Morgunblaðið - 09.04.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 09.04.1991, Síða 4
5 4 ‘'1'Mdí&'jjNÍLlÐH^ÞRÍBÍupÁgtfR^:: APrÍL-iWi - Aðalfundur íslandsbanka hf.: Höfum g'oldið fyrir fag- lega forystu í vaxtamálum — sagði Brynjólfur Bjarnason, fráfarandi formaður bankaráðs Gylfi Ingvarsson yfirtrúnaðarmaður hjá ISAL afhendir Guðmundi Árna Stefánssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, mótmælin. Hækkun fasteignagjalda: Alversmenn mótmæla NÁLÆGT 400 starfsmenn ís- lenska álféiagsins hafa skrifað undir undirskriftalista til að mót- mæla hækkun fasteignagjalda og annarra þjónustugjalda sveitarfé- laga að undanförnu. Alls búa starfsmennirnir í 12 sveitarfélög- um, á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess og átti að afhenda listana viðkomandi bæjar- og sveitarstjórnum í gær. Á mótmælalistanum segir að starfsmenn íslenska álfélagsins vilji VEÐUR mótmæla þeim hækkunum fast- eignagjalda og annarra þjónustu- gjalda sem lagðar hafi verið á laun- þega undanfama mánuði. „Itrekað hefur launþegahreyfingin farið fram á það að þessar hækkan- ir verði dregnar til baka en þið ekki orðið við því. Við skorum því enn á ykkur, réttkjörna fulltrúa okkar, að draga þessar hækkanir til baka og halda ykkur við gerða þjóðarsátt," segir í mótmælayfirlýsingunni. BRYNJÖLFUR Bjarnason, fráfarandi formaður bankaráðs íslands- banka, lýsti því yfir á aðalfundi bankans í gær að ekki færi milli mála að umræður um vaxtamál og árásir á íslandsbanka hefðu skaðað bankann. Hann hefði greinilega goldið þess að hafa fag- lega forystu í bankaheiminum í vaxtamálum því vegna pólitískrar íhlutunar væru ríkisviðskiptabankarnir meira eða minna lamaðir í þessum efnum. „Islandsbanki lítur svo á að honum beri skylda til að gæta bæði hagsmuna skuldara og innstæðueigenda. Hann getur ekki leyft sér að horfa einhliða á vaxtamálin." Brynjólfur lagði áherslu á að íslandsbanki hefði hvorki leyfi né efni til að stunda pólitískt ábyrgð- arleysi. „Hvorki viðskiptavinir okkar né hluthafar geta sætt sig við slíkt. í þessum efnum þykir mér forsætisráðherra hafa gengið svo langt í óábyrgum málflutningi að til vansæmdar er. Til að afla stundarvinsælda hefur hann gripið VEÐURHORFUR I DAG, 9. APRIL YFIRLIT í GÆR: Um 500 km norðaustur af landinu er 978 mb lægð á hreyfingu norður en 1.022 mb hæð er yfir Norður-Grænlandi. Um 900 km suðvestur í hafi er 976 mb lægð á hreyfingu norðaustur. SPÁ: Norðaustanátt, hvassviðri við suðurströndina, en stinnings- kaldi eða allhvasst í öðrum landshlutum. Víða slydda eða rigning á Suður- og Suðausturlandi, snjókoma norðaustanlands og með norðurströndinni. Víðast þurrt á Vesturlandi. Hiti nálægt frost- marki norðanlands, en 2-5 stiga hiti syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Norðan- og norðaustanátt. Él norðan- lands og austan, en þurrt og víða léttskýjað om sunnan- og vestan- vert landið. Fremur svalt f veðri, en þó frostlaust sunnanlands yfir daginn. HORFUR Á FIMMTUDAG: Austlæg átt. Rigning^syðst á landinu, slydda austanlands og snjókoma með norðurströndinni. Þurrt að kalla á Vesturlandi. Heldur hlýnandi veöur og hiti víðast yfir frostmarki. y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma ■\ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , 5 Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður : / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +3 alskýjað Reykjavík 1 léttskýjað Bergen 5 haglél Helsinki 10 þokumóða Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq 1 léttskýjað Nuuk ■i-8 snjókoma Ósló 7 skýjað Stokkhólmur 11 skýjað Þórshöfn vantar Algarve 17 skýjað Amsterdam 11 skýjað Barcelona 16 skýjað Berlín 11 skýjað Chicago 18 alskýjað Feneyjar 17 heiðskírt Frankfurt 13 skýjað Glasgow 8 skúrir Hamborg vantar Las Palmas vantar London 14 skýjað Los Angeles 13 þokumóða Lúxemborg 9 skúrír Madrfd 18 skýjað Malaga 20 léttskýjað Mallorca 19 skýjað Montreal 5 þokumóða NewYork 21 hálfskýjað Orlando 21 skýjað París 13 skýjað Róm 18 léttskýjað Vín 10 skúrir Washington 17 léttskýjað Winnipeg 3 skýjað til ásakana af ýmsum toga og meðal annars haldið því fram að íslandsbanki hafi hækkað vexti í nóvembermánuði af því að hann væri svo illa staddur. Þá hefur ekki linnt stöðugum ádeilum á bfinkana fyrir of háa raunvexti, þótt öllum sé ljóst að það er ríkis- valdið sjálft sem veldur raunvaxta- stiginu í landinu. Blekkingarleik- urinn hefur meðal annars gengið svo langt að á sama tíma og ríkis- stjóm samþykkir bréf til Seðla- banka þar sem honum er falið að beita öllum tiltækum ráðum' til þess að lækka raunvexti hjá bönk- uw, þá samþykkir sama ríkisstjóm að hækka raunvexti af spariskírt- einum ríkissjóðs. Sú vaxtahækkun var reyndar kölluð markaðsleg fínstilling." Hagræðing í rekstrinum Fram kom í ræðu Brynjólfs að vegna hagræðingar í rekstrinum hefur bankinn sparað vemlegt húsnæði. Þannig hefur hann nú þegar selt 9 fasteignir sem bank- amir fjórir nýttu áður. Söluverð þessara eigna nemur alls tæplega 300 milljónum króna. Bankinn er enn með í sölu nokkrar eignir og áætlar að söluverðmæti þeirra sé um 50 milljónir króna og þannig er fyrirsjáanlegt að bankinn muni losa fasteignir samtals að verð- mæti 350 milljónir. Sem dæmi um spamað í húsnæði nefndi Brynjólf- ur að höfuðstöðvar bankans nýta nú 30% minna húsrými en höfuð- stöðvar gömlu bankanna höfðu áður til afnota. Þar sparast um 1.500 fermetrar í skrifstofuhús- næði. í heild er áætlað að bankinn noti nú um 3.000 fermetrum minna húsnæði en bankarnir fjórir gerðu áður. Starfsmönnum bankans hefur einnig fækkað talsvert. í upphafí árs 1989 voru stöðugildi í bönkun- um fjórum alls 894 talsins en í janúarmánuði 1991 voru sambæri- Ieg stöðugildi í Islandsbanka um 805. Hafði starfsmönnum því fækkað um 10%. Áætlað er að stöðugildum í bankanum fækki áfram á þessu ári og að í lok þess hafi stöðugildum fækkað um 120-130 eða um 15%. Sainkeppnisstaða íslandsbanka Þá vék Brynjólfur að samkeppn- isstöðu íslandsbanka og benti sér staklega á tvo þætti sem þörfnuð- ust endurskoðunar. „Það fyrra sem ég nefni er, að íslandsbanki er eina innlánsstofnunin, sem greiðir eigendum sínum arð. Eins og kunnugt er hafa ríkisviðskipta- bankar aldrei greitt eigendum sínum arð og einnig er það svo, að sparisjóðirnir í landinu greiða engan arð. Það skiptir að sjálf- sögðu nokkru máli þegar bornir eru saman rekstrarreikningar þessara banka eða þegar stjóm- endur þeirra taka ákvarðanir um vexti eða gjaldskrá, hvort þeir þurfa að reikna með að greiða arð af sínu eigin fé eða ekki. 10% arð- ur í íslandsbanka þýðir tæplega 300 milljónir króna greiðslu af hagnaði ársins." Kvaðst hann telja að sömu lögmál ættu að gilda um alla keppinauta á fjármagnsmark- aðnum. Brynjólfur benti í öðru lagi á þá staðreynd að helstu keppni- nautar Islandsbanka, ríkisvið- skiptabankarnir nytu ríkisábyrgð- ar á skuldbindingum sínum. Hann sagði að með nýjum alþjóðlegum reglum um eiginfjárhlutfail banka kynni sú staða að koma upp að ríkisviðskiptabankamir gætu ekki nema að litlu leyti nýtt sér ríkis- ábyrgð á erlendum lánamörkuð- um. „Svo kann að fara að það lækki á engan hátt lántökukostnað íslendinga erlendis að hafa ríkis- viðskiptabanka. í ljósi þessa og með tilliti til þess hve mikilvægt það er að hafa starfsskilyrði aðila fjármagnsmarkaðarins sem jöfn- ust tel ég mikilvægt að á báðum þessum málum verði tekið á næst- unni, ríkisábyrgðinni annars vegar og arðgreiðslum hins vegar. Ein- faldasta leiðin í þessum efnum er auðvitað sú að gera ríkisbankana að hlutafélögum og sparisjóðina einnig og að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum ríkisviðskipta- bankanna.“ Sörli frá Sauðár- króki fallinn STÓÐHESTURINN Sörli 653 frá Sauðárkróki er fallinn 27 vetra. Sörli var fæddur 1964 hjá Sveini Guðmundssyni á Sauðár- króki undan Feng 457 frá Eiríks- stöðum og Síðu 2794 frá Sauðár- k.róki. ’ Á á landsmótinu 1970 á Skóg- arhólum stóð Sörli efstur \ flokki stóðhesta 6 vetra og eldri og á næsta landsmóti, 1974 á Vind- heimamelum, var Sörli sýndur með afkvæmum aðeins 10 vetra gamall og hlaut hann þá þegar fyrstu verðlaun. Aftur mætti Sörli til leiks á Skógarhólum 1978, þá aftur með afkvæmum. Keppti hann þá eftir nýju kerfi til heiðursverðlauna og varð fyrstur stóðhesta til að hljóta slíka nafnbót eftir þeim reglum. Tvö afkvæmi hans á mótinu vöktu sérstaka athygli, þeir Náttfari 776 frá Ytradalsgerði, sem efstur stóð i flokki stóðhesta 6 vetra og eldri, og Hlynur frá Bringu, sem sigraði í B-flokki gæðinga. Eftir mótið keypti Sigurbjörn Eiríksson á Stóra Hofi Sörla af Sveini og var hann notaður á Stóra Hofi fram að næsta lands- móti er Hrossaræktarsamband Skagfirðinga keypti hestinn. Var Sörli í eigu sambandsins til dauðadags. Sörli verður heygður á Úlfs- stöðum við hlið ömmu sinnar Ragnarsbrunku 2719, sem er ættmóðir hrossa Sveins á Sauð- árkróki. VK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.