Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 Söguleg skipting- arspil í úrslita- leik íslandsmóts Brids GuðmundurSv. Hermannsson SPILIN héldu mönnum svo sannarlega við efnið í úrslitakeppni íslandsmótsins í sveitakeppni um páskana. Sömu spil voru spiluð við öll borð og þeir sagnglöðu fengu úr nógu að moða: 7 til 8-lit- um, 6-5 og 7-5 skiptingum og einn 10-litur skaut upp kollinum. En stundum fengu menn harða refsingu fyrir glannaskapinn þegar ólegan sagði til sín. Þá flugu doblmiðarnir eins og skæðadrífa yfir borðið, jafnvel margir í einu eins og vikið verður að síðar. Síðasta umferð mótsins mótsins var öðrum lík hvað þetta snerti, og eins og oftast áður voru skiptingarspilin söguleg. í síðustu umferðinni var hreinn úrslitaleikur milli sveita Lands- bréfa og Verðbréfamarkaðar Is- landsbanka. Landsbréf stóðu þó mun betur að vígi og þoldi að tapa leiknum 21-9 eða með 40 impa mun. VÍB byijaði vel og skoraði 23 fyrstu impana en Landsbréfamenn náðu að jafna leikinn aftur. Þá kom þetta spil. A/Allir Norður ♦ 5 ¥Á ♦ KG8754 + KD1094 Vestur Austur ♦ Á 4 DG8764 + KDG8742 ¥- ♦ 963 ♦ ÁD10 + 62 +ÁG74 Suður ♦ K10932 ¥ 109653 ♦ 2 + 83 Þetta er spil þar sem sagnhafa- sætið verður talsvert heitt, hvar sem það er og þótt norður eigi 6-5 skiptingu ætti hann að heyra í viðvörunarbjöllum um vonda samlegu þegar austur opnar á spaða og vestur svarar í hjarta. En í umræddum leik virtust norð- urspilararnir kæra sig kollótta. Við annað borðið sátu liðsmenn Landsbréfa, Sigurður Vilhjálms- son og Rúnar Magnússon NS og liðsmenn VÍB, Sævar Þorbjörns- son og Karl Sigurhjartarson AV. Vestur Norður Austur Suður KS SB SÞ RM -- — 1 spaði pass 2 hjörtu 3 hjörtu dobl pass 4 hjörtu a.pass. Sigurður sagði 3 hjörtu til út- tektar og Sævar meinti doblið sem sektarboð á láglitasamning. Karl taldi hins vegar að Sævar væri að sýna eitthvað í hjarta, og sagði því 4 hjörtu sem fóru 2 niður, 200 til NS. Við hitt borðið sátu Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson AV og Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson NS. Vestur Nordur Austur Suður JB GRJ AJ ÖA — — 1 spaði pass 2 tíglar dobl pass pass 4 hjörtu 4 grönd dobl 5 lauf dobl pass dobl(?) _ Morgunblaðið/Arnór. Frá Islandsmótinu í sveitakeppni. Guðmundur Arnarson og Þorlákur Jónsson spila við siglfirsku bræðurna Ólaf og Steinar Jónssyni. 2 tíglar Jóns var yfirfærsla í 2 hjörtu og þegar Aðalsteinn pass- aði doblið lýsti hann yfír áhuga- leysi á hjartasamning. Jón stökk samt í 4 hjörtu en Guðlaugur kom honum til bjargar með því að segja 4 grönd. Satt að segja er ótrúlegt að jafn reyndur spilari og Guðlaugur skyldi gefa þessa sögn, enda doblaði Aðalsteinn að bragði, harla feginn. Svo feginn raunar, að hann doblaði einnig 5 lauf og skildi ekkert í að aðrir við borðið fóru að hlæja að honum, fyrr en hann sá að Jón hafði einnig lagt rauðan doblmiða á borðið. Slík tvídobl eru ekki leyfileg og sam- kvæmt bridslögunum voru bæði doblin felld niður. Niðurstaðan var því 5 lauf ódobluð, 5 niður en sveit Landsbréfa fékk samt 12 impa. Jón sæmdi hins vegar Aðal- stein nafnbótinni aðaldoblari fyrir vikið. í hálfleik var sveit Landsbréfa 19 impum yfir, en í upphafi síðari hálfleiksins skoruðu liðsmenn VÍB jafnt og þétt og eftir 22 spil voru þeir komnir 14 impum yfír. En þá kom þetta spil: S/AHir Norður ♦ D64 y Á97 ♦ ÁK872 Vestur * ^5 Austur + ÁK92 ♦ 5 ¥654 ¥ KDG1082 ♦ G10943 ♦ D5 + 3 Suður +DG76 ♦ G10873 ¥3 ♦ 6 ♦ Á109842 Við annað borðið enduðu Guð- laugur og Öm í 4 spöðum, sem Magnús Olafsson doblaði í vestur og uppskar 500. Við hitt borðið opnaði Aðalsteinn Jörgensen á 2 spöðum í suður, veikt með spaða og láglit, og eftir pass vesturs hækkaði Jón Baldursson í 4 spaða. Eftir tvö pöss kom aftur að Guð- mundi Páli Arnarsyni í vestur og hann doblaði. Þetta var greinilega sektardobl því Guðmundur gat úttektardoblað 2 spaða, en í hita leiksins fór það fram hjá Þorláki Jónssyni í austur. Hann tók út í 5 hjörtu, var doblaður og fór 800 niður, Landsbréf græddi 16 impa nánast upp úr þurru og tryggði sér íslandsbikarinn um leið. *♦ + ♦*♦ + ♦ ¥ + ¥♦¥♦¥ + Styðja verkefni í Gambíu í ÞESSUM mánuði verður Ung- mennahreyfing Rauða kross Is- lands (URKÍ) með flóamarkað til styrktar Gambíu í Vestur-Afríku. Ungmennahreyfingin er um þessar mundir að hefja samstarf við Rauða krossinn þar í landi. Samvinnan verður margþætt, en þó sniðin eftir þörfum og óskum gambíska Rauða krossins. í haust verða svo fyrstu tveir sjálfboðalið- arnir sendir til starfa í 6 mánuði. Undirbúningsvinna er þegar haf- in af hálfu alþjóðahóps Ungmenna- hreyfingarinnar, svo sem námskeið, fræðsla og ýmiskonar verkefna- vinna. Fjáröflun er einn liður í verk- efnavinnu og því verður Ung- mennahreyfingin með flóamarkað 13. þessa mánaðar til styrktar Gambíuverkefninu. Tekið verður á móti fatnaði í Þingholtsstræti þriðjudag og miðvikudag frá kl. 20.00-22.00. Dæmi um lítið þróunarverkefni sem framkvæmt var með góðum árangri án mikils kostnaðar í Uganda. RAD/A UGL YSINGAR SJÁLFSTAEDISFLOKKURINN F F I. A (i S S T A R F Dalvíkingar - Svarfdælar Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað kosningaskrifstofu í Bergþórs- hvoli. Opið alla virka daga frá kl. 20.00-22.00, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 15.00-18.00. Komið og takið þátt í kosningabaráttunni. Kaffiveitingar. Síminn á skrifstofunni er 63185. Hella D-listinn á Suðurlandi boðar til almenns stjórnmálafundar í Hellubíói í dag, þriðju- daginn 9. apríl, kl. 21.00. Á fundinn mæta frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins þau Þorsteinn Pálsson, Árni Johnsen, Eggert Haukdal, Drífa Hjartardótt- ir, Baldur Þórhallsson og Kjartan Björns- son. Stuðningsmenn D-listans eru hvattir til að fjölmenna. Sjálfstæðisflokkurinn. Stjórnarfundur SUS Stjórnarmenn takið eftir! Næsti stjórnar- fundur SUS verður haldinn laugardaginn 13. apríl ki. 14.00 í Valhöll. Dagskrá: 1. Gestur fundarins, Friðrik Sófusson, varaformaður Sjálfstæðísflokksins, mun ræða kosningabaráttuna. 2. Kosningabaráttan - lokaátak. 3. Önnur mál. Stjórnarmenn tilkynniö forföll. Trúnaðar- menn tilkynnið þátttöku. FÉLAGSLÍF □ SINDRI 5991947 - 1 FR I.O.O.F. Rb. 1 = 140498 - 9.I. □ EDDA 5991947 - 1 □ HELGAFELL 5991497 VI 2 □ HAMAR 5991497-Frl.Tónl. FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19531 Myndakvöld F.í. Ferðafélagið efnir til myndasýn- ingar miðvikudaginn 10. apríl, í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Sýningin hefst stundvíslega kl. 20.30. Efni: Bergþóra Sigurðardóttir sýnir myndir og segir frá ferðum slnum i Borgarfjörð eystri, Lónsöræfi og víðar á Norðaust- urlandi. (Ferðir nr. 9, 10 og 14 í áætlun 91). Eftir kaffihló verða sýndar mynd- ir frá Reykjanes-Langjökulsgos- beltinu tengdar raðgöngu Ferðafélagsins, sem hefst sunnudaginn 14. apríl. Komið, fræðist og skemmtið ykkur á myndakvöldi hjá Ferða- félaginu. Veglegar kaffiveitingar. Allir velkomnir, félagar og aörir. Aðgangur kr. 500,- (kaffi og meðlæti innifalið). Munið Ferðafélagsspilin. Ferðaáætlun 1991 liggurframmi - fjölbreytnin er mikil í inn^n- landsferöum F.i. Myndatökur með myndbandi. Nokkur pláss laus á námskeiði þann 11. og 13. apríl. Áhersla lögð á ferðamyndatökur. Fundur í kvöld kl. 20.30 í Langa- gerði 1. Ester og Guðni Gunn- arsson sjá um fundinn. Athugið! Framhaldsaðalfundur verður 16. april kl. 20 á Háaleitisbraut 58. Allar konur velkomnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.