Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 Frá vinstri: Helgi E. Kristjánsson, skólastjóri Tónlistarskólans, sr. Friðrik J. Hjartar, sóknarprestur, og Kristín Kjartansdóttir, aðstoð- armaður við sunnudagaskólann. Ólafsvík: Blómlegt safnaðarlíf Ólafsvik. ° af öllum þessum sakargiftum. Fallið er frá ákæru á hendur Ragnari og Björgólfi, sem ásamt starfsmanni Hafskips voru ákærðir fyrir skilasvik í viðskiptum við Reykvíska endurtryggingu síðustu vikur fyrir gjaldþrot Hafskips. Þá er, auk ákæru um ofmat skipastóls- ins, fallið frá nokkrum liðum í þeim kafla ákaérunnar þar sem fjallað er um ársreikning Hafskips 1984. Þar var Hafskipsmönnum gefið að sök að hafa oftalið eignir og vantal- ið skuldir félagsins um samtals 16 milljónir króna. Páll Amór Pálsson, sérstakur saksóknari, sagði ekki rétt að túlka breytingar á ákærunni, eftir að lýst hafði verið yfir áfrýjun á þann veg að ákæruvaldið væri að draga enn í land. „Þetta er hluti af áfrýjun- inni. Það er fyrst áfrýjað gagnvart ákveðnum mönnum og síðan er þetta nánari útfærsla á áfrýjun- inni,“ sagði hann. „Ákæruvaldið er að minnsta kosti búið að átta sig á því að þess- ir kaflar ákærunnar hafa ekkert hald,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugs- son, hrl., þegar hann var spurður hvernig hann túlkaði þessar breyt- ingar á ákærunni. „Óneitanlega hefði verið betra að það hefði áttað sig á þessu áður en málið var höfð- að í upphafi en hins vegar vantar enn mikið á skilning ákæruvaldsins á þessu máli. Að mínu áliti hefði alveg átt að sleppa þessari áfrýjun." Takist ekki að ljúka málflutningi fyrir 19. apríl verður honum lokið á síðustu dögum aprílmánaðar og má því vænta endanlegrar dómsnið- urstöðu snemma í sumar um öll þau mál sem tengd hafa verið gjald- þroti Hafskips, 6. desember 1985. Prestsembætti auglýst laust til umsóknar BISKUP íslands hefur auglýst eftirtalin prestaköll og prestsem- bætti laus til umsóknar: Norðljarðarprestakall í Aust- fjarðarprófastsdæmi. Séra Svavar Stefánsson, fráfarandi sóknarprest- ur hefur fengið veitingu fyrír Þor- lákshafnarprestakall. Langholtsprestakall í Reykjavík- urprófastsdæmi vestra. Séra Sig- urður Haukur Guðjónsson sóknar- prestur hefur fengið lausn frá emb- ætti frá 1. júlí nk. Patreksfjarðarprestakall í Barða- strandaprófastsdæmi. Sóknarprest- urinn, séra Sigurður Jónsson, hefur fengið veitingu fyrir Oddapresta- kalli. Tálknafjarðarprestakall í Barðá- strandarprófastsdæmi. Þá er auglýst til umsóknar hálf staða aðstoðarprests í Ábæjarpre- stakalli og í Seljaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Einnig eru auglýstar tvær stöður farpresta sem munu þjóna sem hér-. aðsprestar eftir ákvæðum laga um starfsmenn þjóðkirkjunnar sem samþykkt voru á síðasta ári. Hér- aðsprestur mun annast afleysingar og sinna sameiginlegum verkefnum á vegum prófastsdæmisins. Far- prestsembættin sem nú eru auglýst eru annars vegar í Reykjavíkurpróf- astsdæmi, eystra og vestra, hins vegar í Kjalarnesprófastsdæmi. Umsóknarfrestur um embættin sem nú eru auglýst er til 1. maí næstkomandi. ■ Á PÚLSINUM þriðjudaginn 9. apríl verður djass- og blúshljóm- sveitin KK-band með tónleika, þá 5. í röðinni, en tilraun til að gera þriðjudagskvöld að föstum lið í menningar- og borgarlífi Reykja- víkur hefur gengið bærilega. Ekki er ólíklegt að einhver góður gestur skjóti upp kollinum á sviðinu með þeim félögum þó ekki sé vitað nú sem stendur hver það verður. Mið- vikudaginn 10. apríl heldur svo Kabarett 2007 tónleika. SAFNAÐARLÍF stendur með miklum blóma í Ólafsvík undir handleiðslu sóknarprestsins sr. Friðriks J. Hjartar. Til dæmis er sunnudagaskólinn mjög vel sóttur. Við það starf seg- ist sr. Friðrik vera vel studdur af áhugafólki. - Helgi Morgunblaðið/Alfons Finnsson Það eru jafnt ungir sem aldnir sem sækja guðsþjónustur. Nýr greiðslu- dagur bóta almanna- «• trygginga. FRÁ OG með júnímánuði nk. verða bætur almannatrygginga greiddar 3. dag hvers mánaðar i stað 10. hvers mánaðar eins og verið hefur. Eftir sem áður eru bætur greiddar fyrirfram. Þann- ig verða bætur fyrir júní greidd- ar út 3. júní. Þessi breytta tilhögun er ákveðin í samráði fjármálaráðuneytis, heil- brigðisráðuneytis og bankastoftr-— ana. 3. dagur mánaðarins er m.a. valinn til að reyna að forðast það mikla álag sem er hjá öllum bönkum um sjálf mánaðamótin. Óskir um breytingu í þessa átt hafa komið víða að t.d. frá Öryrkja- bandalagi íslands og samtökum aldraðra. Er niðurstaðan fengin í samráði við fulltrúa þessa hópa. (Fréttatilkynning) ÞJOÐARSATTIN ENDURGREIDD Frjálslyndir hafa mótað tillögur um breytt staðgreiðslu- kerfi tekjuskatts, sem gerir ráð fyrir breytilegum persónuafslætti. Skattleysismörk hækka í 90.000 krónur á mánuði, og þeir sem hafa tekjur innan við 150.000 krónur á mánuði greiða minni tekjuskatt, en í núverandi kerfi. Með kerfi Frjálslyndra eru, að hluta til, endurgreiddar þær fórnir sem þjóðarsáttin lagði á þá sem lægst hafa launin. FRJÁLSLYNDIR fyrir fólk Ef þú vilt vita meira um þetta skattkerfi eða önnur stefnumál Frjálslyndra, hafðu þá samband við kosningaskrifstofur okkar, eða óskaðu eftir að frambjóðendur heimsæki vinnustað þinn. ATKVÆÐI GREITT F-LISTANUM ER ATKVÆÐI GREITT SJÁLFUM ÞÉR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.