Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL 1991 39 Dönsk kvikmyndavika: Vistaskipti á viðkvæmum aldri Kvikmyndir Amaldur Indriðason ísbjarnadans („Lad isbjörnene danse“). Sýnd á danskri kvik- myndaviku í Háskólabiói. Leik- stjórn og handrit: Birger Larsen. Aðalhlutverk: Tommy Kenter, Anders Schoubyea, Birthe Neu- mann. Danmörk, 1990. Danska myndin ísbjarnadans segir frá ungum dreng sem upplifir skilnað foreldra sinna og fiytur ásamt móður sinni í nýtt og honum áður ókunnugt umhverfi. Hann missir tengsl við föður sinn í því nýja hlutverki sem hann telur sig hafa að gegna. En brátt koma brestir í hið nýja líf og drengsi sér að hann getur ekki orðið það sem aðrir vilja að hann sé, hann verður að vera hann sjálfur. Þaðan er hið forvitnilega nafn myndarinnar dregið; leyfið hveijum að vera eins og hann vill og hefur eðli til. Danskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið mjög uppteknir af bemskuárunum i myndum sínum og nægir að nefna Bille August og Sören Kragh-Jacobsen í því sam- bandi. Reyndar standast þeim fáir snúning í þessum efnum, allt um- hverfi og efniviður er brakandi ekta og hinir ungu leikarara standa sig undanteknigarlaust með mestri prýði. Þessi mynd er engin undantekn- ing. Lærlingur Kragh-Jacobsens og leikari í Sjáðu sæta nafla minn, Birger Larsen, gerir ísbjarnadans þar sem lýst er lífi ungs drengs, Lasse, sem takast þarf á við alvöru lífsins, jafnvel áður en hann er fær um það. Hann þarf að velja og hafna, reynir nýja sjálfsímynd en verður ekki breytt. Myndin er könn- unarleiðangur um veröld hans og um það hvernig fallvaltur heimur hinna fullorðnu getur komið niður á börnum þeirra. Larsen hefur gert hér einkar hugljúfa og skemmtilega húmor- íska mynd með réttum snert af dönskum blús, söknuði og ljúfsárum svipmyndum af heimilislífi sem síð- BIODROGA Lífrænarjurtasnyrtivörur E* Snyrtilínan án ilm og litarefna fyrir allra viðkvæmustu húð. iilODRO 0) 55 2 '5 Utsölustaðir: Stello, Bankastræti 3, Ingólfsapótek, Kringlunni, Bró, laugavegi 72, Gresika, Rauðarórstíg 27, Lilja, Grenigrund 7, Akranesi, Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Eyfirðinga, Húsavíkurapótek, , .V.eítn]cinmy.ioa[tójek,.. ar sundrast. Þetta er frumraun leik- stjórans en það er lítill byrjenda- bragur á myndinni sem var framlag Dana til Óskarsverðlaunanna 1991. Tímabiiið sem myndin gerist á er í kringum 1960 þegar Elvis Presley er í öllum grammafónum landsins en Larsen er einkar lagið að hverfa aftur í tímann og skapar mjög sannfærandi veröld sem var og gætir að öllum smáatriðum. Mjög er vandað til verka hvort sem það eru lýsingar á kennslustundun- um fyrir 30 árum, sem Larsen spaugar talsvert með, eða innan- stokksmunir og klæðnaður. En það eru líka tveir ólíkir heim- ar í myndinni sjálfri sem skapa sterkar andstæður í lífi drengsins. Annarsvegar er verkamannaheimili hans sjálfs þar sem hann býr við mikla ástúð föður síns, lítil regla er á hlutunum og faðirinn kippir sér lítt upp við það þótt honum gangi illa í skólanum. Hin veröldin er á heimili moldríks tannlæknis, brothætt og sótthreinsað menning- arheimili þar sem Lasse lærir nýja siði. Það er alls ekki fjandsamlegt honum én hann veit og fínnur að þarna á hann ekki heima. Persónurnar allar eru ljóslifandi í höndum góðs leikarahóps. Þessar myndir eru í dag: Árósar um nótt, Jeppi á fjalli og Isbjarnadans. Fimmtudaginn 11. aprfl kl. 20.30 í Félagsheimíli Kópavogs m ■* I U» ivvU v V :||Í?:|IIÍ55 J ■ s i \ 'v: N "" ' . S s ' i '' . x't'ii'" : ' ■ s v. Cs s s s s s s ss<. \ \ S ' - 's I : mmmmmmmm -' ::V :..: ■■• a 4 ' ' x v • ::Un ‘ ■' •■. ".<•. • N . S' ,S í '' •:.■:• ■ :■ •VvV:;:. dóna Ösk Guðjónadóttir H |fV | 'I ' > ' '' ' O' ' „ „ N \ 's S SN J:'' \ s '' ' s ' S" s ' ' • S ' ' ' í\V"-' ' s' '". " ' ' ss X'- ' ' ' '' ' ' " ' *'' X "' f % ♦ ♦ t ♦ / / \Þao sKtptir mali nverjvr s\ tjornal - + + •*«■*<. <-'+.<■-» V < 'V * S * * x ♦ •*• v + " •»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.