Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 12. APRÍL 1991 27; ■ i' ;-íI'" ' fím ^vorar i Oðinsveum Vorið nálgast og mannlífið tekur fjörkipp. Laxinn fer að ganga í Elliðaárnar og jafnvel bragðlaukarnir fyllast nýju lífi. Hjá okkur er það árviss vorboði þegar nýr matseðill lítur dagsins Ijós, svo nú er kjörið tilefni að gera sér dagamun og fagna vori í Óðinsvéum, með Ijúffengum mat og drykk. Verið velkomin. Við erum alltaf í sólskinsskapi, í hvaða veðri sem er. iffi ÍPW ítölsk ferja sigldi á olíuskip: Breyttíst í logandi víti á svipstundu Aðeins einn maður bjargaðist af 142 um borð Livorno. Reuter. OTTAST er, að um 140 manns hafi farist, ýmist drukknað eða brun- nið til bana, þegar ítalska ferjan Moby Prince sigldi í fyrrinótt í svartaþoku en á fullri ferð á olíuskip, sem lá fyrir akkeri í Livorno- flóa. Hefur aðeins tekist að bjarga einum manni af ferjunni, sem varð strax alelda við áreksturinn. Þetta er mesta sjóslys við Ítalíu eftir stríð. Hafnarstjórinn í Livorno sagði í gær, að ástandið á slysstað hefði einna helst minnt á víti Dantes, feijan logandi stafna í milli og brunnið brak, björgunarbátar og annað, allt umhverfis. Sagði hann og talsmenn björgunar- manna, að borin von væri að finna fleiri á lífi en sá eini eftir- lifandi af feijunni er 24 ára gam- all háseti, Alessin Bertrand að nafni. „Við vorum allir í matsalnum að horfa á sjónvarp þegar gífur- legar drunur kváðu við og skipið skókst og skalf eins og lauf í vindi. Matsalurinn fylltist af reyk og eldi og við reyndum að forða okkur. Á göngunum og á dekkinu lá fólkið deyjandi eða dáið, sum lí- kanna virtust þá þegar vera brunn- in til ösku,“ sagði Bertrand, sem komst frá borði og var bjargað úr sjóiium. ítalska feijan Moby Prince er rúmlega 6.000 tonn og voru 68 menn í áhöfninni og farþegar að þessu sinni 74, allir ítalskir. Olíu- skipið, sem heitir Agip Abruzzo, er tæplega 100.000 tonn en skipveija á því, 36 að tölu, sakaði ekki. Við áreksturinn rifnaði gat á olíu- skipið og á einn tankinn og steypt- ist þá olían, sem gneistaflugið kveikti strax í, yfir feijuna eins og logandi foss. Áhöfnin og farþegarn- ir áttu sér því ekki undankomu auðið og það þykir ganga krafta- verki næst, að einn maður skuli þó hafa komist lífs af. Reuter ítalska feijan Moby Prince á Livornoflóa í gær. Hún er brunnin stafna í milli og var hitinn frá henni svo mikill, að áhöfnin á slökkvi- bátnum komst ekki um borð fyrr en seint og um síðir. Pólland; Nýríkir Pólverjar vilja Benza Varsjá. Reuter. NÝJU milljónamæringarnir í Póllandi bíða í röðum með úttroðnar stresstöskur af seðlum fyrir utan umboðs- sölu Mercedes Benz í Varsjá. í sýningarsölum fyrirtækis- ins er nú boðið upp á glæsi- vagna á kynningarverði. Yfir 20 bílar, hver að verð- mæti milli 190 og 350 milljón zlotía (um 1200.000—2100.000 ísl. kr.), þegar 10% afslátturinn hefur verið dreginn frá, seldust fyrstu tvo dagana. „Fólk hefur beðið í röðum fyrir utan verslunina," sagði Tadeusz Zakrazewski, upplýs- ingafulltrúi fyrirtækisins í gær. „Margir komu með stresstö- skurnar fullar af peningum." Meðallaun í pólskum iðnaði eru um 1,5 milljónir zlotía (um 9000 ísl. kr.) á mánuði, en ijöldi dýrra erlendra bíla í Póllandi hefur margfaldast að undanf- örnu vegna örrar fjölgunar í stétt kaupsýslumanna sem þurfa á stöðutákni að halda. Sovétríkin: Skildu borgar- fulltrúana eft- ir í myrkrinu Moskvu. Reuter. RAFVIRKJAR í bænum Samara sem stendur á Volgubökkum höfðu sinn hátt á að mótmæla verðhækkun sem bæjarstjórnin fyrirskipaði í mötuneytum bæj- arins — þeir dokuðu aðeins við með viðgerð á smávægilegri raf- magnsbilun og létu hina kjörnu fulltrúa sitja eftir í inyrkrinu. „Það hefði ekki tekið nema fáein- ar mínútur að gera við bilunina," sagði Tass-fréttastofan, „en rafvir- kjarnir ákváðu að fara sér að engu óðslega og sögðu að rétt væri að borgarfulltrúarnir fengju að velta fyrir sér í næði hvernig unnt væri að borga fimm rúblur fyrir hvern hádegisverð af 60 rúblna fæðispen- ingum á mánuði." Fréttastofan sagði að atvikið sem komið hefði mótmælunum af stað hefði valdið myrkvun í ráðhúsinu og nágrenni þess í nokkrar klukku- stundir. ^SKIPAPLOTUR - INNRÉTTIN6AR PLÖTUR í LESTAR d I • im SERVANT PLÖTUR ■ I 11 I I SALERNISHÓLF BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR ^ ÁLAGER-NORSKHÁGÆÐAVARA Þ.Þ0R6BIHSS0H&CD Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.