Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL ,1991 '25 Olafur G. Einarsson: Veljum sjálfir við- mælendur okkar Boði um fund með sljórnarflokkunum hafnað ÓLAFUR G. Einarsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, sagði á opnum fundi sjálfstæðismanna í Garðabæ í fyrrakvöld að frambjóðendur flokksins hefðu skipulegt vinnu sína fram að kosningum með kosningafundum og heimsókn- um á vinnustöðum og hefðu því ekki getað þegið boð frambjóð- enda Alþýðuflokksins um að skiptast á skoðunum við þá á fundum dagana 8.-13. þessa mánaðar. „Við eigum líka ýmislegt van- talað við hina stjórnarflokkana,“ sagði Ólafur. Hann sagði að því hefði Alþýðuflokknum verið gert gagntilboð um kappræður við full- trúa stjórnarflokkanna þann 18. apríl, eina daginn sem hægt hefði verið að hliðra til fyrir slíkan fund. Því boði hefði Alþýðuflokkurinn hafnað, sagt að sá dagur hentaði þeim ekki. „Við veljum okkar viðmælendur sjálfir, en látum ekki aðra segja okkur fyrir verkum með það. Mér sýnist að fulltrúar ríkisstjórnar- flokkanna kæri sig ekki um að koma saman til fundar með okk- ur. Þeir virðast eiga ýmislegt van- talað hver við annan,“ sagði Ólaf- ur. Munum ekki aðhafast neitt það sem kemur verðbólgunni af stað - sagði Olafur G. Einarsson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi eru á ferð um allar byggðir kjördæmisins. Þeir heimsækja fólk á vinnu- stöðum og halda opna stjórnmálafundi. A miðvikudag voru þeir í Garðabæ og Bessastaðahreppi og héldu fund í Garðalundi um kvöldið. Þrír efstu frambjóðendurnir fluttu framsöguræður og á eftir ræddu frambjóðendur við fundarmenn yfir kaffisopa. Ólafur G. Einarsson svaraði ýmsum ummælum sem frambjóð- endur annarra flokka hafa viðhaft um Sjálfstæðisflokkinn að undan- förnu. Hann vitnaði m.a. til þeirra ummæla Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra að þjóðar- sáttin væri Sjálfstæðisflokknum ekki að þakka og kjósendur ættu að þakka fyrir óþjóðlega afstöðu flokksins meðþví að kjósa flokkinn ekki. Sagði Ólafur að allir vissu hvemig þjóðarsáttin hefði orðið til. Hún varð ekki til á borði ríkis- stjórnarinnar, heldur með samn- ingum á milli aðila vinnumarkað- arins, þrátt fyrir ríkisstjórnina en ekki vegna hennar. Hún varð til fyrir stuðning sjálfstæðismanna, sagði Ólafur. Hann sagði að flokk- urinn hafi verið andvígur því að samningur ríkisins við BHMR væri svikinn en það og þjóðarsátt- in væru tvö óskyld mál. Síðar á fundinum sagði hann að andstæðingarnir væru að halda því að fólki að verðbólguholskefla gangi yfir ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda. Þetta væri ódrengilegur málflutningur því Sjálfstæðisflokkurinn hefði í stjórnarandstöðu stutt ráðstafanir vegna þjóðarsáttarsamninganna. „Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki aðhafast neitt það sem kemur verðbólgunni af stað ef hann tekur við stjórnartaumunum eftir kosn- ingar. En það verður fylgst með þeim sem þá verða í stjórnarand- stöðu, hvort þeir sýna sömu þjóð- hollustu í stjórnarandstöðu og Sjálfstæðisflokkurinn," sagði Ól- afur. Ólafur sagði að allir vissu að Sjálfstæðisflokkurinn hefði stutt byggingu álvers á Keilisnesi af heilum hug, og var þá að svara þeim ummælum Jóns Sigurðsson- ar iðnaðarráðherra að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði sýnt honum næsta lítinn stuðning í álmálinu þegar á reyndi. Sagði Ólafur að Sjálfstæðisflokkurinn hefði einn flokka stutt þingsályktunartillögu um að iðnaðarráðherra mætti halda áfram viðræðum við útlend- inga, það hefði reyndar enginn bannað honum, sem ráðherra hefði reynt að koma í gegn um þingið á síðustu dögum þess. Þetta hefði verið gert þrátt fyrir að þessi til- laga hafi verið óþörf, en það hefðu verið samstarfsaðilárnir í ríkis- stjórninni sem komu í veg fyrir samþykkt hennar. Sagði Ólafur að auk þess lægi fyrir að frambjóð- endiir Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi væru einu frambjóðendurnir í kjördæminu sem ekki hefðu gert tilraunir til að koma álverinu fyrir annars staðar en á Keilisnesi. Hann gagnrýndi þau ummæli Steingríms Hermannssonar að kosningarnar nú væru þjóðarat- kvæðagreiðsla um aðiid okkar að Evrópubandalaginu. Það væri al- veg út í bláinn að segja þetta því ekki væri hægt að bera málið undir þjóðaratkvæði fyrr en samn- ingur lægi fyrir og það gæti aldr- ei orðið fyrr en um aldamót. Það væri annað mál að menn gætu haft efasemdir um það hvort rétt væri að sækja um aðild að EB. „Ég hef haft mjög miklar efasemd- ir um EB,“ sagði Ólafur, en bætti því við að svo mörg atriði væru óljós að ekki væri hægt að aftaka það með öllu. Salome Þorkelsdóttur alþingis- maður ijallaði m.a. um málefni fjölskyldunnar. Hún tók sérstak- lega fyrir stöðu heimavinnandi fólks sem hún sagði að hefði orðið útundan og þyrfti að laga. Börnin þyrftu fleiri valkosti, m.a. að for- eldri geti verið heima. Hægt væri að stuðla að því með ýmsum ráð- um, barnabótum, skattafslætti og niðurgreiðslum dagvistargjalda beint til foreldra. Árni M. Mathiesen, þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins, ræddi m.a. um nauðsyn nýsköpunar í atvinnulífinu. Sagði að ekki væri nóg að byggja eitt álver ííeldur þyrfti þijú á næstu tíu árum. Hann kom fram með þá hugmynd að stuðlað yrði að stofnun eignar- haldsfélaga til að fjárfesta í ný- sköpun í atvinnulífinu. ■ BÆJARRÁÐ Vestníanna- eyja mótmælir harðlega tillögu fjárveitinganefndar um úthlutun á 100 milljónum sem voru ætlaðar þeim höfnum landsins sem urðu fyrir mestum tekjumissi vegna mikils samdráttar í loðnuveiðum. Vestmannaeyjar hafa undanfarin ár verið eins stærsta löndunarhöfn loðnu en í tillögu nefndarinnar er ekki gert ráð fyrir úthlutun til Vestmannaeyjahafnar, þrátt fyrir að samdráttur í loðnuveiðum hafi bitnað einna mest á Vestman- neyjahöfn, segir í frétt sem blaðinu hefur borist. Aðrir Norhurland eystra AS neðon eru úrsíit skoSanakönn- unar, sem Gallup á íslandi aerSi fyrir RÚV, um viShorr fólks í Norourlands- : kjördæmi eystra til þeirra flokka, sem bjóSa fram í komandi kosningum. '83 '87 '91* Alþýðuflokkur A 11,0% 14,3% 12,5% Framsóknarflokkur B 34,7% 24,9% 33,2% Bandalag jafnaðarmanna C 4,5% — — Sjálfstæðísflokkur D 27,2% 20,9% 28,0% Frjálslyndir F — — 1,1% Alþýðubandalag G 16,8% 13,1% 10,6% Heimastjórnarsamtök H — — 2,6% Somtök um jafnréttl og félagshyggju J — 12,1% — Flokkur mannsins M — 1,3% — Borgaraflokkur S — 3,6% — Samtök um kvennalista V 5,8% 6,4% 6,9% Þjóðarflokkur 0 — 3,4% 5,2%** 'Collup i) Islondi gciii könnmiim lyiírm/.-10.«, enióoilinu 1-4%. Hl sambaiSai m kosoingamt l9SSogl987." \ en 607jx6mSu edo um 71%. SkekkjumSrk “'ikui mannsins. Frábærír frúarbolir frá ÚthJf Glæsibæ, sími 82922.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.