Morgunblaðið - 09.04.1991, Side 38

Morgunblaðið - 09.04.1991, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 Söguleg skipting- arspil í úrslita- leik íslandsmóts Brids GuðmundurSv. Hermannsson SPILIN héldu mönnum svo sannarlega við efnið í úrslitakeppni íslandsmótsins í sveitakeppni um páskana. Sömu spil voru spiluð við öll borð og þeir sagnglöðu fengu úr nógu að moða: 7 til 8-lit- um, 6-5 og 7-5 skiptingum og einn 10-litur skaut upp kollinum. En stundum fengu menn harða refsingu fyrir glannaskapinn þegar ólegan sagði til sín. Þá flugu doblmiðarnir eins og skæðadrífa yfir borðið, jafnvel margir í einu eins og vikið verður að síðar. Síðasta umferð mótsins mótsins var öðrum lík hvað þetta snerti, og eins og oftast áður voru skiptingarspilin söguleg. í síðustu umferðinni var hreinn úrslitaleikur milli sveita Lands- bréfa og Verðbréfamarkaðar Is- landsbanka. Landsbréf stóðu þó mun betur að vígi og þoldi að tapa leiknum 21-9 eða með 40 impa mun. VÍB byijaði vel og skoraði 23 fyrstu impana en Landsbréfamenn náðu að jafna leikinn aftur. Þá kom þetta spil. A/Allir Norður ♦ 5 ¥Á ♦ KG8754 + KD1094 Vestur Austur ♦ Á 4 DG8764 + KDG8742 ¥- ♦ 963 ♦ ÁD10 + 62 +ÁG74 Suður ♦ K10932 ¥ 109653 ♦ 2 + 83 Þetta er spil þar sem sagnhafa- sætið verður talsvert heitt, hvar sem það er og þótt norður eigi 6-5 skiptingu ætti hann að heyra í viðvörunarbjöllum um vonda samlegu þegar austur opnar á spaða og vestur svarar í hjarta. En í umræddum leik virtust norð- urspilararnir kæra sig kollótta. Við annað borðið sátu liðsmenn Landsbréfa, Sigurður Vilhjálms- son og Rúnar Magnússon NS og liðsmenn VÍB, Sævar Þorbjörns- son og Karl Sigurhjartarson AV. Vestur Norður Austur Suður KS SB SÞ RM -- — 1 spaði pass 2 hjörtu 3 hjörtu dobl pass 4 hjörtu a.pass. Sigurður sagði 3 hjörtu til út- tektar og Sævar meinti doblið sem sektarboð á láglitasamning. Karl taldi hins vegar að Sævar væri að sýna eitthvað í hjarta, og sagði því 4 hjörtu sem fóru 2 niður, 200 til NS. Við hitt borðið sátu Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson AV og Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson NS. Vestur Nordur Austur Suður JB GRJ AJ ÖA — — 1 spaði pass 2 tíglar dobl pass pass 4 hjörtu 4 grönd dobl 5 lauf dobl pass dobl(?) _ Morgunblaðið/Arnór. Frá Islandsmótinu í sveitakeppni. Guðmundur Arnarson og Þorlákur Jónsson spila við siglfirsku bræðurna Ólaf og Steinar Jónssyni. 2 tíglar Jóns var yfirfærsla í 2 hjörtu og þegar Aðalsteinn pass- aði doblið lýsti hann yfír áhuga- leysi á hjartasamning. Jón stökk samt í 4 hjörtu en Guðlaugur kom honum til bjargar með því að segja 4 grönd. Satt að segja er ótrúlegt að jafn reyndur spilari og Guðlaugur skyldi gefa þessa sögn, enda doblaði Aðalsteinn að bragði, harla feginn. Svo feginn raunar, að hann doblaði einnig 5 lauf og skildi ekkert í að aðrir við borðið fóru að hlæja að honum, fyrr en hann sá að Jón hafði einnig lagt rauðan doblmiða á borðið. Slík tvídobl eru ekki leyfileg og sam- kvæmt bridslögunum voru bæði doblin felld niður. Niðurstaðan var því 5 lauf ódobluð, 5 niður en sveit Landsbréfa fékk samt 12 impa. Jón sæmdi hins vegar Aðal- stein nafnbótinni aðaldoblari fyrir vikið. í hálfleik var sveit Landsbréfa 19 impum yfir, en í upphafi síðari hálfleiksins skoruðu liðsmenn VÍB jafnt og þétt og eftir 22 spil voru þeir komnir 14 impum yfír. En þá kom þetta spil: S/AHir Norður ♦ D64 y Á97 ♦ ÁK872 Vestur * ^5 Austur + ÁK92 ♦ 5 ¥654 ¥ KDG1082 ♦ G10943 ♦ D5 + 3 Suður +DG76 ♦ G10873 ¥3 ♦ 6 ♦ Á109842 Við annað borðið enduðu Guð- laugur og Öm í 4 spöðum, sem Magnús Olafsson doblaði í vestur og uppskar 500. Við hitt borðið opnaði Aðalsteinn Jörgensen á 2 spöðum í suður, veikt með spaða og láglit, og eftir pass vesturs hækkaði Jón Baldursson í 4 spaða. Eftir tvö pöss kom aftur að Guð- mundi Páli Arnarsyni í vestur og hann doblaði. Þetta var greinilega sektardobl því Guðmundur gat úttektardoblað 2 spaða, en í hita leiksins fór það fram hjá Þorláki Jónssyni í austur. Hann tók út í 5 hjörtu, var doblaður og fór 800 niður, Landsbréf græddi 16 impa nánast upp úr þurru og tryggði sér íslandsbikarinn um leið. *♦ + ♦*♦ + ♦ ¥ + ¥♦¥♦¥ + Styðja verkefni í Gambíu í ÞESSUM mánuði verður Ung- mennahreyfing Rauða kross Is- lands (URKÍ) með flóamarkað til styrktar Gambíu í Vestur-Afríku. Ungmennahreyfingin er um þessar mundir að hefja samstarf við Rauða krossinn þar í landi. Samvinnan verður margþætt, en þó sniðin eftir þörfum og óskum gambíska Rauða krossins. í haust verða svo fyrstu tveir sjálfboðalið- arnir sendir til starfa í 6 mánuði. Undirbúningsvinna er þegar haf- in af hálfu alþjóðahóps Ungmenna- hreyfingarinnar, svo sem námskeið, fræðsla og ýmiskonar verkefna- vinna. Fjáröflun er einn liður í verk- efnavinnu og því verður Ung- mennahreyfingin með flóamarkað 13. þessa mánaðar til styrktar Gambíuverkefninu. Tekið verður á móti fatnaði í Þingholtsstræti þriðjudag og miðvikudag frá kl. 20.00-22.00. Dæmi um lítið þróunarverkefni sem framkvæmt var með góðum árangri án mikils kostnaðar í Uganda. RAD/A UGL YSINGAR SJÁLFSTAEDISFLOKKURINN F F I. A (i S S T A R F Dalvíkingar - Svarfdælar Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað kosningaskrifstofu í Bergþórs- hvoli. Opið alla virka daga frá kl. 20.00-22.00, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 15.00-18.00. Komið og takið þátt í kosningabaráttunni. Kaffiveitingar. Síminn á skrifstofunni er 63185. Hella D-listinn á Suðurlandi boðar til almenns stjórnmálafundar í Hellubíói í dag, þriðju- daginn 9. apríl, kl. 21.00. Á fundinn mæta frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins þau Þorsteinn Pálsson, Árni Johnsen, Eggert Haukdal, Drífa Hjartardótt- ir, Baldur Þórhallsson og Kjartan Björns- son. Stuðningsmenn D-listans eru hvattir til að fjölmenna. Sjálfstæðisflokkurinn. Stjórnarfundur SUS Stjórnarmenn takið eftir! Næsti stjórnar- fundur SUS verður haldinn laugardaginn 13. apríl ki. 14.00 í Valhöll. Dagskrá: 1. Gestur fundarins, Friðrik Sófusson, varaformaður Sjálfstæðísflokksins, mun ræða kosningabaráttuna. 2. Kosningabaráttan - lokaátak. 3. Önnur mál. Stjórnarmenn tilkynniö forföll. Trúnaðar- menn tilkynnið þátttöku. FÉLAGSLÍF □ SINDRI 5991947 - 1 FR I.O.O.F. Rb. 1 = 140498 - 9.I. □ EDDA 5991947 - 1 □ HELGAFELL 5991497 VI 2 □ HAMAR 5991497-Frl.Tónl. FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19531 Myndakvöld F.í. Ferðafélagið efnir til myndasýn- ingar miðvikudaginn 10. apríl, í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Sýningin hefst stundvíslega kl. 20.30. Efni: Bergþóra Sigurðardóttir sýnir myndir og segir frá ferðum slnum i Borgarfjörð eystri, Lónsöræfi og víðar á Norðaust- urlandi. (Ferðir nr. 9, 10 og 14 í áætlun 91). Eftir kaffihló verða sýndar mynd- ir frá Reykjanes-Langjökulsgos- beltinu tengdar raðgöngu Ferðafélagsins, sem hefst sunnudaginn 14. apríl. Komið, fræðist og skemmtið ykkur á myndakvöldi hjá Ferða- félaginu. Veglegar kaffiveitingar. Allir velkomnir, félagar og aörir. Aðgangur kr. 500,- (kaffi og meðlæti innifalið). Munið Ferðafélagsspilin. Ferðaáætlun 1991 liggurframmi - fjölbreytnin er mikil í inn^n- landsferöum F.i. Myndatökur með myndbandi. Nokkur pláss laus á námskeiði þann 11. og 13. apríl. Áhersla lögð á ferðamyndatökur. Fundur í kvöld kl. 20.30 í Langa- gerði 1. Ester og Guðni Gunn- arsson sjá um fundinn. Athugið! Framhaldsaðalfundur verður 16. april kl. 20 á Háaleitisbraut 58. Allar konur velkomnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.