Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, GARÐAR BENEDIKTSSOIM fyrrverandi brunavörður, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, andaðist sunnudaginn 7. apríl. Kristín Sigurðardóttir og börn. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR, áður heimilis á Hjaltabakka 12, andaðist á hjúkrunarheimilinu, Kumbaravogi, laugardaginn 6. apríl. Ingibjörg Haraldsdóttir, Rannveig Haraldsdóttir, Þröstur Haraidsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÚSTAF KRISTIANSEN pípulagamaður, Stóragerði 28, andaðist á heimili sínu aðfaranótt 7. apríl. Þóra Kristiansen, Sverrir Einarsson, Svandís Kristiansen, Gylfi Birgisson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA ÞORVARÐARDÓTTIR, Veghúsum 25, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum þann 16. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fróði Björnsson og fjölskyida, Ólafur H. Egilsson og fjölskylda. t Eiginkona mín og móðir okkar, RAGNA ELÍSABET WENDEL hjúkrunarkona, Einimel 19, Reykjavík, andaðist í Landakotsspitala mánudaginn 8. apríl. Bjarnþór Karlsson, Harald P. Hermanns, Þóroddur F. Þóroddsson, Guðrún Á. Bjarnþórsdóttir, Karl Þ. Bjarnþórsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JARÞRÚÐUR ÞORLÁKSDÓTTIR, Grænuhlíð 4, Reykjavík, sem lést 1. apríl sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 10. apríl nk. kl. 15.00. Una Kjartansdóttir, Elinborg Kjartansdóttir, Bára Kjartansdóttir, Sólrún Helgadóttir, Sigurður Helgason, Þorlákur Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. Soffía Ólafsdóttir, Arnþór Guðnason, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Sjöfn Helgason, t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓNAS EGGERTSSON bóksali, Heiðarbæ 4, Reykjavík, sem lést í Landakotsspítala 1. apríl, verður jarðsettur frá Árbæjar- kirkju föstudaginn 12. april kl. 13.30. Ólöf Magnúsdóttir, Magnús R. Jónasson, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurrós Jónasdóttir, Ólafur Flóvenz, Elín Jónasdóttir, Torben Sörensen, Eggert Jónasson, Pálína Eggertsdóttir, Pálmi Guðmundsson og barnabörn. Marinó Helga- son - Kveðjuorð B’æddur 4. júní 1913 Dáinn 26. apríl 1991 Við lát mágs míns, Marinós Helg- asonar, er mér bæði ijúft og skylt að minnast hans með örfáum orð- um, að leiðarlokum. Marinó var fæddur að Neðra Núpi í Húnavatnssýslu þann 4. júní 1913, sonur hjónanna Olafar Jóns- dóttur og Helga Jónssonar. Ég átti því láni að fagna að kynnast þeim heiðurshjónum síðustu æviár þeirra eftir að þau voru sest að hjá Marinó og konu hans, fyrst á Óðinsgötunni og síðan í Drápuhlíðinni. Það var þroskandi og mannbætandi að dvelja í návist þeirra, þau voru sér- lega fróð og ræðin, höfðu frá mörgu að segja. Þar fékk hver sem á hlýddi mikinn fróðleik um búskaparhætti, fátækt og basl. Þeirra lífsmynstur var nægjusemi og heiðarleiki og æðsta boðorð að „orð skulu standa". í stórum systkinahópi, en þau voru átta, ólst Marinó upp til tólf ára aldurs, en þá fór hann til Mar- grétar móðursystur sinnar, fyrst til Reykjavíkur en síðan í Borgarfjörð- inn þar sem Margrét gerðist ráðs- kona. Marinó gekk tvo vetur í Hvít- árbakkaskólann, sem þá var lýð- skóli. Mun það hafa verið eina skólaganga hans eftir barnaskóla- nám. En í „skóla lífsins“ lærði hann bæði margt og mikið. Hann átti mikið af bókum, teigaði úr þeim fróðleik og varðveitti. hann vel því bæði var hann minnugur og greind- ur. Lífsreynslu átti hann mikla bæði í gleði og sorg. Þegar Marinó kom aftur til Reykjavíkur 1931 var kreppa og atvinnuleysi. Hafnarverkamenn biðu í biðröðum eftir vinnu og sleg- ist um hvert starf. Eftir nokkurra mánaða „skrapvinnu" á mölinni bauðst honum vinna í versluninni Brynju. Hann sagði mér að hann hefði hafið þar störf við að hjóla um bæinn og rukka inn reikninga fyrir verslunina. Reikingarnir voru ekki allir háir, allt niður í eina krónu. Oft þurfti að fara með suma reikningana þar sem algengt var í þá daga að greiða eina og tvær krónur inn á upphæðina því oft var lítið um aura. Á þessum árum kýnntist hann mjög vel fjölda fólks. Hann taldi sig hafa þekkt alla iðn- aðarmenn í bænum á þessum árum. Ráðning hans til Brynju reyndist ekki skammvinn. Þarna varð starfs- vettvangur hans nær óslitið í sextíu ár. Slíkum starfsdegi nær enginn á sama vinnustað nema því fylgi dugnaður, lipurð, trúmennska og heiðarleiki og alla þessa kosti átti Marinó í ríkum mæli. Hann hafði frá mörgu að segja frá löngum starfsdegi. Breytingarn- ar hafa að sjálfsögðu orðið miklar í verslun sem og öðrum greinum á þessum miklu umbrotatímum. Hann saknaði mikið hinna mann- legu samskipta og persónulegu kynna við viðskiptavinina, sem gáfu sér tíma til að ræða um daginn og veginn þá er þeir komu inn til að versla. Hann saknaði einnig aðsóps- mikilla höfðingja fyrri tíma sem hann taldi að sett hefðu svip á sam- tíðina og hann hafði á takteinum nöfn ýmissa þeirra sem hann taldi eftirminnilega. Þegar rætt var við Marinó um hans einkalíf dró hann enga dul á það að mesti hamingjudagur í lífi sínu hafi verið 11. desember 1943, en þá gengu þau í hjónaband Ásta María Jónasdóttir hjúkrunarkona og hann. Mörgum góðum hjóna- böndum hefi ég kynnst, en ég tel að fá uppfylli þá ást, traust og virð- ingu sem þar ríkti. Við byggjum í góðu þjóðfélagi ef öll hjónabönd væru byggð á jafn traustum grunni og þeirra. Á heimili þeirra ríkti ástúð og umhyggja sem foreldrar hans og fóstra nutu, meðan heilsa þeirra og líf entist. Gestkvæmt var á heimili þeirra og mikil rækt var lögð í að treysta og efla fjölskyldu- böndin. Þar ríkti greiðvikni og gest- risni, gleði og gamanyrði. Mesta áfall sem Marinó taldi sig hafa orðið fyrir reið yfir 18. júní 1967 þegar Ásta María féll skyndi- lega frá. Það taldi hann sig aldrei geta sætt sig við. Fyrir rúmum ára- m Ástkær móðir og tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBORG SUMARLÍNA JÓNSDÓTTIR frá Suðureyri, Súgandafirði, lést 6. apríl. Ása Bjarnadóttir, Eyjólfur Bjarnason, Guðfinna Vigfúsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Þórhallur Bjarnason, Andrés Bjarnason, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Anna Bjarnadóttir, Magnús Hagalínsson, Páll Bjarnason, Sigríður Gissurardóttir, Karl Bjarnason, Hildur Þorsteinsdóttir, Arnbjörg Bjarnadóttir, Eðvarð Sturluson, Borghildur Bjarnadóttir, Hermann Bjarnason, Jón Björn Jónsson, Pricilla Stockdale Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Blómastofa Friöfinns Suðuilandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Legsteinar Opið öll kvöld Framleiðum allar tíl kl. 22,- einnig um helgar. stærðir og gerðir Skreytingar við öil tilefni. af legsteinum. Veitum fúslega Gjafavörur. upplýsingar og ’ % ráðgjöf um gerð og val legsteina. K S.HELGASON HF IISTEÍNSMIÐJA HB SKEMMUVé(?l4B.SIMI /'66r7 tug fór heilsu Marinós að hraka. Liðagigt og ýmsir kvillar sem henni fylgja heijuðu á hann en hann bar það með einstakari ró og æðru- leysi. Oft hefur hann hin síðari ár þurft að liggja á sjúkrahúsum, en jafnharðan og hann kom þaðan út, var hann mættur niður í Brynju, það virtist vera hans annað heimili og þar undi hann hag sínum vel. Frá síðustu sjúkrahúsvist hans er hófst í janúarlok sl. varð ekki afturkvæmt. Þegar læknarnir tjáðu honum að hveiju stefndi, tjáði hann sig viðbúinn og í ró og æðruleysi beið hann sinnar síðustu stundar. Þakkir voru síðustu orðin sem ég greindi af vörum hans. Ég veit að hann vildi þakka öllu samferðafólki sínu, hjúkrunarfólki, ættingjum, samstarfsmönnum sínum í Brynju og vinum fyrir samfylgd og um- hyggju, og leyfi ég mér að flytja þær þakkir fyrir hans hönd. Við í fjölskyldunni sendum kjör- börnum þeirra Ástu og Marinós, þeim Margréti og dóttur hennar Ástu og Baldri, konu hans Sólborgu og sonum hans Andrési og Páli, og systkinum Marinós öllu innilegar samúðarkveðjur. Að lokum berum við frarn þakkir fyrir að hafa átt slíkan samferða- mann sem Marinó var. í fullvissu Marinós, um endur- fund hans og Ástu Maríu, biðjum við Guð að leiða hann og vísa hon- um veginn svo að ósk hans megi rætast. Guð blessi minningu Marinós R. Helgasonar. Skúli Jónasson Sérfræðingar í blómaskreytingum viööll tækifæri Bblómaverkstæði INNAsfe Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. OpiÖ ulla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.; . . , ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.