Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 26
P BONN - Utanríkisráðherrar
Ítalíu og Þýskalands, Gianni de
Michelis og Hans-Dietrich Gens-
cher, hafa lagt fram sameiginlega
tillögu um að auka völd Evrópu-
þingsins á kostnað valda ráðherr-
aráðs Evrópubandalagsins. í til-
lögunni sagði að það yki á „lýðræð-
islegt lögmæti" bandalagsins ef
þinginu yrðu færð aukin völd.
■ TIRANA - Valdhafar komm-
únista í Albaníu lögðu á miðvikudag
fram uppkast að nýrri stjórnarskrá
þar hætt er að kenna nafn iandsins
við sósíalisma og leiðtoga flokks-
ins, Ramiz Alia, er gefið umtal-
svert framkvæmdavald. Uppkastið
var birt í flokksblaðinu Zeri i Popul-
lit fimm dögum áður en fyrsta fjöl-
flokka þing landsins síðan kommún-
istar komust til valda árið 1944
kemur saman.
■ ISLAMABAD - Nawaz Sha-
rif, forsætisráðherra Pakistans, til-
kynnti á miðvikudag að ríkisstjórn
hans hefði ákveðið að gera lög
kóransins að æðstu lögum lands-
ins. Hann ætlar að leggja fram tvö
frumvörp á pakistanska þinginu —
eitt með lögum kóransins og annað
sem innifelur nauðsynlegar breyt-
ingar á sljórnarskránni svo hægt
verði að gera kennisetningar kór-
ansins að æðstu landslögum.
■ BERLÍN - Þýskt tímarit
sagði frá því í aukaútgáfu á mið-
vikudag að Stasi, austur-þýska ör-
yggislögreglan fyrrverandi, hefði
árið 1985 þjálfað byssumenn fyrir
Byltingarráð Fatah-hreyfingar-
innar í Pakistan, en Abu Nidal er
einn helsti forsprakki hennar. Tíma-
ritið hafði upplýsingar sínar upp
úr Stasi-skjölum. í frásögn þess
sagði að samvinna Stasi og skæru-
liðahreyfingarinnar hefði staðið til
ársins 1987 þegar sendiherra
Bandarfkjanna í Þýskalandi lagði
fram formleg mótmæli.
■ KA UPMANNAHÖFN - Þijú
hundruð þúsund danskar krónur
(tæplega þijár millj. ÍSK) fundust
fyrir skömmu í skúffu í skjalaskáp
í ráðhúsinu í Nuuk. Kunuk Lynge
borgarstjóri segir í viðtali við dag-
blaðið Sermitsiak að hann hafi
ekki hugmynd um hvaðan pening-
arnir séu komnir. Ekki er vitað til
að þá vanti í sjóði sveitarfélagsins.
■ BRUSSEL - Belgísk stjórn-
völd hafa lagt fyrir framkvæmda-
stjóm Evrópubandalagsins (EB) til-
lögu um að þeim verði heimilað að
greiða belgíska flugfélaginu SA-
BENA styrk sem nemur um 60
milljörðum ÍSK. SABENA hefur
líkt og flest stóru flugfélögin í Evr-
ópu átt í umtalsverðum rekstrar-
erfiðleikum undanfarið.
■ KA UPMANNAHÖFN -
Fyrsti kjarasamningurinn þar
sem niður er fellt mjög svo umdeilt
atriði, það er fæðingarstaður
launþeganna sem í hlut eiga var
undirritaður fyrir skömmu á Græn-
landi. Það var danska þjóðþingið
sem kom þeirri skipan á árið 1964
á þeim forsendum að Grænland
væri ófært um að halda uppi jafn-
háu launastigi og Danmörk. Eftir
það skiptust launþegar á Grænlandi
í „heimamenn" og „aðkomna frá
Danmörku". Launakjör hinna síðar-
nefndu voru betri en hinna.
■ WASHINGTON - Heitt vatn
sem notað var við hreinsun olíu sem
lak úr tankskipinu Exxon Valdez
og rak upp í §örur Alaska olli meiri
umhverfisspjöllum en olían sjálf, að
sögn talsmanns opinberrar banda-
rískrar stofnunar sem hefur með
umhverfísmál að gera, NOAA.
„Stundum eru einu réttu viðbrögðin
við umhverfisspjöllum að gera ekki
neitt,“ sagði Sylvia Farle, talsmaður
NOAA.
■ HELSINKI - Finnska fjár-
málaráðuneytið og finnski seðla-
bankinn hafa úrskurðað að íbúar
Álandseyja geti ekki tekið upp eig-
in gjaldmiðil. Þessi ákvörðun jafn-
gildir því að sú mynt, „daler“, sem
gefa átti út á eyjunum eftir tvær
vikur hafa verið fyrirfram dæmd
ólögleg. Tilgangurinn með sölu
dalsins var að safna fé til slysavam-
arfélags eyjanna.
MORGUNPLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991
Finnland:
Græningjar á leið
í ríkisstjórn með
borgaraflokkum
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
FINNSKIR græningjar eru taldir líklegir til að eiga aðild að næstu
ríkissljórn Finnlands ásamt Miðflokknum, Hægriflokknum og
Sænska þjóðarflokknum. Yrði það fyrsta borgaralega ríkissljórnin
í Finnlandi í 25 ár.
Stjómarmyndunarviðræður
hafa gengið óvenju greitt fyrir sig
eftir kosningasigur Miðflokksins
og græningja í þingkosningum
fyrir tæpum mánuði. Esko Aho,
nýkjömum þingforseta og form-
anni Miðflokksins, var falið stjóm-
armyndunarumboð á mánudag og
virðist honum hafa tekist að ná
saman stjórn áðumefndra
borgaraflokka.
Til að tryggja stjóminni öragg-
an stuðning á þingi í erfiðum
málum ætla borgaralegu flokkam-
ir þrír, Miðflokkurinn, Hægri-
flokkurinn og Sænski þjóðarflokk-
urinn, að leyfa einum eða tveimur
smáflokkum að taka þátt í stjóm-
arsamstarfinu. Koma þar helst til
greina græningjar og Kristilegi
flokkurinn. Græningjar eiga fleiri
þingmenn og era einnig taldir
meira í takt við tímann en þing-
menn Kristilega flokksins. Hafa
hægri menn og fulltrúar Sænska
þjóðarflokksins skýrt Aho frá því
að þeir telji æskilegra að mynda
stjórn með græningjum.
Ríkisstjórnarþátttaka græn-
ingja væri sögulegur atburður en
hætt' er við að ýmis vandamál
komi upp þegar semja á stjórnar-
sáttmálann. Þannig eru græningj-
ar til dæmis andsnúnir byggingu
stórra orkuvera. Hægrimenn vilja
byggja kjamorkuver en Miðflokk-
urinn vatnsorkuver. Græningjar
leggjast hins vegar gegn báðum
kostunum.
Þúsundir Kúrda á leið um fjalllendi nærri landamærum íraks og
Tyrklands. Hjálparstarf geng^ur erfiðlega og mikill fjöldi fólks hefur
látist af völdum kulda, hungurs og vosbúðar á flóttanum undan
hersveitum Saddams Husseins íraksforseta. Ógerlegt er með öllu
að áætla hversu margir hafa týnt lífi frá því uppreisn Kúrda og
shíta var barin niður og fólksflutningarnir hófust en erlendum blaða-
mönnum og starfsmönnum vestrænna hjálparstofnana ber saman
um að þjáningum flóttamannanna og hryllingnum verði vart með
orðum lýst.
Hundruð þúsunda Kúrda bíða þess að komast frá Irak til Irans:
Mikið mannfall á leið um jarð-
sprengjubelti á landamærunum
Bonn, Sameinuðu þjóðunum, Teheran. Reuter.
FJÖLDI Kúrda hefur týnt lífi á flótta frá írak til írans sökum
þess að leið fólksins hefur legið um jarðsprengjubelti á landamær-
um ríkjanna. Franskur læknir, sem starfar á vegum samtakanna
„Læknar án Iandamæra“ sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna
í gær að ástandið á landamærunum væri líkast því að heimsslit
væru upp runnin, um 600.000 Kúrdar biðu þess að komast inn í
íran og fyrirsjáanlegt væri að mjög margir myndu ekki lifa vist-
ina af. Fréttir í gær hermdu að hjálparstarf landamærunum gengi
illa bæði vegna veðurs og sökum þess hve erfiðlega gengi að fá
vegabréfsáritanir fyrir starfsfólk erlendra hjálparstofnana frá
stjórnvöldum í íran.
Franski læknirinn, Roger Vi-
varie, kvaðst í gær hafa rætt við
starfsbræður sína er sinna hjálpar-
starfi á landamærunum og hefðu
lýsingar þeirra verið hroðalegar.
Fjöldi helsærðra Kúrda hefði verið
fluttur í bráðabirgðasjúkrahús
sem komið hefur verið upp. Nauð-
synlegt hefði reynst að aflima fjöl-
marga sem særst hefðu á leið sinni
yfir jarðsprengjubeltið og margir
hefðu týnt lífí. Nefndi hann að í
einu sjúkrahúsinu í landamæra-
bænum Sardasht hefði tæpur
helmingur sjúklinganna, 12
manns, þar af fimm böm, látist á
miðvikudag. Útvarpið í Teheran,
höfuðborg írans, skýrði frá því í
gær að 100.000 flóttamenn væru
komnir til bæjarins. Allar opinber-
ar byggingar í bænum væru fullar
af fólki og margir hefðust við á
götum úti. Ótiltekinn fjöldi manna
hefði látið lífið á leiðinni yfir landa-
mærin sökum hungurs og
vosbúðar.
íranir hafa látið í ljós óánægju
sökum þess að hjálparstarf allt
miðist við að lina þjáningar Kúrda
í norðurhluta landsins en flótta-
fólki úr röðum shíta í Suður-írak
sé lítt sinnt. Sendiherra írana í
Bonn í Þýskalandi sagði í gær að
því færi fjarri að neyðaraðstoð sú
sem bohst hefði til landsins væri
fullnægjandi. Talið er að alls hafi
um 1200.000 manns flúið undan
hersveitum Saddams Husseins ír-
aksforseta til Tyrklands og írans
og sendiherrann gat þess að um
800.000 flóttamenn hefðu komið
yfir landamærin frá þvi að
stjórnarherinri í írak braut á bak
aftur uppreisn Kúrda og shíta.
Hann kvað brýnt að neyðaraðstoð
yrði umsvifalaust stórlega aukin
og að sýnt væri að íranir þyrftu
á 300 milljónum Bandaríkjadala
(um 18 milljörðum ÍSK) að halda
ættu þeir að geta komið flóttafólk-
inu til hjálpar. Yfirmaður Flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna sagði stofnunina áætla að
um ein milljón flóttamanna myndi
halda yfir til íran og 500.000 til
viðbótar til Tyrklands. Á næstu
þremur mánuðum þyrfti að safna
um 400 milljónum Bandaríkjadala
(um 24 milljörðum ÍSK) ef takast
ætti að lina þjáningar þessa fólks.
■ HONG KONG - Næstum öll
börn, sem fæðst hafa í afskekktu
þorpi í Fujian í Suður-Kína sl. 40
ár, hafa verið stúlkur. Segir frá
þessu í frétt frá Kínversku frétta-
stofunni í Hong Kong en vísinda-
menn eru að kanna hvemig á þessu
stendur. Frá árinu 1950 hafa 136
böm fæðst í þorpinu Gaoyang, 125
stúlkur en aðeins 11 drengir.
■ KAUPMANNAHÖFN - Skír-
lífisbrot eru framin daglega í
Grænlandi og hefur kynferðisaf-
brotum ljölgað um 100% þar í landi
á síðustu fimm árum, samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar.
í fyrra var tilkynnt um 325 sifja-
spell í Grænlandi.
■ STOKKHÓLMUR - Sænska
stjórnin rak í gær úr landi íraskan
sendimann og tilkynnti, að fleiri
yrðu reknir ef ekki yrðu afhent
vopn, sem íraskir sendimenn skutu
af út um glugga á sendiráðinu síð-
astliðinn sunnudag. í fyrradag var
íröskum stjómarerindreka vísað
frá Finnlandi fyrir sömu sakir.
Rannsóknir danskra lækna:
Lýsi talið gagnlegt fyr-
ir liðagigtarsjúklinga
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttarifara Morgunblaðsins.
DANSKIR læknar, sem starfa við sjúkrahúsin í Álaborg, Herlev
og Hvidövre, hafa lagt fram niðurstöður rannsókna um áhrif
lýi is á líðan liðagigtarsjúklinga. Frétt þessi svo og almennar full-
yrðingar um ágæti lýsis hafa vakið verulega athygli í Danmörku
en niðurstöður rannsóknanna voru kynntar á ráðstefnu í Písa á
Ítalíu nú nýverið.
var honum auk þess sem hún dró úr
eymslum og stirðleika.
Á íslandi hafa menn, líkt og
alkunna er, löngum haft tröllatrú
á lýsi og því hefur m.a. verið
haldið fram að neysla þess geti
verið hjálpleg gegn gigt. Á síðasta
áratug stundaði Jöm Dyerberg,
jrfirlæknir í Álaborg, rannsóknir
á áhrifum lýsis á hjartasjúkdóma
og sýndi fram á að lýsistaka drægi
úr áhættu á hjarta- og æðasjúk-
Hópi liðagigtarsjúklinga
gefið lýsi reglulega og þegar eftir
r.okkurra vikna kúr töldu lækn-
amir sig sjá umtalsverðan mun.
Sjúklingarnir, sem allir notuðu lyf
fyrir, tóku inn fimm til sex grömm
af lýsi daglega. Með lýsisgjöfinni
var hægt að draga verulega úr
lyfjanotkun en ýmis gigtarlyf hafa
óheppilegar aukaverkanir. Liða-
gigt getur verið mjög sársauka-
full og lýsisgjöfin dró mjög úr
dómum. í fréttum danskra blaða
var þetta tekið fram. Þess var og
getið að marga Dani vantaði þau
efni sem finnast í lýsinu og var
mönnum ráðlagt að taka lýsi
vegna áhrifa þess á hjarta- og
æðakerfi. Nú bætist gigtin við.
Fréttin um áhrif lýsis á liðagigt
vakti mikla athygli og fréttaritari
varð vitni að því er lýsið rann í
stríðum straumum út úr apótek-
um í Kaupmannahöfn. Það vora
því margir sem tóku við sér þó
svo sumir hrylltu sig ögn yfir
bragðinu. En íslendingar kvarta
vart undan því og Danir varla
heldur er þeir taka að fínna fyrir
heilsusamlegum áhrifum þess.