Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 17 Norsk-„íslenzki“ Yínlands- leiðangnrinn sumarið 1991 eftir Þorstein E. Jónsson Þann 19. febr. var fjallað í Morg- unblaðinu um fyrirhugaðan leiðang- ur Norðmanna á eftirlíkingum af víkingaskipum, frá Þrándheimi til Norður-Ameríku. Að vísu reyna Norðmenn að láta líta svo út að þetta _ sé sameiginlegur leiðangur með íslendingum, og er ég dálítið undrandi yfír að enginn hefur ennþá bent á hið mikla ósamræmi, og jafn- vel blekkinguna, sein í þessu felst. Norðmenn hafa verið mjög dug- legir við að tileinka sér hann Leif okkar Eiríksson, og að þeirra til- stuðlan má reikna með að níu af hveijum tíu þeirra Norður-Ameríku- manna, sem hafa heyrt hans getið, halda hann vera Norðmann. í þeim fáu tilfellum, sem Norðmenn hafa ekki séð sér fært um að beinlínis tileinka sér hánn, hafa þeir lýst hon- um með enska orðinu Norse, en sjaldnast — ef þá nokkurn tímann — kallað hann íslending. Og nú á að herða sóknina! Að vísu hafa þeir nú séð sig tilneydda til að bjóða íslend- ingum þátttöku í nefndum leiðangri, en hvílík rausn!! Tveir íslenzkir karl- menn og tvær konur eiga náðarsam- legast að fá að fljóta með!! Á komandi sumri verða mikil há- tíðarhöld í Bandaríkjunum til að minnast komu Kólumbusar til Amer- íku. Tilgangurinn með siglingu þess- ara víkingaskipa til Víftlands er að minna heiminn á að norrænir menn voru þar löngu áður, og að sjálf- sögðu er ég þeirri viðleitni mjög hlynntur. Aftur á móti vil ég mót- mæla því að þessi leiðangur hefur of mikið norskt yfirbragð og gerir allt of lítið úr þætti okkar íslenzku forfeðra í þessum landsfundum. í ferðinni verða þijú víkingaskip og hjálparskip. Þó nokkurn fjölda þarf því til að manna þessi skip, en afkomendur þeirra, sem mönnuðu skip Leifs Eiríkssonar, Þorfinns Karlsefnis og Bjarna Heijólfssonar fá lj'ögur skiprúm! Auðvitað eru það peningarnir sem tala. Norðmenn ætla að leggja fram lang mest af því fé (4's.kv. Mbl.) sem þarf til að standa undir kostnað leiðangursins, og hafa þar með skap- að sér meirihlutarétt til að stjórna hondm. Spurningin er hvort við ís- lendingar hefðum ekki átt að leggja meira í púkkið, og eignast þannig meiri ákvörðunarrétt? Erum við ekki að missa gullið tækifæri til að aug- „Ekki ætla ég að álasa Norðmönnum fyrir að reyna að koma ár sinni fyrir borð, en ættum við Islendingar ekki að eiga, að minnsta kosti, jafn margar árar og þeir?“ lýsa land og þjóð á eftirminnilegan hátt? Ekki ætla ég að álasa Norðmönn- um fyrir að reyna að korna ár sinni fyrir borð, en ættum við Islendingar ekki að eiga, að minnsta kosti, jafn margar árar og þeir? Enginn vafi liggur á því að Norð- maðurinn Ragnar Thorseth hefur meiri reynzlu í að sigla víkingaskip- um um norðurhöf en nokkur annar núlifandi maður, og því án efa fær- asti maðurinn til að stjórna leið- angri þessum. En sjálfir eigum við mikið af dugandi sjómönnum og öðru fólki, sem væri fært um, og hefði áhuga á, að manna þessi skip. Þessir fjórir Islendingar, sem valdir hafa verið eru vafalaust mjög verð- ugir fulltrúar okkar. Einn þeirra, Ríkharð Pétursson, þekki ég vel og er sannfærður að erfitt væri að finna mann, sem félli betur inn í hlutverkið.. En ættu ís- lenzku þátttakendurnir, afkomendur Vínlandsfaranna, ekki að vera fleiri? Nú getur verið að einhveijir finni keim af „súrum vínbeijum“ í þessum aðfinnslum mínum, og bendi á að ekki alls fyrir löngu birtist frétt um að ég ætlaði að taka þátt í siglingu á víkingaskipi á leið til Vínlands. Rétt er, að til stóð að ég yrði þátttak- andi í slíkum leiðangri, en hann var alls ekki sá, sem hér er til umræðu. Sá, sem stóð fyrir þeirri fyrirhug- aðri ferð var brezkur sjónvarpsmað- ur, David Lomax, sem ég kynntist í Grænlandi sl. sumar þar sem hann var á skútu sinni við að kanna sigl- ingarleiðina til Vínlands. Hafði hann í huga að gera sjónvarpsþætti um Leif heppna og siglingar hans, og var svo elskulegur að bjóða mér þátttöku. Seinna, þegar fréttist um fyrirætlanir Norðmanna (og íslend- inga?) um samskonar leiðangur, hætti hann við sinn eigin, og tók að sér að sjá um kvikmyndun á þeim norska. Auðvitað sé ég eftir því ævintýri sem sigling á víkingaskipi hefði vafalaust geta orðið. Að vísu Þorsteinn E. Jónsson var ég síðar einn af þeim, sem fékk kvaðningu til viðtals við Ragnar Thorseth, leiðangursstjórann norska, en varð ekki fyrir valinu, enda átti ég litla von á því, og er í hæsta máta sáttur við þá staðreynd að ég hafi ekkert tilkall til að taka skiprúm af miklu reyndari og hæf- ari mönnum. Ég óska þeim því hag- stæðs byrs, um leið og ég undir- strika það, að ég vildi sjá, að miklu fleiri íslendingum yrði gefinn kostur á að halda uppi heiðri landa síns, Leifs heppna, með þátttöku í þedsum „norska“ leiðangri. Höfundur er fyrrverandi flugstjári hj;i Flugleiðum og Cargolux. __glæsileiki, yfirburðir, þægindi, kraftur og... I eugeot hefur stigið skref fram fyrir keppi- nauta sína meö flaggskipi sínu, Peugeot 605. Bíll sem nálgast fullkomnun hvað aksturseigin- leika varðar. Það er sagt að einungis Rolls Royce geti státað af meira farþegarými en finnst innandyra í 605, en farangursrými 605 hefur samt 70 lítra rými umfram Rollsinn. Með þægindin að leiðarljósi var hönnuð fjöðrun sem hentar jafnt rólegum bílstjórum og þeim blóðheitu. Að innan er bíllinn ríkulega útbúinn, meö hefðbundnum mælum auk sérstakra við- vörunarljósa sem vara ökumann við bilunum i rafbúnaði bílsins og bremsum. Miklum tíma var varið í hönnun stólanna, meðal annars með aðstoö reyndra atvinnubílstjóra í fimm löndum Evrópu. Allar þrjár útgáfurnar sem boðið er uppá af Péugeot 605 eru með iituöu gleri, vökva og veltistýri, rafstýrðum og upphituðum útispegl- um, miðstýrðri hurðalæsingu með fjarstýr- ingu, hreinsibúnað á Ijósum, sjálfstillandi mið- stöðvarkerfi, upphituöum framsætum o.m.fl. Fimm gíra eða fjögurra þrepa sjálfskipting, framdrif, frá 4 strokka 1998 cc vél uppí 6 strokka 2975 cc, bein innspýting o.m.fl. Verö frá kr. 1.844.100,- vJÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 SÍMI 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.