Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 24
' MÖRÖÍ)NJBLÁÉ)ÍÉ> FÖSTUÖÁÖÚft' 12. ÁPrIÍL ÍÖ91
Morgunblaðið/KGA
Kosningaskjálfti?
Svavar Gestsson menntamálaráðherra og efsti maður á lista Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík hélt í gær kosningafund með starfsfólki
Veðurstofu íslands. Hér rýna þeir Svavar og flokksbróðir hans Ragn-
ar Stefánsson jarðskjálftafræðingur saman í eitthvert plagg — kannski
línurit yfir kosningaskjálfta.
Útvarpsráð;
Útvarpsstjóri ábyrgiir
fyrir skoðanakönnunum
Á FUNDI útvarpsráðs á miðviku-
dag var samþykkt samhljóða
ályktun þar sem allri ábyrgð á
framkvæmd og birtingu niður-
staða skoðanakannana, sem
fréttastofa Sjónvarpsins lætur nú
gera á fylgi stjórnmálaflokka í
einstökum kjördæmum, er vísað á
hendur útvarpsstjóra.
Útvarpsráð segir það skoðun sína
að óeðlilegt sé að RÚV standi fyrir
gerð skoðanakannana um fylgi
flokka í einstökum kjördæmum fáum
dögum fyrir kosningar. Þetta álit
ráðsins hafi komið skýrt fram á fundi
þess með viðkomandi embættis-
mönnum. Þar eð þeir hafi ekki séð
ástæðu til að virða það álit, sé allri
ábyrgð vísað á hendur útvarpsstjóra.
O S N I N G A R
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra:
Seðlabankastjóri staðfestir að
ríkið heldur ekki uppi vöxtum
ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir að Jóhannes
Nordal seðlabankastjóri hafi staðfest í ræðu sinni á ársfundi Seðla-
bankans að það sé rangt hjá talsmönnum Sjálfstæðisflokksins og
fleiri að ríkissjóður haldi uppi vöxtum í landinu. „Hann hafnar
algjörlega þeirri kenningu forystumanna Sjálfstæðisflokksins að
ríkissjóður hafi verið ieiðandi undanfarna mánuði í vaxtahækkun-
um,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann kvaðst
jafnframt telja það ýkjur hjá seðlabankastjóra, að skuldasöfnun
ríkisins við Seðlabankann valdi hættu á þenslu.
„Á síðustu vikum þingsins fluttu
talsmenn Sjálfstæðisflokksins mikl-
ar ræður um það aá ég hefði sem
fjármálaráðherra verið leiðandi í
vaxtahækkunum," sagði Ólafur. „í
ræðu sinni ávítar seðlabankastjór-
inn hins vegar fjármálaráðuneytið
nánast fyrir það að hafa haldið niðri
vöxtunum, eins og segir orðrétt:
„Vextir af nýjum spariskírteinum
og ríkisvíxlum hafa dregist aftur
úr öðrum vaxtakjörum.“ Það kemur
sem sagt skýrt fram í þessari ræðu
að ríkissjóður er langt á eftir banka-
kerfinu og öðrum ijármagnsstofn-
unum í vaxtamálum og ríkissjóður
hefur lagt sig í líma við að halda
niðri vöxtunum og meðal annars
tekið á sig ýmsa erfiðleika vegna
þeirrar viðleitni."
Ólafur sagði seðlabankastjórann
hins vegar hafa bent á að ávöxtun
húsbréfanna hafi verið leiðandi í
hækkun vaxtanna á verðbréfa-
markaði. „Það kemur auðvitað
rekstri ríkissjóðs ekkert við, því að
húsbréfín eru markaðsbréf í hús-
næðiskerfínu og eru þar alveg sér
á báti, en lánsfjárþörf ríkisins og
sú stýring í vaxtamálum sem er
héðan úrfjármálaráðuneytinu hefur
þvert á móti verið á þann veg að
menn hafa lagt sig í líma við að
vera með lága vexti.“
Ólafur var spurður um þau um-
mæli Jóhannesar Nordals, að hætta
sé á þenslu vegna skuldasöfnunar
ríkisins við Seðlabankann. „Hann
ýkir það nú að mínum dómi,“ sagði
Ólafur. „Það voru mjög svipuð
ummæli viðhöfð um sama árstíma
í fyrra.“
Hann sagði það vera venju, að á
fyrstu mánuðum ársins safni ríkis-
sjóður skuld við Seðlabankann.
„Við höfum fylgt þeirri stjórnlist
að megintíminn í sölu spariskírteina
og ríkisvíxla er um mitt ár og á
seinni hluta ársins og við höfum
reiknað með því í markaðsáætlun-
um lánasýslunnar að það verði eins
í ár og í fyrra að meginsölutími
ríkisverðbréfa sé frá sumri til loka
ársins."
Ólafur kvaðst telja fyllilega raun-
hæft að ná lánsfjárþörf ríkissjóðs
að fullu innanlands eins og hann
sagði að tekist hefði í fyrra. „Ég
held að þau ummæli Einars Odds
til dæmis að það sé einhver marg-
föld seðlaprentun út úr Seðlabank-
anum á við það sem var í fyrra séu
byggð á misskilningi. Hann hefur
einfaldlega ekki aflað sér réttra
talna í þeim efnum.“
Borgarráð:
Sigrún Magnúsdótt-
ir kærð af kjörskrá
KÆRA hefur borist til borgarráðs, vegna Sigrúnar Magnúsdóttur
borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Því er haldið fram að lög-
heimili hennar sé ekki í Reykjavík og eigi hún því ekki rétt á
að kjósa þar.
í íbúaskrá þjóðskrár er Sigrún
skráð til heimilis í Reykjavík en
eiginmaður hennar er Páll Peturs-
son alþingismaður, sem á lög-
heimili í A-Húnavatnssýslu.
Lögum samkvæmt er öllum
heimilt að kæra fólk inn á kjör-
skrá og út af henni. Lög sem
nýlega voru sett gera ráð fyrir
að taka eigi á kjörskrá alla þá sem
eru íslenskir ríkisborgarar og hafa
náð 18 ára aldri þegar kosning
fer fram og skráðir eru með lög-
heimili í sveitarfélaginu sam-
kvæmt íbúaskrá, þjóðskrár, sjö
vikum fyrir kjördag.
Borgarráð kemur saman til
fundar í dag og sker úr um kærur
sem borist hafa végna alþingis-
kosninganna 20. apríl næstkom-
andi.
Halli og Laddi þeirra krata
KRATAR hafa valið sér nýtt fundaform í kosningabaráttunni
fyrir þessar alþingiskosningar, þar sem tvær stjörnur, þeir Guð-
mundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og fjórði mað-
ur á lista Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi, og Ossur Skarp-
héðinsson, doktor í fiskeldi og þriðji maður á lista Alþýðuflokks-
ins í Reykjavík, leika aðalhlutverkin - leika mjög vel ef marka
má frammistöðu tvístimisins á fjölmennum kratafundi í Hafnar-
firði í fyrrakvöld.
Formið er afskaplega líflegt.
Ræðumennirnir standa við sitt-
hvort púltið og þruma yfír lýðnum
boðskap sinn, kryddaðan bröndur-
um og gífuryrðum um pólitíska
andstæðinga og grípa orðið hvor
af öðrum, en alltaf á hárréttum
stöðum, eins og um þaulæft leik-
rit sé að ræða. Einþáttungurinn
varði í klukkutíma, og skemmtu
Hafnarfjarðarkratar sér augljós-
lega sem þeir væru á góðu gaman-
leikriti. Mér er til efs að Halli og
Laddi hefðu hlotið betri viðtökur.
Guðmundur Árni hélt því fram
fullum fetum að sjálfstæðismenn
í Reykjaneskjördæmi fengjust
ekki til þess að rökræða við jafn-
aðarmenn. „Þeirra stefna er sú
að hafa enga stefnu ... Þeir þora
ekki að takast á við okkur - þeir
víkjast undan.“
Guðmundur
Ámi kemur fram
í hlutverki hins
gallharða krata-
foringja, sem
hrópar óbanginn
yfir salinn: „Við Reyknesingar
hljótum að trúa því að Alþýðu-
flokkurinn sé Ijöldaflokkur -
flokkur 30 til 50% kjósenda og
við ætlum að gera hann það á
landsvísu!"
Guðmundur Árni hnýtti ekki
einungis í Sjálfstæðisflokkinn í
máli sínu, þótt hann liti augljós-
lega á þann flokk sem höfuðand-
stæðing í þessari kosningabar-
áttu. Aðrir pólitískir andstæðing-
ar fengu vissulega sinn skerf.
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum
formaður meðleikanda Guðmund-
ar Árna, Össurar, fékk einnig sinn
skammt: „Hvað þá með þennan
gamla flokk hans Össurar, Al-
þýðubandalagið og Ólaf Ragnar
Grímsson? ... Nú stefnir óðfluga
í það í uppdráttarsýkinni hjá Al-
þýðubandalaginu að hann sitji þar
einn eftir. Þá skulum við jafnaðar-
menn vera algjörlega klárir á því
að hann bankar auðvitað á dyr
hjá okkur. Hvert á hann annað
að fara? Við þurfum að velta
vöngum yfír því
hversu mikill
mannúðarflokk-
ur Alþýðuflokk-
urinn er. Opnar
hann faðminn
fyrir öllum? Ég
segi það fyrir mína parta, að ég
vil að maðurinn skrifti og ég
treysti engum betur en bróður
mínum í Heydölum til að taka
hann til skrifta!" Þessari yfirlýs-
ingu bæjarstjórans var tekið með
lófataki og hlátrasköllum af Hafn-
arfjarðarkrötum.
Össur gerði stuttlega grein fýr-
ir því hvers vegna hann hefði
horfið úr Alþýðubandalaginu og
gengið til liðs við Alþýðuflokkinn:
„Mér er það ekkert launungar-
mál, þegar múrarnir voru að
hrynja í Austur-Evrópu, þá tóku
þeir sig til og fóru að reisa þá
aftur í Alþýðubandalaginu.
Múrarnir sem ég vildi bijótá niður
á milli flokka, þeir voru víggirtir
enn frekar af hálfu margra þeirra
sem núna ráða ríkjum í Alþýðu-
bandalaginu. Ég hika ekki við að
segja að ég vil búa til einn stóran
flokk, eina stóra hreyfingu
íslenskra jafnaðarmanna og ég tél
að Alþýðuflokkurinn eigi að vera
burðarásinn í þeirri hreyfingu. Sú
hreyfíng á að taka yfir obbann
af góðu fólki í Alþýðubandalag-
inu, allan Kvennalistann og hún
á líka að taka yfír væna sneið af
fijálslyndum sjálfstæðismönn-
um.“
Össur leikur hlutverk hins
hnyttna, orðheppna grínista, með
miklum pólitískum sjarma. I nán-
ast öllum hans tilsvörum fær
leiftrandi kímnigáfa hans að njóta
sín og hann kemst upp með það
eins og ekkert sé og fær meira
að segja lof í lófa fyrir að segja:
„Davíð segir ágæta brandara og
hann segir þá prýðisvel. En hann
á bara að halda sig við það!“ Öss-
ur sagðist fremur vilja nota séra
Gunnlaug (bróður Guðmundar
Árna) til þess að biðja fyrir Al-
þýðuflokknum, en taka Ólaf
Ragnar Grímsson til skrifta.
Guðmundur Árni fjallaði af al-
vöruþunga um sjávarútvegsmál:
„Auðvitað er það rosalegt að
kvótakóngar skuli velta sín á milli
afla sjávarins, skipta á veiðleyfa-
heimildum fyrir peninga, sem
samsvarar fimm milljörðum á
síðasta ári. Þeir versluðu með
kvóta upp á fímm milljarða -
þeir versluðu með eign þjóðarinn-
ar! ... Við Hafnfirðingar þekkjum
mjög gott dæmi um þetta, sem
er af Hvaleyrinni hf. Það eru tæp
sex ár frá því að þetta fyrirtæki
sem þá hét Bæjarútgerð Hafnar-
fjarðar var selt af þáverandi meiri-
hluta Sjálfstæðisflokksins fyrir
smánarlega upphæð. Núna ætla
eigendurnir, Hagvirki og Sam-
heiji að skipta upp reytunum sem
eftir voru. í einhverri kerskni
spurði annar aðaleigenda mig sem
bæjarstjóra: „Jæja, viltu bara ekki
kaupa þetta aftur?“ Þóttist viss
um það að bærinn hefði ekki mik-
inn áhuga á því að leggja í þenn-
an atvinnurekstur. Eg sagði að
ég skyldi kaupa þetta aftur, á
uppreiknuðu söluverði frá 1985.
Hann hló alveg rosalega og sagði
„Nei. í millitíðinni hef ég náttúru-
lega fengið hundruðir milljóna í
formi framseljanlegs kvóta". Og
þessi framseljanlegi kvóti sem fór
með Bæjarútgerð Hafnarljarðar á
sínum tíma, nemur á annan milij-
arð króna í dag og hefur verið
seldur norður yfir heiðar. Þetta
er náttúrlega hrikalegt dæmi um
þá misnotkun sem á sér stað varð-
andi þessa þjóðareign okkar -
Guðmundur Össur
Arni Hnyttni grínist-
Harði kratafor- inn
inginn
fiskinn í sjónum.“
Að sameiginlegum ræðuhöld-
um loknum, svörðu þeir Guð-
mundur Árni og Össur fyrirspurn-
um í annan klukkutíma. Össur
svaraði fyrirspurn um óheillavæn-
lega þróun umferðamála áæftir-
farandi hátt: „Ég hef lagt mitt
af mörkum - ég hef ekki enn
tekið ökupróf.“ Og fyrirspurn um
afstöðu til gengismála: „Gengi
Alþýðuflokksins fer hækkandi!“
Og fyrirspurn um hátt raforku-
verð til fiskvinnslustöðva: „Flyttu
bara til Reykjavíkur og kjóstu
mig á þing og þá skal ég kippa
þessu í liðinn!"
Þeir Guðmundur Árni og Össur
bjóða því upp á pólitískan
skemmtifund upp á gamla móð-
inn, þar sem alvaran er blönduð
gamni, eða öllu heldur, þar sem
gamanið tekur á sig alvarlegan
blæ öðru hvoru. En þótt gamli
stíllinn sé á fundum þeirra, þar
sem málflutningur einkennist af
gamanyrðum og stóryrtum yfír-
lýsingum, þá er tónninn ekki alveg
hreinn, því hér er ekki um hanaat
pólitískra andstæðinga að ræða
eða rökræður, heldur miklu frem-
ur íjörlega sviðsetningu samherja.
■bDAGBÓKm
STIÓRNMÁL
eftir Agnesi Bragadóttur