Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12.-APRÍL 1991
Jónas Eggertsson
bóksali - Minning
Fæddur 10. ágúst 1925
Dáinn 1. apríl 1991
Kær vinur og fyrrum vinnuveit-
andi er látinn. Jónas Eggertsson,
bóksali, lést á Landakotsspítala 1.
apríl sl. eftir löng og erfið veikindi
sem hann hafi barist við af karl-
mennsku og hetjudáð. Það var fyrir
tæpum 25 árurri, er við fjölskyldan
fluttum heim til íslands eftir dvöl
erlendis og settumst að í Árbæjar-
hverfi, að fljótlega var þar opnuð
bókabúð, Bókabúð Jónasar. Þessi
litla og vinalega búð vakti fljótlega
athygli okkar, jafnt eldri sem yngri
í fjölskyldunni. Nokkrum árum síð-
ar er áhugi minn vaknaði fyrir að
komast út á vinnumarkaðinn, herti
ég upp hugann og spurði Jónas, sem
ég þekkti lítið sem ekkert, hvort
hann vildi ráða mig í vinnu með
haustinu. Hann tók því vel og eftir
að ég hafði hitt þau hjónin var það
afráðið að ég hæfi störf hjá þeim.
Fyrir mig var það mikið gæfuspor.
Við það eignaðist ég þann besta
vinnuveitanda sem nokkur getur
eignast ásamt því að með árunum
tengdust fjölskyldur okkar órofa
vináttuböndum. Það var mikill lær-
dómur að fá að starfa með Jonasi,
jafn víðlesinn og fróður um bók-
menntir sem hann var. Hann átti
alitaf sína góðu og traustu við-
skiptavini sem komu alls staðar að
úr borginni til að fá ráð við kaup
á bókum. Einnig verður mér ætíð
ógleymanleg sú trausta vinátta sem
ríkti á milli þeirra Jónasar og Lárus-
ar Blöndal bóksala. Enginn dagur
leið án þess að þeir ættu tal saman
um menn og málefni.
í einkajífí var hann mikill gæfu-
maður. Ólöf Magnúsdóttir, kona
hans, er gull af manni og saman
hafa þau staðið um allt. Heimilið í
Heiðarbæ 4 er sannkailaður fjöl-
skyldureitur. Börnin þeirra eru fjög-
ur; Magnús, læknir, Sigurrós, mein-
atæknir, Elín, læknir, og Eggert,
verðandi viðskiptafræðingur, sem
hefur verið þeirra stoð og stytta
með bókabúðina í erfíðum veikind-
um föður síns. Þau eru eins og for-
eldramir, sómafólk. Börnin,
tengdabömin og bamabömin hafa
verið þeim Lóu og Jónasi ómetan-
leg. Jónas var ekki -gjarn á að láta
tilfínningar sínar í ljósi en þegar
bamabörnin fóru að koma, sá ég
nýja hlið á honum sem gaman var
að kynnast. Nú seinni árin hefur
öll fjölskyldan átt saman góðar
stundir í sumarbústað þeirra Lóu
og Jónasar þar sem eitt af mörgum
áhugamálum hans, tijáræktin, fékk
að njóta sín.
Eftir tólf ára starf í bókabúðinni
var það erfið ákvörðun að hætta,
því þá fannst mér ég eiga stóran
hlut í fyrirtækinu! Sem betur fer
hélt vináttan áfram og alltaf var
farið til Lóu og Jón-asar með við-
skiptin. Ef Jónasi fannst líða of
langur tími milli funda hringdi hann
jafnan til að frétta af fjölskyldunni
og væru veikindi hjá undiritaðri
kom hann alltaf með blaða- og
bókapakka til að stytta stundirnar.
Nú seinni árin eftir að lítil poodle-
tík bættist í fjölskylduna okkar, sem
nefnist Donna, tókst með þeim sú
vinátta sem erfítt er að lýsa með
orðum. Donna er alls ekki allra en
Jónas varð vinur hennar frá fyrstu
stund. Var nóg að nefna nafnið
hans og segja: „Eigum við að koma
til Jónasar?" þá þaut hún að úti-
dyrahurðinni. Kunni hún því illa ef
vinur hennar þurfti að sinna við-
skiptavinum á undan henni. Dætur
okkar tvær segja að á árum áður,
þegar þær voru enn í foreldrahúsum
og við fórum erlendis, hafí síðustu
orðin jafnan verið: „Ef eitthvað
kemur fyrir talið þið þá bara við
Jonas.“ Vonum við hjónin að þessi
orð lýsi því trausti sem við bæði
bárum til þessa vinar okkar.
Síðustu samverustundir okkar
Jónasar á Landakotsspítala voru
án orða en ekki síður dýrmætar.
Þar sat Lóa hans við hlið hans alla
daga og mátti sjá hvað það var
honum kært.
Elsku Lóa og fjölskyidan öll. Þið
hafíð misst mikið. Við biðjum Guð
að vaka yfir ykkur og okkar látna
vini biðjum við blessunar á nýjum
brautum. Þegar við heyrum góðs
manns getið, munum við minnast
Jónasar Eggertssonar.
Árný
Það er með sorg í huga að ég
skrifa örfá kveðjuorð um vin minn
Jónas Eggertsson sem látinn er
eftir erfið veikindi. Mér er ljóst að
dauðinn getur verið líkn þeim sem
þjást, en ég á erfítt með að sætta
mig við að nú skilji leiðir um sinn.
Á kveðjustund rifjast upp minn-
Erfídrykkjur í hlýlegu
og notalegu umhverfí
Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfidrykkjur fyrir
allt að 300 manns. ( boði eru snittur með margvíslegu áleggi,
brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með
rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur,
rjómatertur, formkökur, 2 regundir o.fl.
Með virðingu,
FLUGLEIDIR
HÓTEL LOFTLEIDIR
REYKJAVlKURFLUGVELLI, 101 REYKJAVÍK
SlM I. 9 1- 22 322
ingar frá rúmlega fjörutíu ára kynn-
um, minningar sem vitna um þann
eintaka velvilja sem Jónas ævinlega
sýndi mér. Þar ber hæst í huga
mínum þá staðreynd að allt_ frá
barnæsku stóð heimili hans og Ólaf-
ar móðursystur minnar mér opið,
hvenær sem var. Aldrei varð ég
þess vör að dvöl mín á heimilinu
væri honum á móti skapi. Satt að
segja held ég að honum hafi þótt
vera mín þar jafn sjálfsögð og hans
eigin bama.
En Jónas sýndi mér einnig vel-
vilja og hlýhug með öðrum hætti.
Ég á enn brúðuburðarrúm sem
hann færði mér eitt sinn er hann
kom erlendis frá fyrir meira en þijá-
tíu og fímm árum. Ég man hve ég
gladdist yfir þessari fallegu gjöf og
hve það gladdi mig að hann hafði
munað eftir mér rétt eins og sínum
eigin börnum. En Jónas mundi eftir
mér þá og síðar, á því fékk ég oft-
lega staðfestingu. Þeir gleymast til
dæmis ekki pundsseðlarnir sem ég
fékk senda í bréfí til Englands þeg-
ar ég dvaldi þar sumarlangt sem
unglingur.
Við andlát föður míns reyndist
nauðsynlegt að móðir mín færi til
starfa utan heimilis. Fékk hún þá
að reyna að ekki er auðvelt fyrir
konu með tvö ung böm á framfæri
að fá starf, þrátt fyrir starfshæfni.
Fyrir tilstuðlan Jónasar rættist úr
þessari erfiðu aðstöðu. Sú gerð
gleymist ekki.
Væri Jónasi þakkað eitthvað var
það vani hans að vilja sem minnst
um það ræða. Annað hvort taldi
hann það sem gert hafði verið svo
sjálfsagt að á það þyrfti ekki að
minnast eða væri eitthvað að þakka
þá bæri að beina þökkum til Olafar
konu sinnar. Ekki veit ég hvort
þeirra hjóna átti frumkvæðið í hvert
sinn sem eitthvað gott var fyrir
mig gert enda skiptir það ekki
máli. Meira er um vert, að þau
studdu hvort annað til allra góðra
verka, þannig að svo var sem þar
færi einn hugur.
Skömmu áður en ég hélt úr landi
síðastliðið haust heimsótti ég Jónas
til þess að kveðja. Varð mér þá
hugsað til þess að vegna veikinda
hans gæti svo farið að við sæjumst
ekki aftur. Er nú orðin raunin. Ég
þakka honum af alhug samfylgdina
og bið honum guðs blessunar.
Ólöfu, móðursystur minni, börn-
um þeirra Jónasar og fjölskyldum
þeirra sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Áslaug Þórarinsdóttir,
Washington D.C.
Jónas var fæddur í Reykjavík,
sonur hjónanna Sigurrósar Jóns-
dóttur og Eggerts Guðmundssonar
hafnarverkamanns og var heimili
þeirra í verkamannabústöðunum við
Hringbraut, þar ólst Jónas upp
ásamt systur sinni Pálínu sem vinn-
ur í bókabúð í Reykjavík.
Svo virðist sem Jónas hafí
snemma haft gaman af meðhöndlun
bóka því að loknu gagnfræðaprófi
hóf hann störf í Bókabúð Lárusar
Blöndal þá 19 ára gamall og þar
vann hann næstu 10 árin.
Árið 1954 gerðist hann verslun-
arstjóri í Bókabúð Máls og menn-
ingar og sinnti því starfí í 8 ár, en
gerðist þá fulltrúi hjá Innkaupa-
sambandi bóksala og veitti jafn-
framt forstöðu árlegum Bókamark-
aði bókaútgefenda, þá hefur Jónas
gegnt formannsstöðu í sínu stéttar-
félagi samfellt í 10 ár auk fjöl-
margi-a annarra trúnaðarstarfa sem
tengjast hagsmunum þeirra sam-
taka. Jónas kvæntist 1948 Ólöfu
Jóhönnu Magnúsdóttur og eiga þau
4 börn; elstur er Magnús Ragnar,
læknir í Reykjavík, þá Sigurrós,
meinatæknir, búsett í Reykjavík,
Elín læknir, búsett í Danmörku og
yngstur er Eggert, sem rekur sitt
eigið fyrirtæki í Reykjavík. Bama-
börn Jónasar og Ólafar eru nú orð-
in 7 talsins.
Fyrsta heimili þeirra hjóna var í
Nökkvavogi, en þaðan fluttust þau
í Árbæjarhverfi 1966 í einbýlishús
í Heiðarbæ 4.
Ári síðar var opnuð Bókabúð
Jónasar í Landsbankahúsinu í
Rofabæ en sfðar fluttist verslunin
í Hraunbæ 102 og er þar nú. Frá
upphafí hefur Bókabúð Jónasar
verið ein af föstum punktum mann-
lífsins í Árbæjarhverfi, ekki fyrir
það eitt að selja fólki bækur og
blýanta, heldur einnig að veita
ýmsa aðra fyrirgreiðslu.
Þá er ótalinn mannlegi þátturinn
sem almennt hefur orðið að þoka
fyrir stórmarkaðsmenningu nútím-
ans, í Bókabúð Jónasar gefst tími
til að tala við fólk. Jónas hafði yndi
af glensi og gamanyrðum og lagði
sig fram um að haga orðum svo
að þau kölluðu á viðbrögð viðmæl-
andans og honum var einnig lagið
að velja umræðuefni og orðaval
eftir því hver birtist í búðardyr--
unum, um leið og viðskiptavinurinn
fékk afgreitt eitthvert smáræði sem
hann vantaði, flugu gamanyrði á
báða bóga yfir búðarborðið og
höfðu viðstaddir greinilega gaman
af.
Persónulega kynntist ég ekki
Jónasi fyrr en eftir að við fluttumst
í Árbæjarhverfið, þó hafði ég áður
veitt þessum glæsilega unga manni
athygli við afgreiðslustörf og ein-
staka sinnum-höfðum við talað sam-
an í tengslum við mitt starf hjá
Málarafélögunum.
Margskonar félagsleg vandamál
blöstu við því fólki sem var að setja
sig niður í Árbæjarhverfi um og
eftir 1965 og þá einkum hvað snerti
aðstöðu fyrir böm og ungmenni.
Stofnun íþróttafélags var eitt af því
sem gert var til að bæta úr þessari
þörf.
En þá var vandinn að finna fólk
sem gaf sér tíma til að sinna slíkum
störfum við þær aðstæður er vom
fyrir hendi. Eðlilega beindist at-
hyglin að þeim sem vitað var að
höfðu reynslu af félagsstörfum.
Jónas var einn af þeim, er kaus
fremur að veita félaginu stuðning
með öðrum hætti en að vera í stjórn.
Árið 1975 lét hann þó tilleiðast
fyrir áeggjan mína að vera vara-
formaður og var það í 2 ár. Reynsla
mín af samskiptum við Jónas frá
þessum tíma er mér minnisstæð
meðal annars fyrir það að við voram
fjarri því að vera alltaf sammála,
jafnvel svo að orsakað gat hávaða
á stjórnarfundum.
Jónas var formfastur hvað snerti
leikreglur í félagslegu tilliti, en ég
hafði tilhneigingu til að hopa fyrir
reglunum í vissum tilvikum.
En árangurinn er það sem máli
skiptir. Um það vitnar litla húsið á
athafnasvæði Fylkis sem kallast
félagsheimili, þetta hús var full-
byggt og frágengið á rúmum 3
mánuðum og hver einasta klukku-
stund unnin í sjálfboðavinnu af fé-
lagsmönnum og velunnurum Fylkis.
Þar átti Jónas mörg handtök auk
þess að halda uppi fjörugum sam-
ræðum til að viðhalda vinnugleð-
inni.
Þegar horft er til þessa tíma þá
sannfærist ég um að það sé vara-
samt að sigla félagsskútunni í logni
því þá sé hætt við að áhöfnin fari
að dotta og þá ber skútuna af leið.
Og að sama skapi meiri líkur á að
halda réttri stefnu ef stormurinn
stendur í fangið, um þetta voram
við Jónas orðnir sammála.
Tengslin við Jónas rofnuðu ekki
þegar stjórnarstörfum í Fylki lauk.
Og síðar komst ég að því að við
áttum fleiri sameiginleg áhugamál.
Síðla vetrar var ég að mála heima
hjá þeim Lóu og Jónasi, þá sá ég að
í bílskúrnum fór fram ræktun á
blómum og tijáplöntum og þegar
bóksalinn kom heim úr vinnunni tók
hann rösklega til hendi við að hlúa
að þessum nýgræðingi sem síðan
átti að flytja í sumarbústaðaland
fjölskyldunnar í Grímsnesi, jafn-
skjótt og klaka leysti úr jörð austan-
fjalls.
Og nefna má fleiri hugðarefni
Jónasar. Hann var áhugamaður um
tónlist og þó einkum það sem snerti
kórstarf, hann söng í mörg ár í
kirkjukór Fríkirkjunnar í Reykjavík.
Hann átti hesta um tíma en hætti
því fljótlega og eflaust vegna þess
að hann fann að hann hafði ekki
nægan tíma til að sinna hestunum
sínum, því umhirða á dýrum er
krefjandi.
Svo sem fiestir strákar sem ólust
upp í veturbænum gerðist Jónas
félagi í KR og hefur haldið tryggð
við það félag þrátt fyrir virka þátt-
töku í Fylki, en fyrst og síðast var
það bókin sem fylgdi honum í gegn-
um lífið, hann nýtti hveija stund
til lestrar og allt sem laut að íslensk-
um fróðleik sat í fyrirrúmi, þótt
margt annað væri á óskalista yfír
lesefni og fátt útilokað.
Við sem erum önnum kafín við
að lifa lífinu skynjum dauðann að-
eins sem fjarlægt hugtak, það á
jafnt við um unga sem aldraða. Á
seinni hluta síðasta árs var ærið
sjaldgæft að hitta Jónas ef litið var
við í bókabúðinni og óneitanlega
vakti það hugboð um hvert stefndi.
í mestu jólaösinni á Þorláks-
messu hittumst við og það vakti
ánægju hvað hann virtist hress, við
skiptumst á nokkram gamanyrðum
og óskuðum síðan hvor öðram gleði-
legra jóla. Á þessari stundu hug-
kvæmdist mér ekki að þetta yrðu
okkar síðustu samfundir en svo
varð þó.
Jonas var einn af þessum önnum
köfnu mönnum við að lifa lífínu svo
furðu sætti hvemig hann gat sinnt
þeim fjölmörgu áhugamálum sem
raun bar vitni því þátttaka hans á
hvaða vettvangi sem var var ekkert
hálfkák, og bóksalastarfíð er krefj-
andi aðalstarf.
Öll þekkjum við orðtakið „að
koma til dyranna eins og hann er
klæddur", þessi orð lýsa Jónasi
Eggertssyni betur en nokkram öðr-
um manni sem ég hef kynnst á lífs-
leiðinni. Lýsingin er tæmandi og
frekari skýringar munu virka sem
klúður.
Kynni okkar Jónasar byggðust
aðallega á félagslegum granni, inn
í þau blönduðust ekki einkamál eða
fjöldskyldur okkar. Ólöfu, ekkju
Jónasar, og yngsta soninn Eggert
þekki ég þó mjög vel og eru mér
hugstæð.
Þar sem dauðinn heggur mynd-
ast skarð, slíkir atburðir gerast
ætíð óvænt og við vitum aldrei hver
verður næstur (sem betur fer). Það
verður hlutskipti þeirra sem næstir
standa þeim látna að fylla smám
saman í þetta skarð, og með einhug
og samstöðu mun það takast. Ég
sendi Lóu, bömum og barnabömum
hugheilar samúðarkveðjur sem og
öðrum tengdum og skyldum. Megi
forsjónin veita ykkur blessun sína
um langa framtíð.
Hjálmar Jónsson
í dag verður gerð útför Jónasar
Eggertssonar bóksala, en hann lést
á Landakotsspítala mánudaginn 1.
apríl sl. eftir langvarandi og erfíð
veikindi.
Jónas fæddist í Reykjavík 10.
ágúst 1925 sonur hjónanna Sigur-
rósu Jónasdóttur og Eggerts Guð-
mundssonar verkamanns, en hann
starfáði lengst af við Reykjavíkur-
höfn. Jónas ólst upp á góðu heimili
ásamt systur sinni Pálínu, hennar
maður er Pálmi Guðmundsson stór-
kaupmaður. Mjög kært var með
Jónasi og fjölskyldu hans, kom það
ekki síst fram í ræktarsemi hans
við móður hans. Hún lést háöldruð
fyrir ekki löngu síðan. Hun hafði
verið ekkja í fjöldamörg ár.
Nú þegar ég sest niður til að
skrifa minningarorð um vin minn
hrúgast minningamár að méi*. Það