Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 56
Fjögur fyrir-
tæki Ólafs
Laufdal í þrot
STJÓRNIR fjögurra af fyrir-
tækjum Ólafs Laufdal, Veitinga-
hússins Álfabakka 8, Veitinga-
hússins Ármúla 5, Veitingahúss-
ins Pósthússtræti 11 og Ólafs
Laufdal hf., hafa beðið um gjald-
þrotaskipti á fyrirtækjunum.
Aðeins Ólafur Laufdal hf. var í
rekstri, rak innflutningsverzlun.
Veitingahúsið Álfabakka 8 átti
meðal annars Sjallann á Akureyri
og Hótel ísland, sem Ólafur hefur
selt Búnaðarbankanum.
Ólafur Laufdal sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöidi að
fyrirtækin hefðu öll verið í ábyrgð-
um fyrir Veitingahúsið Álfabakka
8, og því dregizt inn í gjaldþrotið.
Hann sagðist telja að heildarskuldir
þrotabúanna væru um 100 milljónir
króna, að frádreginni skuld Sjall-
ans, en á móti henni kæmi húseign-
in á Akureyri.
Ólafur sagði gjaldþrotið ekki
snerta rekstur sinn á Aðalstöðinni
og Ferðaskrifstofu Reykjavíkur,
ekki heldur veitingareksturinn á
Fáskrúósfirði.
Kaupmannahöfn:
Myndir eftir
sex íslenska
málara seld-
ar á uppboði
Kaupmannahörn. Frá Sigrúnu Davíúsdóttur,
fréttaritara Morgunhlaösins.
VERK eftir sex íslenska málara,
þá Jóhannes Kjarval, Jón Stefáns-
son, Gunnlaug Blöndal, Guðmund
Einarsson, Jón Engilberts og
Svavar Guðnason, voru boðin upp
í vikunni á uppboði í Kunsthallen
í Kaupmannahöfn. Myndirnar
seldust fyrir 16 þúsund til 600
þúsund íslenskar krónur.
Að sögn Jens Thygesen, fram-
kvæmdastjóra Kunsthallen, eru verk-
in úr danskri eigu, en annars er ekki
gefið nánar upp hvaðan verkin koma.
Mynd Jóns Stefánssonar frá Þing-
völlum seldist fyrir hæst verð, 61.000
danskar krónur, eða tæplega
600.000 íslenskar krónur.
Njarðvíkingar íslandsmeistarar
Morgunblaðið/Einar Falur
Njarðvíkingar urðu íslandsmeistarar í körfuknattleik í gærkvöldi, er þeir sigruðu nágranna sína úr Keflavík á heimavelli sínum, „Ljónagryfj-
unni“ svokölluðu, í fimmtu viðureign Iiðanna í úrslitakeppninni. A myndinni eru Friðrik Rúnarsson, þjálfari, og Teitur Örlygsson, besti maður
Njatðvíkinga í úrslitakeppninni. Sjá nánar á íþróttasíðum, bls. 54 og 55.
Öðrum en SÍF leyft að flytj a
út saltfisk til Ameríkulanda
Utflytjendur þurfa að uppfylla ströng skilyrði til að fá leyfi
JÓN Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra kynnti í gær
nýjar reglur, sem heimila öðr-
um en Sölusamtökum islenskra
fiskframleiðenda saltfiskút-
flutning til Ameríkulanda. SÍF
hefur haft einkaleyfi á salt-
fiskútflutningi í sex áratugi og
verður svo áfrain hvað aðra
markaði varðar. Jón Baldvin
Eldsneyti í holræsakerfið á Akureyri:
Fólk kvartar undan óþæg-
indum vegna bensínfnyks
Á MILLI tvö og þrjú hundruð lítrar af eldsneyti runnu niður í niður-
föll við bensínstöð Skeljungs við Kaupang við Mýrarveg á Akureyri
fyrir skömmu og hafa ibúar nærliggjandi húsa kvartað nokkuð und-
an bensínlykt að undanförnu, auk þess sem nokkrir íbúanna hafa
fundið fyrir óþægindum vegna þessa.
Steindór Hermannsson verkstjóri
hjá Skeljungi á Akureyri sagði í
samtali við Morgunblaðið að óhapp-
ið hefði orðið með þ'eim hætti, að
verið var að dæla eldsneytinu úr
bíl og á geyma við bensínstöðina
þegar slangan hrökk skyndilega af
með þessum afleiðingum. Eldsneyt-
ið rann niður í niðurföll við þvotta-
planið og fór í holræsalagnir.
Steindór sagði að svo virtist sem
eldsneytið sæti í leiðslunum og hefði
lyktin því gosið upp þó svo að unn-
ið hefði verið að hreinsun í gær og
í fyrradag. Vatni og efnum sem
leysa eldsneytið upp hefur verið
dælt ofan í lagnirnar. Steindór sagði
að þegar frost væri og snjór eins
og verið hefði síðustu daga gufaði
minna upp úr niðurföllunum, en
eftir hlýindin í gær þegar vatn
streymdi í niðurföllin hefði ástandið
lagast mikið.
íbúar nokkurra liúsa í nágrenn-
inu, einkum í Stekkjagerði, hafa
kvartað undan bensínlykt að und-
anförnu og jafnframt hafa nokkrir
fundið til óþæginda. Að sögn Al-
freðs Schiöth, heilbrigðisfulltrúa í
Eyjafirði, hefur fólk fundið fyrir
höfuðverk, ógleði og þyngslum fyr-
ir brjósti. Alfreð sagði að fnykurinn
hefði komið í bylgjum og svo virt-
ist, sem hann færi nokkuð eftir
vindátt. Stækjan væri það megn
að hún kæmi upp í gegnum vatns-
iása. Fólki hefði verið ráðlagt að
búa ekki í húsunum meðan fnykur-
inn væri sem mestur, og hefðu flest-
ir haldið sig mest að heiman, að
minnsta kosti yfir daginn.
Að sögn Alfreðs eru forráðamenn
Skeljungs að íhuga að taka í notkun
annan dælubíl, með búnaði sem á
að koma í veg fyrir óhöpp af þessu
tagi.
sagði að á meðan viðræður
stæðu milli EFTA og EB yrði
ekki hróflað við núgildandi
einkaleyfi SÍF á Evrópumark-
aði, þótt gera mætti ráð fyrir
að í fyllingu tímans yrði öðrum
leyft að flytja út þangað.
„Við setjum ströng skilyrði fyr-
ir leyfisveitingum,“ sagði Jón
Baldvin, þegar hann kynnti hinar
nýju reglur á blaðamannafundi í
gær.
Skilyrðin eru meðal annars að
útflytjandi þarf að leggja fram
skriflegan samstarfssamning við
saltfiskverkendur, útflytjandi og
verkendur á hans snærum þurfa
að vera skuldlausir við aðra út-
flytjendur, eiginfjárhlutfall útflytj-
anda þarf að nema minnst 25%,
söluverð og söluskilmálar eru háð-
ir samþykki utanríkisráðuneytis
og fiskurinn þarf að uppfylla gæð-
akröfur og vera í sérstaklega
merktum umbúðum.
Jón Baldvin sagði að ef samn-
ingar EB og EFTA um Evrópska
efnahagssvæðið tækjust kölluðu
þeir á ýmsar breytingar á fyrir-
komulagi fisksölumála hér. „Sér-
staklega þurfum við þá að hafa í
huga að fríverslunarsamningar við
Evrópubandalagið munu ekki
heimila opinber afskipti af útflutn-
ingi, það er að segja takmarkanir
eða viðskiptahindranir, en að sjálf-
sögðu eru leyfisveitingar, gæða-
kröfur og staðlar eftir sem áður í
fullu gildi.“
Jón Baldvin sagði að SÍF þyrfti
að líta á tímann fram að samning-
unum um EES sem aðlögunartíma
og búa sig undir breytingarnar.
„Meðan þeir samningar hafa ekki
verið til lykta leiddir, teljum við
ekki tímabært að taka ákvörðun
um breytingar á þeim starfsregl-
um sem nú gilda.“
Undanfarin ár hefur lítilsháttar
verið flutt út af saltfiski til Amer-
íkulanda, einkum til Brasilíu.
Markaður í Ameríku er talinn vera
fyrir 40-50 þúsund tonn árlega,
þar af 20 þúsund tonn til Brasilíu.
Þegar dollari féll í verði tók að
mestu fyrir útflutninginn héðan
til Ameríku, en Jón Baldvin sagði
að nú, eftir að dollarinn hefur
hækkað á ný, væri álitlegur kostur
að líta þangað eftir viðskiptum.
Heildarútflutningur SÍF er 45-50
þúsund tonn á ári.
Magnús Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri SIF sagði í gær, að
úr því að á annað borð væri opnað
fyrir útflutning saltfisks, væri
skynsamlegt að gera það á þennan
hátt. „Þetta opnar gífurlega mikla
möguleika fyrir þá sem vilja tak-
ast á við þetta,“ sagði Magnús,
„og við erum heldur ekki neitt
lokaðir fyrir því að vinna með
mönnum sem hafa hugmyndir og
vilja spreyta sig.“'
— svo vel
sétryggt
SJOVAOrTALMENNAR
tfgmiÞIjifeife
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.