Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 22
2& MORGUNBLAÐIÐ þRIÐJUPAGÍJR 9,; APRÍL )1991’ Framtíðin felst í sjálfstæðisstefnunni eftir Láru Margréti Ragnarsdóttur Á undanfömum árum höfum við strítt við mjög erfitt efnahags- ástand. Auðvitað er skýringin margþætt en fullyrða má að ein meginorsök þessa samdráttar hafi verið staðnað hagkerfi sem ýtti undir rangar og ómarkvissar fjár- festingar í atvinnulífinu. Nauðsyn á breyttri hagstjórn Á stjómarárum sínum 1983-88 gerði Sjálfstæðisflokkurinn heið- virðar tilraunir tii að ná fram nauð- synlegum breytingum í átt að nú- tíma efnahagsstjórn sem sam- ræmdist þeirri stefnu sem ríkir í nágrannaríkjum okkar. Þessar breytingar áttu að búa í haginn fyrir uppbyggingu atvinnulífs fram- tíðarinnar. Fyrirsjáanlegt var að ekki nægði eitt kjörtímabil til að koma hagkerfinu á réttan kjöl og skapa skilyrði fyrir markvissa já- kvæða þróun. Sjálfstæðisflokkurinn var á þessu tímabili í samstarfi við Framsókn og hagsmunir og völd Framsóknar lágu í því að halda óbreyttu fyrir- komulagi með tilheyrandi milli- færslum og sjóðafargani. Slíkt kerfí býður hins vegar ekki uppá fyrir- hyggju og forsjá í uppbyggingu fyrirtækja. Spornað við eðlilegum framgangi Sjálfstæðisflokkurinn undir for- ystu Þorsteins Pálssonar forsætis- ráðherra studdi eindregið þá grund- vallarstefnu að ekki skyldi auka við sjóðafarganið. Eðlilegt væri að at- vinnulífið fyndi sjálft lausn á þeim vanda sem við blasti. Hlutverk ríkis- ins væri að búa atvinnulífinu eðlileg og heilbrigð rekstrarskilyrði. Auð- vitað var slík stefna ógnun við hags- muni Framsóknar og þeirra sem áttu millifærslusjóðunum völd sín að þakka og spornuðu þeir við hug- myndum sjálfstæðismanna. Því fór sem fór. Hefur verið gengið til góðs? — I skjóli hvers hreykja menn sér? Nú höfum við horft upp á hand- verk ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar í tæp þijú ár. Hvar stöndum við eftir þann tíma? Ná- kvæmlega í sömu sporum — nema hvað þjóðin er skuldugri, skattar hafa hækkað, kjör launafólks rýrn- að verulega og hagvöxtur er eng- inn. íslenskt hagkerfi á enn langt í land til að verða sambærilegt við það sem við sjáum hjá nágranna- þjóðum, enda hafa núverandi stjómarherrar ekki áhuga á að nýta sér vestræna stjórnarhætti. Það eina sem þessi ríkisstjórn getur hreykt sér af er stöðugra verðlag. SMIÐSBUD bygginga vöruverslun opnar í dag aftur á gamla staðnum, í Smiðsbúð 8, Garðabæ. OPNUNARTILBOÐ 1. Grenipanell= 12x95 á 650.00 pr. m2 2. Hvitt hilluefni, báöir kantar kantlímdir. Stærðir 16/30, 16/40, 16/50 og 16/60, lengd 2,5m. Verð aðeins kr. 560,-, 700,- 835,- og 970,- pr. plata. 3.„Gori” fúavörn>u^tL//pFf afsláttur, nokkrir litir í 1,0 I, 2,5 I og 5,0 I Ath. Þetta tilboð stendur út þessa viku. Verslunin hefur mjög breytt um áherslur hvaö vörur snertir. NÝJAR VÖRUR: Mótatimbur, sperru- og píankaviður, steinull, spónarplötur, loftaplötur, tjörutex, krossviöur, hilluefni plasth., pappi, þakjárn, rennur o.m.fl. Verð eru sérleaa haastæð. Gerið verðsamanburð — verðsamanburð Trésmiðir — húsbyggjendur Gerið timburpantanir ykkar með 1-2ja mánaða fyrirvara, þá er tryggt að þið fáið réttar lengdir og stærðir og jafnframt á lægra verði. SMIÐSBUÐ Smiðsbúð 8, Garðabæ, sími 91-656300. Fax. 91-656306. Lára Margrét Ragnarsdóttir „Á stjórnarárum sínum 1983-88 gerði Sjálf- stæðisflokkurinn heið- virðar tilraunir til að ná fram nauðsynlegum breytingum í átt að nú- tíma efnahagsstjórn sem samræmdist þeirri stefnu sem ríkir í ná- grannaríkjum okkar.“ En í skjóli hvers hreykja menn sér? Jú, menn hreykja sér í skjóli at- vinnulífsins sem tók verðlagsmálin að stærstum hluta í sínar hendur með þjóðarsáttinni. Sem sagt, eina jákvæða sporið sem mætti hreykja sér af á þessu tímabili var ekki ríkis- stjórnarinnar heldur þess sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafði lagt til að- leysti efnahagsvandann: atvinnu- lífsins sjálfs. Hins vegar er það at- hyglisvert að meðan á þjóðarsátt hefur staðið hafa stjórnvöld ítrekað átt frumkvæði að skatta- og verð- hækkunum og þar með hækkandi verðlagi. Framsóknarmaddaman í sjálfstæðiskápunni Ríkisstjórnin hefur á undanförnu ári fengið nægilegan umþóttun- artíma tii að snúa þjóðarskútunni í nýja og farsælli framtíðarstefnu. Því miður hefur hún glutrað niður þeim kostum sem þó var völ á eins og nefndasvæfing álmálsins er gott dæmi um. Það er kaldhæðnislegt, en líklegast hefur éini vottur að framtíðarsýn þessarar ríkisstjórnar komið frá framtíðarnefnd forsætis- ráðherra, sem nýverið skilaði af sér, íklæddri sjálfstæðiskápu en nefndin var auðvitað að meiri hluta skipuð sjálfstæðismönnum. Fram- tiðarhugmyndimar komu því ekki frá Framsókn. Framhaldið að því starfi hefur ekki gert vart við sig, enda varla von á að hugmyndir sem byggjast á fijálsu fmmkvæði verði framkvæmdar í þessum herbúðum. Afram með sjálfstæða framtíðarþróun Þjóðin á nú kost á að virkja aft- ur það afl sem býr í því sjálfstæði og frumkvæði sem fijálst atvinnulíf og haftalaus stefna gefur. Sjálfstæðisflokkurinn vill horfa fram á við undir þessum formerkj- um og taka markvissa stefnu að uppbyggingu og eflingu atvinnulífs- ins. ★ Við viljum halda áfram þar sem frá var horfið og færa íslenskt hag- kerfi áfram í átt að því sem við- gengst í öðrum siðmenntuðum þjóð- féiögum. ★ Viðviljumveitavaxandikynslóð fjölbreytt tækifæri til að skreyta sig og njóta þeirra kosta sem þjóð- in í svo ríkum mæli hefur. ★ Við viljum veita stafandi kyn- slóð tækifæri til þess að njóta hæfí- leika sinna og þeirrar þekkingar sem hún býr yfir. ★ Við viljum veita eldri kynslóð samboðið ævikvöld með þeirri full- vissu að þjóðin eigi sér bjarta fram- tíð. Framtíðin felst því í sjálfstæðis- stefnunni. Höfundur er hagfræðingur og skipar 8-. sæti framboðslista Sjáifstæðisflokksins í Reykjavík. Fundir með fram- bjóðendum haldnir víðs vegar um land Fundað á Vesturlandi í dag Fundir með frambjóðendum flokkanna verða haldnir víðs vegar um land á næstunni. í dag verða fundir á Vesturlandi og á morgun auk þess í Reykjavík og á Norðurlandi-eystra. Sam- eiginlegir framboðsfundir verða svo næstu daga í flestum öðrum kjördæmum. Dagskrá sjónvarps mun á næstunni einn- ig bera þess merki að kosningar eru í nánd. Viðskiptafræðinemar við Há- skóla íslands munu standa fyrir fundi með frambjóðendum allra flokka í Háskólabíói (sal 2) á morgun og hefst hann kl. 12:15. Á fimmtudag hefst framboðsfund- ur í Norræna húsinu kl. 20:00 og á sama tíma munu frambjóðendur VINKLAR Á TRÉ ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 flokkanna mætast á fundi um Evrópubandalagið í BSRB-húsinu að Grettisgötu 89. Á Vesturlandi verða fundir með frambjóðendum í Breiðabliki á Snæfellsnesi í dag kl. 14:00 og í Ólafsvík kl. 20:30. Á morgun verð- ur svo fundur í Stykkishólmi kl. 20:30. Á Vestfjörðum hefjast fram- boðsfundir næstkomandi fimmtu- dag og verða þeir fyrstu í Árnesi kl. 14:00 og í Hólmavík sama dag kl. 20:30. Á Dalvík verður fundur með frambjóðendum á morgun og hefst hann kl. 20:00. Þá verður sameiginlegur fram- boðsfundur á Vopnafirði næst- komandi fimmtudag og hefst hann kl. 20:30. I Ríkissjónvarpinu verða þættir tileinkaðir hveiju kjördæmi fram að kosningum. I kvöld verður þátt- ur um Vestfirði. Á Stöð 2 hefjast n.k. föstudags- kvöld þættir með flokksformönn- um þeirra flokka sem samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum hafa reynst með meira en 5% fylgi, þ.e. Sjálfstæðisflokks, Aiþýðuflokks, Alþýðubandalags, Framsóknar- flokks og Samtaka um kvenna- lista. ^,,, ,. ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.