Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 56
Fjögur fyrir- tæki Ólafs Laufdal í þrot STJÓRNIR fjögurra af fyrir- tækjum Ólafs Laufdal, Veitinga- hússins Álfabakka 8, Veitinga- hússins Ármúla 5, Veitingahúss- ins Pósthússtræti 11 og Ólafs Laufdal hf., hafa beðið um gjald- þrotaskipti á fyrirtækjunum. Aðeins Ólafur Laufdal hf. var í rekstri, rak innflutningsverzlun. Veitingahúsið Álfabakka 8 átti meðal annars Sjallann á Akureyri og Hótel ísland, sem Ólafur hefur selt Búnaðarbankanum. Ólafur Laufdal sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöidi að fyrirtækin hefðu öll verið í ábyrgð- um fyrir Veitingahúsið Álfabakka 8, og því dregizt inn í gjaldþrotið. Hann sagðist telja að heildarskuldir þrotabúanna væru um 100 milljónir króna, að frádreginni skuld Sjall- ans, en á móti henni kæmi húseign- in á Akureyri. Ólafur sagði gjaldþrotið ekki snerta rekstur sinn á Aðalstöðinni og Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, ekki heldur veitingareksturinn á Fáskrúósfirði. Kaupmannahöfn: Myndir eftir sex íslenska málara seld- ar á uppboði Kaupmannahörn. Frá Sigrúnu Davíúsdóttur, fréttaritara Morgunhlaösins. VERK eftir sex íslenska málara, þá Jóhannes Kjarval, Jón Stefáns- son, Gunnlaug Blöndal, Guðmund Einarsson, Jón Engilberts og Svavar Guðnason, voru boðin upp í vikunni á uppboði í Kunsthallen í Kaupmannahöfn. Myndirnar seldust fyrir 16 þúsund til 600 þúsund íslenskar krónur. Að sögn Jens Thygesen, fram- kvæmdastjóra Kunsthallen, eru verk- in úr danskri eigu, en annars er ekki gefið nánar upp hvaðan verkin koma. Mynd Jóns Stefánssonar frá Þing- völlum seldist fyrir hæst verð, 61.000 danskar krónur, eða tæplega 600.000 íslenskar krónur. Njarðvíkingar íslandsmeistarar Morgunblaðið/Einar Falur Njarðvíkingar urðu íslandsmeistarar í körfuknattleik í gærkvöldi, er þeir sigruðu nágranna sína úr Keflavík á heimavelli sínum, „Ljónagryfj- unni“ svokölluðu, í fimmtu viðureign Iiðanna í úrslitakeppninni. A myndinni eru Friðrik Rúnarsson, þjálfari, og Teitur Örlygsson, besti maður Njatðvíkinga í úrslitakeppninni. Sjá nánar á íþróttasíðum, bls. 54 og 55. Öðrum en SÍF leyft að flytj a út saltfisk til Ameríkulanda Utflytjendur þurfa að uppfylla ströng skilyrði til að fá leyfi JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra kynnti í gær nýjar reglur, sem heimila öðr- um en Sölusamtökum islenskra fiskframleiðenda saltfiskút- flutning til Ameríkulanda. SÍF hefur haft einkaleyfi á salt- fiskútflutningi í sex áratugi og verður svo áfrain hvað aðra markaði varðar. Jón Baldvin Eldsneyti í holræsakerfið á Akureyri: Fólk kvartar undan óþæg- indum vegna bensínfnyks Á MILLI tvö og þrjú hundruð lítrar af eldsneyti runnu niður í niður- föll við bensínstöð Skeljungs við Kaupang við Mýrarveg á Akureyri fyrir skömmu og hafa ibúar nærliggjandi húsa kvartað nokkuð und- an bensínlykt að undanförnu, auk þess sem nokkrir íbúanna hafa fundið fyrir óþægindum vegna þessa. Steindór Hermannsson verkstjóri hjá Skeljungi á Akureyri sagði í samtali við Morgunblaðið að óhapp- ið hefði orðið með þ'eim hætti, að verið var að dæla eldsneytinu úr bíl og á geyma við bensínstöðina þegar slangan hrökk skyndilega af með þessum afleiðingum. Eldsneyt- ið rann niður í niðurföll við þvotta- planið og fór í holræsalagnir. Steindór sagði að svo virtist sem eldsneytið sæti í leiðslunum og hefði lyktin því gosið upp þó svo að unn- ið hefði verið að hreinsun í gær og í fyrradag. Vatni og efnum sem leysa eldsneytið upp hefur verið dælt ofan í lagnirnar. Steindór sagði að þegar frost væri og snjór eins og verið hefði síðustu daga gufaði minna upp úr niðurföllunum, en eftir hlýindin í gær þegar vatn streymdi í niðurföllin hefði ástandið lagast mikið. íbúar nokkurra liúsa í nágrenn- inu, einkum í Stekkjagerði, hafa kvartað undan bensínlykt að und- anförnu og jafnframt hafa nokkrir fundið til óþæginda. Að sögn Al- freðs Schiöth, heilbrigðisfulltrúa í Eyjafirði, hefur fólk fundið fyrir höfuðverk, ógleði og þyngslum fyr- ir brjósti. Alfreð sagði að fnykurinn hefði komið í bylgjum og svo virt- ist, sem hann færi nokkuð eftir vindátt. Stækjan væri það megn að hún kæmi upp í gegnum vatns- iása. Fólki hefði verið ráðlagt að búa ekki í húsunum meðan fnykur- inn væri sem mestur, og hefðu flest- ir haldið sig mest að heiman, að minnsta kosti yfir daginn. Að sögn Alfreðs eru forráðamenn Skeljungs að íhuga að taka í notkun annan dælubíl, með búnaði sem á að koma í veg fyrir óhöpp af þessu tagi. sagði að á meðan viðræður stæðu milli EFTA og EB yrði ekki hróflað við núgildandi einkaleyfi SÍF á Evrópumark- aði, þótt gera mætti ráð fyrir að í fyllingu tímans yrði öðrum leyft að flytja út þangað. „Við setjum ströng skilyrði fyr- ir leyfisveitingum,“ sagði Jón Baldvin, þegar hann kynnti hinar nýju reglur á blaðamannafundi í gær. Skilyrðin eru meðal annars að útflytjandi þarf að leggja fram skriflegan samstarfssamning við saltfiskverkendur, útflytjandi og verkendur á hans snærum þurfa að vera skuldlausir við aðra út- flytjendur, eiginfjárhlutfall útflytj- anda þarf að nema minnst 25%, söluverð og söluskilmálar eru háð- ir samþykki utanríkisráðuneytis og fiskurinn þarf að uppfylla gæð- akröfur og vera í sérstaklega merktum umbúðum. Jón Baldvin sagði að ef samn- ingar EB og EFTA um Evrópska efnahagssvæðið tækjust kölluðu þeir á ýmsar breytingar á fyrir- komulagi fisksölumála hér. „Sér- staklega þurfum við þá að hafa í huga að fríverslunarsamningar við Evrópubandalagið munu ekki heimila opinber afskipti af útflutn- ingi, það er að segja takmarkanir eða viðskiptahindranir, en að sjálf- sögðu eru leyfisveitingar, gæða- kröfur og staðlar eftir sem áður í fullu gildi.“ Jón Baldvin sagði að SÍF þyrfti að líta á tímann fram að samning- unum um EES sem aðlögunartíma og búa sig undir breytingarnar. „Meðan þeir samningar hafa ekki verið til lykta leiddir, teljum við ekki tímabært að taka ákvörðun um breytingar á þeim starfsregl- um sem nú gilda.“ Undanfarin ár hefur lítilsháttar verið flutt út af saltfiski til Amer- íkulanda, einkum til Brasilíu. Markaður í Ameríku er talinn vera fyrir 40-50 þúsund tonn árlega, þar af 20 þúsund tonn til Brasilíu. Þegar dollari féll í verði tók að mestu fyrir útflutninginn héðan til Ameríku, en Jón Baldvin sagði að nú, eftir að dollarinn hefur hækkað á ný, væri álitlegur kostur að líta þangað eftir viðskiptum. Heildarútflutningur SÍF er 45-50 þúsund tonn á ári. Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri SIF sagði í gær, að úr því að á annað borð væri opnað fyrir útflutning saltfisks, væri skynsamlegt að gera það á þennan hátt. „Þetta opnar gífurlega mikla möguleika fyrir þá sem vilja tak- ast á við þetta,“ sagði Magnús, „og við erum heldur ekki neitt lokaðir fyrir því að vinna með mönnum sem hafa hugmyndir og vilja spreyta sig.“' — svo vel sétryggt SJOVAOrTALMENNAR tfgmiÞIjifeife FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.