Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 Rafmagns veitur ríkisins kaupa eignir Rafveitu og Hitaveitu Siglufjarðar Siglufirði SÍÐASTLIÐINN sunnudag voru undirritaðir á Siglufirði samningar á milli bæjaryfirvalda í Siglufirði og Rafmagnsveitna ríkisins sem fela í sér að Rafmagnsveiturnar kaupa eignir Rafveitu og Hita- veitu bæjarins, þ.á.m. Skeiðsfossvirkjun. Rafmagnsveitur ríkisins munu taka við rekstrinum þann 20. apríl n.k. og verður þá öllum starfsmönnum siglfirsku orkufyrirtækjanna boðið að starfa hjá Rarik. Kaupverð allra eignanna er 450 milljónir króna og greiðist það með yfirtöku lána. Viðræður um kaupin hafa staðið yfir frá því í byrjun desember. Ástæður þess að bæjaryfirvöld á Siglufírði gengu til viðræðna um að selja fyrirtækin voru m.a. sam- dóma álit bæjarfulltrúa um naðsyn á lækkun skulda bæjarfélagsins. „Við stóðum einfaldlega frammi fyrir þeirri staðreynd að hafa ekk- ert framkvæmdafé næsta áratug- inn. Endurskipulagning á rekstri okkár ásamt þessum samningum eiga að hafa það í för með sér að um næstu áramót verði fjárhags- staða bæjarins orðin nokkuð góð. Gangi áætlanir okkar eftir verða nettóskuldir bæjarfélagsins þá inn- an við 100 milljónir króna eða tæplega helmingur árstekna. Það mun gefa okkur ágætis svigrúm til framkvæmda enda bíða mörg stór og brýn verkefni úrlausnar. Við bjóðum Rafmagnsveitur ríkis- ins velkomnar til Siglufjarðar og væntum góðs samstarfs við þær á komandi árum,“ sagði Björn Valdi- marsson bæjarstjóri á Siglufirði í samtali við Morgunblaðið. Kristján Jónsson forstjóri Rarik sagði að rekstur rafveitu og hita- veitu á Siglufírði félli vel að rekstri fyrirtækisins á Norðurlandi vestra, en eftir þessi kaup munu Rafmagn- sveitur ríkisins annast alla orku- sölu á svæðinu að Sauðárkróki frá- töldum. Söluverðið er byggt á viðskipta- legu mati á verðmæti eignanna, þannig að tekjur af þeim standi undir kaupverðinu. „Við erum ánægðir með það skref sem nú hefur verið tekið og treystum á gott samstarf við Sigl- firðinga. Við bjóðum starfsmenn Rafveitu og Hitaveitu Siglufjarðar velkomna til starfa hjá okkur,“ sagði Kristján Jónsson. M.J. Síldarverksmiðjur ríkisins; Morgunblaðið/Júlíus Stærri auglýsingar á strætisvögnum STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur og íslenska auglýsingastofan hafa gert með sér samning um auglýsingar á hliðum vagna fyrirtækisins. I kjölfar þessa samnings verða auglýsingaborðar á hliðum strætis- vagnanna stærri en tíðkast hefur til þessa og einnig hefur verið gerð sú tilraun, að mála auglýsingu beint á vagninn á myndinni. Sveinn Andri Sveinsson, formaður stjórnar SVR, segir fyrst í stað muni þessi samningur, sem gilda á til tveggja ára, tryggja fyrirtækinu svipaðar tekjur af auglýsingunum og verið hefur til þessa, en gert sé ráð fyrir að þær muni aukast við endurnýjun samningsins að þeim tíma liðnum. Þriðjungur manna endurráðinn Miklir fjárhagslegir erfiðleikar vegna hráefnisskorts SÍLDARVERKSMIÐJUR ríkisins eiga í miklum fjárhagslegum erf- iðleikum samkvæmt skýrslu frá endurskoðunarfyrirtækinu Sinnu sem rædd var í stjóm SR fyrir helgi. Megin ástæðan er hráefniss- kortur en einnig hefur fyrirtækið staðið í stórfelldum endurbótum á verksmiðjum sinum. Sjávarútvegsráðherra segir að meira þurfi að koma til en 300 milljón króna heimild til skuldbreytinga á láns- fjárlögum. Flaug inn en komst ekkiút STARRI flaug inn um opinn glugga mannlausrar ibúðar í Vesturbænum á laugardag. Hins vegar komst fuglinn ekki út aftur þótt hann reyndi hvað eftir annað að fljúga í gegnum rúðuna. Nágrannar urðu varir við dyknina þegar fuglinn flaug á rúðuna og köll- uðu á lögreglu. Lögreglan fékk lásasmið til að opna dyr íbúðarinnar og síðan var fuglinum komið út undir bert loft. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði að honum væri kunnugt um mikinn fjárhagslegan vanda fyrirtækisins, en hann hefði ekki séð skýrsluna frá Sinnu. Hann sagði heimild J lánsfjárlögum til að skuldbreyta 300 milljónum króna, sem er hluti þeirra lána sem tekin hafa verið vegna endurbóta. „Ég held það þurfí samt eitthvað meira að koma tii,“ segir Halldór. Hann sagðist ekki taka undir hugmyndir um að leggja niður til- teknar verksmiðjur. „Eg tel mikil- vægt að verksmiðjan á Reyðarfirði verði starfrækt áfram. Atvinnu- ástandið þar er bágborið og fyrir- tækið er veigamikill þáttur í at- vinnulífínu þar, eins og verksmiðj- ur SR eru reyndar víðar,“ sagði Halldór. Halldór hefur lagt til að SR verði gert að hlutafélagi en sú skoðun hefur mætt andstöðu. „Það hefði verið mun auðveldara að ganga til samstarfs við ýmsa aðila í samfé- laginu um hráefni ef fyrirtækið væri hlutafélag," segir Halldór. Hann sagði SR eiga mjög miklar eignir, en þær væru ekki mikils virði ef ekkert hráefni fengist. „Fyrirtækið þarf að semja um sín- ar skuldir og ég er viss um að lána- drottnar sjá sinn hag best í því að semja í þeirri trú að loðnan komi á nýjan leik. Ég sé ekki að menn eigi neinn annan kost miðað við þá stöðu sem uppi er,“ segir Hall- dór. „Það er í rauninni ekkert að segja um stöðu SR á þessu stigi. Við eigum í sömu vandræðum og aðrir sem verða fyrir hráefnis- bresti,“ segir Þorsteinn Gíslason stjórnarformaður SR. Þorsteinn sagði að á fyrri hluta síðasta árs hefði verið þokkalega mikið hráefni og samkvæmt sex mánaða uppgjöri hefði verið hagn- aður á rekstri fyrirtækisins. Hrá- efni hefði skort síðari hluta ársins og þá hefði auðvitað orðið tap. Það sem af er þessu ári hefur einnig verið skortur á hráefni og staða SR er því mjög slæm. Þorsteinn vildi ekki gefa upp hversu miklar skuldir SR væru, sagði að verið væri að skoða mál fyrirtækisins og í framhaldi af því yrði gripið til einhverra aðgerða. Hann benti þó á að eiginfjárstaðan væri nokkur hundruð milljónir. Síldarverksmiðjur ríkisins er rík- isfyrirtæki og sagði Þorsteinn að því miður væru lögin, sem stjórn- endum fyrirtækisins væri gert að vinna eftir, löngu orðin úreld. Hall- dór Ásgrímsson tók undir þetta me'ð Þorsteini og sagði að þvi mið- ur hefðu lögin ekki verið færð til nútímahorfs. Nýverið var öllu starfsfólki SR sagt upp störfum en nú hefur ver- ið ákveðið að endurráða þriðjung þess aftur. Þorsteinn sagði að þetta hafi verið gert til að forða eignun- um frá skemmdum. M-hátíð á Suðurlandi: Listahátíð baraa og ungl- inga á Kirkjubæjarklaustri Kirkjubæjarklaustri. LISTAHÁTÍÐ barna og unglinga var haldin á Kirkjubæjarklaustri helgina 23. og 24. mars sl., en hún var haldin undir merkjum M-hát- íðar á Suðurlandi. Það var fljótlega eftir áramót sem menningarmálanefnd Skaftárhrepps fór þess á leit við Kirkjubæjarskóla, tónlistarskólann og dagheimilið að þessir aðilar ynnu að listahátíð barna og ungl- inga. Ákveðið var að efna til slíkrar hátíðar og þá í tengslum við þema sem valið hafði verið fyrir árshátíð nemenda í Kirkjubæjarskóla. Þem- að var „Kallar hann mig og kaliar hann þig“, hending úr ljóði Jóns Helgasonar, Áfangar. í ljóðinu er ort um einn af landvættunum, risann í Lómagnúpi, og höfðar því þannig til fólks í héraðinu en ekki síður var nafnið valið með því hug- arfari að fá nemendur til að kynna sér nánasta umhverfi og samfélag- ið sem þau búa í, bent á hvemig allir þurfa að vera virkir og meðvit- aðir um sitt umhverfi og taka þátt í því sem þar gerist, það er „kallað á alla“. Áhersla var lögð á allar listgreinar og á ýmsan hátt ýtt undir sköpunargleði nemenda, eins og sýningin bar með sér. Myndlistin var áberandi þáttur í sýningunni. Börnin unnu stórt myndverk þar sem kemur fram vangasvipur allra nemenda skól- ans, gert var vegglistaverk úti, unnið var stórt listaverk úr taui, þar sem notað voru form laufblaða sem börn höfðu sjálf valið sér og litum úðað á tauið með munnsp- rautu, á annað hundrað innramm- aðar myndir voru sýndar, unnar á mismunandi hátt, bijóstmyndir úr leir, handgerðar bækur með and- litsmyndum og þannig mætti áfram telja. Þá hafði verið efnt til ljóða- og smásagnasamkeppni og tóku nem- endur virkan þátt i því. Á hátíð- inni var t.d. frumflutt Ijóð eftir alla 6. bekkinga. Dagheimilisbörn unnu að verk- efninu „Umhverfi og umhverfis- vernd“ og beindu spjótum sínum að nánasta umhverfi og unnu með það á ýmsan hátt og settu upp sýningu. Einnig tóku þau lagið fyrir sýningargesti. 6 ára nemendur bjuggu til leik- brúður, sömdu leikrit og sýndu síð- an áhorfendum. 7 og 9 ára nemendur unnu margvíslega muni sem á einhvern hátt tengdust eða voru beinlínis úr steini. Þau fóru í vettvangsferð- ir, söfnuðu heimildum og unnu svo úr þeim. , 8 ára nemendur sömdu og sýndu leikritið „Vinir safna liði“, þau bjuggu sjálf til aðalleikmunina sem voru hestar, ennfremur saumuðu þau myndir af hestum og fleira í tengslum við þá. Aðrir nemendur komu allir á einn eða annan hátt inn í sýning- una og tóku margir þátt í fleiru en einu verkefni. Hljómlistin var áðallega flutt á sviði báða dagana. Þar komu fram einleikarar, ungl- ingahljómsveit og kór en auk þess höfðu nemendur unnið upp heim- ildir um hljóðfæraeign í héraðinu og nokkrar stúlkur sýndu mjög gamlan dans. Svokallað „Veiðihorn“ var sett upp, en þar voru skráðar í han- dunnar bækur heimildir um veiðar- færi, veiðisögur og fleira, byggt upp á samtölum við fólk í héraðinu sem á einn eða annan hátt tók þátt í slíku. Þarna voru líka til sýnis uppstoppuð dýr, þær tegund- ir sem helsþ voru veiddar og auk þess lifandi fiskar í búrum. í bein- um tengslum við þetta var síðan matvælakynning hjá öðrum hópi nemenda og þar fékk fólk ijð smaktóá saltaðan fýl, nýtt selkjöt, gæs, bleikju og fleira úr hráefni úr héraðinu. Þá var sett upp ljósmyndasýning og leikklúbbur skólans samdi og flutti leikritið „Hvað er í skápn- um?“ en efni þess tengist sögu héraðsins á þeim tíma er nunnu- klaustur var þar. Sýnd var ullarvinna, þ.e. kembt og spunnið og nemendur í dönsku unnu ferðamannabækling um hér- aðið. Nokkrar stúlkur sýndu söngleik sem saminn var við tónlist hljóm- sveitarinnar Todmobil, flutt var útvarpsleikrit, unnið var að heim- ildasöfnun og skráð ýmislegt um draugasögur, álagablett og álfa- byggð, gerð afrekaskrá í íþróttum, svo af ýmsu var að taka. Aðsókn að listahátíðinni var mjög góð, fólk dáðist að vinnu barnanna og rómaði mjög hversu vel hefði verið að sýningunni stað- ið. Greinilegt var að mikil alúð var lögð í hvert einstakt verkefni þó svo að sýnihgin í heild hafi verið mjög yfirgripsmikil. Báða dagana voru atriði á sviði í u.þ.b. 2 klst. og síðan matvæla- kynning, myndlistarsýning, ljós- myndasýning, veitingar og alls kyns uppákomur. _ jioji
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.