Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991
Bandalag eða samfélag?
eftir Sieingrím
Gunnarsson
Væntanleg aðild íslands að evr-
ópska efnahagssvæðinu (EES) gæti
leitt til aðildar að Evrópubandalag-
inu (EB) sjálfu. Það er flestum ljóst,
sem um þessi mál hafa fjallað. I
jafnmikilvægu máli og tengsl ís-
lands við EB eru, þá er tími til
kominn að taka upp í íslensku rétta
þýðingu á heiti „The European
Community" (EC) eins og þessi
Evrópustofnun er t.d. nefnd á
ensku. Það kemur mörgum á óvart,
þegár þeim er bent á, að á öllum
öðrum tungumálum en íslensku er
„The European Community" þýtt
sem „Evrópusamfélagið" en ekki
„Evrópubandalagið“ sem er röng
þýðing og misvísandi um uppbygg-
ingu og markmið EC stofnunarinn-
ar. Þýðingin „Evrópusamfélagið"
endurspeglar á hinn bóginn mark-
mið EC, þ.e. að vinna að samruna
aðildarríkjanna á sem flestum svið-
um, heildinni til heilla.
Sögulegur bakgrunnur aðild-
arríkja EC skýrir betur en flest
annað hversu langt þessi ríki hafa
náð í samvinnu sín á milli sfðustu
fjóra áratugi. Heitið „The European
Community" er samheiti þriggja
grunnstofnana EC og þess vegna
oft ritað í fleirtölu „The European
Communities“. Þessar þrjár grunn-
stofnanir EC eru: „The European
Eeonomic Community“ (EEC)
(1958) „The European Coal and
Steel Community" (1951); „Europe-
an Atomic Energy Community“
(EURATOM) (1958). í heitum allra
stofnananna þriggja er haft hug-
takið „Community". Það hugtak
merkir „samfélag" á íslensku og
skýrir það eðli stofnananna og ger-
ir um leið grein fyrir að hveiju er
stefnt.
Það er kyndugt að hugsa til þess
að í Evrópuumræðunni hér á ís-
landi skuli heitin fjögur hér að ofan
hafa festst í sessi í rangri þýðingu
sem „Evrópubandalagið“; „Efna-
hagsbandalag Evrópu“; „Kola- og
stálbandalag Evrópu“, „Kjam-
orkubandalag Evrópu“. Þessi
ranga þýðing á jafnauðþýðanlegu
hugtaki og „community" stingur í
stúf við þá áherslu, sem lögð er á
að þýða orð og hugtök á greinar-
góða íslensku. Að þýða „commun-
ity“ í þessu samhengi „bandalag“
er vart skiljanlegt, nema ef til vill
út frá því sjónarmiði, að samfélags-
formið í fjölþjóðasamvinnu sé ís-
lenskum hugsunarhætti framandi.
Þegar EEC, stærsta samfélagið
af Evrópusamfélögunum þremur,
var stofnað 1958, markaði það
tímamót í samvinnu ríkja á milli
og það hafði ekki áður gerst, að
jafnmörg ríki af fijálsum og fúsum
vilja stefndu að jafnvíðtæku efna-
hagssamfélagi sín á milli. Til að
ná sem bestum árangri í samstarf-
inu var talið nauðsynlegt að gefa
stofnuninni meira vald en tíðkast
um alþjóðastofnanir og hefur Efna-
hagssamféiag Evrópu (ESE) því
yfirþjóðlegt vald á ákveðnum svið-
um. Það var, og er, einmitt þessi
þáttur í starfi Evrópusamfélagsins
(ES), sem hefur vafist fyrir mörgum
Evrópuríkjum.
Nokkru seinna en Evrópusamfé-
lagið (ES) var „The European Free
Trade Association" (EFTA) stofnað
(1960) og er það miklu hefðbundn-
ari alþjóðastofnun en „The Europe-
an Community" (EC) er í dag, því
EFTA er ríkjasamtök án yfirþjóð-
lega þáttarins og án þings, dóm-
stóls eða sérstaks vegabréfs fyrir
þegna aðildarríkjanna. íslenska
þýðingin á „The European Free
Trade Association“ er velheppnuð
og rétt þýðing, sem gefur hugmynd
um valdsvið (samtök), verksvið (frí-
verslun), og helsta starfssvæði
(Evrópa) stofnunarinnar. Á hinn
bóginn hefur okkur fatast þegar
þýðingin „Evrópubandalagið“ og
þýðing á heiti stofnananna þriggja,
sem EB er samheiti fýrir var tekin
upp í íslensku.
„Bandalag" er að öllu jöfnu
þrengra hugtak en samfélag. í al-
þjóðasamvinnu gefur orðið „banda-
lag“ til kynna að ríki taki sig sam-
an að vinna að einu ákveðnu mark-
miði, og er t.d. bandalag tuttugu
og átta ríkja um að frelsa Kúveit
undan ofríki Saddams íraksforseta
nærtækt dæmi. Annað gott dæmi
er Atlantshafsbandalagið, bandalag
16 ríkja, stofnað til að stemma stigu
við útþenslu Sovétríkjanna og
kommúnismans. Fleiri dæmi um
bandalög væri hægt að nefna, en
öll hafa þau sameiginlegt að starfs-
svið og markmið þeirra er miklu
afmarkaðra en starfssvið „The
European Community“. Það sem
ef til vill er eitt aðalatriðið í þessu
samhengi hér er, að þátttaka í
bandalagi rýrir ekki formlegt full-
veldi aðildarríkja í bandalagi til
sjálfstæðrar, óháðrar ákvarðana-
töku.
í samfélagi er málum öðruvísi
farið og verksmiðið er víðara og
markmiðið samsettara. Alþjóða-
samstarf, grundvallað á samfélags-
formi lýðræðisríkis var nýlunda,
þegar Kola- og stálsamfélag Evr-
ópu, undanfari Evrópusamfélagsins
(ES), var stofnsett árið 1951, en á
þeim áratugum, sem liðnir eru síðan
hafa aðildarríki ES færst nær
markmiði sínu, þ.e. að þau hafi sem
víðtækasta samvinnu á sem flestum
sviðum. Þótt mest hafi borið á efna-
hagssamvinnu í ES er samvinna á
sviði félags- og menningarmála
mikilvægari, þegar til lengri tíma
er litið. Á sviði utanríkismála verður
samstarfið æ nánara og stefnt er
að samræmingu utanríkisstefnu
aðildarríkjanna.
Ef að líkum lætur munum við
íslendingar verða að taka afstöðu
með eða móti aðild að þessari stofn-
un Evrópuríkja sem Evrópusamfé-
lagið (ES) er, og þá er heiliavæn-
legra að rétta hugtakið sé viðhaft
í Evrópuumræðunni hérlendis sem
annars staðar í veröldinni. Þess
vegna legg ég til að við tökum upp
rétta þýðingu á „community“ í
þessu samhengi og það er „samfé-
lag“. íslenska heitið á „The Europe-
Tiutanct/
Hcílsuvörur
nútímafólkc
Steingrímur Gunnarsson
„Ef að líkum lætur
munum við Islendingar
verða að taka afstöðu
með eða móti aðild að
þessari stofnun Evr-
ópuríkja sem Evrópu-
samfélagið (ES) er, og
þá er heillavænlegra að
rétta hugtakið sé við-
haft í Evrópuumræð-
unni hérlendis sem ann-
ars staðar í veröldinni.“
an Community" er því „Evrópusam-
félagið" en ekki „Evrópubandalag-
ið“.
Þegar íslenska heitið „Evrópu-
bandalagið" er þýtt t.d. á ensku
fáum við „The European Alliance“,
sem er víðsijarri réttu heiti stofnun-
arinnar, sem er „The European
Community". Það væri hægt að
gera langan lista á mörgum tungu-
málum og niðurstaðan yrði alltaf
sú hin sama: íslenskan er eitt tung-
umála með þessa villandi þýðingu.
Af framansögðu má ráða hvaða
merkingarmunur er á orðunum
„bandalag" og „samfélag" og þá
um leið hversu ólík „bandalag“ og
„samfélag" eru-sem samstarfsform
í fjölþjóðasamvinnu.
Það er ljósara en frá þurfi að
segja, að grundvallarforsenda í allri
umræðu er, að viðmælendur noti
hugtök rétt.
Það væri „kúrósitet“ ef íslenska
eitt allra tungumála sæti uppi með
þessa villandi þýðingu, sem gæti
haft, og hefur, mikil áhrif á afstöðu
fólks í jafnmikilvægu og viðkvæmu
máli og framtíðartengsl íslands og
Evrópusamfélagsins eru. Það eitt,
að taka upp rétt heiti „The Europe-
an Community" á íslensku, mun
stuðla að beinskeittari Evrópuum-
ræðu.
Orð eru fyrst til alls. Forvitnilegt
væri að heyra frá fleirum um þetta
mál.
Höfundur starfar viV)
alþjóðatengsl á vegum
umhverfismálastofnunar í
Salzburg, Austurríki.
B / HAFNARBORG, menning-
ar- og listastofnun Hafnarfjarð-
ar, stendur nú yfir sýning á um
47 akrílmálverkum eftir Björgvin
Sigurgeir Haraldsson. Sýningin
hefur verið framlengd til sunnu-
dagsins 21. apríl nk.
■ Á PÚLSINUM leikur á föstu-
dags- og laugardagskvöld KK-
band ásamt hinum frábæra banda-
ríska soulsöngvara Bob Manning
sem m.a. hefur starfað með James
Brown, Four Tops, Bo Diddley,
Gladys Knight o.fl. KK-band
skipa auk Kristjáns Kristjánsson-
ar og Þorleifs Guðjónssonar,
Eyþór Gunnarsson, hljómborð,
Sigurður Flosason, sax, og Sig-
trýggur Báldursson, trommurJ
The Sound of Music eftir Rodgers & Hammerstein
Þýðing: Flosi Ólafsson
Leikstjórn: Benedikt Árnason
Tónlistarstjórn: Agnes Löve
Dansar: Ingibjörg Björnsdóttir
Leikarar:
Margrét Pétursdóttir, Jóhann Sigurðarson,
Álfrún Örnólfsdóttir, Gizzur Páll Gizzurarson, Halldór Vésteinn Sveinsson, Heiða Dögg Arsenauth,
Signý Leifsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Anna Kristín Arngrímsdóttir, Baldvin Halldórsson, Bryndís Pétursdóttir, Dagrún Leifsdóttir,
Erlingur Gfslason, Hákon Waage, Helga E. Jónsdóttir, Hilmar Jónsson, Jón Símon Gunnarsson,
Margrét Guðmundsdóttir, Oddný Arnardóttir, Ólafur Egilsson, Ólöf Sverrisdóttir,
Ragnheiður Steindórsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og örn Árnason.
Þjóðleikhúskórinn - Hljómsveit.
Frumsýning í kvöld kl. 20:00 uppselt.
Laugardag 13.4, uppselt, fimmtudag 18.4., laugardag 20.4., fáein sæti laus, fimmtudaginn 25.4.,
(sumardaginn fyrsta), laugardaginn 27.4., uppsclt, fóstudaginn 3.5., sunnudaginn 5.5.
Miðasala í Þjóðleikhúsinu Hverfisgötu alla daga nema mánudaga kl. 13-18 og sýningardaga fram
að sýningu. Tekið á móti pöntunum í síma alla virka daga kl. 10-12.
Miðasölusími: 11200. Græna línan: 996160.
4Þ
ÞJÓDLEIKHIÍSID