfn Ljósafellsins: Fá tvær krónur umfram Akureyrarsamkomulagið ÁHÖFN Ljósafellsins SU samþykkti í gær tilboð frá Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar um nýtt fiskverð í anda Akureyrarsamkomulagsins nema hvað þeir fá tveimur krónum meira fyrir kílóið af þorski. Áhafn- ir togaranna á Eskifirði athuga tilboð sem þær fengu um helgina og eru menn ekki á eitt sáttir um ágæti þess. Jóhannes Vignisson á Ljósafellinu SU sagði í gær að áhöfnin hefði ^Lög um stjórnun fiskveiða: Tryggja verður virkni ákvæð- is um sameign þjóðarinnar segir Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins DAVIÐ Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í sjónvarpinu á sunnudag að viðurkenna þyrfti á borði, ekki bara í orði að þjóð- in öll ætti fiskimiðin. „Það stendur að vísu í fyrstu grein laga um stjórnun fiskveiða, að fiskimiðin umhverfis Island séu sameign þjóðarinnar, en ég tel að þennan endurskoðunartíma sem framund- an er á lögunum, verði meðal annars að nota til að tryggja að ekki verði hægt að ónýta í raun virkni þessa ákvæðis í lögunum," sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið í gær. Davíð sagðist óttast að ef ekki | endurskoðun laganna um stjórnun yrði tekið á þessu máli nú á meðan | fískveiða fer fram og ljúka á fyrir árslok 1992 að menn myndu með samningum og kannski vegna þeirra hefðar sem væri að mynd- ast, gera ákvæðið um sameign þjóð- arinnar marklaust. „Eg tel fyrir mitt leyti að rétt sé að nota tímann sem framundan ér til þess að endurskoða lögin um stjórnun fiskveiða og móta heild- stæða sjávarútvegsstefnu. Ég hef á þessu stigi ekki nákvæma útfærslu á því hvernig mögulegt verður að tryggja virkni Iagaákvæðisins um að fískimiðin umhverfis Island eru sameign íslensku þjóðarinnar, en það verður að nást slík trygging, því ella er þetta marklaus setning og þjóðin tapar yfirráðum yfir fiski- miðunum. Það má aldrei gerast,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokks- ins. samþykkt tilboð Hraðfrystihúss Fá- skrúðsfjarðar um fiskverð. „Þetta er svo til það sama og í Akureyrarsamn- ingunum, nema hvað við kroppuðum í 2 krónur aukalega fyrir þorskinn, enda höfum við verið að veiða mun stærri þorsk hér,“ sagði hann. Hann sagði áhöfn Ljósafellsins þokkalega ánægða með þetta verð og sagðist jafnframt búast við að ■ áhöfnin á Hoffellinu SU sem er f eigu sama fyrirtækis samþykkti til- boðið. Hoffellið er væntanlegt til hafnar síðar í vikunni en Ljósafellið hélt til veiða í gær. Hraðfrystihús Eskifjarðar gerði áhöfnum Hólmaness og Hólmatinds tilboð um helgina á mjög svipuðum nótum og Akureyrarsamkomulagið en þeir vilja þó hafa mat á físki áfram. Að sögn Magnúsar Bjarna- sonar, framkvæmdastjóra, fengu þeir frekar kaldar kveðjur frá áhöfn Hólmanessins vegna þessa tilboðs en áhöfn Hólmatindsins tók ekki illa í það. Hann sagði að rætt yrði við áhafnirnar þegar þær kæmu í land. Á Sauðárkróki var samningafund- ur í gærkvöldi en ekki var talið líklegt að þá yrði samið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.