Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL 1991 omRon SJÓÐSVÉLAR Gera meira en-að uppfylla kröfur fjármálaráðuneytisins. Yfir 15 gerðir fyrirliggjandi Verð frá kr. 29.800.- SKRIFSTOFUVÉLAR sund hf NÝBÝLAVEGI16 - SÍMI 641222 -tækni og þjónuHtu ú traustuin grunni Ul vii 0 qerkerfí Tyrfr iiubretfi gfleira II Með þessu stórkostlega fyrirkomulagi næst hámarksnýting á lagersvæði. Mjög hentugt kerti og sveigjanlegt við mismunandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftaraogvöruvagna. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOOS- OCHEILOVERSLUN Sb&zsnzsr BÍLDSHÖFDA W SÍMl:6724 44 íyrir fólk KOSNINGA SKRIFSTOFUR Skeifunni 7 91-82115 Reykjavík Eyrarvegi 9 98-22219 Selfossi Háholti 28 93-12903 Akranesi Glerárgötu 26 96-27787 Akureyri Nýbýlavegi 16 91-45878 Kópavogi FRJALSLYNDIR Áróðursbrögð og asparrækt eftirHauk Ragnarsson I janúar 1989 mátti lesa í blöðun- um fregnir af stórfelldum áætl- unum um asparrækt. Rætt var um að taka fyrir 5-6 þúsund hekt- ara af framræstum mýrum í upp- sveitum Árnessýslu. Afurðir fyrstu grisjana skyldi selja til járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, en afurðir loka- böggs (eftir 35-40 ár) yrðu að mestu leyti borðviður, sem seldur yrði með hagnaði. Kostnaður við ræktunina var sagður miklu minni en í „hefðbundinni skand- inavískri skógrækt" og arðsemin ótvíræð. Áætlað var að gróður- se^ja í um 1.000 hektara á ári, og árlegur kostnaður talinn 50-60 milljónir. Þetta yrði aukab- úgrein í fyrstu en aðalbúgrein síðar. Höfundar þessarar áætlun- ar voru þeir Jón Gunnar Ottósson og Þorbergur Hjalti Jónsson, sem báðir störfuðu hjá Rann- sóknarstöð Skógræktar ríkisins. Þeir félagar sögðust hafa kynnt áætlun sína fyrir ráðu- neytismönnum, bændasamtökum og iðnráðgjöfum, og hefði henni verið vel tekið. Asparáætlun ákafamanna Það var ekki laust við að fag- mönnum í skógrækt brygði við þessa stórfrétt. Að hafa ekki komið auga á, að skógrækt á íslandi gæti verið stórgróðafyrirtæki hlyti að vera þeim til ævarandi vansæmdar. Það var því beðið með eftirvæntingu LOGSUÐUTÆKI FREMSTIR í 100 ÁR ÁRVÍK eftir starfsmannafundi Skógræktar ríkisins í mars. Hinn 16. þessa mánaðar kynntu þeir félagar Jón G. og Þorbergur H. áætlun sína um ræktun asparskóga í máli og mynd- um, og fer hér á eftir útdráttur úr fundargerð. Til skýringar var notað „flæðirit" (Mynd 1) það, sem hér er birt. Ræktunarferillinn (Mynd 2) var sagður vera þessi í stuttu máli: 1. Ræktunarstaðurinn er flöt, framræst mýri. Engin jarð- vinnsla er viðhöfð (hvorki plægt né herfað eða tætt). 2. Grasi er eytt í rákum eða rönd- um með 2ja metra bili. Þetta á að gera með eyðingarefninu Round up. (Kostnaður kr. 12.500/ha.) 3. Asparstiklingum stungið í miðjar rákirnar með 2ja metra bili (Kostnaður kr. 10.000/ha.) 4. Að tveimur árum liðnum er plöntum bætt inn í stað þeirr'a stiklinga, sem ekki náðu að ræta sig (kostnaður kr. 5.00p/ha). 5. Á sama ári er borið á. Áburðar- skammturinn á að néma 300 kg/ha af hreinu köfnunarefni og 50 kg/ha af hreinum fosfór. (Kostnaður sagður kr. 5.000/ha). 6. Eftir 12-15 ár er önnur hver röð höggvin, 1.250 tré, 13 tonn/ha, eða 36 mVha. Selt að Grundartanga. Andvirði kurlsins sagt standa undir grisjunar- kostnaði. 7. Þá er borið á. (Sami skammtur og áður. Kostnaður kr. 5.000/ha). 8. Eftir 20-22 ár er önnur hver röð höggvin (sjá mynd), 625 tré, 18 tonn/ha eða 49 mVha. Selt að Grundartanga. Andvirði stendur undir kostnaði. 9. Borið á. (Sami skammtur og fyrr. (Kostn. kr. 5.000/ha). 10. Eftir 35-40 ár er skógurinn ijóðurfelldur, 625 tré, 94 tonn/ha eða 254 mVha. Mest á þetta að vera sögunarviður. Verðmæti sagt fjórfaldast og nettóhagnaður kr. 900.000/ha. „Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú, að við þessa áætlanagerð um asparrækt hafi öll- um brögðum verið beitt til þess að gera hana trúanlega í augum fjár- veitingavaldsins. Brögðin hafa verið af ýmsum toga. Sannleik- anum hefur verið hag- rætt og hann blandaður ósannindum.“ Jón G. sagði að áætlunin væri afrakstur tilrauna, sem hófust 1983. Tók hann skýrt fram að þetta væri ekki lengur á tiiraunastigi. Þess vegna væri þegar hafin rækt- un á Flúðum og yrðu 400 þúsund græðlingar settir út þá um sumar- ið. Þorbergur H. sagði að áætlunin byggðist á mælingum og arðsemis- útreikningar lægju fyrir. Fjárfest- ing í þessum asparskógi gæfi 7-8% vexti. Sagt var, að gert væri ráð fyrir 3,3 tonn/ha meðalársvexti eða u.þ.b. 9 mVha. Þetta var sagt vera landsmeðaltal, 36 lundir hefðu verið mældir. Allmiklar umræður urðu um þetta á fundinum, en eins og að líkum lætur voru flestir gætnir í orðum, því ekki er auðvelt að átta sig á svona tölum í fljótu bragði, en miklar efasemdir komu fram. Fyrst og fremst efuðust menn um að hægt væri að rækta græðlinga í óunnu landi með teljandi árangri. Einnig var talið að viðarvöxtur væri gróflega ofætlaður og síðast en ekki síst að kostnaður væri stór- lega vanmetinn. Óskuðu menn eftir því að fá að sjá þau gögn, sem áætlunin byggðist á. Jón G. sagði, að allar upplýsingar yrðu sendar mönnum svo fljótt, sem auðið væri. Staðleysur eða staðreyndir? Síðar um veturinn kynntu þeir félagar áætlun sína fyrir ýmsum aðilum og samtökum. Starfsmenn Skógræktar ríkisins biðu þess með óþreyju að fá umbeð- in gögn í hendur, því nú rigndi yfir þá spurningum og beiðnum varð- andi asparræktun. En engar upp- lýsingar fengust hjá þeim félögum, þrátt fyrir írekaðar tilraunir. Nú bregður svo við, að hinn 27. júlí 1989 leggur landbúnaðaráð- herra fram í ríkisstjórninni „Minnis- blað um ræktun asparskóga". Nú er talað um þróunarverkefni næstu ijögur til fimm árin. Sagt að 1,2 milljónir dugi árið 1989, 6-7 milljón- ir árið 1990 en 4-5 milljónir næstu 3-4 árin þar á eftir. Ríkisstjórnin samþykkti að beita sér fyrir fjár- veitingu til þessa. „Minnisblaðinu" fylgdi greinar- gerð, þar sem fram komu sömu staðhæfingar og á starfsmanna- fundi. Áætlunin var sögð afrakstur margvíslegra rannsókna og ekki lengur á tilraunastigi. Stofnkostn- aður kr. 50 þús/ha, og tekið fram að þessi ræktun sé miklu hagkvæm- ari en svokölluð „nytjaskógrækt á bújörðum“, sem væri 60-200% dýr- ari. Þó er talið rétt að líta á þetta sem þróunarverkefni fyrstu 4-5 árin meðan verið sé að reyna ræktunar- aðferðir. Áður var þó búið að segja að þessi ræktun væri komin af til- raunastigi! í greinargerðinni er nú sagt, að hver hektari asparskógar muni gefa af sér minnst 40-50 tonn af tijákurli, áður en að lokahöggi kemur, sem er 10-20 tonnum meira en í fyrri áætlunum þeirra Jóns G. og Þorbergs H. Á ráðunautafundi Búnaðarfélags íslands í febrúar 1990 flutti Jón G. Ottósson erindi um asparrækt sem var efnislega nokkuð samhljóða greinargerðinni með „minnisblað- inu“ og „flæðiritið" var óbreytt frá starfsmannafundi 1989. Meðan á öllu þessu stóð, var árangurslaust beðið um að fá að sjá gögn þau, sem asparáætlunin byggðist á. Hinn 28. febrúar 1990 skrifuðu 5 ' skógfræðikandidatar stjórn Rannsóknarstöðvar Skóg- ræktar ríkisins bréf, þar sem þess var farið á leit, að áætlunin og gögn þau, sem hún byggðist á, væri birt starfsmönnum hið fyrsta, svo þeim gæfist kostur á að sann- reyna gildi hennar. Skriflegt svar barst aldrei, en Jón G. og Þorbergur H. munu hafa neitað að afhenda gögnin. Á vordögum 1990 fór ýmislegt að gerast á Mógilsá, sem ekki verð- ur rakið hér. Lauk því með að allir fyrri starfsmenn hurfu af staðnum, þó að einum undanskildum. Nýir menn hafa verið að svipast um eft- ir þeim gögnum og rannsóknaniður- stöðum sem asparáætlunin var sög byggjast á, en hafa ekki haft erin sem erfiði. Þó hefur fundist stu greinargerð eftir- Þorberg H. u kostnað við ræktun aspar frá 1. 1989. Ljósrit af henni er birt h( með greininni. (Mynd 3.) Nú spyr menn sig þessara spurninga: Hal þessi gögn verið fjarlægð, eða haí þau nokkurn tíma verið til? Flest munu nú hallast að því síðarnefnd Ofmetinn asparvöxtur Vaxtarspá þeirra félaga var sögð byggjast á mælingum á 36 aspar- flötum um allt land. Það mun rétt vera, en við mælingarnar var, að ráðum Þorbergs H., notuð sérstök mælingaraðferð, sem einungis get- ur gefið trúverðugar niðurstöður sé henni beitt inni í þéttum skógi. Þegar henni er beitt í litlum lund- um, þar sem öll tré eru jaðartré að meira eða minna leyti, getur hún gefið fáránlegar niðurstöður, svo sem raunin hefur orðið hér. Lands- meðaltal er sagt vera 3,3 tonn/ha eða 8,9 mVha. Sá lundur á íslandi, sem best hefur vaxið, er asparlund- urinn í Múlakoti, en hann hefur vaxið að meðaltali einhversstaðar milli 9-11 m3/ha á ári. Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að segja nákvæmar til um vöxtinn er sú, að lundurinn er of lítill, jaðartré svo mörg að ekki er hægt að mæla stærð raunverulegs vaxtarsvæðis hans af nákvæmni. Sem dæmi um það, í hvaða ógöngur mælingaraðferð Þorbergs H. getur leitt, má nefna mælingu á asparlundi í Laugarási 1985. Þor- bergur H. vann úr þeim gögnum ÁRMÚLI 1 -REYKJAVÍK-S/MI 687222 -TELEFAX 687295 Tónskóli Eddu Borg auglýsir HLJÓMBORÐSNÁMSKEIÐ Ný 10 vikna byrjenda- og framhaldsnám- skeið heíjast 15. apríl nk. Innritun byrjar mánudaginn 8. apríl í síma 73452 milli kl. 14.00-18.00. myndi: ASPARRÆKTARAÆTLUN J.G.O og Þ.H.J. Eftir 12-15 ár Eftir 20-22 ár NÝRÆKT 2.500 aspir/ha —► GRISJUN 13tonn/ha —► GRISJUN 18tonn/ha KOSTNAÐUR Kr. 50.000/ha L IÐNVIÐUR J. MEÐALÁRSVÖXTUR 3,3 tonn/ha = 8,9 rúmmetrar/ha URVINNSLA Eftir 35-40 ár LOKAHOGG Kr. 900.000/ha SOGUN TIMBUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.